Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þegar stjórnvöld hafa ekki vilja eða getu til að standa við það sem þau skrifa undir við gerð kjarasamninga er eðlilegt að á það sé bent,“ segir Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Tilefnið er þau ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að gagnrýni SA og ASÍ í þessa veru sé óréttmæt og gefi tilefni til að endur- skoða svo ítarlegt innlegg ríkis- stjórnar í samn- ingsgerðina. Vilhjálmur hafnar þessu. „Æskilegast væri ef stefna ríkisstjórnar hverju sinni væri það skýr og í takt við það sem aðilar vinnumarkaðar- ins eru að hugsa og glíma við – og samfélagið al- mennt – að ekki væri þörf á yfir- lýsingu eins og ríkisstjórnin gaf við gerð síðustu samninga. Ein helsta ástæðan fyrir því að aðilar vinnumarkaðar- ins leita eftir slíku samstarfi er sú að það er eitthvað að hjá stjórnvöldum.“ Hafa hvorki vilja né getu Vilhjálmur tekur svo fram að SA hafi ekki áhuga á að „kreista fram lof- orð út úr ríkisstjórninni sem hvorki sé vilji né geta til að efna“, þegar fjallað verður um samningana í tengslum við launahækkun í janúar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ítrekar að mörg veigamikil fyrirheit sem ríkisstjórnin gaf við gerð kjara- samninganna hafi ekki gengið eftir. „Dæmin skýra sig sjálf. Á hitt ber að líta að ríkisstjórnin efndi margt af því sem var lofað. Vandinn er hins vegar sá að mjög margt af því sem hún lofaði hefur ekki verið fram- kvæmt. Þá er ég að tala um atriði sem eru viðkvæm fyrir mitt fólk, sérstak- lega það sem snýr að bótum almanna- trygginga og atvinnuleysisbótum.“ Áform en ekki aðgerðir Gylfi víkur að atvinnumálum. „Hvað varðar framgöngu stjórn- valda við að stuðla að atvinnusköpun hefur þeim verkefnum sem að var stefnt ekki verið hrint í framkvæmd. Það er mikið af áformum um að taka ákvarðanir um framkvæmdir. Fæstar þessar ákvarðanir hafa verið teknar. Það er ekki nóg að lýsa yfir vilja til að gera eitthvað,“ segir Gylfi sem hafnar því einnig að innlegg ríkisstjórnar- innar hafi verið óvenju efnismikið. „Alþýðusambandið hefur frá því að samið var um stofnun atvinnuleysis- tryggingasjóðs alltaf samið um hækk- un atvinnuleysisbóta. ASÍ hefur alltaf haft áhyggjur af því hvernig kjör elli- lífeyrisþega og öryrkja verði tryggð. Það er ljóst að á krepputímum er meira á borðinu. Það er alveg rétt. Hann var hins vegar ekki lengri list- inn síðast en þegar við sömdum um þjóðarsáttarsamningana á sínum tíma. Það eru mörg fordæmi um slíkt innlegg en fá fordæmi um að það sem var á listanum hafi ekki verið efnt.“ Vandinn er hjá stjórnvöldum Morgunblaðið/Golli Ólga á vinnumarkaði Framkvæmdir við Vesturlandsveg. Forystumenn SA og ASÍ gagnrýna stjórnvöld fyrir svik við gefin loforð við gerð kjarasamninga.  Framkvæmdastjóri SA segir stjórnvöld hvorki hafa vilja né getu til að standa við gefin loforð  Forseti ASÍ segir mikið um áform af hálfu stjórnvalda sem síðan komi aldrei til framkvæmda Vilhjálmur Egilsson Gylfi Arnbjörnsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra vísaði þeirri fullyrðingu for- ystumanna Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands á bug í ræðustól Alþingis í gær að ríkis- stjórnin hefði svikið veigamestu lof- orð sín vegna kjarasamninganna. Vikið var að loforðunum í Morgun- blaðinu í gær en þar kom fram að SA og ASÍ telja samanlagt að 23 af 41 fyrirheiti hafi verið svikin. Jóhanna sagði þetta af og frá er hún veitti Bjarna Benediktssyni, for- manni Sjálfstæðisflokksins, andsvar. „Ég vil nú í allri vinsemd segja að stóryrði og svikabrigsl forystumanna atvinnulífsins eru orðin nokkuð hvim- leið. Ég tel að það sé fráleitt að halda því fram, virðulegi forseti, að stærstu loforðin sem ríkisstjórnin átti aðild að í þessum kjarasamningum hafi verið svikin. Ég vísa því til föðurhúsanna … Ætla menn í alvöru að halda því fram að ríkisstjórnin beri ábyrgð á al- þjóðlegu fjármálakreppunni sem hef- ur tafið mörg fjárfestingarverkefni hér? Ég spyr: Ætla menn að halda því fram að ríkis- stjórnin hafi svik- ið ýmis fyrirheit sem við lofuðum og sem verið er að vinna að? Hvað á ég að nefna? Vaðlaheiðargöng, spítala og svo framvegis,“ sagði forsætisráðherra og hélt áfram. Sanngjarnir sjái árangurinn „En ég held, virðulegi forseti, að allir sanngjarnir menn hljóti að sjá að ríkisstjórnin hefur lagt gríðarlega mikið af mörkum til þess að kjara- samningarnir nái fram að ganga og það er erfitt að þurfa að sitja eilíflega undir þessum svikabrigslum forystu- manna SA og ASÍ sem koma að fjöl- mörgum verkefnum, þrátt fyrir að þeir séu að segja sig úr lögum við ríkisstjórnina á þessu tímabili,“ sagði Jóhanna sem veitti svo annað and- svar við fyrirspurn Bjarna Bene- diktssonar á þinginu: „Meira að segja hefur ríkisstjórnin bætt í þær fjárfestingar sem ekki var um samið í kjarasamningum. Það eru þessi stórfelldu áform sem við erum að fara í núna í okkar fjárfestingar- áætlun sem örugglega mun skila sér líka í að bæta í hagvöxtinn. Og það er ýmislegt í pípunum núna í fjárfesting- arsamningum sem hafa verið gerðir og eru í undirbúningi sem auka okkur bjartsýni um að við getum aukið hér enn hagvöxtinn frá því sem nú er. Þannig að mér finnst það fráleitt að halda því fram að við höfum verið að svíkja hér gefin loforð og við hljótum að skoða vandlega aðkomu ríkis- valdsins í framhaldi af því að vera með svona stórt innlegg í kjarasamn- ingum sem er síðan eilíflega, með röngu, verið að brigsla okkur um að hafa ekki staðið við.“ Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðis- flokki, óskaði eftir utandagskrár- umræðu um málið. Við þeirri ósk var ekki orðið. baldura@mbl.is Spyr hvort alþjóðakreppa sé ríkisstjórninni að kenna  Forsætisráðherra er leiður á „svikabrigslum“ SA og ASÍ Jóhanna Sigurðardóttir Aðspurður um þau ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að innlegg ríkisstjórnarinnar við gerð kjarasamninga hafi verð óvenjumikið að þessu sinni segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmda- stjóri ASÍ, mörg fordæmi um slíkt innlegg í samninga. „Það er mjög löng hefð fyrir þátttöku stjórnvalda í kjarasamningum. Nefna má mörg dæmi. Við kjara- samningagerðina á sjöunda áratugnum var tekin ákvörðun um framkvæmdir í Breiðholtinu og uppbygg- ingu íbúða fyrir verkafólk, ákvörðun sem leysti samn- ingana 1964-1965. Ennþá eldra dæmi frá 1955 er ákvörðun um stofnun atvinnuleysistrygginga sem leysti mjög harða kjaradeilu,“ segir Halldór og heldur áfram. Lagasetning tengd kjarasamningum „Það var alvanalegt að ríkisstjórn Gunnars Thorodd- sen liðkaði fyrir gerð kjarasamninga og framkvæmd. Ýmis lagasetning frá árunum 1979 og 1980 var þannig beintengd kjarasamningum og var gjarnan talað um sem félagsmálapakka. Þá er ljóst að í febrúarsamning- unum 1986 lögðu stjórnvöld fram umtalsvert innlegg sem varðaði verðlag, skatta, tolla og fleira. Þjóðarsáttarsamningarnir frá 1990 eru stærsta dæmið um þetta. Þar má segja að í kjarasamningum hafi allt verið undir á vinnumarkaði og í efnahags- og félagsmálum í víð- asta skilningi. Þannig að innlegg stjórnvalda á sér langa sögu þótt efni og fyrirkomulag hafi verið ólíkt frá einum samningi til annars. Þetta hefur heldur ekki verið línu- leg þróun. Við getum sagt að það hafi verið sveiflur í þessu, bæði varðandi meiri og minni aðkomu stjórnvalda að kjara- samningagerð. En kjarasamningarnir í maí 2011 voru engin sérstök nýlunda í þeim efnum. Það má þó segja að það var óvenjumikið undir þar. Að því leyti líkjast þeir meira þjóðarsáttarsamningunum 1990 en ýmsir aðrir kjarasamningar, bæði á undan og eftir. „Segja má að innlegg stjórnvalda vegna þjóðarsáttar- samninganna í febrúar 1990 hafi verið umtalsvert stærra en núna. Hins vegar var innleggið nú óvenju víðtækt og um margt nákvæmlega útfært,“ segir Hall- dór. baldura@mbl.is Innlegg stjórnvalda var ekkert einsdæmi AÐSTOÐARFRAMKVÆMDASTJÓRI ASÍ VÍSAR TIL SÖGUNNAR Halldór Grönvold fórnarlambanna Evrópa Kommúnisminn í sögulegu ljósi Ráðstefna í Háskóla Íslands Öskju, stofu N-132 laugardaginn 22. september kl. 13 Allir velkomnir Prófessor Stéphane Courtois ritstjóri Svartbókar kommúnismans Aðrir fyrirlesarar: Prófessor Stéphane Courtois ritstjóri Svartbókar kommúnismans Anna Funder höfundur Stasilands Dr. Roman Joch ráðgjafi forsætisráðherra Tékklands Prófessor Øystein Sørensen sérfræðingur um alræðisstefnu Prófessor Hannes H. Gissurarson höfundur Íslenskra kommúnista 1918–1998 Lokaorð: Prófessor Þór Whitehead höfundur Sovét-Íslands. Óskalandsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.