Morgunblaðið - 19.10.2012, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012
Fallegur vetrarmorgunn Góður göngutúr um Vatnsmýrina er kjörin leið til að byrja daginn.
Styrmir Kári
Í tillögum stjórnlagaráðs, grein
86, er gert ráð fyrir því að sérhver
ráðherra ríkisstjórnarinnar beri
ábyrgð á sínum málaflokki eins og
verið hefur hingað til. En í næstu
grein, grein 87, er lagt til að þegar
um mikilvægar eða stefnumótandi
ákvarðanir er að ræða, breyti rík-
isstjórnin um eðli og verði að fjöl-
skipuðu stjórnvaldi, það er ráð-
herrarnir beri sameiginlega
ábyrgð á ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar. Með þessu hafa bæði þeir
sem vilja að hver ráðherra beri
ábyrgð á sínu og þeir sem vilja
sameiginlega ábyrgð fengið sitt
fram. Eini vandinn er sá að þetta
fyrirkomulag, sem svo góð sátt
náðist um í stjórnlagaráðinu, er
fullkomlega ómögulegt í fram-
kvæmd.
Sátt um skilgreiningu?
Hvaða mál eru mikilvæg og
hvaða mál eru stefnumótandi?
Hver á að ákveða að svo sé? Í skýr-
ingum með tillögunum segir að það
geti ýmist verið „að hluta í lögum
og, með heimild í lögum, að hluta
eftir mati forsætisráðherra, eftir
atvikum í samráði við aðra ráðherra“ og til að flækja nú málið
enn frekar þá segir jafnframt í skýringunum: „afmörkunin
getur jafnframt breyst í tímans rás eftir því sem löggjafinn
ákveður, reynsla gefur tilefni til og samfélagið þróast“. Sem
sagt, algerlega upp í loft, enda vonlaust að setja í orð reglu um
það hvað eru mikilvæg mál og stefnumótandi. Rati þessi tillaga
stjórnlagaráðsins inn í stjórnarskrá lýðveldisins er ljóst að
óvissa mun ríkja um eitt af grundvallaratriðum stjórnskip-
unarinnar.
Hér er aðeins nefnt eitt dæmi um vanhugsaða tillögu stjórn-
lagaráðs, því miður eru fjölmargar aðrar tillögur ráðsins sama
marki brenndar og rík ástæða til að segja nei við því að leggja
eigi tillögur þess til grundvallar nýrri stjórnarskrá.
Eftir Illuga
Gunnarsson
»Eini vandinn
er sá að
þetta fyrir-
komulag, sem
svo góð sátt
náðist um í
stjórnlaga-
ráðinu, er full-
komlega ómögu-
legt í fram-
kvæmd.
Illugi
Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður.
Stundum
fjölskipað og
stundum ekkiÞað er í ætt við annað aðríkisstjórnin, sem ítrekað
neitaði að láta fara fram
þjóðaratkvæðagreiðslu um
Icesave-samningana sem
hún gerði við Breta og Hol-
lendinga og sem neitaði að
láta fara fram þjóð-
aratkvæðagreiðslu um
hvort sótt yrði um aðild að
Evrópusambandinu, ætli nú
að stefna landsmönnum til
atkvæðagreiðslu um eigið
gælumál, atlöguna að stjórnarskrá lýð-
veldisins. Þjóðin, sem ríkisstjórnin vildi
ekki að fengi að kjósa um grafalvarleg
mál, fær nú náðarsamlegast að taka þátt
í „ráðgefandi kosningu“ um tillögur, sem
ekki hafa einu sinni verið lagðar fram á
þingi og hafa hvergi fengið raunverulega
umfjöllun.
Skiljanlegt
að margir sitji heima
Það er mjög skiljanlegt að margir sitji
heima og sendi þar með skýr skilaboð
um að þeir hafi ekki áhuga á þessu gælu-
verkefni stjórnvalda, gæluverkefni sem
nú þegar hefur tekið milljarð króna úr
tómlegum ríkiskassanum. Öll venjuleg
stjórnvöld myndu bæði skilja og virða
slík skilaboð. Núverandi stjórnarskrá
var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu
með vel yfir 90% stuðningi þjóðarinnar.
Deilur urðu þegar stjórnarskrá var
breytt til að minnka misvægi atkvæða í
landinu en að öðru leyti hafa menn í sjö-
tíu ár jafnan gætt þess að breyta stjórn-
arskránni aðeins þannig að um breyt-
inguna sé almenn sátt. Auðvitað hefðu
ráðandi stjórnmálaflokkar getað beitt
afli sínu til að þrýsta einhverjum stund-
argælumálum sínum í stjórnarskrá. En
engum datt slíkt til hugar fyrr en núver-
andi ríkisstjórn náði völdum í kjölfar
bankahruns og barsmíðabyltingar.
Er óhætt að sitja heima?
En þó skiljanlegt sé að menn sýni
þessu brölti stjórnvalda áhugaleysi sitt í
verki með því að sitja heima, og að undir
öllum venjulegum kringumstæðum væri
slíkt nægilegt til að horfið
yrði frá vanhugsuðum bylt-
ingartilraunum á stjórn-
skipaninni, þá er ekki þar
með sagt að óhætt sé að
sitja heima að þessu sinni.
Það eru ekkert venjulegir
valdhafar sem nú halda um
stjórnartaumana. Ráða-
menn, sem sitja sem fastast
þrátt fyrir að hafa þegar
beðið auðmýkjandi ósigur í
tveimur þjóðaratkvæða-
greiðslum – en til beggja
var stofnað í mikilli óþökk
valdhafanna – munu gera
allt sem í þeirra valdi stendur til að túlka
úrslitin á laugardaginn sér og gæluverk-
efni sínu í hag, en þjóðinni og stjórn-
arskránni í óhag. Eftir á verður alveg
örugglega látið eins og það fólk, sem ekki
kemur á kjörstað á laugardaginn, sé ekki
til. Álitsgjafarnir eru þegar farnir að
plægja þann jarðveg. Núverandi stjórn-
völdum er nefnilega alveg sama hvort
nokkur sátt sé um stjórnarskrárbreyt-
ingarnar sem þau vilja knýja í gegn. Nú
hafa þau einfaldlega völdin!
Grafalvarleg tillaga
sem verður að hafna
Önnur ástæða er fyrir því að fólk ætti
að mæta á kjörstað og senda þau skila-
boð sem jafnvel núverandi stjórnvöld
geta ekki þóst misskilja. Tillaga „stjórn-
lagaráðs“ er svo illa samin og klúðursleg
að hún væri óboðleg sem stefnuskrá
Besta flokksins, og hvað þá sem stjórn-
arskrá lýðveldisins. Þó þar megi af afar
mörgu taka, þá vil ég nefna hér eitt graf-
alvarlegt atriði, sem hugsanlega lætur
lítið yfir sér við fyrstu sýn. Í 113. grein í
tillögu „stjórnlagaráðs“ er fjallað um
hvernig stjórnarskránni verður breytt í
framtíðinni, ef tillaga ráðsins nær fram
að ganga. Þar segir: „Þegar Alþingi hef-
ur samþykkt frumvarp til breytingar á
stjórnarskrá skal það borið undir at-
kvæði allra kosningabærra manna í land-
inu til samþykktar eða synjunar.“ En
næst segir: „Hafi 5/6 hlutar þingmanna
samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó
ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsl-
una niður og öðlast þá frumvarpið gildi
engu að síður.“ Með öðrum orðum, ef til-
laga „stjórnlagaráðs“ nær fram að
ganga, verður opnuð heimild fyrir 5/6
þingmanna til að breyta stjórnarskránni
framvegis að eigin geðþótta, hvenær sem
er, og án þess að þjóðin geti haft neitt
um það að segja. Þessi meirihluti þing-
manna gæti til dæmis með einni at-
kvæðagreiðslu lengt sitt eigið kjör-
tímabil í tíu ár, lagt forsetaembættið
niður og gert hvaðeina annað sem þing-
mönnum dytti í hug. Þessi tillaga
„stjórnlagaráðs“ er svo fráleit og svo al-
varleg að strax vegna hennar er nauð-
synlegt að mæta á kjörstað og sýna hug
sinn í verki.
Og hvað með
aukaspurningarnar?
Auk fyrstu spurningarinnar um til-
lögur „stjórnlagaráðs“ í heild sinni, þá
eiga kjósendur einnig að svara einhvers
konar skoðanakönnun um ýmis málefni
sem stjórnarþingmenn og álitsgjafar
hafa lengi haft á heilanum. En það sýnir
vel hver áhugi stjórnvalda á vilja lands-
manna er í raun, að þess var gætt að
spyrja ekki hvort fólk vilji að í stjórn-
arskrá verði leyft að framselja fullveldi
Íslands til annarra ríkja eða ríkja-
sambanda. Þar vilja stjórnvöld alls ekki
að vilji Íslendinga komi fram. Þegar
horft er á þetta allt saman, aðdragand-
ann, vinnubrögðin og svo það um hvað er
spurt og um hvað ekki, þá er ekki furða
að mörgum þyki réttast að láta sig hafa
það að mæta á kjörstað og senda stjórn-
völdum verðskuldaða viðurkenningu með
því að segja nei við öllu saman, nema já
við þjóðkirkjunni.
Tillaga sem verður að fella
Eftir Bergþór
Ólason »Ef tillaga „stjórnlaga-
ráðs“ nær fram að
ganga, geta 5/6 þingmanna
framvegis breytt stjórnar-
skránni að eigin geðþótta,
hvenær sem er, án þess að
þjóðin geti haft neitt um
það að segja.
Bergþór
Ólason
Höfundur er fjármálastjóri.
Ýmsir áróðursmenn fyrir
tillögum stjórnlagaráðs hafa
að undanförnu látið eins og
eina leiðin til að koma í gegn
einhverjum breytingum á
stjórnarskránni sé að sam-
þykkja tillögur stjórnlagaráðs
eins og þær liggja nú fyrir. Er
með því gefið í skyn að þeir
sem mikinn áhuga hafa á að
breyta einhverju í stjórn-
arskránni, kannski bara einu,
tveimur eða þremur atriðum,
eigi ekki annarra kosta völ en samþykkja
allan pakkann. Annars muni ekkert gerast.
Auðvitað er ekkert fjær sanni. Stjórn-
arskránni hefur oft verið breytt á und-
anförnum áratugum. Á lýðveldistímanum
hefur meiri hluta þeirra ákvæða sem nú
standa í stjórnarskránni verið breytt,
stundum í veigamiklum atriðum. Ekkert
kemur í veg fyrir að slíkt vinnulag verði við-
haft áfram. Með því að áfangaskipta verkinu
gefst miklu betri kostur á að fara vel yfir og
greina sérhvert álitaefni, sem upp kemur,
ræða það í þaula og komast að niðurstöðu,
sem flestir geta sætt sig við. Aðstæður til
svona yfirferðar, bæði fræðilegrar og póli-
tískrar, eru auðvitað ekki fyrir hendi þegar í
einu lagi eru lagðar til breytingar á öllum 80
ákvæðum núgildandi stjórnarskrár og 35
nýjum er bætt. við. Umræður undanfarinna
vikna sýna það og sanna, að fjöldamörg
álitamál í tillögum stjórnlagaráðs – sum
þeirra veigamikil og jafnvel afdrifarík – hafa
litla sem enga umræðu fengið. Sennilega á
það við um flest ákvæðin.
Og þótt önnur hafi vissulega komist á
dagskrá er langt í land að sú
umræða sé komin á þann stað
að nokkurt samkomulag sé í
augsýn. Það er ekki einu sinni
kominn sameiginlegur skiln-
ingur á mörgum tillögunum,
sem frá stjórnlagaráði komu.
Menn leggja t.d. enn afar mis-
munandi skilning í ákvæði um
kosningar og kjördæmi,
ákvæðin um forsetaembættið,
kirkjuskipanina, fullveld-
isframsalið og svo má lengi
telja. Mikilvægur kafli eins og
mannréttindakaflinn, sem lagt
er til að breytist verulega – og ekki alltaf til
góðs, hefur nær enga umræðu fengið.
Það er því býsna bratt hjá ákveðnum hópi
þeirra sem sátu í stjórnlagaráði, og þing-
mönnum Samfylkingar og VG að hvetja fólk
til að segja já við fyrstu spurningunni á
laugardaginn. Þegar kjósendur eru þannig
beðnir um að samþykkja að tillögur stjórn-
lagaráðs verði lagðar til grundvallar frum-
varpi að nýrri stjórnarskrá er hreinlega
verið að biðja þá að skrifa upp á óútfylltan
víxil.
Viltu skrifa upp
á óútfylltan víxil?
Eftir Birgi
Ármannsson
Birgir
Ármannsson
»Umræður undanfarinna
vikna sýna, að mörg at-
riði í tillögum stjórnlagaráðs
– sum veigamikil og jafnvel
afdrifarík – hafa litla sem
enga umræðu fengið.
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.