Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 293. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Nöfn vændiskaupenda birt 2. Fólk fær létt sjokk 3. Faðirinn óhuggandi eftir ... 4. Ashton ástfanginn og snýr ... »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Íslenskar stuttmyndir verða í brennidepli á alþjóðlegu stuttmynda- hátíðinni Interfilm í Berlín sem hefst 13. nóvember nk. og lýkur fimm dög- um síðar. Myndirnar verða á dagskrá sem nefnist Focus on Iceland og verður henni skipt í tvo flokka og sjö myndir sýndar í hvorum. Meðal mynda á dagskrá er Bræðrabylta eft- ir Grím Hákonarson. Íslenskar stuttmyndir í brennidepli í Berlín  Fjórar þunga- rokkssveitir: Wist- aria, Angist, Aet- erna og Blood Feud, koma fram á tónleikum á Gamla Gauknum í kvöld sem hefjast kl. 22. Yfirskrift tónleikanna er Einhver andskotans læti og í tilkynn- ingu eru þeir sem viðkvæmir eru fyrir miklum hljóðstyrk hvattir til að halda sig heima. Mikil læti á Gamla Gauknum í kvöld  Fleiri hafa nú séð frönsku kvik- myndina Intouchables hér á landi en nýjustu kvikmyndina um Leðurblöku- manninn, The Dark Knight Rises. Engin mynd hefur hlotið viðlíka aðsókn á árinu og sú franska, ríflega 64 þúsund miðar hafa verið seldir á hana en um 63.500 á The Dark Knight Rises. Intouchables með mesta aðsókn allra Á laugardag og sunnudag Austan 5-13 m/s og stöku skúrir syðst, annars hæg austlæg eða breytileg átt og bjartviðri. Hiti 1 til 6 stig að deginum, en í kringum frostmark í innsveitum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 8-13 og smáskúrir við S-ströndina, annars hægari vindur og bjart veður, en dálítil él austast. Hlýnandi, hiti 2 til 7 stig síðdegis. VEÐUR Afturelding nældi sér í sín fyrstu stig í N1-deild karla í handknattleik í gærkvöld þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði lið Akureyrar, 28:23, og það á heimavelli norðanliðsins. Þrátt fyrir sigurinn eru Mosfellingar í botnsæti deildarinnar með 2 stig en Akureyringar, sem töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni á tímabilinu, eru í öðru sætinu með 7 stig. »2 Fyrstu stigin hjá Aftureldingu Björgvin Páll Gústavsson, landsliðs- markvörður í handknattleik, segir að veikindin sem hann glímir við þessa dagana séu það versta sem hann hef- ur lent í á sínum ferli. „Ég veit ekki hversu lengi ég verð að jafna mig,“ segir Björgvin í sam- tali við Morgunblaðið og el- ur von um að geta spilað með landsliðinu í undankeppni EM um mán- aðamótin. „Það mun skýrast í næstu viku þegar ég fer að æfa með lið- inu á nýjan leik.“ »1 „Veit ekki hversu lengi ég verð að jafna mig“ Edda Garðarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, segir að leikirnir við Úkraínu séu þeir mikilvægustu sem kvenna- landsliðið hefur spilað. Liðið er nú í Sevastopol þar sem fyrri leikur þjóð- anna fer fram á morgun. „Allir sem koma nálægt þessu verkefni eru fullir sjálfstrausts og hafa trú á því að okk- ur takist að vinna þetta einvígi,“ seg- ir Edda. »4 Mikilvægustu leikir landsliðsins ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðni Einarsson gudni@mbl.is Horfur eru á að fleiri íslensk börn í Noregi njóti fermingarfræðslu í vet- ur en í fyrravetur, að sögn Ingu Er- lingsdóttur, starfsmanns íslenska safnaðarins í Noregi. Hún annast skráningu fermingarbarnanna. Nú stendur yfir aðalskráningar- tíminn fyrir fræðsluna en að feng- inni reynslu má búast við því að börnunum fjölgi eftir því sem á líður. Inga nefndi til dæmis að í september í fyrra hefði 41 barn verið skráð í fermingarfræðsluna en þau urðu 64 sem luku náminu. Nú í september var búið að skrá 54 börn í fermingar- fræðslu. „Það stefnir í að þau verði enn fleiri í ár en þau voru í fyrra,“ sagði Inga. Ástæðan er m.a. sú að Íslendingar flytja til Noregs allt árið með fjölskyldur sínar. Flest börnin eru fermd af íslensk- um prestum. „Þetta eru mikið börn sem eru nýkomin og einfaldara fyrir þau að fara í gegnum fermingar- fræðsluna á sínu tungumáli en á norsku sem þau eru rétt að byrja að læra,“ sagði Inga. Börnin kynnast íslenskum jafnöldrum í fermingar- fræðslunni og geta deilt með þeim reynslu sinni af að vera nýkomin til framandi lands. Uppistaðan í ferm- ingarfræðslunni er um tvær helgar, í lok september og í byrjun maí, þeg- ar íslensk börn alls staðar að úr Nor- egi hittast. Börnin safnast þá saman í Ósló og fara með rútu til Uddevalla í Svíþjóð þar sem þau hitta um tutt- ugu íslenska jafnaldra sína frá Sví- þjóð og Danmörku. Inga sagði að íslenski söfnuðurinn í Noregi fengi sóknargjöld þeirra sem eru í íslensku þjóðkirkjunni frá norska ríkinu. Það gerði söfnuðinum kleift að greiða ferðakostnað ís- lensku fermingarbarnanna hvaðan- æva úr Noregi til að taka þátt í fermingarfræðslunni. Íslensku börnin í Noregi láta svo fermast í ýmsum kirkjum, ýmist í Noregi eða á Íslandi. Nokkuð mörg fara til Íslands og láta fermast þar, oft í sínum gömlu sóknarkirkjum með sínum gömlu félögum. Einnig eru mörg fermd í athöfn sem ís- lenski presturinn í Noregi er með á Íslandi um mánaðamót júní og júlí. Inga sagði oft auðveldara fyrir fjöl- skyldurnar að fara með fermingar- barninu til Íslands en að allir ætt- ingjarnir kæmu til Noregs. Íslensku söfnuðirnir Íslenskur prestur þjónar ís- lenska söfnuðinum í Noregi (kirkjan.no). Einnig er safn- aðarstarf í Svíþjóð og íslenskur prestur (kirkjan.se) sem starfar þar. Í Danmörku er íslenskur söfnuður í Kaupmannahöfn en þar er ekki íslenskur prestur um þessar mundir. Á heimasíðu íslenska safn- aðarins í Danmörku (kirkjan.dk) eru margar myndir frá mótum íslenskra fermingarbarna á Norðurlöndunum. Læra kverið á íslensku í Svíþjóð  Íslensk börn frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð saman í fermingarfræðslu Ljósmynd/Lárus Guðmundsson Fermingarfræðsla Íslensk börn frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð hittust í Svíþjóð í haust til að fara í fermingarfræðslu. Annað námskeið er í vor. Í Landakirkju í Vestmannaeyjum verða 77 börn í fermingar- fræðslu í vetur eða svipaður fjöldi og íslensku börnin sem sækja fermingarfræðslu í Svíþjóð. Í Eyjum búa um 4.200 manns. Í Hjalla- sókn í Kópavogi búa um 6.200 manns, þar af nærri 4.600 í þjóð- kirkjunni og þar eru skráð 84 fermingar- börn í vetur. Á Akra- nesi búa um 6.600 manns og eru 100 börn skráð í fermingarfræðslu þar í vetur. Svipað og í Eyjum SAMBÆRILEGUR FJÖLDI FERMINGARBARNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.