Morgunblaðið - 19.10.2012, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.10.2012, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Árið 2010sendi Stein-grímur J. Sigfússon, þá fjár- málaráðherra, Rannveigu Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, bréf þar sem hann stað- festi það sem komið hafði fram á fundi þeirra um að sam- komulag um skatta á stórnot- endur raforku yrði virt. Ástæð- ur bréfsins voru þær að Alcan hafði uppi áform um tugmillj- arða fjárfestingu hér á landi en vildi fyrst fullvissa sig um að starfsumhverfinu yrði ekki breytt fyrirtækinu í óhag. Fyrrgreint samkomulag var gert á milli fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra annars vegar og Samtaka atvinnulífsins og stórnotenda raforku hins vegar. Vitaskuld hefði samkomulagið átt að nægja, en Alcan taldi tryggara að fá að auki skriflega staðfestingu. Að henni fenginni var ráðist í framkvæmdirnar. Þá gerðist það sem á að vera útilokað og hefur hingað til ver- ið það hér á landi. Ríkisstjórnin ákveður að svíkja sam- komulagið og þar með líka orð ráðherrans í fyrrnefndu bréfi. Ekki er hægt að þræta fyrir að svik hafa átt sér stað, en samt beit forsætisráðherra höf- uðið af skömminni í gær með því einmitt að þræta fyrir svik- in. Þegar Bjarni Benediktsson ræddi bréfið og svikin við Jó- hönnu Sigurðardóttur á Alþingi í gær baðst hún ekki afsökunar á svikunum en hélt því þess í stað fram að ríkisstjórnin hefði ekkert svikið. Samskiptin við ríkisstjórnina eru með slíkum ólík- indum að fátt kemur orðið á óvart, en samt eru það enn von- brigði þegar hún stendur fyrir svo augljósum svikum og bætir ofan á þau ósannindum. Skað- inn sem þetta framferði veldur verður ekki metinn til fjár enda engin leið að mæla hvaða áhrif slík óheilindi ríkisstjórnarinnar hafa á aðra fjárfesta. Þó er aug- ljóst að áhrifin eru mjög nei- kvæð og að slík svik draga úr trausti á landinu og fæla frá fjárfesta. Undir svikna samkomulagið rituðu ráðherrarnir Stein- grímur J. Sigfússon og Katrín Júlíusdóttir nöfn sín og Stein- grímur undirritaði einnig bréfið til Alcan eins og áður er nefnt. Jóhanna Sigurðardóttir stend- ur með þeim að samkomulaginu og ver svo svikin með ósann- indum. Hver er ábyrgð ráðherra sem hegða sér á þennan hátt? Telja þeir sig hæfa til að gegna emb- ættum sínum áfram? Eru aðrir stjórnarliðar á þingi einnig þeirrar skoðunar að þess háttar framferði eigi engin áhrif að hafa á setu í ríkisstjórn? Eru engin ósannindi svo augljós og svo alvarleg að ráðherra í nú- verandi ríkisstjórn þurfi að ótt- ast um sæti sitt? Ætla stjórnarliðar aldrei að láta ráðherra sína sæta ábyrgð?} Augljós ósannindi Xi Jinping,varaforseti Kína og sá sem talið er að verði útnefndur arftaki Hu Jintao forseta, tekur að öllum lík- indum ekki við jafn öflugri hagvaxtarvél og Hu gerði fyr- ir áratug. Hagvöxtur í Kína hefur verið ævintýralegur síð- ustu þrjá áratugi. Meðalvöxt- urinn hefur verið um 10% á ári og aldrei hægt verulega á. Í lok síðustu aldar fór hann í tvö ár undir 8% en var svo kominn aftur í um 10% strax upp úr aldamótum þegar Hu tók við. Á mælikvarða flestra ann- arra ríkja er hagvöxtur upp á rúm 7% eins og mælist nú í Kína í senn umtalsverður og öfundsverður. Og enn sem komið er hefur þessi vöxtur dugað Kína til að halda uppi atvinnu en ýmsar aðrar hag- tölur, svo sem fasteignaverð, hafa valdið áhyggjum. Forystumenn þessa næst- stærsta hagkerfis í heimi telja að eftir um tveggja ára minnk- andi hagvöxt sé lækkunin nú á enda og vöxturinn muni aukast á ný. Von- andi hafa þeir rétt fyrir sér, því að gott efnahags- ástand á megin- landi Kína hjálpar efnahagslífi víðar, svo sem með hráefniskaupum frá Ástralíu og kaupum á framleiðslutækjum frá Evr- ópu. Góður efnahagur á megin- landi Kína kann þó einnig að skipta máli að öðru leyti. Í tíð Hu Jintao og næstu forvera hans hefur almenningur í Kína verið ánægður með vaxandi velmegun og lífskjarabatinn á vafalítið ríkan þátt í að al- menningur hefur sætt sig við minna frelsi og lakari réttindi en fólk á Vesturlöndum og í ýmsum nágrannaríkjum Kína á að venjast. Dragi úr lífskjarabatanum eða ef lífskjör versna er hætt við að arftakinn Xi Jinping þurfi að finna aðrar leiðir til að þjappa þessari miklu þjóð saman. Titringur vegna slíkra aðgerða gæti fundist utan landamæranna, ekki síst í ná- grannaríkjunum. Áframhaldandi lífs- kjarabati skiptir einnig máli utan landamæranna } Óvissa um hagvöxt í Kína S ú var tíðin þegar íslensk ungmenni flissuðu af taugaæsingi yfir djörfum forsíðumyndum og tvíræðum fyrir- sögnum tímaritanna Tígulgosans og Samúels sem prýddu veggina í hverfissjoppunni. Gott ef þau allra huguðustu áttu það ekki til að nappa myndunum á meðan grunlaust afgreiðslufólk var beðið um að leita vel og vandlega í kókkælinum að kaldasta kók- inu í sjoppunni. Klám ársins 2012 á fátt sameiginlegt með því efni sem birtist í þessum tímaritum. Það sem fékk ungmenni og aðra lesendur Tígulgosans til að fölna og roðna á víxl fyrir ekki svo ýkja löngu síðan myndi lítil viðbrögð vekja í dag. Gail Dines, prófessor við Wheelock College í Boston, sótti Ísland heim fyrr í vikunni og hélt fyrirlestur á ráðstefnu sem haldin var um kyn- ímyndir, sjálfsmynd og nánd í klámmenningu. Sé eitthvað að marka fréttaflutning af erindi hennar og viðbrögðum við því, ekki síst á netinu, virðist svo vera sem margt af því sem hún sagði hafi átt erindi við marga. Hún benti til dæmis á þá þróun sem orðið hefur í klámiðnaðinum með tilkomu netsins. Að það hafi leitt til þess að börn í dag hafi óheftan aðgang að mjög grófu klámefni sem varla hefði fengist í klámverslunum fyrir aðeins örfáum árum. Og það þarf ekki mikið til. Aðeins nokkur klikk með tölvumús. Það þarf ekki einu sinni að fara út í búð. Hvers vegna er það allt of algengt viðhorf að yppa öxl- um yfir fíkn ungra pilta í klám og afgreiða það sem hluta af eðlilegu þroskaferli? Hvers vegna ætti það ekki að hafa nein áhrif á ungt fólk á mótunar- skeiði að horfa á myndefni þar sem fólk, eink- um konur, er niðurlægt á alla mögulega og ómögulega vegu? Í þúsundum frétta og umfjallana á undan- förnum árum hefur verið greint frá skelfilegu mansali innan klámiðnaðarins. Það er alveg örugglega hægt að tína til dæmi um klámefni þar sem konur eru ekki niðurlægðar og hafa einhverja stjórn á gangi mála. En það eru undantekningar að sögn Dines. Hún segir þorra þessa efnis sýna konur í aðstæðum, sem fáir myndu óska sér að lenda í, hvorki karlar né konur. Í fyrirlestri sínum spurði hún hvort ein- hverjum þætti æskilegt að lítill hópur karla í Los Angeles mótaði íslenska drengi sem kyn- verur. Líklega eru ekki mjög margir sem myndu svara því játandi. En þetta er mikilvæg spurning. Það má nefnilega ekki gleyma því að þó að karlar séu oftar en ekki drottn- andi í klámmyndum, þá eru þeir síður en svo sýndir í hag- stæðu ljósi sem ofbeldismenn. „Er enginn endir á þessari forræðishyggju og skerð- ingu á frelsi einstaklingsins?“ spyr bloggari nokkur og fýl- ir grön. Frelsi hverra gæti skerst, væri gildandi lögum, sem banna dreifingu og sölu á klámefni, fylgt? Þeirra sem græða milljarða á sölu þess og dreifingu á hverju ári? Hvað með frelsi þeirra þúsunda sem á hverju ári eru seld- ir mansali í þessum iðnaði? annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Miklu svæsnara en Tígulgosinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon arsviðs hjá Bændasamtökunum. „Lífrænt áburðarefni skortir hér. Búfjárefni nægir ekki. Úrgang úr fiskiðnaði er tilvalið að nota. Hann fer víða forgörðum,“ segir Ólafur en nefnir bú sem hefur náð ágætis ár- angri með því að nýta hann. Erfðabreyttar lífverur burt „Ríkisstjórnin verður að koma í veg fyrir að erfðabreyttum lífverum verði dreift í náttúruna. Það mun eyðileggja kost okkar á lífrænum landbúnaði. Það er verið að skerða möguleikann á lífrænum landbúnaði og spilla hreinleikaímynd okkar í landbúnaði,“ segir Ólafur. Guðrún er einnig mótfallin því og segir: „Erfðabreyttar lífverur drepa jarðveginn. Lífræn ræktun byggist á því að rækta jarðveginn. Þá gefur hann endalaust af sér.“ Undir neytendum komið „Þróunin yfir í lífrænar matvörur byggist á því hvað neytendur vilja. Ef þeir vilja alltaf ódýrasta matinn alveg sama hvernig hann er framleiddur þá er hann framleiddur fyrir þá. Lífræni maturinn er dýrari í framleiðslu og verður dýrari í sölu, enn sem komið er. Neytendur eru að borga fyrir ákveðin gæði í framleiðslu. Þarna er ekki verið að nota eiturefni í fram- leiðslu, tilbúinn áburð, meðferð á bú- fénu er góð, umhverfiskostir fara líka saman í lífrænni ræktun,“ segir Ólaf- ur. Lífræn vottun fari úr 1,2% í 15% árið 2020 Ljósmynd/natturan.is Lífrænt Íslandskort Náttúran.is hefur þróað og hannað lífrænt Íslandskort, þar eru upplýsingar um lífrænan landbúnað og framboð á lífrænum vörum. FRÉTTASKÝRING Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Í sland gæti framleitt eingöngu lífrænar matvörur með tíð og tíma. Það er í raun ekkert flókið mál einkum ef við- horfsbreytingar verða,“ seg- ir Guðrún A. Tryggvadóttir, fram- kvæmdastjóri Nátturan.is. Stjórnvöld samþykktu þingsálykt- un í mars um að móta fram- kvæmdaáætlun um eflingu græns hagkerfis á Íslandi. Markmiðið er að auka lífræna framleiðslu; lífrænt vottaðar vörur verði 15% af landbún- aðarframleiðslu á Íslandi 2020. Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunaut- ur hjá Bændasamtökum Íslands, var spurður hvort raunhæft væri að framleiða eingöngu lífrænar mat- vörur hér á Íslandi. „Það er ekki raunhæft ef miðað er við landbúnaðinn í dag. Þrennt skipt- ir máli í þessu samhengi: stefna ríkis- stjórnar, verð á olíu og aðföngum og hvað neytendur vilja.“ Miklir möguleikar á Íslandi „Í dag eigum við hiklaust að stefna að lífrænum búskap fyrir framtíðina. Þó það sé óraunhæft núna. Á Íslandi eru miklir möguleikar á lífrænni framleiðslu. Búféð okkar passar mjög vel inn í lífræna búskaparhætti því það nýtir vel gróffóður og er vel lagað að aðstæðum, harðgert eins og sauðkindin sannaði þegar ósköpin á Norðurlandi gengu yfir,“ segir Ólaf- ur. Hann bendir jafnframt á, að ef ein- göngu væri lífræn framleiðsla á Ís- landi þá væru ekki framleidd egg, kjúklingur og svínakjöt í verk- smiðjubúum eins og gert er hér á landi. Þeir búskaparhættir eru ekki leyfðir í lífrænum búskap. „Lífræni geirinn treystir á sjálfan sig, að hann sé sjálfum sér nógur um innlend aðföng. Eins og staðan er núna þá notum við olíu og önnur að- föng í ríkum mæli,“ segir Ólafur. Áburður eykur uppskeru Á Íslandi er notað lítið af eitur- efnum í landbúnaði, miðað við víða erlendis, segir Ólafur. „Ef við færum alfarið út í lífræna ræktun myndum við aldrei ná viðlíka uppskeru og við erum að ná með hóf- legri notkun á áburði,“ segir Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóri ráðgjaf- Í skýrslu Alþingis um eflingu græns hagkerfis á Íslandi er markmiðið að „Ísland skipi sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálf- bæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni“. Samkvæmt henni er lífræn ræktun vaxandi þáttur í land- búnaði vestrænna ríkja. Hún er lengst komin m.a. í Svíþjóð, Austurríki, Sviss, Finnlandi, Ítalíu. Þar eru um 5-15% af öllu landbúnaðarlandi komin með lífræna vottun. Íslandi er komið skemmst á veg meðal Evrópu- landa, eða með 1,2% árið 2009. Ísland komið skemmst GRÆNT HAGKERFI Lífræn ræktun er vaxandi þáttur í landbúnaði vestrænna ríkja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.