Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.09.2012, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Sigurður Már Jónsson Er ríkisábyrgð á innistæðutrygg- ingakerfi Evrópu eða ekki? Eftir málflutning fyrir EFTA-dómstóln- um í Lúxemborg í Icesave-málinu er ljóst að enginn treystir sér til að segja það fyrir víst. Fráleitt er að ætla að hin marg- umrædda tilskipun 94/19/EC taki af tvímæli um það og nú verða menn að bíða næstu tvo til þrjá mánuði eftir að niðurstaða dómsins fáist. Niðurstaða sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í apríl síðastliðnum að ,,yrði þó aldr- ei meira en álitsgerð.“ Það væru ýkjur að segja að Evrópa bíði í of- væni en sjálfsagt yrði mörgum embættismönnum létt ef dómurinn styddi við tilskipunina og breytir þá engu sú vinna sem nú þegar er hafin við að endurbæta galla henn- ar innan Evrópusambandsins. Áhugaleysi vekur furðu Í því ljósi kann það að virka sem heldur fánýtt að vera nú að rétta yfir Íslendingum vegna viðbragða við bankahruni, sem var fordæma- laust innan lands sem utan. Á sín- um tíma töldu margir að það myndi þjóna stöðu Íslendinga best að fara dómstólaleið frekar en að sitja und- ir hörðum samningum. Aðrir sögðu að slíkt myndi ekki gagnast, sá tími sem það tæki myndi kyrkja efnahagslíf lands- manna. En nú þegar málið er loks- ins komið í dóm þá vekur furðu áhugaleysi innan- sem utanlands. Fráleit tala um kostnað Þannig kann að koma á óvart að útbreiddasta blað landsins skyldi ekki senda fulltrúa til Lúxemborg- ar, sérstaklega í ljósi þess að það fullyrti í fréttaskýringu 31. maí síð- astliðinn að: ,,Allra versta niður- staða dómsmáls fyrir EFTA-dóm- stólnum gæti þýtt að minnsta kosti 1.300 milljarða króna kostnað.“ Tala sem er jafn fráleit nú og þeg- ar hún var sett fram. Eins og dómsmálið hefur þróast þá eru ekki gerðar kröfur nema fyrir lágmarks- tryggingu eða 20.887 evrum. Þrotabú Landsbankans er búið að greiða sem samsvarar 66% af þess- ari upphæð og fyrir löngu orðið ljóst að það mun eiga fyrir öllum forgangskröfum og rúmlega það. Það er vitað að niðurstaða EFTA- dómstólsins mun ekki skapa greiðsluskyldu af neinu tagi og kröfur um bætur gætu í mesta lagi snúist um vaxtaútreikninga af hálfu Breta og Hollendinga en erfitt er að sjá hvaða forsendur yrðu lagðar þar til grundvallar. Tryggja Bretum meira ,,Neyðarlögin og góðar heimtur úr þrotabúinu virðast nú vera að tryggja Bretum meira upp í kostn- að, en þeir hefðu fengið ef TIF hefði strax getað greitt 20.000 evr- ur á mann og engin neyðarlög hefðu verið sett,“ sagði Ragnar F. Ólafsson, félagssálfræðingur og fé- lagi í InDefence, um þetta atriði en hann sat málflutninginn á þriðju- daginn. Ragnar hefur þar að auki kynnt sér innistæðutryggingakerfi Evrópu rækilega og skrifað greinar um það. En víkjum að hlut framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins sem ákvað að óska eftir meðalgöngu í málinu eða gerast aðili að Icesave- málinu með beinum hætti í apríl síðastliðnum. Slík meðalganga framkvæmdastjórnarinnar fyrir EFTA-dómstólnum er fordæmis- laus. Í úrskurði EFTA-dómstólsins við það tilefni sagði að þetta mál hefði þýðingu fyrir framkvæmd EES-samningsins, ekki aðeins hvað varðar texta samningsins heldur einnig tæknilega framkvæmd hans. Prima caritas, mea caritas Því var það að nokkur eftirvænt- ing ríkti í dómsalnum þegar kom að ræðu ræðu Enrico Traversa lög- manns framkvæmdastjórnarinnar. Hann hóf ræðu sína á latneskri til- vitnun: ,,Prima caritas, mea cari- tas“ sem má þýða svo að hver hugsi fyrst um eigin hagsmuni! Þetta er ástæðan fyrir því að ESB tekur þá óvenjulegu ákvörðun að vera aðili að málinu. Framkvæmda- stjórnin telur að hér sé um að ræða grundvallarmál er lúti að banka- öryggi Evrópu, það sé ekki hægt að líða að hver hugsi um sína hags- muni þegar bjátar á. Kerfinu sé ætlað að standast hvað sem á dyn- ur. Því lagði lögmaður sambandsins áherslu á að Íslendingar hefðu vit- að af yfirvofandi hruni, þeir hefðu hundsað að bregðast við því og þeir hefðu ekki viljað vinna úr aðstæð- um eftirá. Hann taldi að Íslend- ingar hefðu getað tekið við lánum sem Bretar og Hollendingar vildu veita samkvæmt Icesave-samning- unum svonefndu. Einnig hefði verið hægt að innheimta af bankakerfinu eftirá fyrir greiðslum Íslendinga vegna Icesave. Því má segja að framkvæmda- stjórnin hafi í öllu tekið undir mál- flutning ESA sem hafði uppi svipuð rök. Innlegg framkvæmdastjórnar- innar var þannig ekki byggt á djúpri lögfræði eða skýrum laga- heimildum eða fordæmum. Fyrst og fremst var sambandið þarna mætt til að benda á að engum væri liðið að yfirgefa það tilbúna traust sem tilskipun 94/19/EC átti að veita. Þannig rakti lögmaður fram- kvæmdastjórnarinnar hvernig hefði verið tekið á Írum þegar þeir á veikleikastundu haustið 2008 ætl- uðu fyrst aðeins að bjarga aðeins sex stærstu bönkum sínum en tryggja ekki erlenda banka á Ír- landi. Eftir stíf fundahöld með fulltrúum framkvæmdastjórnarinn- ar voru Írar taldir á að bjarga öllu bankakerfinu og tryggja allar inni- stæður. Allt laut þetta að því sem lögmaður framkvæmdastjórnarinn- ar kallaði áhrifarík fæling (e. effec- tive deterrence) en á því byggist tilskipunin að mati framkvæmda- stjórnarinnar. Enginn bili þegar á reynir Í málflutningi eins og þeim sem var fyrir EFTA-dómstólnum á þriðjudaginn er krafist skýrleika og málalengingar ekki liðnar. Carl Baudenbacher dómsforseti stýrði réttarhaldinu af myndugleika en hann er ,,Judge-Rapporteur“ í mál- inu sem þýðir að hann mun skrifa dóminn. Eftir málflutning á þriðju- dag komu dómararnir þrír saman og ræddu þinghaldið og framkomin gögn. Í ljósi þess að málið er að stórum hluta flutt skriflega er ekki óeðlilegt að ætla að þegar sé komin mynd á niðurstöðu hjá dómurunum þó þeir áskilji sér nokkura mánaða frest til að kveða upp dóminn. Fáar spurningar bornar fram Það vakti athygli að spurningar dómara voru ekki margar sem einnig styður að þetta liggi þokka- lega skýrt fyrir. Þær spurningar sem komu voru hins vegar athygl- isverðar. Dómsforsetinn, Carl Bau- denbacher, spurði um freistnivanda (e. moral hazard) ef ríkisábyrgð væri á bankakerfi. Lykilspurning sem sýnir glögglega hvað við er að eiga þó ekki fengi hann skýr svör. Ef ríkisábyrgð er á kerfinu – sem engin vill segja upphátt – er þá ekki líklegt að bæði bankar og inn- stæðueigendur treysti á það? Því var það að í málflutningum kvað enginn uppúr um slíka ábyrgð. Lögmenn ESA og framkvæmda- stjórnarinnar sögðu einfaldlega að samkvæmt tilskipuninni ætti að setja upp innistæðutryggingakerfi sem dygði og skipti engu þó um kerfishrun væri að ræða. Lögmað- ur Íslands sagði að hvernig sem staðið væri að því að byggja upp slíkt kerfi þá kæmi alltaf að því að lokum að ríkissjóður yrði knúinn til að borga, engum öðrum væri til að dreifa. Ríkisábyrgð væri hins vegar ekki orðuð í tilskipunni og undir það tóku fulltrúar Liechtenstein og Noregs og bentu á dæmi því til stuðnings í gögnum Evrópusam- bandsins frá því fyrir og eftir hrun. Rök Noregs voru skýr Rök Noregs voru skýr en Kaja Moe Winther hjá norska ríkislög- manninum flutti málið. Hún sagði að ef ríkið stæði undir innstæðu- kerfinu þá yrði staða viðkomandi ríkissjóðs aðalmálið en ekki styrkur kerfisins sjálfs. Því væri það hverju ríki í sjálfsvald sett hvort það styddi við kerfið en tilskipunin ein og sér legði ekki þá skyldu á ríkið að gera það. Mismununarkrafan var sett fram sem varakrafa og er ekki fjallað um hana hér. Fjárhagsleg áhætta virðist hverfandi  Málflutningur fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxemborg sýndi að fyrir innstæðutilskipuninni liggur fremur sannfæring en lögfræði  Meðalganga framkvæmdastjórnar ESB er fordæmislaus Málflutningur Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður, Miguel Maduro, prófessor við háskólana í Flórens og Yale, Kristján Andri Stefánsson sendiherra, og fv. stjórnarmaður í ESA, og Tim Ward QC, aðalmálflytjandi Íslands. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2012 Sjáðu Hverfisgötu 52, 101 Reykjavík Sími: 561-0075 - sjadu.is Í upphafi árs var breski málflutn- ingsmaðurinn Tim Ward QC ráð- inn aðalmálflytjandi í Icesave- málinu. Um leið var sett af stað teymi til að aðstoða við vörnina fyrir EFTA-dómstólnum. Hópinn skipuðu Kristján Andri Stef- ánsson, sendiherra, sem tók að sér að leiða hópinn, Þóra M. Hjaltested, fv. skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneyt- inu, Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður, Einar Karl Hallvarðs- son, ríkislögmaður, Kristín Har- aldsdóttir, forstöðumaður Auð- lindaréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík og fyrrverandi aðstoð- armaður dómara við EFTA- dómstólinn, og Reimar Pétursson, lögmaður. Tengiliður hópsins við forsæt- isráðuneytið var Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri við fjármálaráðu- neytið, og Hafdís Ólafsdóttir, skrifstofustjóri. Þá var lögð áhersla á að tryggja aðgang að sérfræðingum á ýmsum sviðum, sem þekktu til málavaxta. Má þar nefna Miguel Poiares Maduro, prófessor við Flórens-háskóla, gistiprófessor við Yale-háskóla og fyrrverandi aðallögsögumann við Evrópudómstólinn, Stefán Má Stefánsson, prófessor emeritus, fyrrverandi varadómara við EFTA- dómstólinn, og Dóru Guðmunds- dóttur, fv. aðstoðarmann dómara við EFTA-dómstólinn og fv. vara- dómara við EFTA-dómstólinn. Jafnframt hefur verið leitað til Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands um að leggja til ýmsa út- reikninga og tölfræðileg gögn og annaðist Sveinn Agnarsson, for- stöðumaður stofnunarinnar, það fyrir hennar hönd. Fólkið sem stýrði vörninni FJÖLDI FÓLKS UNDIRBJÓ MÁLFLUTNING ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.