Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2013, Síða 8

Skinfaxi - 01.03.2013, Síða 8
8 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands ÍR sigraði örugglega í heildarstigakeppni Meistaramóts 15–22 ára innanhúss sem fram fór 2.–3. febrúar sl. í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. ÍR-ingar hlutu samtals 390 stig. Breiðablik var í öðru sæti með 267 stig og FH í því þriðja með 188 stig. ÍR sigraði auk þess í stigakeppni í þremur aldursflokkum, Breiða- blik og FH í sitthvorum tveimur aldursflokk- unum og UMSS í einum. Alls voru 232 keppendur skráðir til leiks, frá 15 félögum og samböndum. ÍR var með fjölmennastan hóp keppenda eða 58 en FH og Breiðablik voru með 35 og 29 keppendur hvort lið. Árangur keppenda frá héraðssam- böndunum var sérlega góður og miklar fram- farir hjá mörgum keppendum. Í flokki 15 ára stúlkna sigraði UMSS með 50 stig en í öðru sæti varð Breiðablik með 48 stig og Akureyringar urðu í þriðja sæti með 37 stig. Í flokki 16–17 ára stúlkna sigraði ÍR sannfærandi með 95 stig. Í öðru sæti var lið FH með 35 stig. ÍR sigraði einnig með yfir- burðum í flokki 18–19 ára stúlkna með 54 stig en USÚ var í öðru sæti með 15 stig. Í flokki 20–22 ára kvenna sigraði lið FH örugg- lega með 60 stig en ÍR-ingar urðu í öðru sæti með 35 stig. Í flokki 15 ára pilta bar FH sigur úr býtum með 40 stig en lið Aftureldingar var aðeins stigi á eftir með 49 stig. Breiðablik var í þriðja sæti með 32 stig. Breiðabliksmenn sigruðu í flokki 16–17 ára pilta með 69 stig en í öðru Lið HSK/Selfoss hlaut flest stig í stigakeppni Meistaramóts Íslands 11–14 ára, sem fram fór í Laugardalshöll 23. –24. mars sl., eftir jafna keppni við lið ÍR. Sunnlendingar hlutu sam- tals 517,7 stig en ÍR 494,6 stig. Ekki langt á eftir var FH með 441 stig. Mjög góð þátttaka var í mótinu en hátt í fjögur hundruð kepp- endur voru skráðir til leiks. Þórdís Eva Steins- dóttir, hin unga og efnilega íþróttakona í FH, setti met í 60 m grindahlaupi í sínum aldurs- FRJÁLSAR sæti var ÍR með 63,5 stig. Blikar sigruðu einnig í flokki 18–19 ára pilta með 51 stig en Skagfirðingar (UMSS) og ÍR-ingar urðu jafnir í öðru sæti með 33 stig hvort lið. ÍR hlaut flest stig í flokki karla 20–22 ára eða samtals 85, en þar urðu Breiðabliksmenn í öðru sæti með 37 stig. Eitt stærsta afrek mótsins var árangur Anítu Hinriksdóttur þegar hún setti Íslands- met í 800 metra hlaupi, hljóp á 2:03,27 mín. Meistaramót Íslands 11–14 ára: Lið HSK/Selfoss bar sigur úr býtum flokki þegar hún kom í mark á tímanum 9,65 sek. Þátttaka í mótinu og góður árangur bæði einstaklinga og liða sýnir að frjálsíþróttir njóta vaxandi vinsælda víða um land en alls voru 20 lið með skráða keppendur á mótinu. Í flokki 11 ára stúlkna bar lið Breiðabliks sigur úr býtum með 77,5 stig. Í flokkum 12 og 13 ára stúlkna var ÍR stigahæst með 86 stig í þeim fyrrnefnda en 116,5 stig í þeim síðar- nefnda. Í 11 ára flokki pilta bar HSK/Selfoss sigur úr býtum með 124 stig en ÍR í 12 ára flokki með 78 stig. UÍA hlaut flest stig í 13 ára piltaflokki með 83,6 stig og í 14 ára piltaflokki Breiðablik með 84 stig. Ljóst er að efniviður er nægur og verður tilhlökkunarefni að fylgjast með þessu unga og upprennandi frjálsíþróttafólki í framtíð- inni. Meistaramót Íslands 15–22 ára: Góður árangur héraðssambanda

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.