Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Iðnaðarryksugur NT 25/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is NT 55/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. Þegar gerðar eru hámarkskröfur Sjálfvirk hreinsun á síu Gjafir sem gleðja LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 Í gegnum árin höf- um við verið hvött til að kynna okkur kosti þess að nota önnur farartæki en einkabíl- inn. Bent hefur verið á almennings- samgöngur, hjól og göngur. Stundum hef ég fylgst með af hlið- arlínunni, svona eins og gert er þegar verið er að kynna það fyrir öðrum sem maður sjálfur iðkar og telur sjálfsagt. Gætt undrunar og af og til hláturs. Í ár er mér síst hlátur í huga. Í ár er mikil áhersla á hjól. Aldrei sagt hvernig hjól, það eru margs- konar hjól á gangstéttum og göngustígum, rafknúin og stigin. Hvergi hef ég séð minnst á menn- ingu eða reglur í blandaðri umferð. Þann 20. september er á dag- skrá samgönguvikunnar Göngu- götur í miðborginni – opnum göt- urnar fyrir gangandi og hjólandi. Ekkert er á dagskrá um menningu og reglur. Þann 22. september er bíllausi dagurinn, þá verða götulokanir í miðborg- inni og hjólaþrauta- braut fyrir börnin á Ingólfstorgi. Ég hef ekkert fund- ið um menningu, regl- ur, lög og annað um hjólandi umferð. Ég hef lítið fundið um fræðslu um almenn- ingssamgöngur og það sem ég hef fundið um göngur snýr að gönguferðum fjöl- skyldunnar. Ég sakna umræðu um umferð- armenninguna. Ég sakna þess að um leið og fólk er hvatt til að hjóla, á hjólum sem ná 40 km/klst., þá er ekkert um hvaða reglur gilda á gangstéttum og gang- stígum. Eða bara um hjólreiðar yf- irleitt. Vitið þið hvaða reglur gilda um umferð hjólandi? Vitið þið hvort sá sem er á hjóli er flokkaður með gangandi umferð, akandi eða er þriðji flokkurinn? Vitið þið hvernig tryggingum er varið? Teljið þið göngugötur vera fyrir hjólandi? Eiga hjólreiðar að fara á móti umferð? Þegar hjólað er á gangstétt og komið er að gangandi á sá sem gengur að víkja? Má fara fram úr bæði til hægri og vinstri? Er hámarkshraði á gangstéttum og gangstígum? Hve margir hafa kynnt sér leið- beiningar LHM fyrir hjólandi á stígum og gangstéttum með bland- aðri umferð? Þið sem eruð á hjólum. Hvers vegna finnst mörgum ykkar vera í lagi að taka fram úr gangandi al- veg hægri vinstri á blússandi ferð, jafnvel með hund í bandi? Þið sem eruð á hjólum. Hvers vegna finnst mörgum ykkar við hæfi að gefa hljóðmerki að baki gangandi vegfaranda og ætlast til að hann gefi að bragði stíg eða stétt eftir? Óháð því hvað er utan stéttar. Þið sem eruð á hjólum. Hve mörg ykkar vita að gangandi hafa forgang á gangstéttum og gang- stígum? Mér er síst hlátur í huga. Ég hjóla, ég geng, ég nota strætó. Ég ber ugg í brjósti varðandi fram- haldið. Það er óvægin umferð á gangstéttum og gangstígum. Ég hef nokkrum sinnum fengið högg þegar hjólandi fer fram úr. Ég hef nokkrum sinnum hrokkið svo illa við að ég hef farið fyrir þann sem gefur hljóðmerki. Ég hef fengið hóp hjólreiðamanna á móti mér, allt að 15 í hóp sem fóru hver sín- um megin við mig án þess að slá af. Ég hef fengið hjól á fullri ferð bæði að framan og aftan á sömu stund. Við erum á rangri leið. Sú leið sem farin hefur verið er röng. Samgönguvika 2012 – á leið í ógöngur. Samgönguvika – fyrir hverja er hún? Eftir Eirnýju Valsdóttur »Enn eitt árið er sam- gönguvika í sept- ember, nú undir yfir- skriftinni Á réttri leið. Eirný Valsdóttir Höfundur tekur virkan þátt í sam- göngum á höfuðborgarsvæðinu. Verandi fæddur og uppalinn Eyjamaður hefur orðið öfga aðra – og öllu jákvæðari – merkingu í mínum huga en flestra. Á mín- um sokkabandsárum notuðum við vest- mannaeysku ungmenn- in orðið öfga á svipaðan hátt og jafnaldrar okk- ar á fastalandinu not- uðu orðið ýkt eða slettuna mega. En þegar árin færðust yfir og málvit- undin óx áttaði ég mig á þeirri merkingu sem almennt er lögð í það þegar talað er um öfga. Þingmaður einhvers flokks (Borg- arahreyfing, Hreyfing, Dögun eða hvað þetta „afl“ nú heitir) tók sig til í vikunni og lýsti Sjálfstæðis- flokknum sem hægriöfgaflokki. En vildi þó af góðmennsku sinni vísa flokknum á – að sínum dómi – réttar brautir í komandi prófkjörum og á landsfundi. Á þær brautir kæmist flokkurinn með því að losa sig við hægriöfgamennina úr fram- varðasveitinni. Ráðleggingar sem vísast koma frá dýpstu hjartarótum, enda hefur helsta baráttumál umrædds þing- manns alla tíð verið að auka virð- ingu og áhrif Sjálfstæðisflokksins. Í umræðunni sem skapaðist um þessi ummæli fór ég að velta því fyr- ir mér hverjir þessir hægriöfga- menn væru. Hvað er að vera hægri- öfgamaður? Er ég hægriöfgamaður? Er frelsi í stað hafta og helsis öfg- ar? Ef það eru öfgar að treysta ein- staklingum betur til þess að taka ákvarðanir um eigið líf en embættis- og stjórnmálamönnum, þá er ég hægriöfgamaður. Ef það eru öfgar að vilja að ríkið sé rekið eins og skyn- samlegt heimili sem eyðir ekki meira en það aflar, þá er ég hægriöfgamaður. Ef það eru öfgar að vilja færri og skýrari lög og reglur, sem auð- veldara er að fram- fylgja, þá er ég hægri- öfgamaður. Ef það eru öfgar að treysta einstaklingum betur til þess að fara með fjármuni en emb- ættis- og stjórnmálamönnum, þá er ég hægriöfgamaður. Ef það eru öfgar að vilja að frelsi fylgi ábyrgð og að þeir sem njóti ávaxta frelsisins beri ábyrgð ef illa fer, en ekki skattgreiðendur, þá er ég hægriöfgamaður. Ef það eru öfgar að kjósa frelsi í stað hafta og helsis, þá er ég hægri- öfgamaður. Hægri er ekki skammaryrði Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að afneita stefnu sinni. Sjálfstæðis- menn eiga ekki að skammast sín fyr- ir að vera hægrisinnaðir. Sjálfstæð- isflokkurinn þarf ekki færri öfluga og óhrædda talsmenn hægristefn- unnar – heldur fleiri. Í komandi kosningabaráttu væri það versta sem sjálfstæðismenn gætu gert að fylgja ráðleggingum um val á stefnumálum og frambjóðendum frá þeim sem hafa alla tíð viljað áhrif Sjálfstæðisflokksins og hægristefn- unnar sem minnst. Þó þingmaðurinn ráðagóði og fleiri af hans sauðahúsi vilji reyna að telja okkur trú um það, er hægri- stefna ekki af hinu illa. Jafnvel ekki öfgahægristefna, miðað við þann skilning sem hann virðist hafa á því hugtaki. Öfgar þurfa ekki alltaf að vera af hinu illa. Ekkert frekar í dag en í æsku minni í Eyjum. Þess vegna gríp ég til þess tungutaks sem ég lærði á mínum uppvaxtarárum og segi stoltur: Ég er öfga hægrimaður og ég vil sjá öfga hægrimenn í fram- boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kom- andi kosningum. Ég er öfga hægrimaður Eftir Helga Ólafsson » Sjálfstæðisflokk- urinn þarf ekki færri öfluga og óhrædda tals- menn hægristefnunnar – heldur fleiri. Helgi Ólafsson Höfundur er varaformaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.