Morgunblaðið - 19.10.2012, Page 39

Morgunblaðið - 19.10.2012, Page 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 þetta jarðneska líf. Hann var móðurbróður minn og mikill vin- ur. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór í fyrsta skiptið í sveitina til ömmu og afa yfir vetrartímann. Bói sá til þess að ég fengi að fylgja honum eftir eins og skugg- inn um allar trissur. Útihúsin heilluðu mest en þar eyddum við drjúgum tíma saman þar sem ég fékk að ráðsmennskast bæði með hann og dýrin. Í minningunni var þessi vetrardvöl stórkostlegt æv- intýri og við Bói bundumst vin- áttuböndum ævilangt. Það komst enginn með tærnar þar sem hann hafði hælana þótt hann kallaði mig ævinlega gra- sasna. Að vera kallaður grasasni eða grasasni var ekki það sama. Það fór eftir hljómfalli og fólki. Hjá okkur fjölskyldunni var gra- sasni vinalegt hrós. Þegar Ísak var gutti fékk hann nokkrum sinnum að fara á undan okkur í sveitina til Binnu og Bóa þar sem dekrað var við hann frá morgni til kvölds. Binna bakaði allt það bakkelsi sem strákurinn óskaði sér og Bói reyndi að hrista aðeins upp í borgardrengnum sem varla hafði dýft hendi í kalt vatn. Þau umvöfðu hann ást og umhyggju en stundum var Ísak um og ó þegar Bói kallaði hann bölvaðan grasasna en í öðrum orðum því- líkan snilling. Ekki áttaði sá stutti sig í fyrstu á hvað Bói frændi átti við en það lærðist fljótt. Bói var mikill barnavinur og mínum börnum þótti óskap- lega vænt um hann og Binnu sem kvaddi þetta líf allt of snemma. Elsku Bói minn, takk fyrir all- ar þær ánægjustundir sem við áttum saman á Borgarfirði eystra. Takk fyrir allar skemmti- legu sögurnar. Takk fyrir alla hjálpina og takk fyrir að vera vin- ur minn. Kysstu Binnu á kinnina frá mér og minni fjölskyldu. Minning þín mun lifa í brjósti mér um ókomna tíð. Þórhalla Guðmundsdóttir. ýsu rétt, eins og merkur heim- spekingur sagði. Á menntaskólaárunum var ég lengst af í fæði og húsnæði hjá Veigu og Palla í Holtagötunni. Atlætið var alltaf gott og um- hyggjan minnkaði ekkert þótt maður væri þar alla daga. Aldrei skipti Veiga skapi, sama hvernig maður lét, varð samt svolítið mæðuleg og áhyggjufull ef mað- ur hafði slett of hraustlega úr klaufunum um helgar. En með daglegri umgengni tók maður betur eftir góðlátlegri kímni sem alltaf leyndist á bakvið svolítið settlegt yfirbragð. Í raun gekk Veiga mér í móðurstað þessa þrjá vetur og það var gott fyrir baldinn ungling að njóta slíkrar umhyggju. Fyrir það verð ég alltaf þakklátur. Veiga var húsmóðir af gamla skólanum, hélt fágað heimili þótt hún ynni oft úti og settist varla sjálf til að narta í mat, hún var að því leyti eins og móðir henn- ar, Anna amma á Stapa. Slíkt telst ekki lengur til dyggða því tímarnir eru breyttir. Hins veg- ar nutum við ættingjarnir líka góðs af störfum Veigu þegar hún vann í sælgætisgerðinni Lindu, því oft færði hún okkur poka með brotnu conga-súkkulaðikexi. Líklega var Veiga meiri hjálp- arhella allrar Stapaættarinnar en menn gerðu sér grein fyrir því enginn sem erindi átti til Ak- ureyrar um lengri eða skemmri tíma fór á mis við ræktarsemi hennar, mat, kaffi, gistingu eða bara móðurlega umhyggju. Slíkt verður seint fullþakkað, og sjálf- ur hefði maður viljað sýna góð- um ættingjum meira af slíkri ræktarsemi á síðari árum. Það er gott að eiga fallegar minningar um góða frænku og við fjölskyldan sendum Páli, Sig- urgeiri, Rósu, Önnu Kristínu, tengdabörnum og öllum afkom- endum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Viðar Hreinsson. ✝ Ingibjörg E.Waage fæddist í Reykjavík 23. júní 1913. Hún lést á Landspítalanum Landakoti 12. október 2012. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Vilhjálmur Gísla- son skipstjóri, f. 7. ágúst 1872, d. 28. febrúar 1920, og Regína M. Helgadóttir, f. 30. mars 1879, d. 22. september 1953. Systur Ingibjargar voru Steinunn, f. 1901, d. 1962, og Kristín Helga, f. 1906, d. 1938. 28. nóvember 1931 giftist Ingibjörg Matthíasi Waage, einum af eigendum Sanitas, f. 20. júní 1907, d. 1. janúar 1983. Hann var sonur Sig- urðar Waage verslunarmanns, f. 1861, d. 1915, og Hendrikku B. Jónsdóttur Waage, f. 1874, d. 1961. Dætur þeirra eru: 1) Sigríður Regína, f. 22. janúar 1932. Hennar maður var Gunnar Jónsson, sem er lát- inn, og eiga þau tvær dætur: Nancy, sem á þrjú börn, og Helen, sem á tvö börn. 2) Edda, f. 25. apríl 1934. Hún var gift Walter Ped- ersen, sem er lát- inn, og eiga þau þrjár dætur: Ell- en, sem á tvö börn, Karen, sem á tvo syni, og Sus- an, sem á fjóra syni. 3) Kristín Helga Waage, f. 28. nóvember 1939. Hún var gift Erni Pálma Aðalsteins- syni, sem er látinn. Kristín á fjögur börn: Matthías, sem á þrjú börn, Yngva, sem á fjóra syni, Elísabetu, sem á tvo syni, og Helgu, sem á tvo syni. Ingibjörg ólst upp á Vest- urgötunni. Hún var heima- vinnandi húsmóðir og starfaði ásamt Matthíasi eiginmanni sínum í Sanitas. Útför Ingibjargar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 19. október 2012, og hefst athöfn- in klukkan 13. Hún amma mín, Ingibjörg Waage, er látin, 99 ára gömul. Hún var einstök kona, svo fal- leg og góð. Það má segja að hún amma hafi alið mig upp eins og reyndar svo marga aðra í gegn- um tíðina, auk þess auðvitað að ala upp dætur sínar þrjár. Amma var gift Matthíasi afa mínum og alnafna. Þau voru ein- staklega samhent hjón og hjá þeim var mjög gott að vera. Afi átti Sanitas og þegar fyrirtækið var á Lindargötunni unnu þau þar bæði, auk þess sem þau bjuggu í sama húsi. Síðar fluttu þau á Rauðalækinn og þar var ég mikið hjá þeim. Amma hafði alla tíð mjög gaman af því að ferðast og fóru þau afi víða bæði innanlands sem utan. Ég fór oft með þeim afa í ferðalög hér innanlands og voru það ógleymanlegar stundir. Afi dó fyrir 29 árum og var það auðvitað erfitt fyrir hana ömmu. Hún var samt þannig kona að hún lét ekki deigan síga og hélt áfram að ferðast, gjarnan til Eddu dóttur sinnar í Ameríku og með Mörtu bestu vinkonu sinni til Ingu Dísar dóttur Mörtu. Það voru margar sögur sem hún sagði okkur frá þessum ferðalögum og var hún einstak- lega lagin við að sjá kómísku hliðina á hlutunum og hló mikið þegar hún sagði frá. Einu sinni voru þær vinkonurnar, þá um nírætt, á leið til London og þurfti Marta að vera í hjólastól en amma ýtti henni. Eitthvað tókst nú brösulega til, því hjóla- stóllinn steyptist fram yfir sig og Marta úr honum. Hún hafði verið með ýmsan varning í fang- inu sem dreifðist um allt. Þarna lá hún Marta á gólfinu en amma gat ekki hjálpað henni á fætur, því þær hlógu báðar svo mikið. Endaði þetta með því að flug- vallarstarfsmaður kom þeim til hjálpar en þessi saga var oft rifjuð upp og alltaf hlegið jafn- mikið. Amma hafði alla tíð ótrúlega gott minni og var alveg sama hvort um var að ræða gamla daga eða það sem var að gerast í dag. Hún vissi alltaf hvar allir hennar afkomendur og ættingj- ar voru staddir í heiminum, hvað þeir voru að læra eða störfuðu við. Hún var miklu minnugri en við yngra fólkið og var gjarnan sú sem leiðrétti ef fólk fór vitlaust með. Hún var okkur hjónunum og börnunum okkar einstaklega góð alla tíð og verður mikill missir að hafa hana ekki lengur á meðal okkar. Amma bjó í eigin íbúð á Sléttuveginum en maður gekk sjaldnast að henni þar, því hún var alla tíð mjög dugleg að fara eitthvað út og gera eitthvað skemmtilegt. Í sumar var hún t.d. að heiman á 99 ára afmælinu sínu, því hún var í veiðiferð með dætrum sínum á Fellsströnd- inni. Hún léði aldrei máls á því að fara á elliheimili, því eins og hún sagði þá voru þau bara fyrir gamalt fólk. Hún var alltaf já- kvæð, brosandi og hlæjandi og þannig munum við minnast hennar. Matthías Waage og fjölskylda. Elsku amma mín, Ingibjörg Waage, er látin. Hún náði 99 ára aldri. Amma var einstök, góð, skemmtileg og lífsglöð kona. Það var alltaf gaman að koma til ömmu þegar hún bjó á Rauða- læknum. Ég fékk oft að gista hjá henni og svo fórum við í sund í Laugardalslauginni morguninn eftir kl. 7, þar sem hún hitti vin- konur sínar. Þetta þótti mér allt- af mjög spennandi og skemmti- legar stundir. Amma flutti seinna á Sléttuveginn þar sem hún bjó þar til í sumar er hún lagðist inn á spítala. Hún tók alltaf vel á móti okkur og alltaf var boðið upp á Pepsi, sem var fjölskyldudrykkurinn og ekki í boði að kaupa neitt annað. Ömmu þótti gaman að ferðast og á seinni árum fannst henni gott að komast í ferska loftið í sveitinni. Fór hún gjarnan með dætrum sínum að Heiðarbæ og þar undi hún sér vel. Amma átti aldrei nóg af fötum og verslaði mikið þegar hún fór til útlanda, svo þóttist hún ekkert hafa keypt og sýndi fötin í smá- skömmtum. Ef við ættingjarnir fórum til útlanda þá bað hún okkur gjarnan um að kaupa eitt- hvað fyrir sig sem henni fannst sig bráðvanta. Amma er nú komin til afa og allra góðu vina sinna og veit ég að það er tekið vel á móti henni. Hennar verður sárt saknað en minningin um frábæra konu lifir með okkur. Hvíldu í friði, elsku amma. Helga Arnardóttir. Í dag fer fram útför elsku- legrar móðursystur minnar, Ingibjargar Waage. Imba, eins og hún var ávallt kölluð, var að- eins 14 árum eldri en ég en hún gekk mér engu að síður í hálf- gerðan móðurstað þar sem ég missti móður mína 10 ára að aldri. Fram á síðasta dag var hún að lýsa glæsilega Silfur cross- vagninum og hversu gaman það var að ganga með mig í honum um miðbæinn. Imba giftist síðar föðurbróður mínum, Matthíasi Waage, og var mikill samgangur á milli fjölskyldna okkar. Ferða- lög voru alltaf í miklum metum hjá Imbu. Stundum vissum við ekki hvort hún var að koma eða fara. Það var Ameríka og svo England með Mörtu hans Halla, enda sprækar dömur á ferð. Alltaf gat ég leitað til hennar og ávallt tók hún mér opnum örmum. Við fjölskyldan vorum svo lánsöm að fá að hafa hana hjá okkur mörg gamlárskvöld og gladdi það hjarta okkar mjög. Það mynduðust afar sterk tengsl á milli okkar. Ég vil þakka elskulegri móð- ursystur minni fyrir yndislega samveru í gegnum tíðina og minnist hennar fyrir hlýju og al- úð sem hún sýndi mér og fjöl- skyldu minni. Guð blessi minn- ingu hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Þinn Sigurður S. Waage. Minningarnar hrannast upp þegar við minnumst hennar Imbu frænku okkar sem lést 12. október sl. Imba frænka var ömmusystir okkar, gift afabróð- ur okkar honum Matthíasi Waage. Við litum alltaf á hana sem ömmu. Kristín Helga lést þegar faðir okkar var aðeins 10 ára gamall. Við höfðum unun af því að heyra hana segja sögur af pabba okkar frá því hann var lítill, þar sem minni hennar var ótrúlegt. Imba og Matti frændi voru einstaklega falleg hjón og stóð heimili þeirra okkur systrum ávallt opið. Við fengum oft að gista hjá þeim og spennandi var að taka á móti þeim þegar þau komu heim frá Ameríku. Barbídúkkur og sitthvað, sem ekki fékkst hér á landi á þeim tíma, kom upp úr töskunum. Ekki má gleyma fiskibollunum hennar Imbu, því- líkt góðgæti. Imba frænka var alltaf ein- staklega vel tilhöfð, „glimmer og glamour“ klæddi hana vel. Henni fannst heldur ekkert leið- inlegt að versla erlendis. Eftir að Matti lést var Imba dugleg að ferðast með Mörtu vinkonu sinni, hvort sem var til Englands til dóttur Mörtu eða til Ameríku til Eddu dóttur sinn- ar og hennar fjölskyldu. Ferða- lögin til Eddu í Ameríku héldu áfram fram á tíræðisaldur. Henni þótti þetta ekkert stór- mál: „Maður pantar sér bara hjólastól og lætur rúlla sér í gegnum flugstöðvarbygg- inguna.“ Sigrún systir okkar var svo heppin að fá að fljúga með Imbu út til New York þegar hún fór í sína síðustu ferð þangað. Imba bjó í sinni eigin íbúð og hélt sitt fallega heimili fram til hins síðasta, það hefði ekki hent- að henni að fara á elliheimili. Það var hreint ótrúlegt miðað við aldur hversu mikið þrek hún hafði og minnið var næstum óskeikult. Það er svo stutt síðan við göntuðumst með það að hún væri allt of ung til þess að eiga áttræða dóttur, okkur fannst þetta ekki passa. Allt á sinn tíma,við þökkum fyrir tímann sem við áttum saman. Minningin um yndislega ömmusystur lifir. Kristín, Margrét, Sigrún og Hendrikka Waage. Ingibjörg E. Waage Elsku besta vinkona mín, hún Ninna, er dáin. Mér er þungt um hjartarætur að þurfa að kveðja yndislega vinkonu svona langt um aldur fram. Það eru svo margar minningar sem koma fram. Það var veturinn 1962 sem við kynntumst og allar götur síðan voru við nánar vinkonur. Við vorum saman í Gaggó, en fórum aftur hvor í sína áttina, fórum í verknám en eftir 4. bekk skildi leiðir um stund, þú fórst suður en ég norður, en þráður- inn á milli okkar slitnaði aldrei. Á þessu tímabili eignuðumst við maka okkar, þú Hadda, ég Magga og svo komu börnin til sögunnar eitt af öðru og þá bjuggum við aftur í nágrenni við hvor aðra og hittumst nánast daglega. Þegar ég flutti í Dalina með mína fjölskyldu þá kom trygglyndið best í ljós, þegar leitað var til þín um aðstoð var hratt brugðist við og þú varst kominn. Það voru ófáar ferðirnar ykk- ar Hadda vestur til okkar, var þá glatt og kátt í kotinu, margt gert og það var enginn logn- molla í kringum okkur. Börnin okkar nutu þess að vera saman, kallarnir okkar áttu líka gott með að vinna saman og var drif- ið í að gera ýmsa hluti þegar þið komuð. Þegar ég hugsa til þín, elsku Ninna, finnst mér alltaf hafa verið sól í kring um þig, gleði og hlátur. Það sem við fjögur gerðum saman síðast var að fara út að borða og fara í leik- hús, þá varst þú orðin veik en samt varstu glöð og kát eins og alltaf. Minning þín mun lifa með mér, elsku Ninna, og ég biðjum Guð að geyma mína bestu vin- Jónína Ólafsdóttir ✝ Jónína Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 13. mars 1951. Hún lést á krabbameinsdeild 11-E Landspítala við Hringbraut 23. september 2012. Útför Jónínu fór fram frá Vídal- ínskirkju 4. október 2012. konu. Elsku Ninna, að heilsast og kveðjast er lífsins saga. Sú saga var bara alltof stutt hjá þér Ninna mín, Margs er að minnast á þeim tíma sem ég þekkti þig og alltaf var það eitthvað skemmtilegt. Árin sem við Lólý vorum í Múla komuð þið eins oft og þið gátuð til að aðstoða við búskap- inn og hin ýmsu verk, og held ég að þú hafir ekki dregið af þér við það frekar en annað sem þú tókst þér fyrir hendur. Ég held að ég gleymi aldrei þegar þið Lólý komuð á gamla Massanum niður á bakkatún þar sem ég var að slá, um miðja nótt. Lólý keyrði og þú sast fyrir aftan og hélst á kaffibrúsa og meðlæti handa mér. Það var ekki lítið hlegið að ferðalaginu og bless- uðum sykruðu gómfyllunum, þá held ég að sérrý-kleinurnar hafi engan svikið. Allar vetrarferðirnar ykkar Hadda vestur til okkar bæði um áramót og páska, oft á tíðum gekk á ýmsu í þeim ferðum. Þá eru ótalin þorrablótin og rétt- arböllin með öllum hlátrinum sem þeim fylgdi. Það var bara allt skemmtilegt, Svo þegar börnin ykkar Hadda, og börnin okkar Lólýar, uxu úr grasi og fóru að mennta sig, voru komin með fjölskyldur þá gerðist það af sjálfu sér að samskiptin urðu öðruvísi og þegar blessuð barnabörnin fóru að koma hafði hver nóg með sig og sína. Elsku Ninna mín, ég kveð þig með söknuði og veit að þar sem þú ert núna mun þér líða vel. Elsku Haddi, þú átt alla okk- ar samúð. Sorgin er mikil en við vitum að þú ert sterkur. Elsku Didda Stína, Maggi, Hanna Björk, Sveinbjörn, Óli, Hanna Sigga, Helga María og börnin ykkar öll, þið eigið inni- lega samúð okkar og vitið að við erum til staðar fyrir ykkur. Ykkar vinir, Guðlaug og Magnús. María Pétursdóttir ✝ María Péturs-dóttir, hús- móðir í Vest- mannaeyjum, fæddist í Neskaup- stað 8. nóvember 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 4. októ- ber 2012. Útför Maríu fór fram frá Landa- kirkju 13. október 2012. minn og þú tókst okkur alltaf opnum örmum, bæði á Brimhólabrautinni og litlu íbúðinni þinni. Ég man þeg- ar við Jón Bjarni komum. Þá svaf hann í sófanum en ég hjá þér, Maja mín. Svo vaknar Jón Bjarni, kíkir inn til okkar og segir: „Hérna sofa ömmuhjón og ég vaknaður.“ Já, það er margs að minnast frá liðnum árum. Þakka þér fyrir allt, elsku Maja mín, þín verður sárt saknað. Hjördís I. Einarsdóttir. Mig langar til að þakka þér elsku María mín fyrir allar góðu samverustundirnar á liðn- um árum. Það var svo gott að koma til Eyja með Jón Bjarna ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, TRAUSTA GESTSSONAR skipstjóra, Langholti 27, Akureyri. Sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun færum við Heimahlynningunni á Akureyri. Ásdís Ólafsdóttir, Jörundur Traustason, Ingveldur Jóhannesdóttir, Stefanía Traustadóttir, Maríanna Traustadóttir, Ásgeir Adamsson, Ólafur Traustason, Gestur Traustason, Hulda Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.