Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2013, Síða 13

Skinfaxi - 01.03.2013, Síða 13
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 13 16. Unglingalandsmót UMFÍ Höfn í Hornafirði 2.–4. ágúst 2013 Ungmennasambandið Úlfljótur (USÚ) heldur 16. Unglinga-landsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið á Höfn en síðast var það haldið þar árið 2007. Veruleg uppbygging íþróttamannvirkja var fyrir mótið 2007 og hún hefur haldið áfram síðan. Stórglæsileg sundlaug og stórt knattspyrnuhús hafa verið tekin í notkun og munu koma að góðum notum á mótinu. Tjaldsvæðið, sem verður vel útbúið, verður í göngufæri við aðalkeppnissvæðið. Fólk býr yfir dýrmætri reynslu frá mótinu 2007„Það er ekki hægt að segja annað en að undirbúningi miði vel áfram. Aðstaðan á Höfn er til fyrirmyndar og í raun er allt til staðar. Það er búið að ráða sérgreinastjóra í allar greinar svo að undirbúningur er á góðu róli. Það vant fólk, sem kemur að undirbúningnum, sem býr yfir dýrmætri reynslu frá Unglingalandsmótinu sem haldið var á Höfn 2007. Tjaldsvæðið er það sama og 2007 og þar er aðstaðan góð og umhverfið sjálft frábært. Drög að dagskránni eru að verða tilbúin og hana verður hægt að nálgast á heimasíðu mótsins,“ sagði Ómar Bragi Stefáns- son, framkvæmdastjóri 16. Unglingalandsmóts UMFÍ á Höfn í Hornafirði. Flott fyrirmynd er forvarnaverkefni sem unnið er upp úr verkefninu Local Hero. Local Hero er sænskt forvarnaefni sem CAN (Centralförbundet för alkohol- och narkotikaupplysning) í Svíþjóð hefur nýtt undanfarin ár við góðan orðstír. Tilgangur- inn með Local Hero er að gefa unglingum tækifæri til að vinna eigin verkefni og velta fyrir sér spurningum varðandi lyfjaneyslu og ræða áhættuna og hvað sé til varnar. Samkvæmt hugmyndafræði Local Hero getur hver sem er orðið flott fyrirmynd. Það skiptir engu máli hvaða áhugamál maður hefur eða hvað maður vill gera við frítímann sinn, maður getur alltaf orðið Flott fyrirmynd. Hvort sem manni finnst gaman í billjard eða bara að hanga í félags- miðstöðinni, hvort sem maður stundar íþróttir í einhverju félagi eða gerir lítið sem ekkert fyrir utan skólann. Eina tak- mörkunin er áhugi þátttakenda á því að lifa heilsusamlegu lífi án vímuefna. Námsefni til að nýta við klúbbastarfsemi hefur verið þýtt ásamt leiðbeiningabók fyrir klúbbstjóra sem á að halda utan um klúbbinn hverju sinni. UMFÍ fékk, í sam- starfi við SAMFÉS, þær Stinu Hähnert og Ninu Dahlman frá CAN í Svíþjóð til að Maður getur alltaf orðið Flott fyrirmynd koma til landsins af þessu tilefni. Þær leiddu tveggja daga námskeið, sem haldið var 6.–8. febrúar sl., um notkun bókanna, til að koma þátttakendum af stað til að nýta sér efnið í félagsmiðstöðvum. Hugmyndin er svo sú að hópur sá sem tók þátt í námskeið- inu muni leggja mat á efnið og hvernig það nýtist í starfi. Tíu þátttakendur voru á námskeiðinu og starfa þeir allir í félagsmiðstöðvum. Skemmtileg dreifing var meðal þátttak- endanna og komu þeir alls úr sjö félags- miðstöðvum og einu íþróttafélagi. Eftir námskeiðið fóru allir til síns heima með meiri þekkingu á Flottri fyrirmynd í far- teskinu og eru byrjaðir að starfa í félags- miðstöðvum sínum. Vinsamlega hafið samband við Sabínu Steinunni Halldórsdóttur landsfulltrúa, sem sér um verkefnið fyrir UMFÍ, ef frekari upplýsinga er óskað. Frá námskeiðinu um notkun leiðbein- ingabókar Local Hero. Það tókst vel og virtust þátttak- endur njóta sín vel. Samkvæmt hug- myndafræði Local Hero getur hver sem er orðið Flott fyrirmynd.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.