Morgunblaðið - 19.10.2012, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012
Fossaleyni 2, 112 Reykjavík, sími 586 1000
husgogn.is
Heill heimur
af ævintýrum Af því að börn stækka
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Ljósmyndarinn Valdís Thorvar stödd í Lettlandi til aðtaka þátt í alþjóðlegu ljós-myndaraverkefni þegar
hún komst að því að nafn hennar væri
algengt karlmannsnafn þar í landi.
Hún ákvað að fara á stúfana og
mynda karlmenn sem hétu Valdis.
Tveir þekktir menn heita Valdis í
Lettlandi, annar er fyrrverandi for-
seti landsins, Valdis Zatlers, hinn er
núverandi forsætisráðherra Lett-
lands, Valdis Dombrovskis. Var Val-
dís svo heppin að fá að hitta hinn síð-
arnefnda.
Minolta filmuvél sú fyrsta
Valdís er fædd árið 1987 og upp-
alin í miðbæ Reykjavíkur. Hún lærði
ljósmyndun í Iðnskólanum og var á
nemasamningi hjá Morgunblaðinu
þar sem hún kláraði sveinsprófið árið
2008. Síðan þá hefur hún verið að
taka myndir sér til gamans og
ánægju og vinnu í og með.
„Við áttum eldgamla vél með
ljósaperu þegar ég var lítil og við vor-
um alltaf að leika okkur að henni svo
það gæti hafa kveikt áhugann. Ég
byrjaði samt ekki að taka myndir fyrr
en ég var 14 ára en þá fann ég gamla
Minolta myndavél sem mamma mín
átti. Hana notaði ég alveg þar til ég
varð 18 ára og byrjaði í náminu. Þá
keypti ég fyrstu stafrænu vélina mína
en ég tek þó enn dálítið á filmu,“ segir
Valdís. Hún segir innblásturinn ætíð
hafa komið frá umhverfinu, fjölskyld-
unni og vinunum. Hún hafi nýtt sér
myndavélina til að eiga minningar um
fólkið í kringum sig og hengt þær upp
í herberginu sínu.
„Það hefur alltaf látið mér líða
vel að horfa á fallegar ljósmyndir.
Þetta er viss skrásetning en í grunn-
inn þótti mér svo vænt um að geta séð
hvernig tilfinningar endurspeglast í
gegnum ljósmyndir. Mér finnst einna
skemmtilegast að mynda fólk og
mannlíf almennt,“ segir Valdís.
Kraftar sameinaðir
Verkefnið sem Valdís tók þátt í í
Lettlandi kallast European borderl-
ines visual narratives og snýst það
um að sameina krafta ungra ljós-
myndara frá Íslandi, Lettlandi,
Portúgal og Tyrklandi. Valdís var ein
þriggja sem voru valdir sem fulltrúar
Íslands en löndin fjögur eiga það
sameiginlegt að þar má bæta bæði
ljósmyndamenntun og mikilvægi ljós-
myndunar sem listforms. Þátttak-
endur eru á aldrinum 20-35 ára og
hittist hópurinn sumarið 2011 til
skrafs og ráðagerða en hugmyndin er
sú að verkefnin tengi saman löndin
og hugtakið landamæri sem hver og
einn túlkar á sinn hátt. Á Íslandi er
verkefnið unnið í samstarfi við Félag
íslenskra ljósmyndara (FÍSL) en
fengnir voru tveir virtir ljósmyndarar
sem leiðbeinendur, þau George
Georgiou og Vanessa Winship. En
Vanessa fékk Henri Cartier-Bresson
verðlaunin á síðasta ári sem eru mikil
viðurkenning fyrir ljósmyndara.
Leitaði nafna sinna
„Það var í skóla í Lettlandi sem
ég rak fyrst augun í nafnið Valdis og
komst að því að nafnið væri karl-
Hann var
kallaður Valdis
Þegar ljósmyndarinn Valdís Thor komst að því að nafn hennar væri algengt sem
karlmannsnafnið Valdis í Lettlandi ákvað hún að mynda nokkra nafna sína.
Myndaröðin er hluti af samstarfsverkefni ungra ljósmyndara frá fjórum löndum
og er Valdís ein þriggja Íslendinga sem taka þátt í því.
Þekktasti Valdisinn Hér er Valdís ásamt nafna sínum Valdis Dombrovskis
forsætisráðherra Lettlands, sem hún var ánægð með að hitta.
Matgæðingar ættu ekki að láta þessa
síðu fram hjá sér fara. Hún hefur ekki
bara að geyma uppskriftir frá öllum
heimsins hornum, allt frá forréttum
til eftirrétta, heldur eru athugasemd-
ir frá notendum og stjörnugjöf við
hverja uppskrift. Margir betrumbæta
upphaflegu upskriftina í athuga-
semdum sínum og aðrir gefa lesand-
anum góða hugmynd um það hvernig
rétturinn bragðast.
Sumum uppskriftum fylgja mynd-
bönd sem sýna handbragðið við elda-
mennskuna og auðvitað er mynd af
réttinum sem um er að ræða.
Ef þú vilt læra að gera franska
súkkulaðiköku, spænskan saltfisk-
rétt, sveppa-risotto, tiramisu-
lagköku eða heimsins besta lasanja
þá er matgæðingasíðan all-
recipes.com tilvalin fyrir þig. Síðan
er sérstaklega þægileg fyrir snjall-
síma og spjaldtölvur.
Vefsíðan www.allrecipes.com
Uppskriftir Á síðunni er að finna uppskriftir alls staðar að úr heiminum.
Eldað af fingrum fram
Sinfóníuhljómsveit Íslands verður
með barnastund um helgina sem ætl-
uð er yngstu hlustendum. Í barna-
stundinni er flutt tónlist í um það bil
30 mínútur í Hörpuhorni á 2. hæð fyr-
ir framan Eldborg. Tónlistin og lengd
barnastundarinnar er sérstaklega
sniðin að þeim hópi sem er of ungur
til að sitja heila tónleika í Litla tón-
sprotanum. Á morgun verður 1. þátt-
ur Leikfangasinfóníunnar eftir Leo-
pold Mozart fluttur af meðlimum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands, leik-
fangasextett skipaður börnum og
Maxa. Þá verður flutt úrval léttra og
skemmtilegra laga.
Endilega…
…farið á barna-
stund í Hörpu
Morgunblaðið/Ómar
Tónlist Barnastund í Hörpu.
Grimmhildur, félag H-nemenda á
Hugvísindasviði Háskóla Íslands,
stendur fyrir Einarsvöku á morgun
klukkan 14.00 í Bíó Paradís við Hverf-
isgötu. Á vökunni verður æviferill
þjóðskáldsins Einars Benediktssonar
og eiginkonu hans Hlínar Johnson
reifaður og fjallað verður um árin
þeirra í Herdísarvík.
Halda á Einarsvöku til að vekja at-
hygli á því að í Herdísarvík eru mikil-
vægar sögu- og menningarminjar
sem lítið hefur verið sinnt og eru í
mikilli hættu á að glatast. Með til-
komu Suðurstrandarvegar er staður-
inn kominn í alfaraleið og því ætti að
vera hægara um vik með verndunar-
starf og uppbyggingu. Guðrún Ás-
mundsdóttir og Guðjón Friðriksson,
sagnfræðingur, fræðimaður og höf-
undur ævisögu Einars Benedikts-
sonar, flytja erindi og Benedikt Erl-
ingsson, leikari og leikstjóri, verður
með ljóðaupplestur. Þá mun Þórhall-
ur Barðason söngvari flytja lög með
textum Einars við undirleik Stein-
unnar Halldórsdóttur. Þá verða auð-
vitað veitingar í anda Hlínar.
Einarsvaka í Bíó Paradís
Þjóðskáldið og athafnamaður-
inn Einar Benediktsson
Morgunblaðið/Golli
Einarsvaka Grimmhildur stendur fyrir fræðslu um líf Einars og Hlínar.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.