Morgunblaðið - 19.10.2012, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Útlit er fyrir að verðbólga haldist há
á næstu mánuðum og að launahækk-
anir eftir áramót ýti undir þá þróun.
Verðbólgan hækkar höfuðstól
verðtryggðra lána og afborganir af
óverðtryggðum lánum á breytilegum
vöxtum en eins og sjá má hér til hlið-
ar hafa lánasöfnin stækkað frá hruni.
Þorbjörn Atli Sveinsson, sér-
fræðingur hjá greiningardeild Arion
banka, segir að fyrir því megi færa
ágætis rök að þar sem gengis-
styrkingin í sumar hafi verið mjög
skammvinn hafi hún að takmörkuðu
leyti komið fram í lægra vöruverði.
Því sé „u-beygja“ í gengi krónu á
undanförnum vikum ekki sú ávísun á
verðhækkanir sem hún væri ella.
„Við teljum hins vegar að áhrifin
verði einhver, sem dæmi teljum við
að verð á innfluttum bílum komi til
með að hækka. Við gerum ráð fyrir
að ársverðbólgan verði komin í 4,9% í
lok árs og að meðalverðbólgan í ár
verði þá um 5,3%. Í ljósi versnandi
verðbólguhorfa þá teljum við að frek-
ari stýrivaxtahækkanir verði á árinu
og spáum við a.m.k. 25 punkta hækk-
un áður en árið er á enda,“ segir Þor-
björn Atli sem telur að verðbólgan
muni aukast eftir áramót, einkum ef
krónan heldur áfram að veikjast.
„Launahækkanir munu hafa
áhrif á verðbólguna. Gjaldskrár-
hækkanir hjá hinu opinbera eftir ára-
mót munu einnig hafa áhrif. Við ger-
um ráð fyrir að árstaktur verðbólgu
verði á bilinu 5-6% á næstu árum en
þættir eins og frekari veiking krón-
unnar, áframhaldandi hækkanir á
fasteignamarkaði sem og launahækk-
anir muni vega þar þyngst.“
Opni fyrir áramót
Ásgeir Jónsson, lektor við Hag-
fræðideild HÍ og efnahagsráðgjafi
hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA,
segir „brothættan stöðugleika“ uppi í
hagkerfinu um þessar mundir.
Hann spáir því að Seðlabankinn
hækki stýrivexti um 0,25-0,5% fyrir
áramót og að verðbólgan verði á
bilinu 4-5% næstu misserin. Meiri lík-
ur en minni séu á að þrýstingur verði
á að gengið lækki frekar.
„Gengi krónu styrktist aðeins í
skamman tíma í sumar og hafði tak-
mörkuð áhrif á verðsetningu áður en
það lækkaði aftur. Verðbólguáhrifin
verða því ekki eins mikil og vænta
mætti en samt töluverð enda er það
þumalfingursregla að gengi krón-
unnar hefur 40% áhrif á vísitölu
neysluverðs í gegnum innflutning.
Fasteignamarkaðurinn hefur
síðan um 20% vægi en það sem eftir
stendur felst í þjónustu og opinberum
gjöldum að miklu leyti. Ég tel að
hækkanir á fasteignamarkaði muni
fara að hafa áhrif á vísitöluna á þess-
um vetri en bæði lækkanir á fjár-
magnskostnaði og fasteignaverði úti
á landi hafa haldið aftur af vísitölu-
hækkuninni fram til þessa.
Þá má búast við talsverðum
launahækkunum eftir áramót enda
tekur brátt að losna um samninga.
Það eru að koma kosningar og ýmsir
hópar eru óánægðir með þá kjara-
skerðingu sem hrunið hafði í för með
sér,“ segir Ásgeir Jónsson.
Sviptingar í hagkerfinu
Gengi evru
170
165
160
155
150
145
17
.0
1.1
2
17
.0
2.
12
16
.0
3.
12
*
17
.0
4.
12
18
.0
5.
12
**
18
.0
6.
12
**
*
17
.0
7.1
2
17
.0
8.
12
17
.0
9.
12
17
.10
.12
Stýrivextir (í %)
Heimild: Seðlabanki Íslands *17.mars var laugardagur **17.maí var uppstigningar-
dagur *** Þjóðhátíðardaginn bar upp á sunnudegi
Útlán hjá bönkunum (í milljónum króna)+
6,0
5,8
5,6
5,4
5,2
5,0
4,8
4,6
4,4
4,2
4,0
16
.0
8.
11
17
.0
8.
11
02
.1
1.
11
21
.0
3.
12
16
.0
5.
12
13
.0
7.
12
1.000.000
900.000
800.000
700.000
600.000
500.000
400.000
300.000
200.000
100.000
0 ág. 04 ág. 05 ág. 06 ág. 07 ág. 08 ág. 09 ág. 10 ág. 11 ág. 12
Óverðtryggð útlán*
Verðtryggð útlán**
Verðtryggð lán hjá ÍLS***
*ÍLS er hér undanskilinn **ÍLS er hér undanskilinn ***Útlán ÍLS í árslok 2011 voru 782.053 milljónir samkvæmt ársreikningi. Útlán sjóðsins fyrstu 8 mánuði ársins námu 8,3
milljörðum króna, en voru við 15,9 milljarða árið áður. Talan í september er fengin með því að leggja þessar tvær tölur saman.
+Virði útlánasafns þriggja stærstu viðskiptabankanna er metið á því virði sem
þessir aðilar keyptu útlánin á af fyrirrennurum sínum. Kaupverðið er það virði
sem vænst er að muni innheimtast af útlánum.Virði útlánasafns þessara þriggja
aðila endurspeglar því ekki skuldastöðu viðskiptavina, að sögn SÍ.
Heimild: Seðlabanki Íslands/Íbúðalánasjóður
Heimild: Seðlabanki Íslands (SÍ)
Sp
á
Ar
io
n
ba
nk
a
31
.12
.12
Sp
á
G
am
m
a
31
.12
.12
Telja að launahækkanir
muni viðhalda verðbólgu
Sérfræðingar spá vaxtahækkunum hjá Seðlabanka Íslands fyrir áramót
Þorbjörn Atli
Sveinsson
Ásgeir
Jónsson
„Hann var að fá þær fréttir í morgun
[í gær] að hann gæti sótt um íslenskt
vegabréf í norska utanríkisráðu-
neytinu í Jordaníu á sunnudaginn
næsta,“ sagði Ahmed Kouwatli um
bróður sinn, Jamil Kouwatli.
Hann flúði átökin í Sýrlandi til
Jórdaníu ásamt konu sinni og þrem-
ur sonum þeirra; 6, 9 og 10 ára.
Jamil Kouwatli kom einn hingað
til lands fyrir nokkru að heimsækja
bróður sinn sem er búsettur hér.
Honum var veitt svokölluð viðbótar-
vernd hér á Íslandi til fjögurra ára.
Jamil Kouwatli hélt til Jórdaníu að
sækja fjölskyldu sína.
„Fjölskyldan kemur ekki fyrr en
eftir nokkrar vikur. Mikil pappírs-
vinna er framundan og auk þess þarf
að finna hagstæðasta flugfarið.
Hann er heldur ekki búinn að finna
neina íbúð fyrir þau. Hann þarf að
borga allt sjálfur,“ sagði Ahmed
Kouwatli. Hann benti á að venjulega
þyrfti að reiða fram þrjá mánuði fyr-
irfram í leigu sem væri ekki á þeirra
færi. Fyrir utan að búa íbúðina hús-
gögnum.
Ahmed Kouwatli var ánægður
með væntanlega vegabréfsáritun.
Átökin í Sýrlandi stigmagnast. Í
gær sprakk öflug sprengja í höfuð-
borginni Damaskus. Að minnsta
kosti 44 féllu í átökum uppreisnar-
manna og stjórnarhermanna í bæn-
um Maaret al-Numan, að því er
AFP-fréttaveitan greinir frá.
thorunn@mbl.is
Styttist í að sýrlensku
bræðurnir sameinist
Jamil Kouwatli nær í konu sína og þrjá syni til Jórdaníu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bræður Kouwatli-bræðurnir Jamil
og Ahmed frá Sýrlandi.
Kínversk rör í nýtt og öflugt loft-
ræstikerfi hjá álveri Rio Tinto Alcan í
Straumsvík eru gölluð og þarf að laga
þau fyrir uppsetningu. Tekist er á um
hvort þau hafi verið keypt gölluð eða
hvort málningin hafi skemmst í flutn-
ingum til Íslands.
Síðan 2010 hafa staðið yfir miklar
endurbætur á álverinu. Meðal annars
er verið að endurnýja svonefndar
þurrhreinsistöðvar og var búnaður-
inn keyptur frá Kína. Hluti málning-
arinnar á búnaðinum er ófullnægj-
andi, að sögn Ólafs Teits Guðnasonar,
upplýsingafulltrúa álversins, og er
unnið að því að sandblása og endur-
mála það sem nauðsynlegt er.
Skapar vinnu
Ólafur Teitur vill hvorki gefa upp
um hvað mikið magn er að ræða né
hver kostnaðurinn vegna skemmd-
anna er, en segir að kostnaðurinn sé
umtalsverður og óljóst sé hver komi
til með að bera hann. Fyrir liggi að
varan hafi verið skoðuð að einhverju
leyti áður en hún hafi verið send frá
Kína. Kínverjarnir segi að þá hafi
engar athugasemdir verið gerðar og
rörin hljóti því að hafa skemmst í
flutningum. Ólafur Teitur segir að
ljósi punkturinn sé að skemmdirnar
skapi óvænta vinnu hérlendis.
Gölluð rör
hjá Rio
Tinto Alcan
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Straumsvík Rör í loftræstikerfi hjá
álveri Rio Tinto Alcan.
Keypt gölluð eða
skemmd í flutningum
Hæstiréttur hef-
ur staðfest dóm
Héraðsdóms
Reykjavíkur um
sýknu blaða-
manns og rit-
stjóra DV af
kröfu Heiðars
Más Guðjóns-
sonar um að til-
tekin ummæli í DV yrðu ómerkt og
þau látin niður falla.
Ummælin fjölluðu um að Heiðar
Már hefði skipulagt stöðutöku gegn
krónunni. Í yfirlýsingu segist Heið-
ar Már harma þessa niðurstöðu.
Það væri miður að Hæstiréttur
gerði ekki þá kröfu til DV að blaðið
sannaði fullyrðingar í hans garð.
DV sýknað af kröf-
um Heiðars Más
„Verðbólguhorfurnar setja þrýst-
ing á peningastefnunefnd Seðla-
banka Íslands. Nefndin er að reyna
að endurvinna trúverðugleika og
hann verður ekki áunninn að henn-
ar mati nema þróun skammtíma-
vaxta sem hún setur sé a.m.k. í
takt við verðbólguna,“ segir
Styrmir Guðmundsson, sjóðsstjóri
hjá eignastýringarfyrirtækinu
Júpíter, sem telur „frekari vaxta-
hækkanir munu draga enn frekari
þrótt úr veikum efnahagsbata“.
„Ég held að það gæti haft nei-
kvæð áhrif á verðlag, til dæmis í
gegnum verðskrár fyrirtækja sem
eru að miklu leyti á fljótandi vöxt-
um. Fjármagnskostnaður þeirra
hækkar og þau munu leita leiða til
að fleyta því út í verðlag.
Þetta mun væntanlega gera
þeim erfitt um vik sem hafa leitað
í óverðtryggðu lánin hjá bönk-
unum. Tiltölu-
lega litlar
breytingar á
nafnvaxtastig-
inu hafa til-
tölulega mikil
áhrif á greiðslu-
byrði slíkra
lána. Þeir sem
skulda verð-
tryggt munu
aftur á móti finna minna fyrir því
frá mánuði til mánaðar en höfuð-
stóll þeirra lána mun væntanlega
halda áfram að vaxa um 4-6% á
ári eins og frá hruni.“
Styrmir telur aðspurður að vext-
ir kunni að hækka um 0,5% fyrir
áramót og 0,75% ef gengið veikist
enn frekar. Þá telur hann kröfur
um frekari launahækkanir á næsta
ári geta sett enn meiri þrýsting á
Seðlabankann um að hækka vexti.
Hefði áhrif á verðlagið
SÉRFRÆÐINGUR METUR ÁHRIF VAXTAHÆKKANA
Styrmir
Guðmundsson
Allur ágóði af sölunni
rennur til
Krabbameinsfélags Íslands
www.faerid.com
Sölustaðir:
N1, Pósturinn, Skeljungur, Nettó, Olís og Bónus.