Skinfaxi - 01.03.2013, Side 35
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35
91. sambandsþing UMSB
fór fram í Þinghamri á
Varmalandi laugardaginn
9. mars sl. Þingið var vel sótt
og mættu 33 þingfulltrúar
frá 12 aðildarfélögum sam-
bandsins. Einnig sat þingið
Sæmundur Runólfsson, fram-
kvæmdastjóri UMFÍ. Tvö ný
félög óskuðu eftir inngöngu
í Ungmennasambandið,
Golfklúbbur Húsafells og Frjálsíþrótta-
félag Borgarfjarðar. Voru bæði félögin
tekin inn í sambandið með fyrirvara
um að lög þeirra hljóti samþykki laga-
nefnda UMFÍ og ÍSÍ.
Sambandsþing Ungmennasambands Borgarfjarðar:
Samningar og framtíðarstefna samþykkt
Mörg og stór mál lágu fyrir þinginu
en þar ber helst að nefna framtíðar-
stefnu UMSB og samstarfssamning
við Borgarbyggð. Samningurinn felur
í sér náið samstarf UMSB og Borgar-
Mynd að ofan:
Sigurður Guðmunds-
son, sambandsstjóri
UMSB í ræðustóli.
Mynd til vinstri: Sæ-
mundur Runólfsson,
framkvæmdastjóri
UMFÍ, Sigurður
Guðmundsson,
sambandsstjóri
UMSB, og Ólafur
Rafnsson, forseti ÍSÍ.
byggðar sem breytir að nokkru leyti
rekstrargrundvelli UMSB sem með
samningnum tekur að sér umsjón
allra íþróttatengdra mála fyrir sveitar-
félagið. Samningurinn kemur til út frá
vinnu við framtíðarstefnu sambands-
ins en við þá vinnu kom bersýnilega í
ljós vilji almennings til að UMSB starfi
sem samnefnari ólíkra íþróttagreina í
héraðinu og samstarfsvettvangur.
Bæði samningurinn og stefna UMSB
voru samþykkt samhljóða. Í ljósi sam-
starfsvilja ætti því ekki að koma á
óvart að einnig var samþykkt sam-
hljóða að sækja um að halda þau
Landsmót sem í boði verða á næstu
árum, en það eru Unglingalandsmót
UMFÍ 2016, Landsmót UMFÍ 2017 og/
eða 2021 og Landsmót 50+ 2015.
Einnig var samþykkt að koma upp
heimasíðu þar sem hægt væri að
nálgast 100 ára sögu sambandsins á
rafrænu formi ásamt þeim fjölda
mynda sem sambandið á frá starfi
sínu í héraðinu síðustu áratugi.
Kjósa átti að þessu sinni um þrjá í
stjórn, þau Aðalstein Símonarson,
meðstjórnanda, Maríu Hlín Eggerts-
dóttur, ritara, og Sigurð Guðmunds-
son, sambandsstjóra. Þeir Aðalsteinn
og Sigurður gáfu kost á sér áfram og
voru þeir endurkjörnir en í stað Maríu
var Þórhildur María Kristinsdóttir,
Umf. Reykdæla, kosin nýr ritari sam-
bandsins. Ný inn í varastjórn sam-
bandsins komu þau Sólrún Halla
Bjarnadóttir, Umf. Íslendingi, Bjarni
Johansen, Golfklúbbi Borgarness, og
Jón Eiríkur Einarsson, Umf. Íslendingi.
KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA