Morgunblaðið - 19.10.2012, Side 36

Morgunblaðið - 19.10.2012, Side 36
✝ Stefanía ÓskJúlíusdóttir fæddist í Bolung- arvík 3. janúar 1917. Hún andaðist á öldrunardeild Landspítalans í Fossvogi 6. október 2012. Foreldrar henn- ar voru Júlíus Jón Hjaltason, f. 1877, d. 1931, og Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir, f. 1879, d. 1936. Frá eins árs aldri ólst Stefanía upp hjá Jóni Stef- ánssyni, f. 1877, d. 1970 og Sig- ríði Þorláksdóttur, f. 1868, d. 1954. Systkini Stefaníu voru: Sigurey Guðrún, f. 1901, Stein- unn Sigrún, f. 1905, Hallgrímur, f. 1906, Eyjólfur Ellert, f. 1908, Guðríður, f. 1907, Guðmundur Magnús, f. 1910, Kristján Karl, f. 1913, Guðríður Björg, f. 1915. Þau eru öll látin. Stefanía Ósk giftist 7. októ- ber 1939 Þórarni Sveinssyni, f. 22. febrúar 1907, d. 31. október 1972, íþróttafrömuði og kenn- ara á Eiðum. Foreldrar hans voru Sveinn Guðmundsson, f. 1867, d. 1952 og Sigríður Þór- arinsdóttir, f. 1870, d. 1933. Börn Stefaníu og Þórarins: 1) Sveinn, f. 1940, maki Ólöf Birna Blöndal, f. 1942. Börn: a) Þór- arinn, f. 1967, maki Líney Sveinsdóttir. Þau eiga þrjú börn. b) Óli Grétar Blöndal, f. 1972, maki Anne-Andrée Bois. Þau eiga tvö börn. c) Sveinn tvö börn. 9) Björg, f. 1954, maki Örn Arnþórsson, f. 1945. Barnsf. Bjargar er Sigurjón Hauksson, f. 1955. Barn: Hauk- ur, f. 1977, maki Heiðrún Þór- steinsdóttir. Þau eiga tvö börn. 10) Hallgrímur, f. 1956, maki Ingunn Thorarensen, f. 1955. Börn: Björn, f. 1995 og Stefán, f. 2000. Barnsmóðir Hallgríms er: Hulda Víðisdóttir, f. 1961. Barn: Víðir, f. 1978. 11) Magnús Þór- bergur, f. 1957, maki Bryndís Skúladóttir, f. 1961. Börn: a) Skúli, f. 1982, maki Emelía Antonsdóttir Crivello. b) Marí- anna, f. 1988, maki Sigurður Magnússon. c) Snærós Vaka, f. 1995. Stefanía var í Bolungarvík til sex ára aldurs, en flutti þá með fósturforeldrum sínum til Seyð- isfjarðar, þar sem hún ólst upp. Hún var við söng- og leiklist- arnám í Reykjavík áður en hún gekk í hjónaband og söng um tíma í leikhúskór. Stefanía og Þórarinn stofnuðu heimili sitt á Eiðum 1939. Á Seyðisfirði og Eiðum tók hún þátt í söng- og leiklistarlífi, söng einsöng við hátíðleg tækifæri, lék í leiksýn- ingum og söng í kirkjukór Eiða- kirkju og Tónkórnum á Egils- stöðum. Stefanía tók virkan þátt í starfi Kvenfélags Fljótsdals- héraðs. Tvo síðustu áratugina á Eiðum var hún póst- og sím- stöðvarstjóri. Eftir að Stefanía fluttist til Reykjavíkur árið 1988 tók hún virkan þátt í starfi Blindrafélagsins og sótti nám- skeið í Íslendingasögunum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands fram til síðasta dags. Útför Stefaníu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 19. október 2012, og hefst at- höfnin klukkan 13. Snorri, f. 1973. d) Rósa Björk, f. 1980, maki Jóhannes Haukur Jóhann- esson. Þau eiga tvö börn. 2) Sigurjón, f. 1941. 3) Sigríður, f. 1945, d. 1947. 4) Al- freð Dan, f. 1947, maki Sesselja Ei- ríksdóttir, f. 1949. Börn: a) Áslaug Ósk, f. 1971, maki Ragnar Z. Guðjónsson. Þau eiga fjögur börn. b) Björg, f. 1976, maki Loftur Vilhjálmsson. Hann á eitt barn. c) Sólveig Dögg, f. 1978, maki Ingólfur Haf- steinsson. Þau eiga eitt barn. 5) Sigríður, f. 1948, maki Magnús Sæmundsson, f. 1950. Börn: a) Grímur, f. 1974, maki Marie Johansson. Þau eiga eitt barn. b) Þóra, f. 1979, maki Mårten Leo. Þau eiga eitt barn. Fyrir á Þóra eitt barn með Aroni Urqh- art. 6) Guðrún, f. 1950, maki Örn Þorbergsson, f. 1954. Börn: Þórarinn Sveinn, f. 1972, maki Marta Daníelsdóttir. Þau eiga fjögur börn. b) Örvar, f. 1976, maki Ingibjörg Magnúsdóttir. Þau eiga þrjú börn. c) Stefanía Ósk, f. 1986, maki Orri Guð- jónsson. Þau eiga eitt barn. 7) Anna, f. 1951, maki Knut Lage Bö, f. 1947. Börn: Magnus, f. 1988 og Sindri, f. 1989, unnusta Kristine Olsen. 8) Ólöf, f. 1952, maki Örn Óskarsson, f. 1952. Barn: Anna Sigríður, f. 1975, maki Pétur Blöndal. Þau eiga Ég var trúlega 11 ára þegar ég heyrði í fyrsta skipti einsöng með píanóundirleik. Þetta var á skemmtun í Félagsheimilinu í Neskaupstað. Þar söng kona í ís- lenskum búningi bæði íslensk og þýsk sönglög. Konan var glæsi- leg, söng fallega og minningin festist í huga mér. Um tíu árum síðar varð þessi kona tengdamóð- ir mín og hefur frá þeim tíma ver- ið einn minn besti vinur og lífs- förunautur. Stefanía var dásamleg og einstaklega áhuga- verð menneskja. Tengdafaðir minn Þórarinn Sveinsson lést af slysförum um það leyti sem ég giftist Ólöfu. Stefanía bjó því ein síðustu 40 æviárin, fyrst á Eiðum þar sem þau Þórarinn höfðu alið upp sinn barnahóp og síðan í Reykjavík til dauðadags. Stefanía var Vestfirðingur, fædd í Bolungavík, en sett í fóstur er berklar komu upp á heimilinu. Þá var hún á fyrsta aldursári og sex ára flutti hún til Seyðisfjarð- ar. Á þessum árum var Seyðis- fjörður einn af höfuðstöðum Ís- lands. Bærinn var hálfdanskur og danska töluð á sunnudögum. Stef- anía tók strax miklu ástfóstri við konungsfjölskyldur Norðurlanda og þó sérstaklega þá dönsku. Með því að kaupa Hjemmet og Alt for damerne sem hún gerði alla tíð gat hún fylgst vel með því sem gerðist hjá kóngafólkinu auk þess að fá mataruppskriftir og hug- myndir og snið tengd saumaskap. Ég held reyndar að tvö síðar- nefndu atriðin hafi skipt hana meira máli en kóngafólkið. Samt gerðum við mest úr hinu konung- lega kyni þegar þessi blöð bar á góma. Hjá Stefaníu var alltaf stutt í glettnina og gamansemina. Á þeim árum sem Þórarinn og Stefanía bjuggu á Eiðum var þar starfræktur heimavistarskóli þar sem Þórarinn kenndi. Heimili þeirra var ávallt opið nemendum skólans, ekki sízt þeim sem áttu langt heim að sækja. Þau ráku þar litla verslun með bókum og rit- föngum. Þekki ég marga nemend- ur sem hugsa með hlýhug til þess tíma er þeir dvöldu í góðu yfirlæti í Þórarinshúsi en svo nefndist hús þeirra hjóna. Að mörgu þurfti að hyggja á stóru heimili. Þórarinn færði líka bókhald fyrir ýmsa aðila á Fljóts- dalséraði og auk þess að hugsa um heimilið og ala upp 11 börn sá Stefanía um símstöðina á Eiðum. Á meðan börnin voru lítil voru oft- ast vinnukonur á heimilinu. Allir voru samtaka og hjálpuðust að við heimilishaldið. Þetta var gott heimili. Á Eiðum voru kýr og hænur og auk þess hafði Stefanía stóran matjurtagarð með fjölbreyttu úr- vali af grænmeti. Hygg ég að hún hafi verið nokkuð á undan sinni samtíð í þeim efnum en hún var alla tíð mikill snillingur í matar- gerð og þá sérstaklega grænmet- isréttum. Stefanía var mikill tónlistar- unnandi. Á sínum yngri árum lagði hún stund á söngnám hjá Sigurði Birkis í Reykjavík og söng í leikhúskór um tíma. Hún söng víða á skemmtunum á Aust- urlandi og lengst af í kirkjukórn- um við Eiðakirkju. Hún naut góðrar tónlistar, ekki síst óperu- tónlistar. Stefanía var atorkusöm og já- kvæð kona sem lét ekkert stoppa sig í að lifa lífinu á innihaldsríkan hátt allt til loka. Hafðu þakkir fyr- ir allt. Minningin um yndislega tengdamóður og vin mun lifa. Örn Óskarsson. Flestir þeir sem voru við nám á Alþýðuskólanum á Eiðum frá árinu 1939 fram til ársins 1987 þekktu til Stefaníu á Símstöðinni. Þegar ég var á Eiðum á árunum 1976-1978 var það tilhlökkunar- efni að fara á Póst og síma til að sækja pakka eða hringja, því að Stefanía var alltaf svo skrafhreif- in og hress. Ég man líka glöggt eftir því þegar Stefanía kom út fyrir pósthúsdyrnar með gjallar- hornið og hressileg rödd hennar glumdi yfir skólaplanið og náði eyrum nemenda sem sátu inni í skólastofunum. Þetta voru skila- boð til nemenda um að sækja pakka, hringja heim eða annað. Svo sáum við í iljarnar á viðkom- andi út á pósthús í næstu frímín- útum. Stefanía varð síðar tengda- móðir mín í yfir þrjá áratugi. Við urðum strax miklir mátar. Þórarinshúsið, sem ég hafði horft á úr skólastofunni á Eiðum, varð mitt annað heimili til margra ára, allt þar til Stefanía fluttist til Reykjavíkur árið 1988. Mér fannst framandlegur blær yfir heimilinu við fyrstu kynni, hús- næðið stórt, stofur, eldhús og her- bergi vel rúm miðað við það sem maður átti að venjast á þessum tíma. Píanó í stofunni, málverk á veggjum, dönsku blöðin í bunk- um, bækur og fjölskyldumyndir upp um allt. Síðast en ekki síst setti saumastofa frú Stefaníu svip á heimilið. Hún hafði komið sér fyrir í borðstofuhorninu með saumavélina og hillurnar fullar af efnisströngum, snyrtilega röðuð- um eftir ákveðnu skipulagi. Tvinnakeflum, tölum og öðrum smáhlutum var haganlega fyrir komið í kössum og krukkum og allt í röð og reglu. Mér fannst Stefanía alla tíð kunna mjög vel að njóta lífsins og gera sér grein fyrir því hvernig hún átti að halda heilsu til að ná háum aldri. Hún lagði mikið upp úr því að vera félagslega virk og það var aðdáunarvert að fylgjast með því allt fram til hinstu stund- ar, hvernig hún hélt hugsuninni virkri, mjög meðvitað. Í september sá ég að hverju stefndi hjá tengdamóður minni. Ég ákvað þá að setjast hjá henni með penna og blað og spyrjast fyrir um forfeður hennar. Og þarna sat hún gamla konan, sem allt í einu var komin með gömlu- konurödd, geislarnir hennar og lífsorkan að hverfa og hún barðist við að rifja upp nöfn og sögu for- feðranna sem komu frá Dan- mörku og Frakklandi. Hún var svo innilega sjálfri sér lík þessa síðustu gæðastund okkar saman. Stefanía Ósk var sannarlega mikil fyrirmynd stórfjölskyldunn- ar frá Eiðum með sínum einstaka persónuleika. Hún var sjálfstæð og kjarkmikil kona sem fór sínar eigin leiðir, – mætti í mótmælaað- gerðir gegn Kárahnjúkavirkjun á Austurvelli í stað þess að fara í jarðarför, komin hátt á níræðis- aldur. Það var um svipað leyti og hún skráði sig í endurmenntunar- deild Háskólans, þar sem hún stundaði nám í Íslendingasögum allt til loka. Hún bjó ein í íbúð sinni á Sólvallagötunni og fór allra sinna ferða sjálf fram á síðasta dag – stolt og sjálfstæð. Um leið og ég þakka tengda- móður minni yndislega samfylgd í yfir 30 ár er það ósk mín, að það veganesti sem hún færði afkom- endunum með mannkostum sín- um, megi fylgja niðjum hennar kynslóð fram af kynslóð. Bryndís Skúladóttir. Það var í byrjun september sl. að Stefanía Ósk segir við mig: „Höldum við ekki uppteknum hætti með Sturlungu nú í haust?“ Hér átti tengdamóðir mín 95 ára gömul við það hvort við færum ekki saman á seinni hluta nám- skeiðs Magnúsar Jónssonar, sagnfræðings hjá Endurmenntun Háskóla Íslands, eins og við höfð- um gert á fyrri hluta námskeiðs hans sem haldið var fyrr á þessu ári. Þessi spurning og þau viðhorf sem fram koma í henni lýsa vel þeim anda og eldmóði sem Stef- anía var búin þótt bæði heyrn og sjón væru mikið til horfin. Hún var búin að vera þátttakandi í flestöllum námskeiðum í Íslend- ingasögum hjá Endurmenntun, bæði hjá Jóni heitnum Böðvars- syni á sínum tíma og síðan Magn- úsi Jónssyni. Stefanía Ósk var vel að sér í þessum fræðum og kom ekki óundirbúin í tíma. Hún nýtti sér tæknina eins og hægt var, las við stækkunargler meðan sjónin réði við það og hlustaði síðan á hljóðbækur eftir það. Á síðasta námskeiði hennar var heyrnin orðin það slæm að hengja varð hljóðnema um háls Magnúsar og tengja við hlustunartæki hennar. Stefanía var dugleg við að fylgja eftir þessum námskeiðum og fór í margar ferðir með þeim Jóni og Magnúsi á söguslóðir bæði innan- lands og utan. Síðasta ferð hennar á söguslóðir erlendis var til Orkn- eyja sumarið 2011 og í vor fórum við saman í dagsferð á slóðir Hvamm-Sturlu vestur í Dali. Stefanía mín var ekki allskost- ar ánægð með þær afleiðingar sem koma mín inn í fjölskylduna á sínum tíma hafði. Hún hafði keypt sér hæð á Sólvallagötu 18 þar sem Björg dóttir hennar bjó á hæðinni fyrir ofan og naut þess að vera í nálægð við eitt barna sinna. Þegar Björg ákvað að flytja af Sólvalla- götunni lét hún aðeins í sér heyra og var ekki alveg sátt við gang mála. En þetta var fljótt að gleymast og samband okkar varð mjög gott. Í júní sl. var haldið í Bolung- arvík og Skálavík ættarmót af- komenda Júlíusar Jóns Hjalta- sonar og Guðrúnar Sigríðar Guðmundsdóttur og þar mætti Stefanía en hún var eina barn þeirra hjóna sem enn var á lífi. Í ættarskránni sem þarna var dreift var grein um sjóslysið þeg- ar Helgi VE fórst við Faxasker í Vestmannaeyjum 7. janúar 1950 en þar fórst bróðir Stefaníu, Hall- grímur Júlíusson skipstjóri. Þetta slys hafði Stefanía oft rætt við mig þar sem ég missti einnig í þessu sama slysi föður minn Arn- þór Jóhannsson sem var skip- stjóri á Helga Helgasyni VE, öðru skipi í eigu sömu útgerðar. Að leiðarlokum vil ég þakka þér fyrir samfylgdina þessi ár. Blessuð sé minning þín. Örn Arnþórsson. Ég hitti Stefaníu tengdamóður fyrst fyrir um 17 árum, þegar við Hallgrímur, sonur hennar, höfð- um nýlega eignast eldri son okk- ar, Björn. Hún var að nálgast átt- rætt og ég átti von á að hitta gamla og þreytta konu. Ég sá fljótlega að hugmyndir mínar um gamla konu stóðust ekki, því að á móti okkur tók Stefanía, að vísu gráhærð, en svo ungleg, kvik og hress að ég trúði vart eigin aug- um. Smám saman komst ég að því hvílík stólpakona hún var. Hún lét sig ekki muna um það framundir nírætt að bjóða stórfjölskyldunni til dýrindis veislu, vikulega. Það var alltaf glatt á hjalla í þessum boðum sem áttu stóran þátt í því að halda þessari samheldnu fjöl- skyldu saman. Stefanía átti ótal áhugamál og þó hún væri því sem næst blind síðustu 10-15 ár ævi sinnar, lét hún það ekki aftra sér. Hennar yndi hafði verið að lesa, svo hún gekk í Blindrafélagið og fékk þar lánaðar hljóðbækur sem hún hlustaði á. Hún tók þátt í nám- skeiðum sem tengdust oftast Ís- lendingasögunum eða öðrum þjóðlegum fróðleik og margar „víkingaferðir“ fór hún í sem tengdust þessum námskeiðum. Hún var engum lík að dugnaði og hafði áhuga á öllu sem gerðist í kringum hana. Maður kom aldrei að tómum kofunum hjá henni og alltaf gaman að spjalla við hana um allt milli himins og jarðar. Stefanía hafði ákveðnar skoðanir og þjóðfélagsmálin voru henni hugleikin, hún var eldheitur um- hverfissinni og mætti galvösk á Austurvöll til að mótmæla Kára- hnjúkavirkjuninni og stóð þar vaktina dögum saman, konan á ní- ræðisaldri. En hún var líka ljúf og góð móðir og amma og gladdist ein- læglega þegar vel gekk hjá börn- um og barnabörnum. Þegar við Halli eignuðumst svo annan son, sem er hennar yngsta barnabarn, þá líktist hann ömmu sinni svo sterklega, að ekki kom annað til mála en að skíra hann Stefán. Stefanía var mikil gæfukona, þó hún færi ekki varhluta af mót- læti í lífinu, frekar en aðrir. Með greind sinni, skynsemi og léttri lund tókst henni að yfirstíga erf- iðleika og sjá björtu hliðarnar í líf- inu. Þegar halla tók undan fæti hjá þessari sterku konu og kraftar fóru að þverra, þá þjappaði fjöl- skyldan sér saman um hana á Sól- vallagötunni og gerði allt til að létta henni lífið. Í sumar var haldið ættarmót afkomenda foreldra Stefaníu, í Bolungarvík. Óvíst var hvort hún hefði getu og kraft til fararinnar. En viljann hafði hún, í þessa ferð skyldi hún komast. Líklega hefur hún vitað að hverju dró en löng- unin til að komst í þessa hinstu „pílagrímsför“ dugði til. Og hún naut sín í þessari ferð meðal ætt- ingja og vina þar sem allir báru hana á höndum sér og hömpuðu henni sem drottningu enda bar hún sig sem slík, teinrétt og tígu- leg í fasi. Þannig má segja að hún hafi kvatt; með reisn. Fljótlega eftir þessa ferð hrak- aði heilsu Stefaníu og var hún lögð inn á sjúkrahús þar sem hún fékk hægt andlát eftir nokkra vikna dvöl. Ég votta fjölskyldunni allri samúð mína, en ótal fallegar minningar um einstaka konu munu verma okkur um ókomin ár. Ingunn Thorarensen. Í dag kveðjum við elskulega tengdamóður mína, Stefaníu Ósk Júlíusdóttur. Margs er að minnast eftir löng og góð kynni. Ungur varð ég heimagangur í Þórarinshúsi þeg- ar ég kynntist Guðrúnu dóttur hennar sem síðar varð eiginkona mín. Þau Stefanía og Þórarinn tóku mér afskaplega vel og mér leið strax vel í návist þeirra. Eftir fráfall Þórarins bjuggum við Guðrún hjá Stefaníu af og til fyrstu árin með strákunum okkar sem nutu sín vel í návist ömmu sinnar. Ég á góðar minningar frá þessum árum á Eiðum. Svo sem að sitja í skotinu hjá Stefaníu og glugga í Tímann og dönsku blöðin sem þar lágu í stöflum. Barna- börnunum fjölgaði hratt og dvöldu þau mörg hjá ömmu sinni á sumrin. Eiðar voru einstakur staður fyrir börn, þau sáu mikið um sig sjálf enda ótal margt við að vera svo sem gönguferðir niður í Eiðaskóg, veiðar í Eiðavatni o.s.frv. Lífið var mjög frjálslegt á Eiðum og hæfileg regla á hlutun- um. Þegar Stefanía lauk starfi sínu sem símstöðvarstjóri flutti hún til Reykjavíkur enda voru flest börn- in hennar sest þar að. Hún var dugleg að ferðast og heimsótti börn og barnabörn sem mörg bjuggu erlendis. Hún var fé- lagslynd og dugleg að nýta sér þá mörgu kosti sem í boði eru til að stytta sér stundir og hitta fólk. Sjóninni fór hrakandi og síðustu ár sótti hún mikið í félagsstarf til Blindrafélagsins. Þá hefur hún í mörg ár sótt námskeið í Endur- menntun Háskólans í Íslendinga- sögunum og í tengslum við þau farið í ýmis ferðalög bæði hér heima og erlendis. Síðasta ferðin var farin fyrir ári til Orkneyja en þá var Stefanía orðin það lasburða og sjóndöpur að Guðrún dóttir hennar fór með henni til aðstoðar. Hún var dugleg að hlusta á hljóð- bækur og þjónusta Blindrabóka- safnsins var ómetanleg fyrir hana. Stefanía var mikill hornsteinn fjölskyldunnar. Eftir að hún flutti suður hafði hún lengi vel mat fyrir stórfjölskylduna á miðvikudags- kvöldum og þar mættu allir sem gátu. Einungis var boðið upp á grænmetisrétti sem voru ótrúlega góðir þannig að forfallnar kjötæt- ur eins og ég féllu algerlega fyrir þeim. Hennar nánustu hafa alla tíð verið mjög duglegir að heim- sækja hana og eplakökurnar sem hún bar fram með kaffinu hafa verið vinsælar hjá öllum ættlið- um. Þrátt fyrir áfall vegna ótíma- bærs fráfalls eiginmanns síns verður að telja að Stefanía hafi átt gott og hamingjuríkt líf. Þó sjónin væri nánast horfin og líkaminn farinn að gefa sig þá hélt hún and- legu þreki til hins síðasta. Hug- urinn var ferskur og þegar hún lagðist inn á spítala um miðjan september og hafði ef til vill hug- boð um að hún myndi ekki eiga afturkvæmt heim, þá hafði hún á orði að verst þætti sér að geta ekki mætt á námskeiðið í Sturl- ungu hjá honum Magnúsi sínum. Við fráfall Stefaníu er höggvið stórt skarð í fjölskylduna en allir hennar nánustu bæði aldnir og ungir munu minnast hennar sem frábærrar fyrirmyndar í lífs- hlaupi sínu. Blessuð sé minning Stefaníu Óskar. Örn Þorbergsson. Fundum okkar bar fyrst sam- an við útskrift frá Menntaskólan- um á Akureyri 1962. Eins og oft við hátíðleg tækifæri klæddist tengdamóðir mín íslenska þjóð- búningnum, sem hún bar með reisn. Tengdaforeldrar mínir voru glæsileg hjón. Við fórum saman á Sígaunabaróninn í Þjóðleikhúsinu þetta sumar, mín fyrsta óperur- eynsla. Í minni fyrstu heimsókn til Eiða var mér tekið með mikilli gleði og hlýju. Frjálslegt og glað- legt viðmót einkenndi heimilið og ég fékk súrmjólkurrétt með sal- ati. Stefanía var nefnilega á undan sinni samtíð, ræktaði grænmeti löngu áður en landinn tók að grænmetisvæðast og bar fram salat með matnum. Hún naut úti- Stefanía Ósk Júlíusdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma. Mér finnst leitt að hafa þig ekki lengur hjá mér og finnst mjög erfitt að skrifa þetta til þín. En ég veit að þér líð- ur vel þarna uppi. Og ég vona að Guð taki vel á móti þér. Þinn Bjarki Daníel. Þegar ég ákvað að skrifa stöku um þig, elsku amma mín, fór ég strax að hugsa um böku; öll góðu eplapæin þín. Þú varst alltaf svo góð við okkur Bjarka, Kristin, Guðmund og mig. Nú erum við þakklátir fyrir að eiga góðar minningar um þig. Baldur Örn. 36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.