Morgunblaðið - 06.11.2012, Page 24

Morgunblaðið - 06.11.2012, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 Frumbyggjar Norð- ur-Ameríku sögðu náttúruna ekki tekna í arf frá forfeðrunum heldur fengna að láni hjá afkomendunum. Öll mannanna verk valda röskun náttúru og eru forgengileg, brenna upp, grotna niður, eyðast eða úr- eldast. Það gildir um virkjanir eins og ann- að. Ræktun lands, veiðar og önnur nýting eru í sjálfu sér röskun á líf- ríkinu. Maðurinn hefur alla tíð ver- ið háður nýtingu náttúrunnar. Skila ber því sem fengið er að láni, skila náttúrunni að lokinni nýtingu, þannig að hún komist gróin sára sinna í hendur afkomenda okkar. Það er sjálfbær nýting. Virðing fyrir náttúrunni Ef náttúran er fengin að láni þarf að setja gjalddaga á slík lán. Starfsleyfi virkjana þurfa að verða bundin áætluðum endingartíma þeirra. Ef það er gert verður gert nýtt umhverfismat í lokin, verði sótt um framlengingu. Flokkur sem vill vernda náttúruna ætti að beita sér fyrir þessu. Að t.d. virkj- unin í Elliðaánum skuli enn vera starfandi löngu eftir að hún er hætt að hafa nokkur mælanleg áhrif á raforkuverð er með ólík- indum. Breyta á henni í safn og fjarlægja stífluna í Árbænum. Efri stíflan er hins vegar óumdeild. Hún þrefaldaði stærð Elliðavatns. Enginn talar fyrir því að færa þá dýrmætu náttúru í upprunalegt horf. Elliðavatn er dæmi um að röskun náttúrunnar getur verið góð. Ófrá- víkjanlegt er þó að skila náttúrunni til baka, eftir því sem fólkið vill. Fólk á að geta treyst því. Virðing fyrir eignarrétti Skeiðsfossvirkjun var þörf framkvæmd á sínum tíma. Hún sá afskekktum byggð- arlögum sem mikið lögðu fram í þjóð- arbúið fyrir raforku. Á þeim tíma voru engar byggðalínur og ekkert samtengt orkunet. Jarðir voru teknar eignarnámi og greiddar bætur skv. mati. Einni fegurstu sveit landsins var að hluta sökkt í uppistöðulón, af brýnni og sárri nauðsyn. Nú ber að hyggja að því að leggja virkjunina niður og skila náttúrunni til baka. Færa ber rétt- um eigendum löndin uppgrædd með þakklæti fyrir lánið. Finna verður út aðferð til að gera þetta á réttlátan hátt því nú hafa orðið kynslóða- og eigendaskipti. Það leysir stjórnvöld ekki undan því að virða eignarréttinn. Fólk á að geta treyst því. Virkjanir og líftími þeirra Líftími virkjunar við Kára- hnjúka verður langt umfram líf- tíma álvers á Reyðarfirði. Virkj- unin verður skuldlaus og orkan mun koma til úthlutunar á ný. Af- komendur okkar munu njóta, en þó eiga frjálst val. Þeir munu geta lokað virkjuninni og fært náttúr- una því sem næst í fyrra far, ef og þegar þeir vilja. Vatnsafl, sem er grænasta orkan, í neðri hluta Þjórsár verður að nýta. Hrein orka mun verða æ verðmætari. Allir hlutaðeigandi landeigendur eiga að skipta með sér miklum ávinningi. Við þurfum að útfæra nútímalega stefnu. Tillaga mín er að jafn margar af elstu og væntanlega minnstu virkjunum landsins verði lagðar niður á móti nýjum, stórum og hagkvæmum virkjunum, sem fái tímabundið starfsleyfi. Allar starf- andi virkjanir eiga að fá að vita um síðasta starfsdag sinn með end- urnýjun núgildandi leyfis. Það verði svo verkefni þeirra sem land- ið byggja á hverjum tíma að fjalla um óskir um framlengingu. Verðmætasköpun og atvinna Atvinna er mesta velferðarmálið, hún skapar verðmæti, en atvinnu- leysisbætur eru ill nauðsyn. Öll efnahagsstarfsemi byggist á nýt- ingu náttúrunnar. Aðgengi manna að sjálfbærri náttúru mun verða óhemju verðmætt í náinni framtíð. Sú varðstaða sem áhugafólk um vernd náttúrunnar stendur nú er skiljanleg í ljósi þess að áður fyrr var ekki farið nógu varlega. Starfs- leyfi voru veitt til eilífðarnóns. Ef við leggjum niður eldgamlar og úr- eltar virkjanir og veitum öðrum tímabundin ný starfsleyfi mun fólk treysta okkur. Framkvæmdir sem fela í sér mikla verðmætaaukningu með afturkallanlegum breytingum kjósi afkomendur okkar að færa náttúruna í upprunalegt horf síðar, eru knýjandi nauðsyn og langvirk- asta leiðin til að bæta lífskjör landsmanna. Skerpum á grænni orku- stefnu Sjálfstæðisflokksins Eftir Ragnar Önundarson »Ef við leggjum niður eldgamlar og úreltar virkjanir og veitum öðr- um tímabundin ný starfsleyfi mun fólk treysta okkur. Ragnar Önundarson Höfundurinn gefur kost á sér í 1. sæt- ið í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í SV- kjördæmi. Í kjölfar reglugerðar um vist- unarmat fyrir hjúkrunarrými 1. jan- úar 2008 voru gerðar umtalsverðar breytingar á verkferlum við mat á þörf og úthlutun hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu. Reglugerðinni var breytt á ný 1. júní 2012. Vert er að líta um öxl og gera upp þetta tímabil þar sem miklir hagsmunir eru í húfi. Margvíslegar ástæður lágu fyrir reglugerðarbreytingunni. Ein- staklingar með vistunarmat sem biðu eftir hjúkrunarrými á höf- uðborgarsvæðinu voru á þeim tíma um 350. Þar af dvöldu 140 á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi (LSH) sem hefti mjög sérhæfða starfsemi sjúkrahússins og stuðlaði að ganga- innlögnum. Rannsóknir höfðu sýnt að hlutfall tiltölulega sjálfbjarga fólks á hjúkrunarheimilum var mun hærra á Íslandi en í nálægum lönd- um og meðaldvalartími lengri á Ís- landi, um þrjú ár. Aðgengi lang- veikra yngri einstaklinga að hjúkrunarrými var takmarkað. Vistunarmatsnefnd höfuðborg- arsvæðisins setti sér viðmið og verk- ferla og byggði á tíu ára uppgjöri vistunarmatsins. Grundvallaratriði í þeirri vinnu var að leitað yrði allra leiða til þess að styðja fólk til búsetu á eigin heimili. Takmarkað framboð á þjónustu á lægri þjónustustigum skyldi ekki vera forsenda fyrir vist- unarmati í hjúkrunarrými heldur fyrst og fremst staða einstaklings- ins, andleg og líkamleg færni hans. Lögð var áhersla á að greining- arvinna, meðferð og endurhæfing væri fullreynd, til dæmis vegna heilabilunar eða færnitaps. Þetta er mikilvægt, þar sem í ákveðnum til- vikum er hægt að endurhæfa fólk og sporna við sjúkdómsferli. Mikill ávinningur varð af breyttu verklagi. Í lok árs 2008 hafði ein- staklingum í bið eftir hjúkrunarrými fækkað úr 350 í 223 en frá upphafi árs 2010 var fjöldinn að staðaldri 70- 80. Fljótlega fækkaði þeim sem biðu eftir hjúkrunarrými á LSH úr 140 í 15 en fjölgaði síðar í 25, m.a. vegna samruna St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði við LSH og lokunar deildar á geðsviði LSH. Þennan ávinning má meta til fjár. Fækkun fólks í bið eftir hjúkrunarrými á LSH um liðlega 100 einstaklinga skapaði forsendur fyrir lokun þeirra rúma án skerð- ingar á sérhæfðri þjónustu með milljarða hagræðinu fyrir ríkissjóð. Lokun líknardeildar LSH fyrir eldra fólk í 2012 skerti hins vegar sér- hæfða þjónustu við gamalt fólk nærri lífslokum, sem er nú í vaxandi mæli vísað til dvalar á hjúkr- unarheimili og fjölgaði þeim sem bíða á LSH í um 30. Heildarfækkun á biðlista eftir hjúkrunarrými á höf- uðborgarsvæðinu nemur um 270 rýmum, en það jafngildir þremur 90 manna hjúkrunarheimilum. Bygg- ingarkostnað þeirra má áætla um 4,5 milljarða og rekstrarkostnað um tvo milljarða á ári eða 10 milljarða á fimm árum. Það er ljóst að breytt verklag hafði í för með sér breyttar áherslur, þar sem höfuðáhersla var lögð á samfélagsþjónustu í anda stefnu- mótunar Alþingis í stað stofn- anaþjónustu. Skilningur á verklagi nefndarinnar var takmarkaður þar sem hefð var fyrir því að einblínt væri á hjúkrunarrými sem hina einu sönnu lausn. Hjúkrunarrými er há- stig þjónustu við langveika ein- staklinga en langt frá því að vera einasta úrræðið. Stefnumótunin undanfarin ár hefur gengið út á að draga úr stofnaþjónustu og skapa skilyrði fyrir margvíslegar sam- félagslausnir til að mæta fólki á fyrri stigum sjúkdóma og fötlunar. Samhliða fyrrgreindum breyt- ingum á vistunarmati stóðu vænt- ingar til þess að dvalarrými stofnana yrðu lögð niður. Rekstur þeirra er fjármagnaður með daggjöldum úr ríkissjóði. Þeir sem þar dvelja missa lífeyrisgreiðslur og fá í staðinn vasa- peninga eins og hinir sem dvelja á hjúkrunarheimilum. Fyrirkomulag þetta er í andstöðu við nútíma- viðhorf um sjálfræði einstaklingsins. Það eru dæmi þess að fólk njóti minni þjónustu en ef það dveldi á eigin heimili með óskert lífeyrisrétt- indi og sjúkratryggingar. Komið hefur í ljós hópur um 100 einstaklinga í miklum vanda: ein- staklingar með fullnægjandi vitræna getu og hreyfifærni sem þjáist af þunglyndi, kvíðaröskun eða ein- manakennd. Þetta fólk þarf ekki á þjónustu fullbúins hjúkrunarheim- ilis að halda, en þrífst hins vegar ekki á einkaheimili. Það þarfnast þess öryggis sem fólgið er í sólar- hringsstuðningi og sambýli við ann- að fólk. Það getur blómstrað í þjón- ustu- eða öryggisíbúð svo sem í Seljahlíð, Dalbraut 27, Eirarhúsum í Reykjavík eða Eirhömrum í Mos- fellsbæ. Efling félagslegra úrræða er forsenda þess að markmiðsgrein laga um málefni aldraðra um að „aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf“, nái fram að ganga. Fjöldi íbúa á höfuðborg- arsvæðinu á ekki kost á slíkum úr- ræðum. Vistunarmatsnefnd höfuðborg- arsvæðis fyrir hjúkrunarrými lagði sig fram um að vinna með sam- félagshagsmuni og hagsmuni veik- asta fólksins að leiðarljósi. Starfið hefur leitt af sér umtalsverða hag- ræðingu en jafnfram afhjúpað að þjónusta við langveikt fólk er ekki nægilega öflug og samhæfð. Það er á ábyrgð velferðarráðuneytis að unnið sé að framgangi þjónustu við eldra fólk í samræmi við lagaákvæði. Brýnast er nú að komið verði til móts við þann stóra hóp eldra fólks sem býr eitt við þunglyndi, kvíða- röskun eða einmanakennd. Vistunarmat – ávinningur og lærdómur Eftir Pálma V. Jónsson, Ingu V. Kristinsdóttur og Unni V. Ing- ólfsdóttur Inga V. Kristinsdóttir » Gamalt fólk sem býr eitt, er þunglynt, einmana eða með kvíða- röskun, er í sárum vanda á höfuðborg- arsvæðinu. Höfundar störfuðu í nefnd höfuðborg- arsvæðis um hjúkrunarrými á ár- unum 2008-2012. Pálmi V. Jónsson Unnur V. Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.