Morgunblaðið - 19.10.2012, Side 28

Morgunblaðið - 19.10.2012, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 ✝ Sóley Ólafs-dóttir fæddist í Sólheimum í Lax- árdal 6. maí 1954. Hún lést á sjúkra- húsinu á Hvamms- tanga 9. október 2012. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Ingvi Eyjólfsson bóndi í Sólheimum, f. 18. júní 1915, d. 25. júní 1994, og Helga Áslaug Guðbrandsdóttir bóndi og hús- freyja í Sólheimum, f. 28. júlí 1923, d. 10. júlí 2011. Systkini Sóleyjar eru níu; elstur er Svanur Ingvason, f. 1943 sem Ólafur Ingvi átti með fyrri konu sinni, Svanur er giftur Rán Einarsdóttur. Arndís Erla, f. 1950, bóndi í Ásgarði í Dala- sýslu, gift Bjarna Ásgeirssyni. Sigríður, f. 1951, búsett á Skagaströnd, gift Jóhanni Birni Þórarinssyni. Gerður Sal- óme, f. 1952, bóndi á Syðri- Reykjum í Miðfirði, var gift Birni Björnssyni, sambýlis- maður hennar er Indriði Bene- diktsson. Lilja Björk, f. 1953, leikskólakennari í Reykjavík, gift Guðmundi Magna Þor- steinssyni. Ólöf, f. 1956, bóndi Ásu Margréti, f. 28. desember 2009. 3) Sigríður Ása, f. 26. apríl 1979, sambýlismaður hennar er Gunnar Reynisson, f. 27. júlí 1974. Barn þeirra er Vilborg Anna, f. 10. júní 2011. Áður átti Sigríður Ása Jóhann Ingva Benediktsson, f. 12. júní 2000. Sóley ólst upp í Sólheimum í Laxárdal og nam við Lauga- skóla í Dalasýslu og við Hús- mæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði. Hún fluttist til Hvammstanga 1975 og stofnaði heimili með manni sínum og bjó þar alla tíð síðan. Á Hvammstanga stundaði Sóley fjölbreytt störf. Hún starfaði sem ráðskona í brúar- vinnuflokki Guðmundar þang- að til börnin komust á skóla- aldur, við verslunarstörf í Kaupfélaginu á Hvammstanga um árabil, á saumastofunni Drífu, við hestamiðstöðina á Gauksmýri, um 10 ára skeið við íþróttamiðstöðina á Hvamms- tanga og síðasta árið á sauma- stofunni Kidka. Sóley stundaði hestamennsku á Hvammstanga með eiginmanni sínum, fjöl- skyldu og vinum og tók virkan þátt í félagsstarfi Hestamanna- félagsins Þyts þar alla tíð. Útför Sóleyjar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, 19. október 2012, og hefst athöfnin kl. 15. á Breiðavaði í Eiðaþinghá, maki hennar er Jóhann Gísli Jóhannsson. Eyjólfur Jónas, f. 1958, smiður í Reykjavík, giftur Sigurdísi Sjöfn Guðmundsdóttur. Guðbrandur, f. 1961, bóndi í Sól- heimum, giftur Guðrúnu Jóhanns- dóttur. Áslaug Helga, f. 1962, bóndi á Valdasteinsstöðum í Hrútafirði, maki hennar er Máni Laxdal. Sóley giftist 11. desember 1977 Guðmundi Sigurðssyni brúarsmið á Hvammstanga og eiga þau þrjú börn: 1) Guð- mundur Valur, f. 21. maí 1976, giftur Guðnýju Bergþóru Tryggvadóttur, f. 10. janúar 1976. Þau eiga þrjú börn, Hönnu Sóleyju, f. 16. nóvember 2001, Eyrúnu Huld, f. 13. nóv- ember 2005, og Guðmund Braga, f. 3. febrúar 2011. 2) Sigurður Þór, f. 24. nóvember 1977, giftur Hildi Stef- ánsdóttur, f. 30. október 1979. Þau eiga þrjú börn, Stefán Pét- ur, f. 5. september 2003, Ólaf Ingva, f. 6. desember 2005, og Þann 9. október síðastliðinn kvaddi ástkær móðir mín, Sóley Ólafsdóttir, í hinsta sinn. Það var bara í lok maí sem mamma fann að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Greiningin lá fyrir mánuði síðar og eftir stutta en hetjulega bar- áttu fram á síðasta dag var þessu lokið. Mamma var náttúrubarn, sumarið var hennar tími, hvort sem það voru kvöldgöngur í miðnætursólinni í Kirkju- hvammi, útreiðartúrar, hesta- ferðir eða silungsveiði í Sól- heimavötnum. Haustið var líka uppskerutími í hennar huga, berjatínslu og ræktun hvers- konar hafði hún gaman af og var ávallt tilbúin að deila með sér. Börnin voru hennar líf og yndi og alltaf í forgangi, hvort sem það vorum við systkinin eða ömmubörnin síðar. Besta amma í heimi var stundum sagt og átti vel við. Það var enginn betri en amma í að byggja heilu Legó- borgirnar, stofan undirlögð, hún var amman sem kenndi að sauma og sníða, amman sem kenndi þeim að sitja hest, amm- an sem fór með þau í veiðiferðir heim í Sólheima. Hún gaf sér ávallt tíma og alltaf var það á þeirra forsendum. Mamma starfaði lengi í íþróttamiðstöðinni og það átti líka sérstaklega vel við hana þar sem hún gat fylgst með, aðstoð- að og átt í samskiptum við börn bæjarins. Þegar við systkinin vorum yngri vann hún í Kaup- félaginu en færði sig svo um set á Saumastofuna Drífu þar sem hæfileikar hennar í sauma- og prjónaskap fengu vel að njóta sín. Hvar sem hún starfaði lagði hún metnað sinn í hlutina og gerði af heilindum. Mamma hafði sterka réttlæt- iskennd og lét ekki misrétti yfir sig eða aðra ganga. Hún var fjölhæf en hógvær og alltaf til í að leggja hönd á plóg. Þetta er mikill missir fyrir okkur öll, þið pabbi hafið verið félagar í leik og starfi í meira en 35 ár og gert allt saman. Elsku mamma, við fjölskyld- an viljum þakka fyrir allar ynd- islegu stundirnar saman og munum varðveita minningu þína. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla hljótt, þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskinið hverfur fljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason.) Valur og Bergþóra. Elsku systir, mér er orða vant, að þú skulir frá okkur tek- in svona snemma. Ég man morgun þann þegar ég leit þig fyrst augum, þá var ég rúmlega 4 ára. Ég sé fyrir mér litla barnið í vöggunni og mömmu brosandi í rúminu stolta af fimmtu stelp- unni sinni sem fæddist 6. maí klukkan 22.15. Nú ertu sofnuð systir góð, samferðamennirnir kveðja. Ég geymi í hjarta þinn æskuóð, yngri systkin að gleðja. Hendi straukst svo hlýtt um kinn, hlúðir að öllu því veika. Andi til ljóssins lyftist þinn, læt þangað hugann reika. Hafðu þökk fyrir allt og allt, ástvinir höfði drúpa. Við munum geyma, þú vita skalt, við fótskör Drottins krjúpa. Uppskeruhátíð á himnum þér, halda sem undan þér gengu. Kæra systir, þetta er kveðjan frá mér og sem kraftanna njóta fengu. (Guðmundur G. Halldórsson.) Elsku Gúndi, Valur, Siggi, Sirrý, Ása, barnabörn og tengdabörn. Guð varðveiti ykkur á sál og lífi og styrk, í Jesú nafni. Amen. Erla. Ljúfar stundir líða um hugann leikir, hlaup, söngur, gleði, gaman. Gott er að eiga minningar til að hverfa að er sorgin kveður dyra. (Lóa) Elsku systir, ég kveð þig með miklum söknuði en ég reyni að ylja mér við ljúfar minningar æskuáranna, er við þessi stóri hópur barna vorum að leika okkur úti við á kvöldin, fram í myrkur í alls konar leikjum; fallinni spýtu, stórfiskaleik, yfir og veiða í pottinn. Þá var oft mikið hlaupið og hlegið dátt. Eða allir reiðtúrarnir sem við fórum á langt norður á heiði, niður fyrir Selhöfða, niður í Þúfnanes eða ennþá lengra nið- ur í dal og alltaf var keppnin um að fá lánaða bestu hestana og þeir fengu sko að hlaupa. Allar veiðiferðirnar okkar upp í Hólmavatn eða fram í Laxárvatn. Smalamennskur, fjárrag, rúningur og manstu þegar farið var að hausta og við áttum að hýsa reiðhrossin á kvöldin, þá reyndum við alltaf að ná viljugustu hestunum til að reka hópinn heim á, vorum ber- bakt með snærisspotta sem beisli og oftar en ekki leyfðum við þeim að sleppa, til að fá lengri reiðtúr. Þóttumst sem sagt ekki koma þeim inn og komum því oft ekki heim fyrr en komið var svartamyrkur. Alltaf gátum við gefið einhverjar skýr- ingar á því hvers vegna við vor- um svona lengi. Kæra systir, svo skildi leiðir, þú kynntist yndislegum manni og þið stofnuðuð ykkar heimili á Hvammstanga. Eignuðust börn og buru og mikið fannst mér þið rík að eiga orðið átta barnabörn. Kæra systir, þér hefur verið ætlað hlutverk annars staðar í lífinu. Takk fyrir samfylgdina, minning þín lifir og þín verður sárt saknað. Elsku Gúndi, Valur, Siggi, Sirrý, Ása og fjölskyldur. Ég veit að ykkar missir er mikill, megi góður Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Ólöf Ólafsdóttir (Lóa). Sóley systir er sjötta í röð okkar Sólheimasystkina og sú fyrsta af okkur til að falla frá. Fráfall hennar var óvænt, þó lasleiki hefði hrjáð hana um tíma. Læknavísindin brugðust henni að ég tel og er ótrúlegt á tuttugustu og fyrstu öldinni hve veikburða þau eru ennþá gagn- vart þeim vágesti sem krabba- meinið er. Það eru ekki nema fjórir mánuðir síðan ljóst varð hvað hrjáði hana. En svona get- ur lífið verið óútreiknanlegt. Aðra stundina heilbrigð og hraust manneskja og hina liðið lík. En þetta er víst gangur lífs- ins og líklega það eina sem við eigum öll víst frá fæðingu. Sóley hafði sterkar taugar heim í Sólheima og var alltaf boðin og búin til hjálpar, hvort heldur til að smala, veiða eða aðstoða við eitthvað annað. Hún ólst upp við hestamennsku og stundaði hana alla tíð og veit ég að það veitti henni marga ánægjustundina. Gúndi var hennar traustasti félagi, maki og vinur og var tamt að nefna þau ætíð í sama orðinu. Missir hans og barnanna er mikill. Takk fyrir alla hjálpina, kæra systir. Við eigum öll svo mikið af minningum sem lifa með okk- ur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég vil votta Gúnda og fjöl- skyldunni samúð mína og bið guð að blessa minningu elsku- legrar systur minnar í hjörtum okkar allra. Guðbrandur Ólafsson Sólheimum Sóley Ólafsdóttir V i n n i n g a s k r á 25. útdráttur 18. október 2012 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 7 4 3 6 0 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 8 7 4 4 8 4 7 3 5 8 4 7 9 7 7 3 3 3 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2894 5792 22034 43115 47743 74558 3715 6883 41095 46150 66827 79158 V i n n i n g u r Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur) 1 5 8 9 9 6 4 1 1 6 3 1 2 2 9 0 7 5 3 9 1 0 4 4 9 3 9 7 5 6 7 0 7 7 3 8 2 3 2 4 3 2 9 7 8 0 1 9 2 2 9 2 9 7 3 3 4 1 7 9 3 4 9 8 4 5 5 7 2 2 4 7 5 5 1 2 2 9 3 4 1 2 1 2 3 2 3 0 3 7 3 0 9 1 4 4 3 1 1 0 5 0 3 9 8 6 1 2 2 6 7 5 5 7 9 3 2 0 5 1 2 3 5 4 2 3 5 7 8 3 3 5 8 1 4 3 1 5 6 5 0 7 2 3 6 2 3 0 5 7 5 8 8 6 3 3 3 7 1 2 4 5 2 2 4 1 9 3 3 3 8 5 6 4 5 1 4 4 5 1 3 2 4 6 2 9 4 9 7 6 9 5 3 5 8 8 5 1 3 0 5 4 2 5 0 3 4 3 5 2 3 4 4 5 2 9 9 5 4 1 2 0 6 4 6 1 0 7 7 0 4 3 6 4 9 5 1 4 1 5 2 2 5 8 2 8 3 5 7 4 4 4 7 9 4 2 5 4 7 8 6 6 7 3 9 9 7 7 3 1 7 6 7 7 2 1 4 6 6 3 2 6 0 4 0 3 6 6 6 1 4 8 9 6 1 5 5 3 5 4 7 0 7 2 7 7 8 5 5 6 6 9 4 7 1 4 8 2 3 2 7 9 6 3 3 6 6 6 9 4 9 1 7 2 5 6 3 8 0 7 1 3 9 6 7 8 8 4 9 7 6 8 1 1 5 0 3 5 2 8 8 1 4 3 8 7 8 8 4 9 1 8 1 5 6 4 7 0 7 3 7 3 2 7 9 8 5 8 V i n n i n g u r Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 5 2 9 6 1 2 1 7 8 0 4 2 8 2 6 0 3 8 9 9 1 4 7 3 3 6 6 0 9 3 1 7 1 9 0 5 7 1 1 0 3 1 8 1 7 9 2 0 2 9 6 9 8 3 9 1 8 2 4 8 6 4 5 6 0 9 6 9 7 2 3 3 3 2 6 1 1 0 5 7 3 1 7 9 5 8 2 9 7 8 8 3 9 2 3 8 4 8 6 7 2 6 1 9 5 2 7 2 3 6 7 2 9 0 1 0 9 4 7 1 8 0 3 6 3 0 9 6 8 3 9 3 1 2 4 8 8 1 2 6 2 3 6 0 7 2 7 1 5 4 2 1 1 1 5 0 6 1 8 0 6 8 3 1 2 4 0 3 9 4 1 9 4 8 8 1 9 6 2 8 4 6 7 3 8 2 5 5 1 1 1 1 5 5 6 1 8 8 4 6 3 1 3 9 9 3 9 6 8 2 4 9 0 7 7 6 2 9 0 1 7 3 9 5 0 5 3 7 1 1 9 6 0 1 9 5 1 8 3 1 8 6 8 3 9 7 2 2 4 9 0 8 0 6 3 2 6 1 7 4 1 1 4 7 7 4 1 1 9 9 3 1 9 6 5 3 3 2 2 7 6 3 9 7 3 2 4 9 0 8 9 6 3 3 5 7 7 4 3 4 7 1 1 3 3 1 2 3 0 5 1 9 8 0 4 3 2 5 2 6 4 0 0 3 6 4 9 6 2 5 6 3 9 5 6 7 4 6 5 8 1 2 4 1 1 2 3 9 3 1 9 9 1 0 3 2 5 8 2 4 0 2 8 8 5 0 2 1 1 6 3 9 7 2 7 4 7 2 6 1 5 8 8 1 2 7 2 2 1 9 9 5 2 3 2 6 0 8 4 0 6 5 6 5 0 6 9 0 6 3 9 9 1 7 4 7 7 3 2 5 0 8 1 3 2 5 0 2 0 0 1 3 3 2 6 3 3 4 0 6 7 3 5 0 7 6 5 6 4 7 4 5 7 4 9 6 5 2 8 0 4 1 3 2 9 7 2 0 3 5 4 3 2 9 0 5 4 0 8 1 5 5 0 8 1 2 6 4 7 6 2 7 5 9 8 5 4 5 3 0 1 3 6 6 4 2 0 3 7 3 3 3 8 2 7 4 1 4 2 8 5 1 8 4 3 6 4 7 9 2 7 6 7 0 4 5 2 0 4 1 3 9 9 3 2 1 5 0 5 3 3 9 2 1 4 2 3 6 2 5 2 0 8 5 6 5 0 2 7 7 6 8 0 6 5 2 8 5 1 4 5 3 7 2 1 8 8 0 3 4 0 2 1 4 2 4 8 0 5 2 7 0 1 6 5 7 2 4 7 7 0 0 7 5 4 5 7 1 4 6 5 4 2 2 1 6 9 3 4 1 0 9 4 2 9 6 0 5 3 4 8 6 6 6 4 4 2 7 7 1 0 7 5 5 6 8 1 4 8 9 2 2 3 2 1 4 3 4 3 2 4 4 3 7 7 9 5 3 9 3 8 6 7 5 3 3 7 7 7 9 5 5 9 9 4 1 5 0 9 6 2 3 7 7 6 3 4 4 3 3 4 3 8 9 2 5 4 5 1 9 6 7 8 5 1 7 8 2 7 9 6 6 0 5 1 5 1 3 4 2 3 9 6 9 3 5 3 5 9 4 4 5 1 7 5 4 5 9 2 6 7 9 8 5 7 8 5 1 9 6 6 4 6 1 5 3 5 1 2 4 2 9 1 3 5 4 5 5 4 4 6 1 7 5 5 0 7 8 6 8 1 1 6 7 8 6 7 0 7 3 2 4 1 6 0 5 9 2 5 2 4 0 3 5 4 8 4 4 5 1 5 5 5 6 1 6 1 6 8 7 4 8 7 8 6 9 3 7 6 3 1 1 6 5 7 2 2 5 7 0 4 3 6 0 3 8 4 5 6 9 5 5 6 6 2 0 6 8 9 9 2 7 8 6 9 8 7 8 9 1 1 6 7 6 2 2 5 9 1 1 3 6 2 7 7 4 6 0 2 3 5 6 6 4 9 6 9 0 5 8 7 8 9 5 6 8 8 7 9 1 6 9 9 6 2 6 1 9 5 3 6 7 5 1 4 6 2 9 2 5 6 7 5 5 6 9 5 6 7 7 9 5 3 1 9 0 4 1 1 7 2 6 9 2 6 2 6 5 3 6 9 6 9 4 6 4 1 0 5 7 4 5 1 6 9 9 6 7 7 9 9 6 6 9 3 6 7 1 7 3 8 6 2 6 2 9 7 3 6 9 9 9 4 6 4 1 7 5 7 6 0 4 7 0 3 5 8 9 4 5 9 1 7 4 4 0 2 6 5 5 8 3 7 5 1 0 4 6 6 0 3 5 7 9 1 8 7 0 8 2 6 9 4 6 3 1 7 5 4 6 2 6 9 6 1 3 7 5 3 2 4 6 9 8 5 5 8 0 3 0 7 0 9 7 8 9 4 8 5 1 7 5 4 7 2 6 9 8 9 3 7 8 7 8 4 7 0 8 1 5 8 9 8 1 7 1 2 4 6 9 5 0 4 1 7 5 7 3 2 7 0 7 8 3 8 5 9 7 4 7 2 0 5 5 9 5 7 6 7 1 3 6 4 9 6 0 6 1 7 7 0 0 2 7 9 8 2 3 8 9 2 2 4 7 2 7 6 6 0 5 9 1 7 1 7 4 6 Næstu útdrættir fara fram 25. okt & 1. nóv 2012 Heimasíða á Interneti: www.das.is 251658240 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Frá eldri borgurm í Hafnarfirði. Þriðjudaginn 16 oktober var spilað á 16 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 381 Örn Einarsson – Óskar Ólafsson 375 Ragnar Björnsson – Oddur Halldórss. 362 Oliver Kristóferss. – Magnús Oddss. 353 A/V Ólafur Ólafsson – Anton Jónsson 391 Sveinn Snorras. – Þorvaldur Þorgrímss. 375 Skarphéðinn Lýðss. – Stefán Ólafsson 372 Knútur Björnss. – Jón Svan Sigurðss. 367 Föstudaginn 12. október var spil- að á 17 borðum. Ásgrímur og Oddur náðu mjög góðu skori, 67,31%. Úrslit urðu þessi í N/S: Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 382 Bragi Björnss. – Bjarnar Ingimars 377 Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 377 Oliver Kristóferss. – Magnús Oddss. 373 A/V: Ásgr. Aðalsteinss. – Oddur Halldórss. 420 Sverrir Gunnarss. – Kristrún Stefánsd. 388 Knútur Björnss. – Sæmundur Björnss. 370 Aðalh. Torfad. – Ragnar Ásmundss. 369 Staðan í stigakeppninni er þessi. Bjarnar Ingimars 155 Bragi Björnsson 155 Erla Sigurjónsdóttir 122 Jóhann Benediktsson 122 Oddur Jónsson 120 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.