Morgunblaðið - 19.10.2012, Qupperneq 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Gæði og glæsileiki
á góðu verði
Góðar lausnir - frá Profilitec
Maður hefur smápartí, fámennt og góðmennt heima. Þettaverður bara lítið og þægilegt. Ég vil frekar hafa fátt oggott fólk í kringum mig. Það er voða hentugt að eiga af-
mæli á föstudegi, það hittist vel á,“ segir Katla Hildardóttir, sem
fagnar þrítugsafmæli sínu í dag, um það sem kvöldið ber í vændum.
Katla, sem er fædd og uppalin á Akureyri, starfar sem hjúkrunar-
fræðingur á geðdeild sjúkrahússins í bænum. Hún segir það hafa
verið geðhjúkrunina sem heillaði hana við hjúkrunarfræðina. Katla
útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2011 en áður hafði hún
lokið sjúkraliðanámi árið 2004. Alls hefur hún starfað í heilbrigðis-
kerfinu í tólf ár en hún byrjaði að vinna innan þess árið 2000. „Ég
kann mjög vel við mig í þessu. Kosturinn er að ég er að vinna á mínu
áhugasviði sem er að hjálpa fólki,“ segir Katla.
Fyrir utan vinnu tekur Katla stöku sinnum að sér að kenna tíma í
fit pilates í heilsuræktarstöðinni Átaki á Akureyri. „Ég tek tíma og
tíma. Ég lærði þetta og önnur líkamsræktarkerfi á stuttu námskeiði
sem ég tók. Maður reynir að vera í heilbrigðinu,“ segir hún sposk.
Nú er veturinn að taka völdin og vinsælt er hjá Akureyringum
sem öðrum að skíða í Hlíðarfjalli. Sjálf segist Katla ekkert vera á
skíðum. „Maður skammast sín hálfpartinn þegar maður er með fjall-
ið beint fyrir framan sig. Þetta er alltaf á stefnuskránni,“ segir hún.
Katla Hildardóttir er þrítug í dag
Áfangi Katla segir engan einn afmælisdag eftirminnilegri en annan.
„Er það ekki alltaf stórmerkilegt að hafa orðið árinu eldri?“
Vill hafa fáa en
góða í kringum sig
B
irgir fæddist á Þrasa-
stöðum í Fljótum og
ólst þar upp til sjö ára
aldurs, var á Minna-
holti í Fljótum næstu
átta árin og lauk búfræðiprófi frá
Hólum 1956.
Birgir vann við tilraunahúið á
Hesti í Borgarfirði 1958-60, var eitt
ár hjá Jóni á Reykjum í Mosfells-
sveit, starfaði við kúabú Rafmagns-
veitu Reykjavíkur á Úlfljótsvatni
1963-65 er búið var lagt af og var þar
ráðsmaður til 1977 auk þess sem
hann var sjálfur með fjárbúskap.
Birgir var bóndi í Litla-Ármóti
1977-84, starfaði hjá Sláturfélagi
Suðurlands í tvö ár og var fanga-
vörður á Litla-Hrauni 1988-2006.
Þenur ennþá nikkuna
Birgir lék fyrir dansi á harmon-
ikku í Fljótunum á unglingsárunum
og í Borgarfirðinum ásamt tveimur
Birgir Hartmannsson, hagyrðingur og harmónikkuleikari – 75 ára
Barnabörnin Birgir og Lára, kona hans, ásamt fjölmennum og fríðum hópi barnabarna sinna.
Gömlu dansarnir að
deyja út og lögin líka
Hjónin Birgir, ásamt eiginkonu sinni, Láru Bjarnadóttur sjúkraliða.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður
sem hefur hafið göngu sína
í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum, barnsfæðingum
eða öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Akureyri Valgerður
Árný fæddist 2. des-
ember kl. 10.45. Hún
vó 3.774 g og var 52
cm löng. Foreldrar
hennar eru Þorgerð-
ur Helga Árnadóttir
og Ingi Rafn Inga-
son.
Nýir borgarar