Morgunblaðið - 06.11.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.11.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 Borgartúni 24 105 Reykjavík Hæðasmára 6 201 Kópavogi www.lifandimarkadur.is Fákafeni 11 108 Reykjavík Nýtt Argan olían frá NO W Mjög rakagefandi olía sem lætur hárið glansa og gefur hársverði, húð og naglaböndum raka til að viðhalda heilbrigði. Argan olían er 100% hrein , lífræn og rík af fitusýrum –Olía sem allir þurfa að eiga. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g er spennt og hlakka til að takast á við pól- inn. Það er kannski ekkert auðvelt að segja bless en brottför og kveðjustund eru líka upphaf að einhverju öðru,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir sem lagði af stað í leiðangur síðastliðinn föstudag þeg- ar hún flaug af landi brott til að freista þess að verða fyrsta íslenska konan til að ganga á suðurpólinn. „Ég hef alltaf verið sterklega tengd náttúrunni. Þegar ég var barn þá langaði mig mest í heimi til að eiga gönguskó. Þó ég sé fædd í Reykja- vík þá var ég nánast öll sumur upp- vaxtaráranna ýmist hjá ömmu og afa á Rauðasandi eða á Kirkjubæjarklaustri. En það var ekki fyrr en fyrir tíu árum sem ég fór að gera eitthvað meira með þennan áhuga, en þá gekk ég á Hvannadalshnúk í brjáluðu veðri og við mjög erfiðar aðstæður.“ Kunni ekki að lesa kort og kunni ekki á áttavita Á þeim tíma bjó Vilborg á Klaustri og hún segist hafa fundið fyrir sterku aðdráttarafli jöklanna. „Við vinkona mín ákváðum með stuttum fyrir vara að fara í þessa göngu á Hvanndalshnúk. Við áttum ekkert til fararinnar, vorum ekki í réttum fatnaði og vorum með glat- aða bakpoka. Ég hafði skotist í bæ- Andlegi þátturinn lykilatriði úti á ísnum Hún ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hún hefur göngu á suðurpól- inn í dag. Leiðin er 1.140 km löng og ekki ólíklegt að hún mæti miklum mótvindi og að skíðafærið verði erfitt. Kuldinn á suðurskautinu getur farið allt niður í -40°C. Hún verður með tvo sleða fyrir útbúnað og vistir sem vega 100 kg í upphafi ferðar. Hún þarf að ganga rúmlega 22 km á dag til að ná markmiði sínu að klára gönguna á 50 dögum. Vilborg Arna Gissurardóttir er fyrsta íslenska konan sem gerir atlögu að suðurpólnum. Inni í tjaldi Gott er að hvílast inni í tjaldi og sinna skriftum og öðru. Grænlandsganga Vilborg og Peter sem skutlaðist með hana og Valdimar Halldórsson upp að Grænlandsjökli þar sem þau hófu gönguna. Fyrir þá sem aldrei hafa prófað að fara á skauta er um að gera að nýta þau skautasvell sem í boði eru til að byrja að stunda þá íþrótt sér til ánægju og yndisauka. Á vefsíðunni wikihow.com/Ice-Skate eru nokkur haldgóð ráð, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Í þessu eins og öðru skapar æfingin meistarann og til að ná tökum á tækninni þarf að gefa sér tíma til að renna sér aftur og aftur á svellinu. Það þarf líka að æfa sig í því að detta og í því að standa upp á skautunum. Flestir fullorðnir eiga skemmtilegar minningar af skauta- svellinu frá bernskuárunum, en það er engin ástæða til að hætta að renna sér á skautum þó fólk verði fullorðið. Það er líka kjörin leið til að eiga sam- an gæðastundir með börnunum að renna sér saman á skautum. Og leyfa ungviðinu liðuga líka að leiðbeina stirðum foreldrum. Góða skemmtun! Vefsíðan www.wikihow.com/Ice-Skate Morgunblaðið/Kristinn Fjör á svellinu Allir ættu að gefa sér tíma til að fara á skauta annað slagið. Að skella sér á skauta er gaman Powerade-vetrarhlaupin eru haldin annan fimmtudag í mánuði, frá októ- ber fram í mars. Næsta hlaup er núna á fimmtudaginn 8. nóvember. Hlaupin byrja klukkan 20 við Ár- bæjarlaugina og sala þátttökuseðla hefst hálftíma fyrir hlaup í anddyri laugarinnar. Þátttökuseðillinn er fylltur út skilmerkilega, hlaupið með hann og hann síðan afhentur tíma- vörðum þegar komið er í mark. Hægt er að komast hjá biðröð með því að kaupa þátttökuseðla í forsölu hjá Afreksvörum í Glæsibæ. Hlaupa- hópar geta keypt þátttökuseðla í magnkaupum með afslætti. Endilega… …takið þátt í vetrarhlaupi Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlaup Líka góð yfir vetrartímann. Næstu helgi, 9-11. nóvember, verður Icelandic Fitness and Health Expo 2012 í Hörpu. Þar verður mikil íþróttadagskrá, meðal annars verða aflraunakeppnin Jón Páll Sigmarsson Classic, Evrópumeistarmót WBFF í fitness, kraftlyftingar, boot camp, cross fit og jiu jitsu. Heimsfrægar stjörnur eins og Ingrid Romero og Dexter Jackson IFBB Pro verða gestir í ár og einnig verður vörusýning þar sem allt sem viðkemur bættri heilsu og heilbrigði verður á boðstólum. Í tengslum við sýninguna verður svokallað „5K Pump & Run“-hlaup sunnudaginn 11. nóvember. Keppnin gengur út á það að lyfta allt að lík- amsþyngd sinni (mismunandi eftir flokkum og kyni) í bekkpressu áður en 5 km eru hlaupnir. Hver lyfta gefur lækkun um 30 sekúndur á 5 km tím- anum þó að hámarki 30 lyftur. Hægt er að skrá sig í „5K Pump & Run“ og taka bæði bekkpressuna og hlaupið en einnig er hægt að taka bara þátt í 5 km hlaupinu. Um þetta er hægt að velja í skráningarferlinu. Skráning fer fram á hlaup.is. Fjölbreytt dagskrá á Icelandic Fitness and Health Expo 2012 Aflraunakeppni kennd við Jón Pál Sigmarsson Afreksmaður Jón Páll Sigmarsson tekur hér hvolpa tvo léttilega á arma sína. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.