Skinfaxi - 01.03.2013, Qupperneq 23
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 23
Davíð Hildiberg íþróttamaður
Keflavíkur
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson var valinn
íþróttamaður Keflavíkur 2012 en hann vann
þrjá Íslandsmeistaratitla á árinu í flokki karla,
í 50 m, 100 m og 200 m baksundi. Davíð átti
gott ár í ár þar sem besta frammistaða hans
var í 100 m baksundi á ÍM 50 þar sem hann
vann gullverðlaun. Fékk hann fyrir það sund
748 FINA-stig sem er frábær árangur og
þetta var einnig besti tími hans. Hann var
valinn fyrir Íslands hönd til að keppa á meist-
aramóti smáþjóða en gat ekki mætt á það
mót. Hann keppti á Evrópumótinu, sem hald-
ið var í Chateres í Frakklandi nú í nóvember,
í 25 m laug þar sem hann náði sínum bestu
tímum í 50 m, 100 m og 200 m baksundi.
Fyrir 100 m baksundið fékk hann 698 FINA-
stig. Davíð æfir nú í Arizona í Bandaríkjunum
þar sem hann stundar háskólanám.
Rannveig íþróttamaður UFA
Íþróttamaður Ungmennafélags Akureyrar
árið 2012 er Rannveig Oddsdóttir langhlaup-
ari. Rannveig er götuhlaupari ársins á Íslandi
í kvennaflokki. Hún hefur bætt árangur sinn
jafnt og þétt undanfarin ár. Rannveig náði
besta árangri sínum í 10 km hlaupi í sumar
en þá hljóp hún á tímanum 37:11 í Akureyrar-
hlaupinu. Hún tók þátt í Berlínarmaraþoninu
í október þar sem hún náði öðrum besta tíma
Íslendings frá upphafi 2:52,3. Þessi árangur
fleytti henni inn í Ólympíuhóp FRÍ 2016.
Ingibjörg íþróttamaður
Strandabyggðar
Ingibjörg Emilsdóttir, hlaupakona, var valin
íþróttamaður Strandabyggðar fyrir árið 2012.
Ingibjörg er fædd árið 1975. Hún hefur unnið
mikið og gott starf í þágu hlaupaíþróttarinn-
ar í Strandabyggð. Í umsögn um hana segir
að hún sé dugleg, hvetjandi og frábær fyrir-
mynd. Auk þess að æfa og keppa hefur Ingi-
björg smitað marga af hlaupabakteríunni og
m.a. haft umsjón með hlaupahópi fólks á öll-
um aldri sem æfir í viku hverri. Ingibjörg hljóp
m.a. hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu
og 17 km í Hamingjuhlaupinu svo að fátt eitt
sé nefnt.
Bjarki íþróttamaður
Borgarbyggðar
Kylfingurinn Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi
Borgarness var valinn Íþróttamaður Borgar-
byggðar fyrir árið 2012. Að valinu stendur
tómstundanefnd Borgarbyggðar á grund-
velli tillagna íþróttafélaga í sveitarfélaginu
og var þetta í 22. sinn sem verðlaunin eru
afhent. Einnig valdi UMSB Bjarka íþrótta-
mann Borgarfjarðar 2012 og hann er því verð-
launum klyfjaður um þessar mundir. Það
ætti ekki að koma á óvart því að hann náði á
síðasta ári frábærum árangri í íþrótt sinni.
Almannaheill, samtök þriðja geirans, efndu
þann 12. febrúar sl. til málþings í Háskólan-
um í Reykjavík undir yfirskriftinni „Hvaða
gagn gera frjáls félagasamtök?“ Málþingið
var vel sótt. Flutt voru þrjú erindi og eftir
hvert þeirra voru teknar fyrir spurningar
úr sal og umræður um þær.
Ragna Árnadóttir, formaður Almanna-
heilla, flutti ávarp við upphaf málþingsins
og sagði þar m.a. frá gerð lagafrumvarps
um frjáls félagasamtök þar sem unnið er
að því að tilvist félaga, sem vinna án hagn-
aðarvonar í þágu almennings, verði viður-
Vel sótt málþing Almannaheilla
kennd og framlag þeirra til íslensks sam-
félags metið á sýnilegan hátt. Una María
Óskarsdóttir, MA í lýðheilsufræðum, flutti
erindi og sagði frá áhrif félagsstarfs á
heilsufar. Þá flutti Björn Þorsteinsson,
doktor í heimspeki og sérfræðingur við
Heimspekistofnun Háskóla Íslands, erindi
um þátt frjálsra félagasamtaka í lýðræði
og loks flutti Ketill B. Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um
samfélagsábyrgð, erindi og fjallaði um
hvert væri framlag frjálsra félagasamtaka.
Almannaheill – samtök þriðja geirans
– voru stofnuð sumarið 2008 til að vinna
að sameiginlegum hagsmunamálum
frjálsra félagasamtaka er starfa í almanna-
þágu og að vera málsvari þeirra gagnvart
opinberum aðilum og fjölmiðlum.
Samtökin ætla að vinna að því að heild-
arlöggjöf verði sett um starfsemi frjálsra
félagasamtaka, að skattaleg staða þeirra
verði bætt og að þriðji geirinn verði sýni-
legri í þjóðfélaginu.
Tilgangur félagsins er að vinna að sam-
eiginlegum hagsmunamálum fyrir almanna-
heillasamtök og sjálfseignarstofnanir sem
starfa í almannaþágu, að skapa þessum
aðilum hagfellt starfsumhverfi, styrkja
ímynd þeirra og efla stöðu þeirra í sam-
félaginu. Einnig á félagið að vera málsvari
almannaheillasamtaka gagnvart opinber-
um aðilum og samfélaginu, stuðla að um-
ræðu um hagsmunamál meðal almanna-
heillasamtaka og á opinberum vettvangi
og þrýsta á aðgerðir stjórnvalda í málefn-
um þeirra.
Aðilar að Almannaheillum eiga AFA, SKB,
Blindrafélagið, Bandalag íslenskra skáta,
Geðhjálp, Gróður fyrir fólk, Heimili og skóli,
Hjartavernd, Hjálparstarf kirkjunnar, Land-
vernd, Krabbameinsfélagið, Kvenréttinda-
félag Íslands, Neytendasamtökin, Styrktar-
félag lamaðra og fatlaðra, Umhyggja, UMFÍ,
Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands.
Frá málþingi
Almannaheilla
sem haldið var
í Háskólanum í
Reykjavík.
F
M
BS