Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.2013, Side 10

Skinfaxi - 01.03.2013, Side 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3. Landsmót UMFÍ 50+ Vík í Mýrdal 7.–9. júní 2013 Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) er mótshaldari 3. Landsmóts UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal en mótið fer fram dagana 7.–9. júní í sumar. USVS heldur mótið í samstarfi við Mýrdals- hrepp. Aðstaðan í Vík í Mýrdal er góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Íþróttahús er í Vík sem er sambyggt við sundlaugina á staðnum. Góður frjálsíþróttavöllur er á staðnum með gerviefni en honum var komið upp fyrir Unglingalandsmótið sem fram fór í Vík 2005. Sparkvöllur er á staðnum sem og tveir reiðvellir. Glæsilegur 9 holu golfvöllur er í Vík. Fyrir utan þessa góðu aðstöðu í Vík er nátt- úran einstök. Umgjörðin verður góð „Undirbúningur fyrir mótið gengur vel og ákveðnar hafa verið greinar sem keppt verður í á mótinu. Drög að dagskránni, með fyrirvara um breytingar, má finna á heimasíðu UMFÍ. Eins og á mótinu í Mosfellsbæ í fyrra verður boðið upp á heilsufars- mælingar, zumba og sund- leikfimi. Þá verður farin sögu- ganga um Vík svo að eitthvað sé nefnt. Tjaldsvæðið í Vík er einstaklega gott og því til- valið fyrir keppendur og gesti að nýta þessa þjón- ustu alla mótsdagana og hitta um leið gamla kunn- ingja. Aðstæður allar í Vík eru mjög góðar þannig að öll umgjörðin í kringum mótið er góð,“ sagði Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri 3. Landsmóts UMFÍ 50+, í samtali við Skinfaxa. 27. Landsmót UMFÍ Selfossi 4.–7. júlí 2013 Héraðssambandið Skarphéðinn heldur 27. Landsmót UMFÍ á Selfossi 4.–7. júlí í sumar. Undirbúningur fyrir mótið gengur vel. Glæsilegur frjálsíþróttavöllur hefur verið gerður á Selfossi en á honum var keppt á Unglinga-landsmótinu sem haldið var þar í fyrrasumar. Hvert sem litið er eru allar aðrar aðstæður til íþróttaiðkana fyrsta flokks á Selfossi. „Undirbúningur fyrir mótið er kominn í fullan gang og gengur samkvæmt áætlun. Við erum að vinna dagskrána og tímasetningar fyrir keppnisgreinar í íþróttahúsinu. Við erum ennfremur að vinna að fjár-mögnun og því að fá samstarfsaðila að mótinu. Sama framkvæmdanefnd er að störfum og vann á Ungl-ingalandsmótinu í fyrra svo að við erum með vant fólk sem er mikilvægt. Það er tilhlökkun í herbúðum okkar og við munum hvetja sambandsaðila til góðrar þátttöku á mótinu,“ sagði Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK, í samtali við Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.