Morgunblaðið - 19.10.2012, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012
Þjóðaratkvæðagreiðslan
20. október 2012
Vantar þig upplýsingar um kjörstaði
eða hvar þú ert á kjörskrá?
Upplýsingar um framkvæmd þjóðaratkvæða-
greiðslunnar er að finna á kosning.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Nokkur skip hafa náð góðum síldarköstum á Grundarfirði síðustu daga og fyllt sig á
skömmum tíma. Þannig hafa Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds landað tvívegis á
Hornafirði, eftir veiðina á Grundarfirði, og Börkur fékk stórt kast í fyrradag. Skip-
unum hefur þó gengið misjafnlega. Dröfn er við rannsóknir á svæðinu, en sýking sem
verið hefur í íslensku sumargotssíldinni síðustu ár virðist vera á undanhaldi.
Í gærmorgun kom Hoffellið með um 500 tonn til Fáskrúðsfjarðar og var byrjað að
salta þar í gær, bæði flök og hausskorna síld. Grétar Arnþórsson, verkstjóri hjá
Loðnuvinnslunni, sagði að um fínustu síld væri að ræða.
Austur af landinu hafa Aðalsteinn Jónsson, Huginn, Hákon og Guðmundur verið við
veiðar á norsk-íslenskri síld. Kvóti skipanna á þessari vertíð er langt kominn.
aij@mbl.is
Veiðist einnig vel af
síldinni fyrir austan land
Ljósmynd/Jökull Helgason
Síldarskip hafa náð góðum köstum á Grundarfirði
Morgunblaðið/Albert Kemp
Söltun Byrjað var að salta síld á Fáskrúðsfirði í gær þegar Hof-
fellið kom með 500 tonna afla. Um fínustu síld var að ræða.
Síldveiðar Börkur NK á síldveiðum inni á Grundarfirði í blíðviðri í vikunni.
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Fimm dómarar Hæstaréttar hafa
komist að samhljóma niðurstöðu um
að ekki megi breyta vöxtum á lánum
afturvirkt og samningsvextir gildi á
móti fullnaðarkvittunum. Þar með
hefur Hæstiréttur snúið við dómi
Héraðsdóms Vesturlands sem hafði
áður dæmt að Arion banka hefði ver-
ið heimilt að endurreikna gengis-
tryggt lán sveitarfélagsins Borgar-
byggðar aftur í tímann samkvæmt
vöxtum Seðlabanka Íslands, sem
taka mið af lægstu vöxtum á nýjum,
almennum, óverðtryggðum útlánum
hjá lánastofnunum.
Skarphéðinn Pétursson, lögmaður
Borgarbyggðar, segir að í tilfelli
sveitarfélagsins hafi lán Arion banka
verið endurreiknað í 213 milljónir í
samræmi við lögin frá 2010 en í
Hæstarétti var niðurstaðan að miða
skyldi við samningsvexti og eftir-
stöðvar lánsins væru 128 milljónir.
Hæstiréttur féllst því á ýtrustu kröfu
Borgarbyggðar, sem til vara krafðist
þess að eftirstöðvar skuldarinnar
væru á bilinu 162-196 milljónir. Í
dómsorði segir jafnframt að Arion
banki skuli greiða áfrýjanda, Borg-
arbyggð, tvær milljónir króna í máls-
kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
„Ég tel að þessi dómur staðfesti að ef
staðið er í skilum með svokallað ólög-
mætt gengistryggt lán og greitt hef-
ur verið af því þá dragast allar
greiðslur inn á höfuðstól frá stöðu
lánsins áður en það er vaxtareiknað,“
segir Skarphéðinn og er fullviss um
fordæmisgildi dómsins.
Hann segir að samkvæmt dómn-
um beri að miða við samningsvexti,
við endurútreikning, sem oft voru í
kringum 3,5% en ekki vexti Seðla-
bankans sem hann telur að hafi verið
að meðaltali í kringum 15% á um-
ræddu tímabili.
Tugir milljarða í húfi
Skarphéðinn segir að um miklar
fjárhæðir sé að ræða, hugsanlega
tugi milljarða. Að mati Skarphéðins
nær fordæmisgildi dómsins einnig
yfir lán einstaklinga og fyrirtækja.
„Mergur málsins er að vaxtamunur-
inn sem endurreiknaður var miðað
við lög 151/2010, svokölluð „Árna
Páls lög“ stenst ekki 72. gr. stjórn-
arskrár um vernd eignaréttinda og
afturvirkni laga,“ segir Skarphéðinn.
Snertir líka uppgreidd lán
Réttarstaða lántakenda, sem hafa
greitt upp sambærileg lán, mun ekki
skerðast, að sögn Skarphéðins.
„Það á ekki að hafa nein áhrif þó
lán hafi verið gert upp, miðað við al-
mennar yfirlýsingar þriggja stærstu
bankanna sem birtust á heimasíðum
þeirra. Þar kom fram að hvernig sem
færi með lánin varðandi afborganir
og endurútreikning þá myndi fólk
alltaf njóta betri réttarstöðu ef það
yrði niðurstaða Hæstaréttar,“ segir
Skarphéðinn.
Fulltrúar Samtaka fjármálafyrir-
tækja vildu ekki tjá sig um dóminn
þegar eftir því var leitað í gærkvöldi.
Samningsvextirnir gilda
Arion banka óheimilt að breyta vöxtum afturvirkt samkvæmt dómi Hæstaréttar
„Árna Páls lögin“ ekki talin standast stjórnarskrá Tugir milljarða króna í húfi
Morgunblaðið/Ómar
Dómur Arion banki mátti ekki
breyta vöxtum á láni afturvirkt.
„Dómurinn er vonbrigði fyrir eigendur vatnsréttinda.
Hann felur í sér niðurstöðu sem horfir að töluverðu leyti
til þess að vatnsréttindaverð yrði tiltekið hlutfall af stofn-
kostnaði virkjunarinnar. Eigendur vatnsréttinda horfðu
frekar til þess hver arðsemi nýtingar vatnsréttinda væri,
bæði miðað við tekjur af virkjuninni og með tilliti til verð-
myndunar vatnsréttinda í frjálsum samningum,“ segir
Jón Jónsson, annar lögmanna vatnsréttarhafa við Jök-
ulsá á Dal, um dóm Hæstaréttar í gær. Staðfesti rétt-
urinn mat sérstakrar matsnefndar á verðmæti vatnsrétt-
inda vegna Kárahnjúkavirkjunar. Nefndin komst að
þeirri niðurstöðu að réttindin væru metin á 1,6 milljarða
króna. Þar með staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Héraðs-
dóms Austurlands. Eigendur vatnsréttinda við Jökulsá á
Dal, 61 talsins, höfðuðu á sínum tíma mál gegn Lands-
virkjun. Í greinargerð Landsvirkjunar kom fram að á
sínum tíma hefðu landeigendur gert kröfu um að samtals
yrðu greiddir um 96 milljarðar króna vegna vatnsrétt-
inda Kárahnjúkavirkjunar. heimirs@mbl.is
Dómurinn vonbrigði fyrir
eigendur vatnsréttinda
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Verðmat Eigendur vatnsréttinda vildu m.a. miða við
arðsemi virkjunarinnar þegar kom að verðmætamati.
Mat á vatnsréttindum
vegna Kárahnjúka staðfest
Stefán Einar
Stefánsson, for-
maður VR, náði
sínu fram á ASÍ-
þinginu í gær
þegar tillaga mið-
stjórnar um Evr-
ópumál var stytt
og áhersla lögð á
að hraða aðild-
arviðræðum við
Evrópusam-
bandið. Tillagan verður afgreidd á
þinginu í dag en samkomulag tókst
um málið í nefnd sem fjallaði um
Evrópumálin. Stefán Einar hafði
beitt sér fyrir því að í ályktun ASÍ
yrði hvatt til þess að viðræðum um
aðild yrði lokið sem fyrst, með það
að markmiði að ná eins hagstæðum
samningum og unnt væri. Það yrði
síðan íslenska þjóðin sem tæki af-
stöðu til samningsniðurstöðunnar og
aðildar að ESB í bindandi þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Ekki voru allir
sammála því að stytta tillöguna og
var tekist á um hana.
Samið um
Evrópumál
á ASÍ-þingi
Stefán Einar
Stefánsson
Viðræðum um
aðild verði hraðað
Guðlaugur
Þór Þórðar-
son, þing-
maður
Sjálfstæðis-
flokksins,
segir að
dómur
Hæstaréttar
í máli Borg-
arbyggðar
gegn Arion
banka sé áfellisdómur yfir ríkis-
stjórninni og eftirlitsstofnunum
á fjármálamarkaði. „Ég vakti at-
hygli á málinu strax í ársbyrjun
2011. Þetta er kannski skýrasta
dæmið um skjaldborg bankanna
hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð-
ardóttur. Endurreisn fyrirtækja
og heimila hefði verið með allt
öðrum hætti ef betur hefði ver-
ið haldið á málum,“ segir Guð-
laugur.
Gagnrýnir
ríkisstjórnina
ÁFELLISDÓMUR
Guðlaugur Þór
Þórðarson