Morgunblaðið - 19.10.2012, Page 43

Morgunblaðið - 19.10.2012, Page 43
vinnufélögum sínum á Hesti, enda nefndir Bikkjubandið. Hann lærði að lesa og spila eftir nótum við Tón- listarskólann á Selfossi er hann var fimmtugur og lék þá á böllum og nokkuð reglulega fyrir matargesti á veitingahúsinu Fjöruborðinu á Stokkseyri. Síðan hefur hann leikið fyrir eldri borgara við ýmis tilefni. En er harmonikkan á undanhaldi? „Nei. Ekki hljóðfærið sem slíkt. En gömlu dansarnir eru að hverfa, skottís, polki, vínarkruss og mars- úrka, og með þeim hverfa þessi gömlu skandinavísku lög.“ Hestamennska og hagmælska Þú ert þekktur hagyrðingur. „Ja, ég var opinberlega gerður að hagyrðingi þegar Ómar fór um land- ið með þættina Hvað heldurðu? Þá var ég fenginn til að koma þar fram og hef víst verið hagyrðingur síðan. Ég hef sent frá mér tvær bækur með lausavísum, Gatan syngur gleðilag, útg. 1989, og Hjá mér oft er vísnavon, útg. 2002. Svo er ég í kvæðamannafélaginu Árgalanum.“ Og þú hefur fleiri áhugamál. „Já ég hef alltaf haldið hesta, stundaði tamningar um skeið og hef alltaf reynt að komast í einnar til tveggja vikna hestaferðir yfir há- lendið, vestanvert, á hverju sumri. Ég hef farið fjölda ferða yfir Kjöl, yfir Kaldadal og Arnarvatnsheiði og eins ýmsar fjallabaksleiðir austur í Skaftafellssýslu. Svo hef ég samið töluvert af lög- um sem ég er að taka saman og ætla mér að koma á diska á næstunni. Ég hef alla vega aldrei haft meira að gera en eftir að ég hætti að vinna.“ Fjölskylda Eiginkona Birgis er Lára Bjarna- dóttir, f. 2.5. 1940, húsfreyja og sjúkraliði. Hún er dóttir Bjarna Magnússonar, sem var bóndi á Hraðastöðum í Mosfellsdal, og Þor- valdínu Magnúsdóttur húsfreyju. Dóttir Birgis frá því áður er Rósa, f. 3.6. 1958, húsfreyja á Grenivík en maður hennar er Gunnlaugur Lúth- ersson og á hún fjóra syni. Börn Birgis og Láru eru Hall- grímur, f. 23.11. 1961, verslunar- maður á Selfossi, og á hann þrjú börn; Bjarni, f. 10.3. 1968, bryti í Skálholti en kona hans er Lára Bergljót Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn; Margrét, f. 30.6. 1970, hótel- stýra við Ketilsstaðaskóla í Mýrdal en maður hennar er Jóhann Vignir Hróbjartsson og eiga þau þrjú börn; Kolbrún, f. 12.4. 1972, líffræðingur og lífeindafræðingur á Selfossi og á hún tvö börn; Ingibjörg, f. 10.4. 1975, tónmenntakennari og flautu- leikari á Stokkseyri en maður henn- ar er Vernharður Reynir Sigurðsson og eiga þau fjögur börn; Guðný, f. 10.4. 1975, leikskólakennari á Sel- fossi en maður hennar er Guðfinnur Harðarson og eiga þau fjögur börn. Systkini Birgis eru Erna, f. 1935, húsfreyja í Kópavogi; Guðmundur, f. 1936, lengst af lögregluþjónn í Reykjavík og á Selfossi; Kári, f. 1940, sjómaður í Grindavík; Halldór, f. 1942, starfsmaður við Sólheima í Grímsnesi; Grétar, f. 1949, sjómaður í Kópavogi; Ingibjörg, f. 1952, hús- freyja á Þórðarstöðum í Fnjóskadal. Foreldrar Birgis: Hartmann Kristinn Guðmundsson, f. 12.4. 1912, d. 29.10. 1990, bóndi á Þrasastöðum, og k.h., Kristín Halldórsdóttir, f. 27.2. 1916, d. 28.12. 2007, húsfreyja. Úr frændgarði Birgis Hartmannssonar Birgir Hartmannsson Hólmfríður Björnsdóttir húsfr. á Hólum Jósef Björnsson skólastj. og alþm. á Hólum Ingibjörg Jósefsdóttir húsfr. í Garðakoti Halldór Gunnlaugsson b. í Garðakoti í Hjaltadal Kristín Halldórsdóttir húsfr. á Þrasastöðum Sigurlaug Jónsdóttir frá Hreppsendaá í Ólafsfirði Gunnlaugur Guðmundsson b. á Stafnhóli í Deildardal Sigríður Jónsdóttir húsfr. frá Sléttu Jóhann Magnússon b. á Sléttu í Fljótum Guðný Jóhannsdóttir húsfr. á Þrasastöðum Guðmundur Bergsson b. á Þrastarstöðum Hartmann Guðmundsson b. á Þrasastöðum í Fljótum Katrín Þorfinnsdóttir húsfr. á Þrasastöðum Bergur Jónsson ættfaðir Þrasastaðaættar Harmonikkuleikarinn Birgir, lík- legast að spila Hreðarvatnsvalsinn. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi George Foreman vinsælu heilsugrillin komin í verslanir Benjamín H.J. Eiríksson, hag-fræðingur og bankastjóri,fæddist í Hafnarfirði 19.10. 1910. Hann var sonur Eiríks Jóns- sonar, bónda óg sjómanns í Hafnar- firði, og k.h. Solveigar Guðfinnu Benjamínsdóttur. Benjamín lauk stúdentsprófi frá MR 1932, nam í Berlín, Stokkhólmi og Moskvu, lauk prófum í slavn- eskum málum og bókmenntum í Uppsölum, fil.kand.-prófi í hagfræði og tölfræði frá Stokkhólmsháskóla, MA-prófi í hagfræði og stjórnmála- fræði við University of Minnesota í Bandaríkjunum og Ph.D.-prófi í hagfræði frá Harvard University 1946. Benjamín var starfsmaður Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins 1946-51, ráðunautur ríkisstjórnar Íslands 1951-53 og bankastjóri Fram- kvæmdabanka Íslands 1953-65. Þá sagði hann starfi sínu lausu og sinnti ekki opinberum störfum eftir það. Benjamín var sá sérfræðingur, ásamt Ólafi Björnssyni prófessor, sem ráðlagði róttækustu framfarir í efnahagsmálum hér á landi, við upp- haf Viðreisnarstjórnarinnar. Nokkr- um árum áður höfðu þeir skilað skýrslum og sambærilegum til- lögum sem ekki var þá hrint í fram- kvæmd. Ævi Benjamíns var afar viðburða- rík og samofin ýmsum stór- viðburðum aldarinnar. Hann varð vitni að fullveldistökunni við Stjórn- arráðshúsið 1. desember 1918, stóð nokkra metra frá Hitler við valda- töku hans 1933, horfði á þinghúsið í Berlín brenna sama ár, sá Stalín í Moskvu 1936 og missti unnustu sína, Elviru Hertzsch, og kornunga dótt- ur þeirra, Sólveigu Erlu, í klærnar á sovésku leyniþjónustunni, en þaðan áttu þær ekki afturkvæmt. Halldór Kiljan Laxness var þá staddur á heimili þeirra og varð vitni að hand- töku þeirra mæðgnanna, eins og fram kom í riti Laxness, Skálda- tíma, mörgum árum síðar. Ævisaga Benjamíns, Benjamín Eiríksson – í stormum sinna tíða, rituð af Hann- esi Hólmsteini Gissurarsyni, kom út 1996. Benjamín lést 23.7. 2000. Merkir Íslendingar Benjamín H.J. Eiríksson 90 ára Halldóra Sigurjónsdóttir 85 ára Jón Björgvin Stefánsson Rósmundur Stefánsson 80 ára Sigríður Jóhannsdóttir 75 ára Auður Ketilsdóttir Dóra M. Ingólfsdóttir 70 ára Einar Guðmundsson Grímur Heiðar Brandsson Guðrún Fríða Júlíusdóttir Hjörtur Guðmundsson Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir Sigrún Guðný Guðmundsdóttir Örnólfur Þorleifsson 60 ára Gréta Kjartansdóttir Guðbjörg Jóhannsdóttir Guðmundur Halldórsson Gunnar Jónsson Halldór Ágúst Jóhannsson Izudin Vajzovic Jóhann Thoroddsen Kristín Þorbergsdóttir Ólafur Bergmann Bjarnason Rósa Guðný Bragadóttir Sigríður Gísladóttir Steinar Harðarson Valgerður K. Guðlaugsdóttir 50 ára Alfa Kristjánsdóttir Ari Geir Emilsson Birgir Blöndal Birgisson Einar Sigmundsson Elín Sigurbergsdóttir Hafsteinn Bao Duong Hrafnhildur Markúsdóttir Ingibjörg Tómasdóttir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir Magnús Sigurðsson Magnús Skúlason Ragnheiður Margrét Júlíusdóttir Sigurður Magnússon Sonia Estrada Cagatin Steina Ósk Gísladóttir Þórarinn Garðarsson 40 ára Anna Borowska Baldvin Aldar Ingibergsson Charlane Rene Brady Dagbjartur Jónsson Edda Herdís Guðmundsdóttir Jenný Björk Guðmundsdóttir Konstantinos Tintos María Rún Hafliðadóttir Nichole Leigh Mosty Sturla Þórðarson 30 ára Árni Gísli Árnason Berglind Bára Ríkharðsdóttir Droplaug Heiða Sigurjónsdóttir Felix Mbong-Enongene Guðmundur Bjarki Þorgrímsson Hrafnhildur Jóhannesdóttir Katla Hildardóttir Pawel Taudul Sigurður Geirsson Sigurður Tómas Guðmundsson Tomasz Szablowski Til hamingju með daginn 60 ára Jóhannes er hrl. og hefur rekið eigin lög- mannsstofu frá 1981. Maki: Kolbrún K. Karls- dóttir, f. 1952, fulltrúi. Börn: Ásgeir, f. 1980, hdl/ LLM, og Bergrós Kristín, f. 1985, læknir. Stjúpsonur: Karl Reynir Einarsson, f. 1972, geðlæknir. Foreldrar: Ásgeir Jak- obsson, f. 1919, d. 1996, rithöfundur, og Bergrós Jóhannesdóttir, f. 1927, d. 1996, verslunarmaður. Jóhannes Ásgeirsson 40 ára Róbert ólst upp á Berunesi í Berufirði, lauk sveinsprófi í matreiðslu og rekur Fjöruborðið á Stokkseyri. Maki: Gréta Guðnadóttir, f. 1976, endurskoðandi hjá KPMG. Synir: Vilberg, f. 2005; Guðni, f. 2006. Foreldrar: Ólafur Egg- ertsson, f. 1943, bóndi og fyrrv. skólastjóri á Beru- nesi, og Anna Antoníus- ardóttir, f. 1943, húsfr. Róbert Ólafsson 30 ára Sigurður er sölu- maður á fyrirtækjasviði hjá Vodafone og stundar nám í sálfræði við HA Maki: Elva Mjöll Þórs- dóttir, f. 1983, skrif- stofumaður hjá VB Vöru- meðhöndlun. Dóttir: Emilía Hrönn, f. 2010. Foreldrar: Guðrún Elva Arngrímsdóttir, f. 1958, kennari, og Sigurður Þorri Sigurðsson, f. 1959, tryggingaráðgjafi. Sigurður Atli Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.