Morgunblaðið - 19.10.2012, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.10.2012, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 margar minningar um ömmu mína og ég er óskaplega þakklát fyrir allan þann tíma sem við átt- um saman. Hún hefur fylgt mér allt mitt líf og er ein af mínum allra allra bestu vinkonum. Ég veit að betri konu er ómögulegt að finna og ég held að ég muni aldrei hitta jafn vinsæla og jafn elskaða konu eða konu sem elskar fólkið í kringum sig jafn mikið. Elsku amma mín, þú átt svo mikið í mér, núna á ég svo sann- arlega eftir að sakna þín. Ég vona bara að þú hafir það gott, ég hugsa til þín. Áslaug Ellen Yngvadóttir. Elsku amma mín. Það er með sorg í hjarta sem ég skrifa þessi orð til þín. Af hverju geta ekki ömmur lifað að eilífu? Mikið vildi ég óska þess. Alla vega ef einhver fengi undanþágu þá værir þú fyrst á lista, það er ég alveg viss um. Síðustu daga er ég búinn að hugsa mikið um allar stundirnar sem við höfum átt saman og átt- aði mig á að þær hafa allar verið ljúfar og góðar. (Fyrir utan kannski þegar ég datt á hjólinu í Mávahlíð og mætti þér alblóðug- ur í framan og hágrátandi í Eski- hlíðinni). Það er svo merkilegt með ömmur eins og þig að sama hvenær maður hitti þig eða hringdi í þig þá hafðir þú alltaf óbilandi áhuga á öllu sem maður var að gera. Það var svo gott að hringja í þig frá Barcelona, Karlskrona eða New York þegar ég bjó þar og fara aðeins yfir dag- inn og veginn og fá þig aðeins til að hlæja í símann, það flutti hug- ann heim í smástund. Ég hugsa að ég eigi mest eftir að sakna þíns ljúfa og smitandi hláturs, jú og bíddu, allra samræðanna, matar- boðanna, kossanna, vafflanna, rúgbrauðsins og hamborgar- hryggsins. Allt var svo miklu betra þegar þú varst með okkur í mat hjá mömmu á sunnudögum. Þegar ég var lítill var ég fljótur að fatta það að ef ég gisti hjá þér þá fékk ég alltaf Cocoa Puffs í morg- unmat og fékk síðan að lauma mér í nammiskálina inni í stofu og fá mér einn fylltan brjóstsykur. Þau voru ófá skiptin þegar ég var að skutla þér heim og það voru stundum bestu stundirnar, þá var gott að vera einn með þér og tala við þig. Það gladdi mig mjög hvað þið Hulda mín urðuð góðar vinkonur frá fyrsta degi. Hulda vill meina að þú hafir verið amma hennar líka. Það er ekki laust við að ég hafi orðið smá afbrýðisamur þeg- ar þú vildir ekkert heyra í mér í símann heldur bara spjalla við Huldu í 20 mínútur. Ég vildi óska þess að ófædd börn mín hefðu fengið að kynnast þér því þá hefðu þau kynnst bestu lang- ömmu í heimi en í staðinn mun ég segja þeim sögur af þér og ég mun líka segja þeim frá uppá- haldsstaðnum mínum í öllum heiminum, að sitja í fanginu á þér og faðma þig, það er í raun það sem ég mun sakna mest, að fá ekki að faðma þig. Ég elska þig, amma mín, og ég mun sakna þín en ég mun ylja mér við allar góðu minningarnar sem við eigum saman það sem eftir er af minni ævi. Hjalti Axel Yngvason. Þriðjudaginn 9. október barst mér sú fregn að hún „Nabba mín“ væri látin, 89 ára að aldri. Hún var næstelst í stórum hópi systkina móður minnar. Það voru rúmlega 7 ár á milli hennar og móður minnar en þær voru alltaf mjög nánar. Þremur árum áður en ég fæddist bjó Nabba ásamt fjölskyldu sinni á Norðfirði. Mamma fór austur til að passa dætur þeirra þrjár, á meðan for- eldrarnir fóru til Reykjavíkur vegna fæðingar fjórða barnsins. Á þessum tíma kynntust foreldr- ar mínir. Þá var móðir mín 25 ára og hlotnaðist henni sá heiður að stóra systir hennar „yngdi hana upp“ með því að láta yngstu dótt- urina heita Helga í höfuðið á henni. Móðir mín var staðráðin í að ég ætti að heita Áslaug strax við fæðingu mína. Þegar ég fór að tjá mig gat ég ekki sagt „nafna“, þannig festist nafnið „Nabba“ við hana. Hún kallaði mig svo alltaf nöfnu sína. Nánasta fjölskyldan mín kallaði hana Nöbbu, en aðrir vissu oft ekkert hvaða manneskju við vorum að tala um. Á æskuárum mínum fórum við mæðgurnar reglulega austur, faðir minn bjó alla tíð á Norðfirði, en Nabba og fjölskylda fluttu yfir á Eskifjörð, þar sem Axel varð sýslumaður. Þar bjuggu þau í nokkur ár og var eins og alltaf tekið höfðinglega á móti manni. Heimilið var glæsilegt, snyrtilegt og smekklega búið. Stelpurnar áttu margt spennandi dót, húsið var stórt og spennandi, það er mér allt í fersku minni, innan- hússkipulagið og umhverfið. Eitt sinn þegar ég var stödd hjá þeim, man ég að dæturnar fóru af stað út úr húsi um miðja nótt. Tilefnið var bolludagurinn og það átti að fara inn í hús til einhvers manns sem þær ætluðu að flengja með bolluvendi. Mér þótti þetta mjög sérstakt, eins og allt sem dætur hennar Nöbbu gerðu. Þær voru mér eins og stóru systur, kölluðu mig gjarnan „fimmtu systurina“. Fjölskyldan flutti í Mávahlíð- ina í Reykjavík þegar ég var enn barn að aldri. Þangað komum við mæðgur gjarnan, þar var okkar „annað heimili“ í borginni. Þegar ég komst á unglingsald- urinn fór ég reglulega suður og gisti þá hjá Nöbbu minni, þar var alltaf tekið vel á móti mér, þau héldu sig við Hlíðahverfið. Hjá þeim lærði maður að rata um borgina, gangandi, með strætó og síðar sem ökumaður. Nabba var alltaf með góðan mat. Það var oft gestkvæmt á heimilinu, ættingjar að vestan, vinkonur stelpnanna og svo ýms- ar konur sem Nabba hafði kynnst á lífsleiðinni. Hún var hláturmild og sá alltaf spaugilegar hliðar á málum. Það var gaman að heyra hana segja frá einhverju, hún hafði líka sérstakan frásagnarstíl. Við töluðum oft um að hún krydd- aði frásagnirnar, en það gerði þær bara skemmtilegri, þar sem við þekktum hana Nöbbu svo vel. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Elsku Hrefna, Berta, Guðrún Halla, Helga og fjölskyldur. Inni- legar samúðarkveðjur til ykkar allra. Áslaug Jóhanna Jensdóttir. Hún Áslaug frænka er dáin. Reyndar var hún ekki frænka mín heldur gift Axel föðurbróður mínum. En frænka var hún samt í huga mínum. Og svo var um fleiri. Þegar við konurnar sem erum af- komendur afa míns (og tengda- föður hennar) ákváðum að hittast öðru hvoru var það svo sjálfsagt að Áslaug yrði með að engri okk- ar datt annað í hug. Síðast hitt- umst við sl. vor hjá einni dætra hennar. Áslaug var mætt, lék á als oddi og hló sínum dillandi hlátri. Ég sá Áslaugu fyrst þegar ég hef sennilega verið átta ára. Hún stóð við stofugluggann á heimili foreldra minna, há, grönn kona sem átti greinilega von á barni. Tveimur árum seinna var ég komin til þeirra vestur á Bolung- arvík til að passa þetta barn, nöfnu mína Hrefnu. Ég fór sjó- leiðis frá Ísafirði til Bolungarvík- ur og á bátnum var einnig leik- flokkur frá Þjóðleikhúsinu að ég held. Ekki vissi ég þá að allur leikflokkurinn var boðinn í mat til Áslaugar og Axels þetta kvöld. Áslaug var myndarleg húsmóðir og töfraði fram veitingar af öllu tagi eins og ekkert væri. Kom það sér vel því oft var gestkvæmt hjá þeim hjónum. Einu ári seinna voru þau flutt til Neskaupstaðar. Þangað kom Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, í opinbera heim- sókn og var boðinn í mat á heimili þeirra. Tvær stúlkur voru Ás- laugu til aðstoðar. Þegar önnur þeirra ætlaði að taka pönnu með brúnuðum kartöflum og hella þeim í skál tókst þó ekki betur til en svo að pannan snérist í hönd- unum á henni og megnið af kart- öflunum fór í gólfið. Stúlkurnar fórnuðu höndum og vissu ekki hvað þær áttu að gera. Í því kom Áslaug fram í eldhúsið til að biðja um að maturinn væri borinn inn. Þegar hún sá kartöflunar út um allt gólf sagði hún bara: Gólfið er hreint. Tínið kartöflurnar upp í skálina og berið inn matinn. Og með það var hún farin aftur inn í borðstofuna. Áslaug kippti sér nefnilega ekki upp við smámuni. Axel og Áslaug eignuðust fjórar dætur á fimm árum svo það var nóg að gera á heimilinu. Samt lét Áslaug sig ekki muna um að sauma föt á þær allar. Og alltaf fékk ég nýjan kjól með mér heim eftir sumardvölina hjá þeim. Þó nokkrum árum eftir að ég passaði frænkur mínar á Bolung- arvík og í Neskaupstað flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur. Bjuggu þau nálægt heimili foreldra minna og var mikill samgangur milli fjölskyldnanna. Þannig mynduðust tengsl sem ekki hafa rofnað þótt lengra líði nú á milli þess að við hittumst. Elsku Hrefna, Berta, Guðrún Halla og Helga, ég sendi ykkur og fjölskyldum ykkar innilegar samúðarkveðjur. Minningin um mömmu ykkar mun lifa. Hrefna Arnalds. Ég var sextán ára og stefnan tekin á Kennaraskólann í Reykja- vík. 16 ára og heimabyggðin kvödd og nú yrði ekki aftur snúið fyrr en húfan yrði komin á koll- inn. Fyrir óreyndan unglinginn var ekki auðvelt að flytja í lítið herbergi í borginni og einmana- leikinn yrði vart umflúinn. En þar hafði ég rangt fyrir mér, ég átti nefnilega hauka í horni. Áslaug mín og Axel opnuðu ekki bara híbýli sín heldur einnig hjörtu sem voru svo barmafull af umhyggju og skilningi. Skilningi á því að það var engin sæla að hleypa heimdraganum, hvorki í þá daga né nú. Í Eskihlíðinni áttu eskfirsk ungmenni athvarf og þar var öll- um tekið tveimur höndum. Það mátti kannski segja að þar væri rekin félagsmiðstöð fyrir okkur og alltaf var maður velkominn þó að ég hugsi stundum um það síðar að það hlýtur að hafa verið strembið að bæta öllum þessum unglingum við svo stóra fjöl- skyldu sem fyrir var. Áslaug þessi myndarlega kona hafði góða nærveru og það var kímni og glaðvær hlátur sem fylgdi henni. Við áttum eftir að eiga margar samverustundirnar bæði fyrir austan og sunnan og hláturgusurnar og sprettisögurn- ar hafa gert okkur lífið létt í gegnum tíðina. Áslaug var ein- stök og ég og mín fjölskylda mun- um sakna hennar sárt. Við eigum þó í hugskotum okkar allar góðu minningarnar til að orna okkur við um ókomin ár. Er það rétt sem ég heyri, að þú þessi glaðværa, dugmikla kona hafir skipt um starfsvettvang á dögunum? Er það rétt sem ég heyri að þú hafir opnað nýtt athvarf fyrir einmana sálir og bjóðir uppá umhyggju og kaffi? Er það rétt? Já, ég skil. Það er rétt. Kæra vina, hafðu þökk fyrir að við fengum að njóta þín í þessu lífi. Sigríður (Sigga) og fjölskylda. ✝ AðalsteinnValdimarsson skipstjóri fæddist á Eskifirði 24. maí 1931. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 14. október 2012. Foreldrar hans voru Valdimar Ás- mundsson, vél- stjóri á Eskifirði, f. 29.3. 1901, d. 24.5. 1970 og kona hans Eva Pétursdóttir, f. 22.10. 1908, d. 21. mars 2009. Börn þeirra eru, auk Að- alsteins; Pétur, f. 22.7. 1932, maki Fjóla Gunnarsdóttir, þau eiga sjö börn; Albert, f. 31.10. 1934, maki Svanhildur Þór- isdóttir, þau eiga fjórar dætur; Auður, f. 9.2. 1936, maki Guð- jón Björnsson, þau eiga þrjár dætur; Ástdís, f. 28.6. 1941, maki Guðni Helgason, þau eiga þrjú börn; Hildur, f. 3.8. 1944, maki Tove Engebretsen, Hildur á einn son; Sólveig, f. 16.9. 1949, maki Bjarni Pét- ursson, þau eiga tvo syni. Aðalsteinn kvæntist 21.11. 1953 Elínborgu Þorsteins- Guðlaugsdóttir. 3) Atli Rúnar, f. 13.2. 1957, vélstjóri, kvænt- ur Berglindi Eiríksdóttur, hár- greiðslumeistara og skólaliða, barn þeirra er Heimir Andri. 4) Áslaug Katrín, f. 17.8. 1959, börn hennar og fyrrverandi eiginmanns, Steinars Tóm- assonar; a) Arna, f. 10.11. 1982, sambýlismaður Hreiðar Már Hermannsson, b) Gerður, f. 5.3. 1984, unnusti Friðrik Örn Guðmundsson, börn þeirra Óliver, Tristan og Mia Alexandra, c) Kári, f. 22.1. 1986, unnusta Gyða Rut Vil- hjálmsdóttir, barn þeirra Eme- líana Ísis. 5) Aðalsteinn Helgi, f. 4.2. 1965, rafeindatækni- fræðingur, kvæntur Mie Bror- son Anderson blómaskreyt- ingameistara. Aðalsteinn Helgi á eina dóttur með Valdísi Báru Guðmundsdóttur; a) Sædís Ósk, f. 29.5. 1984, maki Þor- grímur Gunnar Eiríksson, börn Anna Valdís, Úlfar Garp- ur og Rebekka Hrönn. Aðalsteinn gekk í Barna- skóla Eskifjarðar og Alþýðu- skólann á Eiðum, auk Stýri- mannaskólans í Reykjavík. Aðalsteinn byrjaði þrettán ára til sjós á trillu og stundaði lengst af sjómennsku sem skipstjóri. Útför Aðalsteins fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag, 19. október 2012, og hefst at- höfnin kl. 14. dóttur, fyrrv. verslunarmanni. Hún er dóttir Þor- steins Pálssonar, kaupmanns á Reyðarfirði og síð- an í Kópavogi, og konu hans Áslaug- ar Katrínar Pét- ursdóttur Maack húsmóður. Þau voru meðal frum- byggja Kópavogs. Börn Aðalsteins og Elínborgar eru: 1) Valdimar, f. 11.1. 1954, skipstjóri, kvæntur Unni Ei- ríksdóttur skrifstofutækni, börn þeirra a) Ríkey, f. 13.1. 1982, maki Haukur Sæmundur Þorsteinsson, börn þeirra Ei- ríkur Ingimar og Hjálmar Freyr, b) Aðalsteinn, f. 14.5. 1984, c) Iðunn Kara, f. 22.5. 1993. 2) Þorsteinn, f. 5.3. 1956, vélfræðingur, kvæntur Ástu Guðnýju Einþórsdóttur, sjúkraliða og lyfjatækni, börn þeirra a) Einþór, f. 1.8. 1980, sambýliskona Guðrún Guð- mundsdóttir, börn þeirra Þor- steinn Árni og Guðmundur Kári. b) Atli, f. 14.1. 1985, sambýliskona Guðlaug Lára Í fáum orðum vil ég minnast vinar míns Aðalsteins Valdi- marssonar, sem í dag er jarð- sunginn frá Eskifjarðarkirkju. Báðir innfæddir Eskfirðingar og ólumst þar upp, en þar sem við áttum heima hvor í sínum enda bæjarins, umgengumst við lítið sem börn. En haustið sem við vorum 15 ára varð breyting á þegar við settumst á skólabekk í Alþýðuskólanum á Eiðum. Þar urðum við herbergisfélagar næstu 3 vetur, og með okkur tókst vinátta sem enst hefir síð- an og aldrei fallið blettur á. Leiðir okkar lágu oftar sam- an, sumarið 1947 vorum við saman í vegavinnu þegar byrjað var á vegi yfir Oddsskarð Norð- fjarðarmegin, og áttum þá sam- an marga ferðina hlaupandi yfir skarðið til Eskifjarðar um helg- ar. Tvær vetrarvertíðir vorum við saman á bátum í Sandgerði og Keflavík, en þá var algengt að bátar frá Austfjörðum væru gerðir út frá verstöðvum sunn- anlands á vetrum. Hugur Alla beindist fljótt að sjónum og þar varð hans vettvangur lengstan hluta starfsævinnar. Eftir að hafa lokið námi í Stýrimanna- skólanum, var honum fljótlega treyst fyrir skipstjórn á fiski- skipum, bæði annarra og síðar á eigin skipi og var alla tíð farsæll í starfi. Hann hafði mikið yndi af söng og var með ágæta söng- rödd, söng í kórum, m.a. kirkju- kór Eskifjarðar, og oft einsöng við ýmis tækifæri. Þá lét hann til sín taka í ýmsum félagsmál- um, sat í bæjarstjórn Eskifjarð- ar og var forseti hennar um ára- bil. Eftir að hann giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, El- ínborgu, um svipað leyti og við Erla giftum okkur, kom af sjálfu sér að oft var hist á öðruhvoru heimilinu á meðan við bjuggum á Eskifirði, og minnumst við hjónin með söknuði margra góðra stunda frá þeim tíma. Síð- ustu árin barðist Alli við erfið veikindi sem að lokum lögðu hann að velli. Í dag er komið að kveðjustund, en minningin um kæran vin og félaga lifir. Elsku Ella, við Erla sendum þér og börnum ykkar og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur, hugur okkar er með ykkur í dag. Magnús Bjarnason. Kveðja frá skipverjum Kokkurinn var ungur og óreyndur enda að leysa sjálfan kokkinn af sem var í sumarfríi. Áhöfnin var góðu vön. Hún hafði allt á hornum sér er kom að matnum um borð. Aldrei al- mennilegur matur á borðum. Brottfararbjúgu, kjötfarsbollur og Ora-fiskbúðingur var matseð- illinn dag eftir dag. Eina sem ungi óreyndi kokkurinn virtist góður í var að beita dósaupptak- aranum í tíma og ótíma. Ungi kokkurinn var að vonum í mikilli vörn og sjálfstraustið þverrandi. Jafnvel bestu vinir hans voru næstum því hættir að tala við hann. Jafnvel Simmi vélstjóri leit stökum sinnum upp úr disknum sínum og gaf unga kokknum hornauga. Fátt var til ráða annað enn að þrauka í hljóði. En dag einn í hádegis- matnum kom hin óvænta björg- un. Á borðinu voru kjötbollur með kartöflum, grænum baun- um, rauðkáli, brúnni sósu og rabarbarasultu. Skipstjórinn settist fremst á bekkinn eins og vanalega og tók hraustlega til matar síns öðrum áhafnarmeð- limum til mikillar undrunar. „Kokksi,“ kallaði hann, „áttu meira af þessari brúnu sósu? Mikið er hún góð.“ Ungi kokk- urinn játti í flýti með mikilli undrun í röddinni. Skipstjórinn sporðrenndi bollunum hverri á fætur annarri og þakkaði mikið vel fyrir sig á eftir. Frá þeirri stundu lá leið unga kokksins upp á við. Aðrir skipverjar fóru smám saman að þakka fyrir matinn og hættu öllu væli um matargerðina. Skipstjórinn var auðvitað Alli Valda. Sá mikli for- ingi og klóki jaxl sem bjargaði mannorði kokksins unga. Alli kunni ekki bara á hafið, að stýra skipi á fiskimiðin og fylla bátinn. Hann kunni einnig að vera hinn óskoraði foringi sem skipstjór- inn þarf að vera um borð. Hann hafði kjark sem þarf til að stýra skipi með styrk og mildi. Hann var fremstur þegar taka þurfti á og hann var hrókur alls fagn- aðar þegar svo bar við. Alli stýrði mörgum skipum um æv- ina og setti mark sitt á þau öll. Við sem þetta skrifum sigldum með honum á Þórshamri GK-75 og á Sæbergi SU-9 og höfum margs að minnast. Minningar sem hér er ekki pláss fyrir um harða sjósókn, ævintýralega túra með orkuboltanum Alla Valda. En Alli var líka útgerð- armaður og rak söltunarplan á Eskifirði, fyrst með Garðari Eð- valdssyni skipstjóra, en síðar með sonum sínum. Sem útgerð- armaður til áratuga gekk á mörgu. Alli Valda þurfti að kljást við kerfið, bankamenn og pólitíkusa sem ekki voru nein lömb að leika sér við. Það var því erfiður tími þegar hann þurfti að selja frá sér Vöku SU, nýja skipið sem hann þurfti að berjast fyrir árum saman. Skip sem átti drjúgan þátt í að byggja upp veldi þeirra sem hana fengu. „Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá.“ En Alli lét ekki bugast. Hann stýrði út- gerð í Grænlandi og fleiru. Ný- lega sýndi Valdi, sonur Alla, sem er skipstjóri á stórum tog- ara við strendur Máritaníu, okk- ur myndir af sér með pabba sinn um borð þar syðra. Sem fyrr geislaði gleði og þróttur úr andliti Alla. Þannig minnumst við hans. Við biðjum algóðan Guð að lýsa Alla af sínu eilífa ljósi og styrkja fjölskyldu hans í sorginni. Kveðja, Stefán Þórarinsson, Gunnar Magnússon. Látinn er vinur okkar SÍBS- manna, Aðalsteinn Valdimars- son. Aðalsteinn sat í stjórn SÍBS til margra ára og vann hann ötullega að málefnum SÍBS með hagsmuni samtak- anna að leiðarljósi. Aðalsteinn var ljúfur maður með létta lund og átti auðvelt með að fá aðra til að nota bjartsýnisgleraugun þegar á þurfti að halda. Fyrir fáum árum taldi hann rétt að stíga til hliðar og hleypa yngra fólki að stjórnarborði samtak- anna. Fyrir hönd stjórnar SÍBS þakka ég Aðalsteini samfylgdina og sendi aðstandendum samúð- arkveðjur. Dagný Erna Lárusdóttir, formaður SÍBS. Aðalsteinn Valdimarsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi okkar. Takk fyrir allar góðu stundirnar saman. Takk fyrir öll knúsin, hlýju faðm- lögin, brosin og hláturinn. Takk fyrir að dekra við okkur og leiðbeina okkur. Takk fyrir að hugsa vel um okkur og vera svona stór partur af lífi okkar. Takk fyrir að vera afi okkar. Við söknum þín og við elskum þig. Ríkey, Aðalsteinn (Alli) og Iðunn Kara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.