Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 ✝ Margrét Krist-ín Þórhalls- dóttir, Magga Stína, fæddist á Hjalteyri við Eyja- fjörð 20. júlí 1932. Hún lést á Land- spítalanum að morgni 11. sept- ember 2012. Margrét var dóttir hjónanna Þórhalls Marinós, sjómanns á Hjalteyri, f. á Hrís- um í Svarfaðardal 1909, d. 1944, Kristjánssonar, smiðs og bónda á Ytri Bakka, Pálssonar, og Þór- önnu, húsmóður og matráðs- konu, f. á Enni á Höfðaströnd 1912, d. 1979, Rögnvaldsdóttur, b. í Málmey og Litlu-Brekku á Höfðaströnd. Móðir Þórönnu var Guðný Guðnadóttir sem bjó á Siglufirði eftir mann sinn. Systkini Margrétar eru Rögn- valdur Sigurbjörn, f. 1933, Kristján Örn, f. 1936, Ævar Þór, f. 1939, Matthildur, f. 1942, d. 2010, og Leifur Eyfjörð, f. 1945. Hinn 24. maí 1953 giftist Mar- grét Jósep Birgi Kristinssyni, bifvélavirkja og vélstjóra, f. 3. ágúst 1932, d. 10. ágúst 2006. Jósep var sonur hjónanna Kar- ólínu Á. Jósepsdóttur húsmóður, f. 1903 á Ísafirði, d. 1984, og Margrét ólst upp í foreldra- húsum á Hjalteyri. Þau bjuggu í Sæborg, utan í bakkanum sunn- an við byggðina á Eyrinni. Þótt húsið hefði ekki verið stórt var þar þó tvíbýli systkinanna Þór- halls Marinós og Kistínar. Mikill samgangur var á þessum heim- ilum og héldust ævilangt þau vinabönd sem þar hnýttust með frændsystkinunum Möggu Stínu og yngstu börnum Kristínar frænku, þeim Maju og Magga Þór. Margrét gekk í barnaskóla á Hjalteyri, en fór síðan á ung- lingsaldri til Guðnýjar ömmu sinnar á Siglufirði þar sem hún gekk í gagnfræðaskóla. Á tví- tugsaldri fór Magga Stína suð- ur. Þar kynntist hún Jobba sín- um sem varð lífsförunautur hennar. Þau bjuggu fyrstu hjú- skaparárin í Reykjavík, á Ak- ureyri og Hjalteyri, í Stykkis- hólmi, Garðahreppi og Hafnarfirði. Sinn stað fundu þau svo á Hagamelnum í Skil- mannahreppi, þegar þau unnu bæði hjá Járnblendinu á Grund- artanga. Þar í sveitinni undu þau vel og þar var jafnan gest- kvæmt, enda þau hjón bæði gestrisin með afbrigðum. Þegar aldurinn færðist yfir og heilsan fór að sýna bresti fluttu þau Magga og Jobbi aftur í Hafnarfjörð þar sem þau bjuggu til æviloka. Útför Margrétar Kristínar verður gerð frá Hafnarfjarð- arkirkju í dag, 21. september 2012 kl. 13. Kristins H. Krist- jánssonar vöru- bifreiðarstjóra, f. 1892 í Reykjavík, d. 1952. Börn Mar- grétar og Jóseps eru: 1) Þórhallur Birgir, f. 1953, kvæntur Herdísi Ólafsdóttur, þau eiga þrjú börn: Helgu Sigríði, Jós- ep Birgi og Mar- gréti Þórhildi. Jósep er í sam- búð með Jónínu Ingólfsdóttur og eiga þau eina dóttur, Sögu. 2) Karólína Kristín, f. 1955, gift Gunnari Jónssyni, þau eiga tvær dætur: Margréti Kristínu og Þórönnu. Margrét er gift Ólafi Hannessyni og eiga þau þrjár dætur, Maríu Kristínu, Karólínu Þórdísi og Emmu Karenu; Þór- anna á eina dóttur, Evu Marý. 3) Skarphéðinn, f. 1959, kvæntur Stefaníu Björnsdóttur, þau eiga fjögur börn: Fanneyju, Heiðdísi, Björn og Gunnhildi. Fanney er gift Þorsteini Jóhanni Þor- steinssyni, þau eiga eina dóttur, Guðrúnu Emelíu. Heiðdís á einn son, Anton Breka. 4) Ævar Örn, f. 1963, kvæntur Sigrúnu Guð- mundsdóttur, þau eiga tvær dætur: Þórhildi Sunnu og Eddu Karólínu. Þegar mamma fór í ferðalag var hún vön að undirbúa það vel. Þannig var til dæmis þegar við fórum hina árlegu hópferð fjöl- skyldunnar til ömmu Þórönnu norður á Hjalteyri í byrjun sum- ars. Pabbi sá um að Moskinn væri ferðafær og mamma byrjaði að pakka niður og senda okkur í klippingu mörgum dögum fyrir ferð. Og við höfðum með okkur nesti. Sama var þótt leiðin væri ekki jafn löng, til dæmis bara til ömmu Karólínu í Skipasundi. Allt skyldi klárt áður en lagt væri í‘ann og ekkert skyldi tefja á leið- inni. Þannig var líka með síðustu ferðina hennar. Kannski var hún einfaldlega allt lífið að búa sig undir þá ferð og slakaði aldrei á við undirbún- inginn. Strax í æsku að líta til með yngri bræðrum og Möttu systur, reyndar hætti hún því aldrei, verkefnið breyttist bara og þróaðist í tímans rás, alltaf var sambandið ræktað, umhyggja og gleði ráðandi í samskiptunum. Sama má segja um samband hennar við vini og vinkonur. Og nánasta fjölskyldan gleymdist ekki heldur, börnin yf- irgáfu eiginlega aldrei hreiðrið til fulls og barnabörnin áttu hjá henni sitt annað heimili. Þar vildu þau vera, hjá ömmu Möggu, því amma Magga var ekki aðeins ást- rík og hlý, hún var líka skemmti- leg. Mörg ár eru síðan mamma fór fyrst að tæpa á því hvernig staðið skyldi að málum þegar kallið kæmi. Reyndar ekki alveg að ástæðulausu, segja má að hún hafi verið á skilorði síðasta ald- arfjórðunginn eftir að hún komst yfir krabbamein með mikilli að- gerð á sjúkrahúsinu í Lundi í Sví- þjóð. Eftir það lagði hún enn meiri áherslu en fyrr á að rækta tengslin við fólkið sitt og tókst það vel, heimilið á Hagamelnum í Skilmannahreppi var á krossgöt- um og þar stöldruðu allir við. Það var bara sjálfgefið að koma við hjá Möggu Stínu og Jobba. Eitt besta veganesti lífsins er æðruleysi. Mamma bjó að því, sem hjálpaði henni yfir óhjá- kvæmileg áföll lífsleiðarinnar eins og þegar nákomnir falla frá, þannig tókst hún á við fráfall pabba sem hún saknaði þó meira en hún lét uppi. Fleira gott var í nestisboxinu hennar: Glaðværð, hlýja og traust. Mamma, hún Magga Stína frá Sæborg, var því vel undirbúin þegar kallið kom. Hún hafði náð því takmarki að halda upp á 80 ára afmæli sitt með fjölskyldu og nánustu vinum, vel hress að sjá. En, líklega vissi hún þá þegar að brottfarartíminn nálgaðist. Fljót- lega eftir það fór hún á Landspít- alann og hóf þá um leið að gera ráðstafanir til að tryggja að síð- asta ferðin gengi nú örugglega vel og áfallalaust. Hún fékk hægt andlát, það gerðist snemma morguns, eins og þegar lagt er í langferð. Þórhallur. Hvernig er hægt að kveðja þann sem alltaf hefur verið til staðar? Í uppvexti okkar systkinanna var pabbi heitinn mikið langdvöl- um fjarri heimilinu við vinnu, á sjó og síðan við virkjanir upp til fjalla. Heimilið og uppeldið mæddi því mest á mömmu, sem alltaf var til staðar. Það breyttist aldrei, það var alveg sama hvort viðra þurfti vandamál, ræða landsins gagn og nauðsynjar, nú eða bara líta inn í kaffisopa og ræða bækur og skáldskap, mamma var alltaf til staðar. Við áttum sameiginlegt að hafa mik- inn áhuga á og gleði af lestri góðra bóka og núna seinustu árin þegar við vorum bæði komin í Hafnarfjörðinn og stutt á milli okkar, voru ófáar stundirnar sem spjallað var um bækur og höf- unda, báðum til gleði, bækur af öllu tagi og upplagi. Mamma og pabbi voru af þess- ari kynslóð, sem nú er óðum að yfirgefa okkur, sem ólst ekki upp við að menntun og menning væri sjálfsagður hlutur. Lífsbaráttan var hörð, þó að sulturinn væri farinn að víkja einkum hjá þeim sem komust til sjávar eins var í Sæborg, en veganestið var nægjusemi og nýtni, að una við sitt og láta sér nægja það sem efni voru til. Ég hef alla vega aldrei náð tökum á þeirri list hennar að töfra fram veisluborð úr því sem okkur nútímafólkinu finnst eiginlega tómir skápar. En ástin á góðum mat og matreiðslu er annað til sem hún kenndi mér. Núna seinustu árin var sam- gangurinn mikill, hún kom oft við í Þrastarásnum á leið í eða úr bæjarferðum – keyrði sjálf eins og vera ber sjálfstæðri konu – við hentum stundum gaman að því að hún kæmi svona rétt eins og fugl- inn sem tyllir sér á stein og flögr- ar svo áfram, en þetta var hennar eðli, að stunda engar þrásetur en vilja sjá fólkið sitt og fylgjast með – sérstaklega – barnabörnunum sínum og barnbarnabörnum sem hún var óendanlega ánægð með. Við kveðjum í dag elskuríka konu, hún hafði skoðanir á hlut- unum og var ófeimin að leyfa okkur að heyra þær, án þess að leggja illt til annarra, sterkasta umsögn sem ég man eftir er „æi, það er nú eitthvað óttalegt vesen á þeim“ í armæðutón. Hún var skýr og minnug fram á seinasta dag, vissi alveg að hverju dró, horfðist æðrulaus í augu við það og kvaddi með reisn. Hún verður áfram til staðar í huga okkar. Skarphéðinn. Hjartkær vinkona mín og tengdamóðir til rúmlega þrjátíu ára er látin. Ég lofaði henni að tala alls ekki um hversu gott var alltaf með kaffinu hjá henni, svo ég mun alls ekki nefna það hér. Þegar þetta er skrifað þá er föstudagskvöld. Á föstudags- kvöldum frá haustmánuðum til vors er fjölskyldusamvera í okk- ar litlu fjölskyldu og oftast var amma með okkur, henni var skenkt hálft (eftir hennar upp- skrift) rauðvínsglas með viðhöfn, fyllt upp með vatni og það dugði henni rúmlega fram yfir mat og að kaffibollanum. Svo kom sumar og lukkunnar pamfílar sem við erum þá eigum við aðgang að sveit. Og Magga heiðraði okkur og sveitina með nærveru sinni og andaði að sér sveitaloftinu. Ég á mynd af hvíthærðri dömu bakvið runna, með sólhatt og rafmagns- grasklippur að vopni að bjarga litlu birkiplöntunum. Oft kom hún við hjá okkur síð- degis á leið frá Mæju „minni“ og þá flýttu sér allir heim af því amma var að koma. Vorið og sumarið kemur, sem betur fer ár eftir ár. Hennar sum- ar er liðið. Þessi kona, amma, mamma, langamma, tengda- mamma, hún var vinur og vin- kona. Hún var vinkona mín. Hún var veik og hún var sterk, hafði áhyggjur af sínu fólki og metnað fyrir sitt fólk og var endalaust stolt af okkur öllum. Þessi vika sem er að líða hefur verið ströng, ég fæ upp í hugann daglega þessa hugsun að nú hringi ég í „ömmu“ og svo er bara engin „amma“ til að svara. Sofnaðan svanna sjúkdómsfjötrum leystan faðma þú mjúklega, móðir jörð. Hlýtt við þitt hjarta hana þú geymir þótt yfir dynji hretin hörð. (Hannes Hafstein) Herdís. Elsku amma. Mig langar ekki að viðurkenna að þú sért farin frá okkur. Mig langar ekki að samþykkja að hjartað þitt hafi gefið sig. Heim- urinn án þín er ekki sami heimur og ég bjó í fyrir rétt rúmri viku. Lífið án ömmu Möggu er óraun- verulegra en þau tuttugu og fimm ár sem mér hefur tekist að fylla hingað til. Ég held að þegar við Íslend- ingar ráðumst einhvern daginn í smíði nýrrar orðabókar verði orðið „amma“ skýrt með nafni þínu og lýsingu á þér. Allavega ef ég fæ einhverju um það ráðið. Ég gæti skrifað langan pistil um fallegu stundirnar okkar saman. Hversu gott var að koma í heimsókn til þín og spjalla um daginn og veginn, hvað þú varst klár og skemmtileg, yndisleg og æðisleg mannvera. Hvað þú varst frábær amma. En ég er eigin- gjörn á þær stundir og langar að geyma þær í hjarta mér þar sem við eigum þær saman og þær gleymast aldrei þar til ég fylgi þér í dauðann. Dauðann, sem þú óskaðir þér að hafa jafn skjótan og sársauka- lausan og raunin varð. Í laumi gleðst ég yfir að þú hafir fengið ósk þína uppfyllta um leið og ég fyllist ómældum trega yfir því sama. Og ég er reið líka, reið yfir því að fá ekki að hafa þig lengur hjá okkur, reið yfir því að þú munir nú aldrei geta heimsótt mig til Hollands, reið yfir því að einn svona lítill galli hafi tekið þig frá okkur allt of snemma, að því er mér finnst. En ef ég á mér fyrirmynd og hetju í lífinu þá ert það þú, amma mín, því aldrei hef ég né mun ég þekkja jafn hugrakka, sterka og þrautseiga konu og þig. Þú fékkst ekki sömu tækifærin á silfurfati og ég, en gerðir þó gull úr hverj- um mola sem féll í þína götu. Ég vona að ég geti gert slíkt hið sama, vona að ég sé einn þessara mola. Án þín verður erfiðara að draga andann. Án þín er heim- urinn aðeins stærri og skelfilegri. En vegna þín er ég stolt ung kona sem ber höfuðið hátt og mun verða þér til sóma – svona oftast. Eins gott að lofa ekki upp í erm- ina á sér, þú varst ekki hrifin af slíku. Já, og ég ætla að gefa krumma, amma mín. Nú þegar þú ert farin verður einhver að taka við því mikilvæga verkefni. Nú þegar þú ert farin verð ég að halda áfram veginn án þess að heyra þig segja: Ert þetta þú, Sunna mín? Án þess að fá knús frá ömmu og klapp á bakið og kaffi og bakkelsi með. Akkúrat núna finnst mér það óbærileg til- hugsun, en ég held þó að svo lengi sem ég man röddina þína og hlýjuna í kringum þig verði ég betri manneskja fyrir vikið. Amma mín, þú varst frábær, og ég veit þú vilt ekki að við væl- um of mikið eða leggjum hendur í skaut þó að þú sért farin frá okk- ur, heldur höldum áfram, drífum okkur. Og því ætla ég að drífa mig núna og kveð þig eins og þú bauðst mér ávallt góða nótt: Megi Guð og góðu englarnir vera hjá þér í alla nótt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Elsku amma. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir samfylgdina þessi 31 ár sem við áttum saman. Sérstaklega stendur upp úr sumarið sem nú er að líða þar sem gáfust nokkur tækifæri til þess að koma öll saman, stórfjöl- skyldan, og njóta samvista með þér. Sumarið var yndislegt og gaf okkur öllum enn fleiri fallegar minningar til að hlýja okkur um hjörtun þegar á þarf að halda. Þá stendur upp úr niðjamótið fyrir norðan og könnunarleiðangur á Hjalteyri þar sem þú ólst upp. Ég fór og skoðaði rústir Sæborgar og hló í huganum þegar ég minnt- ist þess að hann afi vildi meina að þaðan væru læri kvenna í okkar fjölskyldu komin, Sæborgarlærin sem hann var svo hrifin af. Það var merkilegt að sjá hvar Sæborg stóð í brattri brekku á Hjalteyri og mátti ég hafa mig alla við að príla þangað í blíðunni. Ég get ekki ímyndað mér færðina á vet- urna og hafði heldur aldrei heyrt þig tala um það að ráði hversu erfitt það hefði verið að komast til og frá húsinu. En þannig varst þú einmitt, amma; gerðir bara. Það er vandasamt að velja á milli allra þeirra góðu minninga sem ég er svo heppin að eiga um þig. Á svona lítilli blaðsíðu er kannski réttast að nota stikkorð og stuttar setningar þó ég gæti eflaust skrifað heila bók um dásamlegar minningar, elsku fal- lega amman mín. Það var alltaf mikil tilhlökkun að koma á Hagamel og það stend- ur mér ljóslifandi í minni hvað tók á móti okkur í innkeyrslunni, í forstofunni, teppið á gólfunum, hljóðið í útvarpinu, ilmurinn. Trén sem ég man gróðursett – síðar svo stór. Garðurinn þar sem við tjölduðum og steinninn bak við hús þar sem við lékum dönsku hafmeyjuna. Snjóskaflar og út- söguð snjóhús. Ná í afa út í skúr í kaffið. Afi í flauelsbuxum og köfl- óttri skyrtu, svo dásamlegur, og amma með svuntu og snarar hreyfingar, svo fullkomin saman. Lukka við fæturna í sófanum, hlýjaði okkur börnunum þolin- móð á tánum. Við borðuðum popp, suðusúkkulaði og Ísfingur. Plötuspilarinn, Kardimommu- bærinn, sígild tónlist. Afi í stóln- um sínum að lesa, það var gott að lesa með afa. Fallegu bækurnar í hillunum, fallega Biblían. Amma, þú vildir heldur fugla en ketti í garðinum, það var öllum ljóst en ég man hvað mér þótti þú ósvífin gagnvart köttunum þegar þú varst að reka þá úr garðinum … haha. Hafnarfjörður, fréttir hljóma í útvarpinu, hakkabuff og falleg jól. Spólur fyrir barnabarnabörn, litir og blöð, þjóðfélagsumræðan, símtöl með nytsamlegum ábend- ingum, skipst á bókum, skipst á skoðunum, við vorum orðnar svo stórar saman, ég og þú. Eldhús- myndirnar á sínum stað, bleiki sófinn, amman mín sem klappaði mér enn á bakið og hringurinn sem huggaði með hljóðinu einu, það er ömmuhugg. Ég er svo þakklát fyrir sum- arið, ég er þakklát fyrir það að hafa fengið tækifæri til að segja þér hversu vænt mér þykir um þig og kysst þig og knúsað á með- an þú varst hjá okkur ennþá. Takk fyrir allt, þú verður ætíð í huga mér, fallega amman mín. Ég elska þig. Þín Þóranna. Elsku amma, það er svo margt sem mig langar að segja hér, svo margar minningar sem ég á frá árunum okkar þessum 36 sem við fengum saman að það er örugg- lega efni í heila bók. En ég held það sé best að hafa þetta stutt og laggott, svona til að reyna að halda væmninni í lágmarki því ég veit að þú hefðir kunnað að meta það. Heimili þitt og afa var mér sem annað heimili á æskuárum, þegar mikið rót og flutningar voru á foreldrum mínum var heimilið ykkar kletturinn og hef- ur mér alltaf liðið einna best við eldhúsborðið þitt með kaffi í bolla, gömlu gufuna á og þig á móti mér. „That’s my happy place“ eins og þeir segja í bíó- myndunum. Þú ert og hefur alltaf verið ein af mínum uppáhaldsmanneskjun- um í lífinu. Ég hafði unun af að hlusta á þig segja frá gömlum tímum enda varstu mikill sögu- maður. Mér finnst yndislegt að vita að þú virtist skoða blöðin með okkur öll í huga því oftar enn ekki lum- aðir þú á úrklippu um eitthvað sem þú taldir að okkur gæti þótt áhugavert og þú sparaðir barna- blöðin fyrir börnin mín. Þú varst forvitin og opin fyrir nýjungum (þá sérstaklega í mat- argerð) og ég er viss um að það er það sem hélt kollinum á þér frísk- um og fljótum. Ég elskaði þegar einhver sagði að við værum líkar því mig hefur alltaf langað til að verða alveg eins og þú, lifandi og skemmtileg, glöð og elskuð. Þú varst skemmtileg, gáfuð og fljót að tengja og komst mér og öðrum í kringum þig oft til að hlæja. Ég veit það er asnalegt en ég hugsa stundum um hvað ég er heppin að vera elst því þá fékk ég að eiga ykkur lengst. Annars er það undarlegt hversu erfitt það getur verið að finna orð yfir stórar tilfinningar og mikilvægar minningar. Ég elska þig virkar eitthvað svo tómt og svo ofsagt (þó það sé auðvitað heilagur sannleikur) en það er einhvern veginn af hverju ég elska þig sem skiptir máli: ég elska þig af því þú varst óþolandi afskiptasöm, ég elska þig af því þú fórst með Bónuspoka í Bónus og Krónupoka í Krónuna. Ég elska þig af því þú áttir stuttan gaffal en ég langan. Ég elska þig af því þú varst konan hans afa, ég elska þig af því það var svo auð- velt að vera nálægt þér – ég hreint út sagt elska þig bara, hef alltaf gert mun alltaf gera. Þín Margrét Kristín (Magga Stína). Magga amma okkar er nú látin og er hennar sárt saknað. Þrátt fyrir að hún hafi strítt við veik- indi undanfarið, og síðustu dag- ana hennar hafi verið ljóst að hverju stefndi, var hún alltaf svo brött og bar sig svo vel að það er erfitt að átta sig á því nú að hún sé farin. Manni fannst eiginlega að hún myndi jafna sig og að hægt yrði að bjóða henni heim í kaffi fljótlega og spjalla um dag- inn og veginn. Nýliðið sumar voru tveir stórir viðburðir í fjölskyldunni, þar sem amma var í aðalhlutverki. Af- komendur Þórönnu, móður ömmu, hittust á ættarmóti í júní þar sem æskuslóðir ömmu og systkina hennar á Hjalteyri voru heimsóttar og yngri kynslóðir fengu að heyra sögur af lífinu í Sæborg, þar sem hvorki var raf- magn né rennandi vatn. Um mán- uði síðar varð amma áttræð en hún hafði fyrir nokkrum árum bókað sumarbústað foreldra okk- ar, sem þá var ókláraður, undir veisluna. Bústaðurinn var klár í tæka tíð og í afmælið mætti hver einasti afkomandi ömmu og afa ásamt mökum, öðrum ættingjum og vinum til að fagna áfanganum með henni. Rifjaðar voru upp minningar af Hagamelnum, það- an sem öll barnabörn ömmu og afa eiga ógrynni af góðum minn- ingum, og segir það mikið um ömmu að eftir að afmælisgestir höfðu keppst við að hlaða hana lofi sagði hún síðar að hún væri nú ekki alveg viss um að hún ætti þetta allt saman skilið. Það var snarlega leiðrétt. Þetta ein- kenndi hana, hógværð, nægju- semi og innri styrkur. Hún hafði gaman af lífinu og hafði alltaf eitthvað fyrir stafni, og var mikils metin af þeim sem þekktu hana. Amma og afi á Hagamelnum voru hin fullkomnu amma og afi. Það var alltaf tilhlökkunarefni að skreppa í heimsókn til þeirra um helgar og gista, og gátum við allt- Margrét Kristín Þórhallsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.