Morgunblaðið - 19.10.2012, Page 17

Morgunblaðið - 19.10.2012, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tókust á um fyrirhugaða lögfestingu orkuskattsins á Alþingi í gær. Bjarni sagði atvinnulífið hætt að treysta orðum stjórn- valda í óundirbúnum fyrirspurnatíma og nefndi orku- skattinn sem dæmi. „Þegar skrifað var undir það í desember 2009, milli Samtaka atvinnulífsins og Samtaka álframleiðenda ann- ars vegar og fjármálaráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins hins vegar, að stóriðjufyrirtækin í landinu myndu greiða tiltekna fyrirframgreiðslu á tekjuskatti annars vegar og hins vegar tiltekinn skatt á hverja kílówattstund, sérstakan orkuskatt, þá var gengið út frá því að með þessu væri náð ramma- samkomulagi sem ætti að gilda til 2018,“ sagði Bjarni. Hann sagði að þar sem fyrirtækin treystu ekki stjórnvöldum, þrátt fyrir samkomulagið, hefðu stjórnendur Ísal farið fram á fund með fjármála- ráðherra og beðið um skriflega stað- festingu á því að ekki stæði til að leggja frekari skatta á stóriðjufyr- irtækin, áður en fyrirtækið ákvað að leggja í 60 milljarða króna fjárfest- ingu árið 2010. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, hefði svarað með bréfi þar sem tekið hefði verið fram að engin áform væru uppi um frekari skattlagningu á fyrirtækin en það væri engu að síður það sem menn stæðu frammi fyrir núna. Forsætisráðherra svaraði þingmanninum þannig að það hefði legið fyrir að stjórnvöld teldu sig ekki bundin af yfirlýsingunni frá 2009, um hvernig tekjuöflun yrði hátt- að, að loknum gildistíma hennar. „Það var fyrst og fremst verið að tala um þetta tímabil sem þarna var undir og þar hefur skatturinn haldist eins og um var samið. Nú er því tímabili lokið, þannig að það er ekki verið að brjóta neitt samkomulag sem var gert,“ sagði Jóhanna. Þá sagðist hún telja að starfsskilyrði atvinnulífsins væru ekki lakari hér en annars staðar í Evrópu og að það skipti höfuðmáli. Bjarni sagði hins vegar að um tímabundinn skatt hefði verið að ræða og Ísal hefði ráðist í fjárfestinguna á grundvelli m.a. orða fjármálaráðherra um að ekki stæði til að framlengja skattinn. Það sem væri alvarlegt í mál- inu væri að ekki væri staðið við nokkurn hlut og at- vinnulífið væri almennt hætt að treysta stjórnvöldum. „Og það er þess vegna sem Ísland er að verða sí- fellt verra land þegar kemur að pólitískri áhættu,“ sagði Bjarni. holmfridur@mbl.is Segir stjórnvöld ekki standa við nokkurn hlut  Staðið við yfirlýsinguna á gildistíma, segir Jóhanna Í bréfi fjármálaráðherra til stjórnarformanns Ísal, frá því í ágúst 2010, segir hann engin áform uppi um annað en að virða ákvæði samkomulagsins frá 2009. Þá séu ekki uppi önnur áform um sér- tækar skattabreytingar sem tengjast myndu stóriðjufyrirtækjunum einum, þannig að raskað gæti forsendum fjárfestinga þeirra. Við skoðun á skattkerfinu hafi verið lagt til grundvallar að skattalegt umhverfi atvinnulífs á Íslandi verði traust og vel samkeppnishæft við ná- grannalöndin. Engir frekari skattar BRÉF FJÁRMÁLARÁÐHERRA Steingrímur J. Sigfússon Bjarni Benediktsson Jóhanna Sigurðardóttir Egill Ólafsson egol@mbl.is Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra segir að þó að kjósendur hafni því að leggja tillögur stjórnalagaráðs til grundvallar endurskoðun stjórn- arskrárinnar útiloki það ekki að gerðar verði afmarkaðar breytingar á stjórnarskránni fyrir næstu þing- kosningar. Krossi fólk við já sé einn- ig hugsanlegt að efnislegar breyting- ar verði gerðar á tillögunum. Þetta kom fram í sérstakri um- ræðu um stjórnarskrármálið sem fór fram á Alþingi í gær. Málshefjandi var Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jóhanna var til andsvara. Þjóðaratkvæðagreiðsl- an fer fram um næstu helgi. Heildarendurskoðun óþörf Bjarni sagði að í gegnum árin hefðu breytingar á stjórnskipunar- lögum verið gerðar í sátt. Þegar ekki hefði náðst sátt hefðu verið stigin smærri skref af yfirvegun. Nú væri lagt upp með tillögur stjórnlagaráðs á þann hátt að annað hvort tækju þær gildi eða að það yrðu engar breytingar gerðar. Bjarni sagði að það væri óþarfi að taka stjórnskrána til heildarendurskoðunar enda hefði hún reynst vel. Bjarni sagði að aðalatriði málsins væri að tillögur stjórnlagaráðs væru ekki tækur grunnur að nýrri stjórn- arskrá Íslendinga. Hann sagði að það væri handarbakavinnubrögð og fúsk af hálfu þingsins að leggja málið fyrir þjóðina á þessu stigi. Þessi vinnubrögð væru á ábyrgð stjórnar- flokkanna. Bjarni benti á að Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, hefði gagnrýnt málsmeðferðina. Hún hefði sagt að þingið hefði átt að fjalla um það efnislega áður en málið væri lagt fyrir þjóðina. Bjarni hvatti kjósendur til að mæta á kjörstað og hafna tillögunni. Einstakt tækifæri Jóhanna sagði þjóðaratkvæða- greiðsluna vera mikilvægt tækifæri fyrir þjóðina og ekki væri víst að annað eins tækifæri gæfist í náinni framtíð. Hún sagði að stjórnarskráin hefði árið 1944 verið sett til bráðabirgða. Það nægði að lesa ummæli Sveins Björnssonar, fyrrverandi forseta Ís- lands, til að sannfærast um það. Jóhanna sagði að tillögur stjórn- lagaráðs vektu vonir um að til yrði nýtt lýðveldi á Íslandi. Hún sagði að menn yrðu að una við þá ákvörðun sem kæmi út úr þjóðaratkvæðagreiðslunni. Neikvæð niðurstaða myndi ekki breyta því að þörf væri á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Jóhanna skoraði á kjósendur að mæta á kjörstað og segja já við til- lögunum. Útilokar ekki breyting- ar þótt tillögurnar falli  Sérstök umræða um stjórnarskrármálið á Alþingi í gær  Forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks tókust á Morgunblaðið/Golli Alþingi Tillögur stjórnlagaráðs að stjórnarskrá voru til umræðu. Verði tillögur Stjórnlagaráðs um breytta kjördæmaskipan og kosn- ingafyrirkomulag samþykktar verða aðeins 11 þingmenn á Al- þingi af landsbyggðinni. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær hjá Einari K. Guðfinnssyni, þing- manni Sjálfstæðisflokksins. Einar segir í pistli á vef sínum að þetta ójafnræði hafi ekki sést fyrr á lýðveldistímanum. Ef jafna ætti vægi atkvæða þyrfti að færa sex þingmenn sem nú eru kjörnir úr landsbyggðarkjördæmum á höfuð- borgarsvæðið. „Tillögur Stjórnlag- aráðs fela það ekki í sér. Þær til- lögur gera ráð fyrir að þing- menn verði 63, en að einvörð- ungu 11 þeirra kæmu úr lands- byggðarkjör- dæmunum.“ Hann segir brýnt að fólk geri sér grein fyrir þessu. Spurningin um jöfnun at- kvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni sé villandi. Aðeins 11 af landsbyggðinni? EINAR K. GUÐFINNSSON UM BREYTTA KJÖRDÆMASKIPAN Einar K. Guðfinnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.