Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Opið hús verður hjá fjórum héraðs- dómstólum landsins laugardaginn 22. september nk. milli klukkan 11 og 14 í tilefni af 20 ára afmæli dóm- stólanna. Dómstólar sem eru með opin hús eru: Héraðsdómur Reykjavíkur við Austurstræti, Héraðsdómur Aust- urlands við Lyngás 15, Egils- stöðum, Héraðsdómur Suðurlands við Austurveg 4, Selfossi, og Hér- aðsdómur Reykjaness við Fjarðar- götu 9, Hafnarfirði. Þar gefst al- menningi kostur á að kynna sér starfsemi dómstólanna, fara í skoð- unarferðir um dómhúsin og sitja sýndarréttarhöld í Héraðsdómi Reykjavíkur sem Háskólinn í Reykjavík mun leiða. Þá gefst gest- um tækifæri til að koma með nyt- samlegar ábendingar í „skilaboða- skjóðu“. Nánari upplýsingar má finna á www.domstolar.is. Morgunblaðið/Þorkell Opið hús Héraðsdómur Reykjavíkur. Fjórir dómstólar með opið hús Varðberg og Rannsókn- arsetur um ný- sköpun og hag- vöxt (RNH) boða til hádeg- isfundar föstu- daginn 21. sept- ember kl. 12-13 á Háskólatorgi, Háskóla Ís- lands, í stofu HT-102. Norski prófessorinn Øystein Sørensen ræðir um alræðishug- arfar fjöldamorðingjans Anders Behrings Breiviks. Øystein Sørensen fæddist 1954 í Noregi. Hann lauk kandídats- prófi og síðar doktorsprófi í sagnfræði og er prófessor í sagnfræði í Óslóarháskóla. Hann hefur samið ævisögur Friðþjófs Nansens og Bjørnstjernes Bjørn- sons og skrifað margt um vakn- andi þjóðarvitund Norðmanna á 19. öld og margvísleg önnur efni, þar á meðal ýmsar samsær- iskenningar um sögulega fram- vindu. Nýjasta verk hans er rit- gerð um alræðishugarfar fjöldamorðingjans Anders Brei- viks. Formaður Varðbergs, Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- málaráðherra, verður fundar- stjóri. Fundurinn er öllum opinn. Fjallar um alræðis- hugarfar Breiviks fjöldamorðingja Øystein Sørensen STUTT Guðni Einarsson gudni@mbl.is Það þarf ekki að vera flókið að inn- heimta aðgangseyri að ferðamanna- perlum Mývatnssveitar, að mati Ólafs H. Jónssonar, formanns Land- eigendafélags Reykjahlíðar. Hann vill að tekið verði upp hóflegt gjald sem ferðamenn greiði fyrir aðgang að náttúruperlum Mývatnssveitar. Ólafur nefndir t.d. fimm evra (800 kr.) heildargjald fyrir aðgang að öll- um ferðamannastöðunum í sveitinni. Auk þess gæti verið ódýrara inn á einstaka staði. Þá legði ríkið jafn háa upphæð á móti til viðhalds ferðamannastaða, en Ólafur segir að það yrði örlítið brot af þeim virð- isauka sem ferða- mannaperlurnar í sveitinni skapi. Hann áætlar að tekjurnar af að- gangsgjaldinu í Mývatnssveit gætu verið a.m.k. 100 milljónir króna á ári og annað eins frá ríkinu. Aðstaða til frambúðar „Með þessu væri hægt að útbúa salernisaðstöðu á öllum stöðunum og og þá meina ég salerni til framtíðar en ekki ferðaklósett úr plasti eða í gámum. Göngupallar yrðu byggðir og gerðir varanlegir göngustígar þar sem við á og hinum haldið við. Hver ferðamaður fengi bækling um Mý- vatnssveit auk þess sem góðar upp- lýsingar yrðu um hvern viðkomustað fyrir sig. Allt öryggi yrði bætt á svæðum sem í dag eru stórhættuleg eins og í kringum hveri og víðar. Ég áætla að hægt yrði að skapa 60 ný störf frá 1. júní og fram í september, síðan tækju við hlutastörf yfir vetrartímann. Þetta myndi auka tekjur hins opinbera en náttúran myndi græða mest.“ Ólafur telur víst að ferða- mannastraumurinn í Mývatnssveit hafi skilað miklum tekjum án þess að svæðið fái neitt sem nemur af því. Hann nefnir t.d. að ferðamenn á skemmtiferðaskipum sleppi við gisti- náttagjaldið. Nú hafi komið 62 skemmtiferðaskip til Akureyrar og langflestir farþeganna, líklega 40-50 þúsund manns, hafi heimsótt Mý- vatnssveit. Allt þetta fólk fari um ferðamannastaðina og þurfi salernis- aðstöðu og aðra þjónustu. Það skili engum tekjum fyrir svæðið nema þeir sem kaupi sér mat eða kaffi því varla sé tími til að kaupa minjagripi! Furðar sig á orðum ráðherra Þá segir Ólafur að sér hafi þótt orð Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, um að ríkinu einu sé treystandi til gjaldtöku á náttúrusvæðum ótrúleg. Ráð- herrann hafi goldið varhug við því að einkaaðilar, eigendur ferða- mannastaða, færu að innheimta gjald því þá sé hætt við að það verði frekar gróðastarfsemi en til þess að gera landinu til góða. „Hvaða viska er nú þetta,“ spyr Ólafur. „Það er greinilegt að ráð- herrann er illa upplýstur eða veit ekki um hvað málið snýst. Heldur ráðherrann virkilega að eigendum náttúruundra í Mývatnssveit sé ekki annt um að gæta þeirra? Mjög marg- ir landeigendur, þó ekki allir, eru í ferðaþjónustu og er alls ekki sama um hvernig farið er með slík nátt- úruundur sem í sveitinni eru. Það er mikill hroki og þekkingarleysi í svona framsetningu. Slíkt kemur ekki á óvart miðað við fyrri sam- skipti aðila í Mývatnssveit við emb- ættið sem og undirstofnanir þess.“ Innheimta aðgangseyris er ekki flókin Morgunblaðið/RAX Þörf á betri aðbúnaði Mikil þörf er á að bæta aðstöðu til móttöku ferðamanna og viðhald vinsælla ferðamannastaða í Mývatnssveit, að mati formanns Landeigendafélags Reykjahlíðar. Hann vill að landeigendur sameinist um að innheimta hóflegt gjald til að standa undir viðhaldi og aukinni þjónustu.  Formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar leggur til að ferðamenn verði látnir borga fimm evrur (800 kr.) fyrir aðgang að öllum náttúruperlum Mývatnssveitar  Ríkið leggi svo annað eins á móti Ólafur H. Jónsson Ólafur H. Jónsson telur að fyrirkomulag gistináttagjalds- ins sé út í hött og innheimtan ómarkviss og óréttlát. „Hvaða viska er það að sá sem leigir tjaldstæði á 1.200 kr. fyrir nóttina greiði 100 kr. í gistináttagjald og sá sem sefur í hótelherbergi fyrir 25.000 kr. greiði líka 100 kr.? Ef leigð er út heil íbúð eða hús þá er 100 kr. gistinátta- gjald greitt á nótt. Hver fann upp þessa steypu,“ spyr Ólaf- ur. Hann segir að peningarnir sem gistináttagjaldið skilar fari að langmestu til ríkisins. „Opinber verkefni fá 71% en einkaaðilar 20%. Og hvað fór mikið á allt Norðausturland af samtals 69 milljónum í ár? Jú, 13% eða níu milljónir. Ég giska á að kannski þrjár milljónir hafi komið í Mývatnssveit og hvað er hægt að gera fyrir það?“ Hver fann upp þessa steypu? TELUR GISTINÁTTAGJALDIÐ VERA ÚT Í HÖTT Ketilbjöllutímar þri. og fim., kl 12.00 og 17.15 lau., kl. 10.00 Komdu með í gott form Ketilbjöllur gætu verið málið fyrir þig Styrkir alla vöðva líkamans Komdu og prófaðu Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.