Skinfaxi - 01.03.2013, Page 9
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 9
ÍR bar sigur úr býtum í jafnri og spennandi 7.
bikarkeppni FRÍ innanhúss sem fram fór í
Laugardalshöll helgina 16.–17. febrúar sl. ÍR
hlaut 119 stig en í öðru sæti var lið Norður-
lands (UMSS, UMSE, UFA og HSÞ) með 109,5
stig og FH, bikarmeistarar síðasta árs, urðu í
þriðja sæti með 90 stig. Norðlendingar sigr-
uðu í karlakeppninni með 58 stig eða 3 stig-
um umfram ÍR sem var með 55 stig. ÍR-konur
fengu flest stig í kvennakeppninni eða 64 en
Norðlendingar urðu í 2. sæti með 51,5 stig.
FH varð í þriðja sæti, bæði í karla- og kvenna-
keppninni.
Mikið var um góðan árangur sem gerist
ekki oft í stigakeppni. Í stangarstökki bar
helst til tíðinda að tveir keppendur stukku
Sameiginlegt lið Norðurlands sigraði í karlaflokki
Bikarkeppni FRÍ innanhúss:
yfir 5 metra þegar þeir Bjarki Gíslason, Norð-
urlandi/UFA, og Mark Winston stukku báðir 5
metra en Bjarki hafði sigur þar sem hann fór
yfir þá hæð í fyrstu tilraun. Nokkuð óvænt
sigraði Bjarki í þrístökki líka. Þetta er í fyrsta
sinn sem slíkt gerist hér á landi síðan 1982, á
75 ára afmælismóti ÍR, en þá fóru tveir íslensk-
ir stökkvarar yfir fimm metra, Sigurður T.
Sigurðsson og Kristján Gissurarson.
Hafdís Sigurðardóttir sigraði tvöfalt, í lang-
stökki með 6,16 m og í 60 m hlaupi á 7,70 sek.
sem er besti árangur hennar í greininni, og
jafn árangri Hrafnhildar Eir, ÍR, sem varð
1/100 úr sek. á eftir Hafdísi að þessu sinni.
Hrafnhildur sigraði nokkuð sannfærandi í
200 m hlaupinu. Kolbeinn Höður Gunnars-
son, Norðurlandi, sigraði bæði í 60 og 400 m
hlaupi. Í 60 m hlaupi kom hann í mark á 7,09
sek. sem er næstbesti tími hans og ársins
innanhúss í ár, og í 400 m hlaupi á tímanum
48,26 sek., eftir harða keppni við Trausta
Stefánsson, FH. Þorsteinn Ingvarsson og
Kristinn Torfason urðu í 1. og 2. sæti í lang-
stökkinu með 7,48 m og 7,11 m.
Þórdís Steinsdóttir, FH, setti met bæði í
flokki 13 ára og 14 ára stúlkna í 800 m hlaupi,
þegar hún kom í mark á tímanum 2:16,46
mín., en Björg Gunnarsdóttir, ÍR, sigraði á
2:15,28 mín. sem er persónulegt met hjá
henni í greininni.
Lið ÍR hafði nokkuð öruggan sigur í stiga-
keppni Meistaramóts Íslands innanhúss sem
fram fór í Laugardalshöll 9.–10. febrúar sl. ÍR
sigraði bæði í karla- og kvennaflokki. Í karla-
flokki hlaut ÍR 16.741 stig en í öðru sæti var
lið Breiðabliks með 11.326 stig og FH í því
þriðja með 9.346 stig. ÍR-konurnar hlutu sam-
tals 16.520 stig en UFA varð í öðru sæti með
11.201 stig og FH í þriðja sæti með 8.731 stig.
Samanlagt hlaut ÍR 33.261 stig. FH varð í öðru
sæti með 18.077 stig og UFA í því þriðja með
15.733 stig.
Góður árangur náðist í mörgum greinum.
Aníta Hinriksdóttir, ÍR, setti nýtt Íslandsmet í
400 m hlaupi, 54,42 sek., í flokkum 16–17 ára,
18–19 ára og 20–22 ára en sjálf er Aníta á
sautjánda ári. Með þessum árangri náði Aníta
einnig lágmarki á Evrópumeistaramót innan-
húss sem fram fór í Gautaborg í byrjun mars.
Þá má geta þess að Kolbeinn Höður Gunn-
arsson, UFA, sigraði í 400 m hlaupi karla á
Kvennasveit UFA í öðru sætiMeistaramót Íslands:
tímanum 48,58 sek. Sigurvegarinn í 60 m
hlaupi kvenna var Hrafnhildur Eir Hermóðs-
dóttir, ÍR, á 7,70 sek. Sigurvegari í 60 m hlaupi
karla var Haraldur Einarsson, HSK/Selfoss, á
tímanum 7,08 sek. Kúluvarpið unnu FH-ing-
arnir Óðinn Björn Þorsteinsson með 17,78 m
og Sveinbjörg Zophoníasdóttir með 13,31 m.
Stefán Þór Jósefsson úr UFA hafði sigur í þrí-
stökki karla með stökki upp á 12,59 m og
Hafdís Sigurðardóttir, UFA, sigraði í langstökki
kvenna með 6,17 m. ÍR-ingarnir Hlynur
Andrésson og Fríða Rún Þórðardóttir unnu í
1.500 m hlaupi. Hlynur hljóp vegalengdina
á 4:10,23 mín. og Fríða Rún á 5:14,16 mín.
Í hástökki kvenna sigraði María Rún Gunn-
laugsdóttir, Ármanni, en hún stökk 1,73 m.