Morgunblaðið - 19.10.2012, Side 40

Morgunblaðið - 19.10.2012, Side 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Australian shepherd hvolpar til sölu: Gullfallegir aussie hvolpar til sölu, bæði rakkar og tíkur. Afhendast í byrjun nóv., heilsufarsskoðaðir, með ættbók frá HRFÍ. Möguleiki á visa raðgr. Allar uppl. á www.vikurkennel.com eða í síma 894 6611. Til sölu Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Þjónusta MÓÐUHREINSUN GLERJA Er komin móða eða raki á milli glerja? Móðuhreinsun ÓÞ. Sími 897 9809. Bílar óskast                              Húsviðhald Laga ryðbletti á þökum, hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk- efni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Múr- og lekaviðgerðir Sveppa- og örverueyðing Vistvæn efni notuð Húsaviðgerðir www.husco.is Vönduð vinna Áratuga reynsla Sími 555-1947 Gsm 894-0217 Byssur GÆSASKOT 42 gr MAGNUM Frábær gæði, hóflegt verð. Byssu- smiðja Agnars, s. 891-8113. Dreifing: Sportvörugerðin, s. 660-8383. www.sportveidi.is Jeep Cherokee 1992, nýskoðaður ´13, í góðu standi, 4,0L, ssk., ek 235 þús km. Tilboð 230 þúsund! Uppl. í síma 692-0768, Valgeir. Nikita Outlet Verð frá 990 til 5990 kr. Húfur, jakkar, buxur, peysur og allt þar á milli. Skipholti 25, Reykjavík. Opið virka daga 14:00 - 19:00 og laugardaga 12:00 - 16:00. Bílar Fatnaður ✝ Helga Jóns-dóttir fæddist í Lambhúsum á Akranesi 5. febr- úar 1916. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 12. október 2012. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson skip- stjóri og hafnar- vörður á Akra- nesi, f. 25. mars 1888 í Litla-Lambhaga, Skil- mannahreppi, Borg., d. 19. júlí 1971, og Ragnheiður Þórð- ardóttir húsfreyja, f. 8. mars 1893 á Vegamótum á Akra- nesi, d. 26. október 1982. Jón og Ragnheiður bjuggu lengst af á Reynistað á Akranesi. Helga var næstelst níu systk- ina. Hin eru Margrét, f. 26. júní 1914, d. 9. nóvember 1995, Sigurður, f. 5. mars 1917, d. 30. júní 1940, Þórður, f. 31. mars 1920, d. 29. sept- ember 1937, Jón, f. 9. janúar 1923, d. 10. apríl 1924, Jón, f. 20. janúar 1925, d. 18. október 2003, Ragnheiður, f. 11. maí 1927, d. 13. maí 1928, Rík- harður, f. 12. nóvember 1929, og Þórður, f. 29. nóvember 1934. Helga giftist 18. desember 1943 Jóni G. Þórarinssyni, organista og tón- listarkennara, f. 16. ágúst 1920, d. 17. janúar 2010. Börn Jóns og Helgu eru Sigrún Stella, f. 7. apríl 1940, maki Jón Þorvaldsson, f. 30. mars 1937, Þórarinn, f. 5. ágúst 1945, maki Sigríður Halla Sigurðardóttir, f. 12. ágúst 1953, og Magnús Þór, f. 24. nóvember 1961, maki Þór- unn Þórisdóttir, f. 25. nóv- ember 1959. Barnabörn Helgu og Jóns eru fjögur, barna- barnabörnin níu og barna- barnabarnabörnin tvö. Helga ólst upp á Akranesi en Jón og Helga bjuggu allan sinn hjúskap í Reykjavík. Helga stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni og seinna nám í kjólasaum í Reykjavík. Helga verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag, 19. október 2012, og hefst athöfn- in kl. 13. Elskuleg tengdamóðir mín, hún Helga, hefur nú kvatt þetta líf í hárri elli. Mér verður hugsað til þess fyrir 50 árum þegar ég hafði kynnst konu minni og stór- fjölskylda hennar var saman- komin á Reynistað á Akranesi. Þá voru foreldrar Helgu aldur- hnigin og gátu horft á börnin sín og barnabörn stoltum augum. Þarna var systir Helgu, hún Magga, og yngri bræður hennar, knattspyrnuhetjurnar Rikki, Nonni og Þórður. Þarna var líka næsta kynslóð sem beið þess að halda uppi merki þeirra. Og auð- vitað var aðalumræðuefnið knattspyrna. Helga var næstelst þeirra systkina. Eftir nám í Héraðs- skólanum á Laugarvatni lærði hún kjólasaum í Reykjavík og við það starfaði hún um tíma. Síðan kynntist hún tilvonandi eigin- manni sínum, Jóni G. Þórarins- syni, og hófu þau búskap. Jón hafði ungur misst föður sinn í sjóslysi og varð hann stoð og stytta móður sinnar eftir það áfall. Þetta tafði fyrir því að hann gæti hafið nám í því sem hugur hans stefndi til, en það var tón- listarnám. Helga var fyrst og fremst hús- móðir og helgaði hún sig uppeldi barna þeirra og heimili. Í mínum huga var samband þeirra hjóna einstaklega náið, ríkt að kær- leika og virðingu hvors fyrir öðru. Þegar Jón hafði lokið ævistarfi sínu sem kennari og organisti gátu þau hjón látið gamlan draum rætast. Eignuðust þau hesta og komu sér upp veglegri aðstöðu fyrir þá. Þetta veitti þeim hjónum ómælda ánægju. En skyndilega bilaði heilsan hjá Jóni og þá ákváðu þau að venda kvæði sínu í kross og keyptu sér sumarhús á Spáni. Þetta var mikið gæfuspor því á Spáni nutu þau þess í ríkum mæli að vera í sól og sumaryl. Þar dvöldu þau í meira en 20 ár. Á Spáni eign- uðust þau trausta og góða vini og áttu margar sameiginlegar gleði- stundir með þeim. Síðustu æviár Helgu voru henni erfið vegna veikinda og eftir að hún missti mann sinn fyrir tæplega þremur árum var eins og lífslöngun hennar væri horfin, enda höfðu þau verið gift í 67 ár. Helga var sannarlega glæsileg kona og hélt reisn sinni til hinstu stundar. Hún var mér mild og góð tengdamóðir, hógvær, orð- vör en orðheppin, glaðvær og hláturmild, og leið mér afar vel í návist hennar. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa notið samvista við hana og ég get sagt með sanni að hún var í mínum huga eins og uppskrift að því hvernig góðar tengda- mæður eiga að vera. Jón Þorvaldsson. Hvernig kveður maður ömmu sína? Ég er skírður í höfuðið á ömmu Helgu. Ég man að mér var strítt í barnaskóla fyrir að heita „eftir kerlingu“ því það þótti hin- um strákunum ekki gott. Ég kvartaði við móður mína strax og ég uppgötvaði glæpinn, en lét mig hafa það, enda sá ég að því yrði ekki breytt svo auðveldlega, og svo reyndist það bara ágæt- lega. Ég gat sagt stoltur framan í allan heiminn: Ég heiti það sama og amma! Er hægt að kveðja ömmu sína? Við „nöfnurnar“ áttum marg- ar góðar stundir, flestar á Háa- leitisbraut 52, þar sem við bræð- urnir vöndum komur okkar, áttum athvarf í borginni miklu fyrir sunnan, strætó leið 3 var okkar bjargvættur, bara að muna að fara út á réttum stað, sagði amma gjarnan. Að koma til afa og ömmu á Háaleitisbraut 52 var alltaf ævintýralegt og í minn- ingunni eru þær stundir ekki metnar til fjár. Amma í eldhús- inu eða að spjalla við eldhúsborð- ið þakið kræsingum, afi Jón að spila á píanóið í stofunni eða fletta Mogga með sínum snöggu rykkjum. Amma að búa um rúm- ið fyrir okkur. Amma var alltaf að. Hún sá um heimilið. Hún sagði sögur af Akranesi, æsku- heimili sínu Reynistað, langafa Jóni skipstjóra og langömmu Ragnheiði, af stóru systur Möggu í Stórholti, að ógleymd- um yngri bræðrum sínum sem kunnu svolítið í fótbolta. Akranes og ÍA. Hvað amma var stolt af liðinu sínu og æskuslóðum. Og amma sá um strákana sína í Háa- leitinu. Afa Jón og Þórsa. Yngsta barnið þeirra, sem var jafnaldri minn. Það var Þórsi sem kenndi mér á Reykjavík. Fara hér, var- ast þetta. Og hérna er Fram-völl- urinn. Þar sem ömmu sleppti tók Þórsi við. Og bræðurnir að norð- an voru í góðum höndum. Amma treysti okkur norðanpiltum meira að segja til að fara út í Sjö- bekk og kaupa eitthvert smáræði sem vantaði í matinn. Það var mikil upphefð að geta hjálpað ömmu svolítið. Síðustu árin hafa verið erfiðari fyrir ömmu en maður hefði kosið. Veikindi hrjáðu hana í seinni tíð, m.a. var fótur tekinn af við hné, en sú aðgerð tók sinn toll. Ég heimsótti ömmu daginn fyrir að- gerðina, því ekki var talið víst að hún lifði af svæfinguna. En amma Helga er frá Akranesi, þar sem menn sansa hlutina. Hún og afi Jón voru svo samrýnd að það verður varla betur gert. Aðdáun- arvert var að fylgjast með afa annast ömmu í veikindum henn- ar, þó hann sjálfur væri ekki allt- af við „hestaheilsu“. Og að sjá Þórsa, ásamt Tótu sinni, annast þau bæði af einlægri elsku. Síð- ustu árin dvaldi amma á Sóltúni, góðum stað, en afskaplega sárt gat verið að kveðja, þótt hún hafi alltaf kvatt með stóru geislandi brosi. Hvert fer amma nú þegar hún kveður? Ég vona að hún hitti aft- ur afa Jón, sem beið þolinmóður á veggnum beint á móti rúminu á Sóltúni, að ég tali nú ekki um gömlu hjónin á Reynistað, litlu bræðurna sem dóu ungir, þar á meðal Sigurð, en amma kallaði mig stundum Sigurð undir það síðasta. Fyrirgefðu Helgi minn, sagði hún og kreisti fingur. Ekk- ert að fyrirgefa. Hvernig kveður maður ömmu sína? Með kossi. Og heitstrengingu um að reyna að vera eins góð mannvera og hún. Helgi Jónsson. Nú hefur Helga föðursystir mín lagt í sína hinstu för og um hugann reika minningar um ein- staka konu. Þegar Helga og Jón komu á Skagann og ég skildi aldrei hvernig Jón gat komist inn í Volkswagen-bjöllu. Það var ávallt mikið fjör þegar stórfjöl- skyldan á Reynistað hittist og mér fannst alltaf mjög gaman þegar frændfólk mitt úr Reykja- vík kom í heimsókn. Aldrei man ég eftir hávaða í Helgu frænku og hún var alltaf ljúf og góð og vildi allt fyrir alla gera. Hún var hlý og gefandi og hafði mikinn skilning á mannlegu eðli og breyskleika. Einlægan áhuga á knattspyrnu áttum við sameigin- legan eins og fjölskyldan öll og ég man þegar keyrt var um Hvalfjörðinn til að fara á völlinn í Reykjavík og komið við á Háa- leitisbrautinni hjá Helgu og Jóni, eða í Stórholtinu hjá Möggu og Greip. En við leiðarlok er ljúft að minnast og muna. Mér finnst ég ekki geta talað um Helgu nema tala líka um Jón því fyrir mér voru þau sem eitt. Þau hjón eru í mínum huga einstaklingar sem ég lít upp til og er þakklát að hafa fengið að njóta þess að hafa þau í lífi mínu. Buffetið hennar Helgu sem áður var á Reynistað fær nú heiðurssess á mínu heim- ili og mun ég minnast frænku minnar og ömmu og afa á Reyni- stað þegar ég horfi á það. Ég á eftir að sakna þess að skjótast ekki í Sóltúnið, en veit að Helga er komin á betri stað, umvafin kærleika sinna nánustu sem far- in voru á undan henni. Fjölskyld- unni allri sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigrún Ríkharðsdóttir. Helga Jónsdóttir Elsku langa, nú ert þú farin. Þú varst búin að lenda í allskonar veikindum og oft var sagt að þú myndir varla ná þér því þú varst orðin svo „gömul “ en maður þurfti ekki að hræðast neitt því þú tókst á þessu eins og að drekka vatn. Ég man eftir næst- um öllum hlutum sem við gerð- um, t.d. fengum okkur vínar- brauð með bleiku glassúri, fengum okkur „fréttablöð“ þunnt hrökkbrauð með miklu smjöri, þegar við bökuðum pönnukökur og settum extra mikinn sykur á þær því það var best og þegar þú kenndir mér að prjóna. Við spil- uðum mjög mikið saman og vor- um oft að atast í hvor annarri. Ég man líka af hverju ég fékk áhuga á ættfræði því ég spurði þig um fjölskylduna þína og þessi svakalega mörgu systkini sem þú áttir, þá tókstu fram bók um ætt- ina okkar, sýndi mér hvað pabbi þinn var myndarlegur maður og mörg önnur skyldmenni, þá kviknaði áhuginn á þessu öllu saman. Ég man líka eftir því þeg- ar mig langaði að vera eins og mamma mín því þegar hún var lítil þá gisti hún alltaf niðri hjá þér, ég fékk það en ég var svo mikil prinsessa að ég lét þig aldr- aða konu sofa á gólfinu og ég í rúminu þínu. Þú varst oft að tala við mig um að vera dugleg að taka til í herberginu og eyða ekki of miklum tíma í að finna til föt Aðalheiður Franklínsdóttir ✝ AðalheiðurFranklínsdóttir fæddist á Litla- Fjarðarhorni við Kollafjörð 9. júní 1914. Hún lést á sjúkrahúsinu á Sel- fossi 13. sept. 2012. Útför Aðalheiðar fór fram í kyrrþey 22. september. Jarðsett var í Þor- lákshöfn. og klæða mig, ég skal reyna að bæta mig í því. Ég og bróðir minn vorum líka oft með halas- nælduna, hún var notuð sem sverð, potað í öll göt sem við gátum fundið. Það var alltaf nóg að gera í kjallaran- um hjá þér. Í jarð- arförinni las ég ljóð- ið sem þú baðst um þótt ég skylfi og skylfi þá tókst það mjög vel og ég vona að þú sért ánægð. Lang- ar mig að láta það fylgja með. Á vængjum vil ég berast í vinda léttum blæ. Djarft um fjöll og dali og djúpan reginsæ. Vængjum líða í lofti við ljósbjart sólarhvel. Vængjum sælum svífa með vonum sigurs dvel. Vængi, vængi gef mér með von og æskudraum. Fagra, sterka frjálsa að fljúga úr sollnum glaum. Vængi að fái ég flogið og fundið sæluvist. Það allt sem ég þrái og það sem ég hef misst. Vængi, í hæð að hefjast sem háfleygt arnakyn. Vængi, loks leiftra við ljóssins hæsta skin. Vængi er þjóta án þeytu, en þiggja kyrrðar bið þá bjartir saman sveipast í sælum himinfrið. (Höf. ók. þýð.: Steingrímur Thorsteinsson.) Ég ætla að þakka fyrir allar lexíurnar sem þú kenndir mér og takk fyrir mig og það var gaman að hafa þig öll þessi 13 ár. Takk fyrir, elsku besta amma langa, enginn grátur bara hlátur. Haddý María. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðs- lógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minning- argreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.