Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.11.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Markaðshlutdeild Apple í spjaldtölv- um á heimsvísu hefur dregist saman á síðustu misserum en spjaldtölvur sem nota Android-stýrikerfið frá Go- ogle hafa sótt í sig veðrið. Þetta kem- ur fram í frétt Financial Times. Samkvæmt mælingum IDC seldi Apple helming allra spjaldtölva í heiminum á þriggja mánaða tímabili sem lauk í september en á sama tíma fyrir ári nam hlutdeildin 60%. Á sama tímabili jókst hlutdeild Sam- sung á spjaldtölvumarkaðnum í 18% úr 7%. Amazon var með 9% markaðshlut- deild með spjaldtölvum sem ganga undir nafninu Kindle Fire og Asus, sem byggir sínar spjaldtölvur á Android-tækninni, jók hlutdeild sína í 9% úr 4%. Hafa verður í huga að margir kusu að bíða eftir nýju iPad- græjunum sem fóru í sölu á föstu- daginn var. Um er að ræða iPad mini og fjórðu kynslóð af hefðbundnum iPad. Þrjár milljónir af iPad seldust um liðna helgi, og eru nýju tækin meðtalin. Android með mikla hlutdeild á símamarkaðnum Android-stýrikerfið er með stóra sneið af símamarkaðnum. Sam- kvæmt gögnum IDC var Android með 75% markaðshlutdeild á þriðja ársfjórðungi, þ.e. tímabilið júlí ágúst september, sem er aukning frá því á sama tíma fyrir ári, þegar hlutdeild- in nam 58%. Android er að bæta við sig markaðshlutdeild, að mestu leyti á kostnað BlackBerry og Nokia Symbian-síma. iPhone er með 15% markaðshlutdeild, segir í fréttinni. Samkvæmt mælingum IDC óx Samsung og Asus mun hraðar en Apple sé litið ár aftur í tímann. Sam- sung óx um 325% og Asus um 243% en Apple um 26%, segir í fréttinni. Morgunblaðið/Ómar Beðið eftir nýju Nýjar iPad-græjur komu í hillur verslana á föstudaginn var: iPad mini og fjórða kynslóð af iPad. Margir biðu eftir þeim. Android-spjald- tölvur sækja á  Apple er með um helmings markaðs- hlutdeild á heimsvísu í spjaldtölvum blaðið að þetta gæti haft mikla þýð- ingu fyrir mörg fyrirtæki og eflt ný- sköpun til muna. Annars vegar vegna þess að fyrirtækin gætu nýtt markaðinn til að sækja fé sem nýtt væri til vaxtar og hins vegar gætu fjárfestar sem studdu fyrirtækin snemma í vaxtarferlinu, áður en þau urðu nógu burðug til að fara á mark- að, nýtt Kauphöllina sem útgöngu- leið og selt þar bréfin. „Ef fjárfestar vita af þessum möguleika eru þeir viljugri til að fjárfesta í rekstrinum á fyrri stigum. Skráning á First North gæti því hjálpað fyrirtækjum bæði beint og óbeint,“ segir hann. Hvað er First North? First North-markaðurinn er hugsaður fyrir smærri fyrirtæki, sprotafyrirtæki, nýsköpunarfyrir- tæki og fyrirtæki sem sjá sér hag í því að vera á markaði en telja skrán- ingu á Aðalmarkað Kauphallarinnar vera of stórt skref að sinni. Vera á First North hefur flesta þá kosti sem fylgja hefðbundinni skráningu en regluverk er léttara og kostnaður minni. Fyrirtæki verða að birta upp- gjör á hálfs árs fresti á First North- markaðnum en fjórum sinnum á ári á Aðalmarkaðnum. Kauphallir á Norðlöndum reka First North-hliðarmarkaði. Páll seg- ir að á undanförnum árum hafi um 25 félög fært sig af First North-mark- aðnum yfir á Aðalmarkað, en á hlið- armörkuðunum séu um 130 fyrir- tæki. First North-markaðurinn er ekki skilgreindur sem skipulagður verð- bréfamarkaður samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti heldur mark- aðstorg fjármálagerninga og því flokkast bréfin ekki sem skráðar eignir hjá lífeyrissjóðunum. Milli landa getur skilgreiningin á slíku markaðstorgi verið nokkuð mismun- andi. Hér á landi er téður markaður nokkuð svipaður skipulegum verð- bréfamarkaði, að sögn Páls. Íslenski First North-markaðurinn var stofnaður árið 2007 og var í raun hugsaður fyrir vaxtarfyrirtæki en það hefur ekki verið raunin. Þar eru rótgróin fyrirtæki eins HB Grandi, Hampiðjan, SS og Century Alumini- um sem rekur álverið á Grundar- tanga, en ekki hefðbundin vaxtarfyr- irtæki. Páll segir að útfærsla auðlegðar- skatts sé með þeim hætti að eigend- ur margra fyrirtækja sem ættu er- indi á markað gefa þeim möguleika lítinn gaum. Ástæðan sé að stofn til auðlegðarskatts miðast við skatta- legt eigið fé ef um óskráð fyrirtæki er að ræða, en markaðsvirði ef fyr- irtækið er skráð á hlutabréfamark- aði. Vill rýmka heimildir lífeyrissjóða  Forstjóri Kauphallarinnar telur að það geti hleypt lífi í markað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki  Gæti þýtt að um 100 milljarðar væru tiltækir í slíkar fjárfestingar á First North-markaðnum Skattar Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að auðlegðar- skattur sé með þeim hætti að það dragi úr áhuga á skráningu. Morgunblaðið/Styrmir Kári BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Forstjóri Kauphallarinnar kallar eft- ir því að heimildir lífeyrissjóða verði lítillega rýmkaðar sem myndi hafa það í för með sér að um 100 millj- arðar verði tiltækir til að fjárfesta í minni og meðalstórum fyrirtækjum sem skráð eru á hliðarmarkað Kaup- hallarinnar, First North. Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, leggur til að leyfa lífeyr- issjóðum lögum samkvæmt að fjár- festa í nýjum flokki sem komið væri á fót – en nú mega sjóðirnir fjárfesta að hámarki 20% eigna sinna óskráð- um eignum og annað í skráðum – sem væru fjárfestingar í bréfum á First North-hliðarmarkaðnum. Hann nefnir að veita lífeyrissjóðun- um heimild til að fjárfesta allt að 5% af eignunum þar, en 5% af eignum lífeyrissjóðanna séu um 100 milljarð- ar. Fjárfestingar á First North- markaðnum flokkast nú í bókum líf- eyrissjóðanna undir óskráðar eignir. Hann segir í samtali við Morgun- þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Á fimmtudagskvöldum í nóv. og des. ætlar hinn frábæri tónlistarmaður Eyjólfur Kristjánsson að spila öll sín bestu lög í bland við sérvaldar perlur. Kósýkvöldin hafa verið gríðarlega vinsæl undanfarin ár og því bendum við á að panta tímanlega. Fjölbreyttur matseðill þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi Suðrænn og seiðandi Rómantískur og hlýlegur veitingastaður á þremur hæðum í miðbæ Reykjavíkur STUTTAR FRÉTTIR ● Tæplega 65.000 erlendir gestir fóru frá Íslandi um Leifsstöð í september síðastliðnum, en það er metfjöldi ferða- manna á þessum tíma árs. Greining Ís- landsbanka bendir á að í fyrra hafi fjöldi ferðamanna verið 51.600 og því nam aukningin í september 25,4% á milli ára. Sé tekið mið af fyrstu 9 mánuðum ársins eru brottfarir erlendra ferða- manna 537.000. Þeim hefur því fjölgað um 17,2% frá sama tímabili 2011. Aldrei fleiri ferðamenn ● Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu í gær og er það rakið til for- setakosninganna í Bandaríkjunum sem fara fram í dag. Afar mjótt er á munum milli frambjóðenda og töluverð óvissa hvort Barack Obama eða Mitt Romney fari með sigur af hólmi í kosningunum. Í London lækkaði FTSE-vísitalan um 0,45%, DAX lækkaði um 0,50% í Frank- furt og CAC-vísitalan í París um 0,96%. Kosningaskjálfti á hlutabréfamörkuðum Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Finnur Oddsson, sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs síðustu fimm ár, hefur verið ráðinn í starf aðstoðarforstjóra Nýherja hf. Hann mun jafnframt gegna starfi fram- kvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Nýherja, sem er ábyrgt fyrir sölustarfsemi og viðskiptastjórn á fyrirtækjamarkaði. Finnur verður ábyrgur fyrir stefnu og daglegum rekstri Nýherja innanlands, segir í tilkynningu frá Nýherja. Finnur til Nýherja                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 ,1,.22 +,2.3- ,+.2-3 ,,.12/ +4./+4 +30.50 +.54+3 +/0.1, +-,.35 +,2.,0 ,13.,- +,2.23 ,+.4,2 ,,.+00 +4./23 +30./, +.545/ +/0.- +-,.4 ,,5.,410 +,2.50 ,13.25 +,4.+ ,+.4/+ ,,.,1/ +/.1,4 +35.3 +.5/15 +/5.+4 +-3.,5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.