Morgunblaðið - 06.11.2012, Side 11

Morgunblaðið - 06.11.2012, Side 11
Ein úti á ísnum Gangan yfir Grænlandsjökul tók 29 daga, þar af þurftu þau að bíða af sér óveður í fjóra daga. inn til að kaupa mér gönguskó og valdi þá sem mér fannst flottastir en þeir voru alltof litlir og ekki vatns- heldir. En samt kveikti þessi ganga algerlega á fjallamennskunni hjá mér og ég keypti mér skömmu síðar fjallahjól og fór í fyrstu hjólaferðina mína, alein, af því enginn komst með mér. Ég var í fjóra daga í hjólaferðalagi um Sveinstinda og Skæling, en ég kunni ekki að lesa kort og kunni ekki á áttavita. En samt fann ég að ég átti heima á þessum vettvangi,“ segir Vilborg sem hefur unnið sem leiðsögumað- ur, bæði í jöklaferðum og öðrum göngum og hún gekk líka yfir Grænland í vor. Allir með sitt rétta andlit Hún segir það hafa marga kosti að ganga eða hjóla einn á fjöllum. „Þá hefur maður frelsi til að gera hlutina algerlega á eigin forsendum og fara á sínum hraða, fá sér að borða þegar maður er svangur, tjalda þegar maður er þreyttur og halda áfram þegar maður er í stuði. Og maður kynnist sjálfum sér mjög vel í slíkum ferðum, enda hangir maður þá bara með sjálfum sér. Það er ómögulegt að fara einn í langt ferðalag án þess að kynnast sjálfum sér mjög vel. En að ferðast í félags- skap með öðrum er líka ótrúlega gaman, af því þá kynnist maður svo mörgu fólki. Það er alveg magnað að í útivist og ferðamennsku eru all- ir með sitt rétta andlit, enginn getur falið sig eða reynt að vera einhver annar. Og það er ofboðslega skemmtilegt. Mér finnst bæði gam- an að ferðast ein og með öðrum, það er bara ólíkt. Fyrst þegar ég lét mig dreyma um að fara á suðurpólinn sá ég ekki fyrir mér að ég færi ein. En þegar ég fór að lesa mér til og las frásagnir kvenna sem höfðu farið einar, þá heillaði það mig.“ Krefst mikils aga En hvenær og hvernig vissi hún að hún væri tilbúin til að fara á suðurpólinn? „Það tekur eflaust misjafnlega langan tíma hjá hverj- um og einum, en maður finnur þetta bara. Maður þarf að setja sér mark- mið og vera mjög agaður þegar maður vinnur að því markmiði. Og það má ekki láta trufla sig þó marg- ar hindranir séu í veginum, því það er ekki auðvelt að skipuleggja svona leiðangur. Ég held það sé líka gott að hafa reynslu af því að stýra verk- efnum, en ég hef komið að skipu- lagningu ferða og leiðangra, bæði hér á landi og í óbyggðum Græn- lands. Ég tek með mér alla reynslu úr atvinnulífinu og af útivist og pakka öllu saman í einn pakka í þessu stóra verkefni,“ segir Vilborg og bætir við að þó svo að líkamlegt atgervi skipti miklu þá sé andlegi þátturinn lykilatriði þegar komið sé út á ísinn. Ævintýrin eru líka á íslensk- um fjöllum og jöklum Vilborg kemur heim um miðjan janúar. Hvað verður þá næsta markmið? Ætlar hún að fara á Eve- rest eða norðurpólinn? „Ætli ég byrji ekki á að reyna að klára þetta. Allt streðið er eftir og ég á eftir að meta hvernig mér líður eftir það. En ég er vissulega ævintýramann- eskja. Hver veit hvað ég tekst á við næst. En það þarf ekki endilega að fara út í svona stór verkefni til að upplifa ævintýri, mér finnst líka frá- bært að upplifa ævintýri heima á ís- lenskum fjöllum og jöklum. Æv- intýrin eru margskonar þó þau séu af ólíkum stærðargráðum.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 Verð kr. 8.990Verð kr. 7.990 CASALGRANDE PADANA Pave your way Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Eitt af því flottasta á markaðnum í dag Parketflísar Gæði og glæsileiki á góðu verði Kynningarverð  Matur og eldsneyti (60 daga vistir)  Fjarskiptabúnaður (tveir gervihnattasímar, iridium tracer, talstöð)  Tjald, svefnpoki, tvær frauðdýnur og ein loftdýna  Prímus, hitabrúsi, vatnsbrúsar og mataráhöld  Jöklabúnaður  Jöklafatnaður  Sjúkrabúnaður og lyf  Viðgerðarsett  Afþreying (ipod, bók osfrv) Gervihnattasímar og prímus HVAÐ TEKUR VILBORG MEÐ SÉR Á PÓLINN? Vilborg heldur úti bloggi um leið- angurinn á slóðinni: www.lifs- spor.is/blogg, og þar geta allir fylgst með framgangi mála. Hún mun hringja inn á mbl.is einu sinni í viku og segja frá förinni. Einnig er áheitasöfnun í gangi á www.lifsspor.is, og rennur ágóðinn til Lífs, styrktarfélags Kvenna- deildar Landspítalans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.