Morgunblaðið - 06.11.2012, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 06.11.2012, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þegar yfirmaðurinn getur ekki verið nákvæmur í skipunum, notaðu ímyndunar- aflið. Gerðu ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert á réttri leið en þarft þó að vera ákveðinn til að hlutirnir gangi hraðar fyrir sig. Með réttu verklagi kemstu hjá mistök- um og klárar þig af þessu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur unnið vel að undanförnu og getur því um frjálst höfuð strokið. Vertu skorinorður þegar þú útskýrir hugmyndir þínar fyrir öðrum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það getur verið erfitt að láta skyn- semina ráða þegar tilfinningarnar tala ann- að. Gefðu þér tíma til að grandskoða málin áður en þú tekur afstöðu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Farðu þér hægt í að gera aðra að trún- aðarmönnum þínum, einkum á fjármálasvið- inu. En nú er komið að því að þú uppskerir laun erfiðis þíns. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hugmyndirnar streyma að þér úr öll- um áttum svo þú mátt hafa þig alla/n við að drukkna ekki í flóðinu. Smáatriði vefjast ekki fyrir þér og þú finnur leiðina að réttri lausn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Framsæknar hugmyndir kvikna í koll- inum á þér og krefjast þess að hann taki af skarið, eigi síðar en strax. Endurskoðaðu þessa afstöðu þína. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að sýna mikla lipurð til þess að komast í gegnum þá erfiðleika sem fylgja nýju verkefni. Láttu það eftir þér að skemmta þér með vinum og fjölskyldu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er svo auðvelt að fylgja straumnum en erfiðara að standa á sínu. Menn munu sjá þegar mál skýrast að þú hefur rétt fyrir þér. Innst inni veistu þó að þú munt ná þér aftur á strik. 22. des. - 19. janúar Steingeit Veldu þér trúnaðarvini til þess að ræða við þau mál sem þér finnst erfitt að glíma við ein/n. Leitaðu hjálpar ef með þarf. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ef þú hefur tíma aflögu skaltu nota hann til að létta undir með öðrum. Fátt er dýrmætara í lífinu en að eiga góða vini svo leggðu þig fram um að halda þeim. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver hefur látið á þig reyna sein- ustu þrjár vikur, og nú er kominn tími til að snúa dæminu við. Misskilningur og ruglingur virðast allsráðandi. Fyrir tæpum mánuði birtust hér íVísnahorni hringhendur sem Vala Kristjánsson hafði fundið í fórum föður síns, Einars óp- erusöngvara. Af því tilefni skrifar Helgi Ziemsen að hann hafi rekist á tvær vísur eftir séra Tryggva H. Kvaran á Mælifelli sem séu keim- líkar vísum númer tvö og þrjú í uppskriftinni, sem út af fyrir sig þurfi hvorki að sýna neitt né sanna: Fyllist grandi frera slóð. Flestum vandast rökin. Fólskublandin þykja þjóð Þorra handatökin Blærinn andar blítt um lá. Brott er grand úr landi. Þorrinn vanda vill sig á vinar handabandi. Dr. Sturla Friðriksson sendi mér línur á vefnum: „Alltaf gaman að lesa Vísnahornið. Í Vísnasafni mínu er vísan Nordan. Breyti ég þar fyrstu ljóðlínunni, því annars er hardan endurtekið í miðríminu. Ég hef síðan lært seinni hlutann nokk- uð öðruvísi en þarna kemur fram. Sendi ég þér mína útgáfu,“ skrifar Sturla með þeirri athugasemd að „nordan hardan“ sé vart rímhæft: Nordan fjardar gerdi gard, geysi hardur vard hann. Fjúkid vardi fredid bard fönn í skardid bardi hann. Björn Ingólfsson rithöfundur á Grenivík skaut þessari vísu að mér, sem hann orti þegar hann varð sex- tugur: Víst er ég annar en var ég fyrst við þetta skal þó glaður una; ég hef svo sem ekki mikið misst nema minnið, vitið og náttúruna. Gamall skólabróðir minn, Grétar Snær Hjartarson, gaukar oft að mér vísum og margvíslegum fróð- leik, oft að vestan: „Guðbrandur Loftsson í Hvera- vík var sagður leggja það í vana sinn að hagræða sannleikanum ef svo bar undir, orðljótur og bölvaði mikinn. Einhverju sinni kom hann kjagandi heim að bænum Hellu í Steingrímsfirði. Feðgarnir Jör- undur Gestsson og Ragnar sonur hans voru útivið. Heyrist þá í Ragn- ari: Kemur Brandur búandi bölvandi og ragnandi Eftir litla bið kemur frá Jörundi: … orðaklækjum úandi, ekki er honum trúandi.“ Jörundur kenndi barnabörnum sínum þessa heilræðisvísu eftir sig: Þó að bjáti eitthvað á ei skal gráta af trega: Lifðu kátur líka þá en lifðu mátulega. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Víst er ég annar en var ég fyrst Í klípu FYRIR TEIKNIMYNDAHÖFUND VAR ÞETTA KJÁNALEG SPURNING. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „DAVÍÐ, ÞEGAR ÉG BAÐ ÞIG UM AÐ TELJA SÚRSUÐU GÚRKURNAR ...“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... dýrmætur minjagripur. LEYFÐU MÉR AÐ ORÐA ÞAÐ SVONA: HVORT VILTU GERA ÞAÐ SEM ER RÉTT EÐA ÞAÐ SEM ER FYNDIÐ? HJÓNABANDS- RÁÐGJÖF ÉG ÞOLI EKKI SVONA HJARÐHEGÐUN! ÉG ÆTLA AÐ SÝNA YKKUR TÍMAVÉLINA MÍNA. OG, EINS OG EKKERT SÉ, ER KOMINN ANNAR DAGUR!Þegar hinn sívinsæli dægurlaga-söngvari Helgi Björnsson gerði gamla slagarann „Sem lindin tær“ eftir Bjarka Árnason aftur vinsælan fyrir fáeinum árum risu athyglis- verðar deilur um eina línu í textan- um. Þar sem Helgi söng: „Já, ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær, sem lög á sína hundrað strengi slær“ var því haldið fram að hann ætti að syngja: „Já, ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær, sem lög á sína undrastrengi slær.“ Lögðust menn í nokkrar rann- sóknir á þessu og enda þótt Vík- verja minni að illa hafi gengið að staðfesta þetta, þótti blasa við að línan væri rangt sungin. Hvers vegna ætti lindin tær svo sem að eiga hundrað strengi? Helgi Björnsson hefur greinilega tekið mark á þessu en Víkverji heyrði hann flytja téð lag á árshátíð úti í bæ um liðna helgi. Hlustaði sérstaklega eftir hinni umdeildu línu og það fór ekkert á milli mála, Helgi söng, hátt og snjallt: „Já, ef ég mætti lifa eins og lindin silf- urtær, sem lög á sína undrastrengi slær.“ Helgi var eitt af skemmtiatrið- unum á árshátíðinni og sópaði að honum. Alltént voru flestir staðnir upp þegar hann lauk sér af – og var þó dansgólfið harðlokað. Og allir voru sexí! Nema hvað? x x x Víkverji las merkilega frétt á dög-unum um konu nokkra í Banda- ríkjunum sem var á mælendaskrá á fundi borgarráðs í ónefndri borg. Sté hún í pontu og hafði þrjár mín- útur til að ljúka máli sínu. Það tókst ekki og þegar konan sýndi engin merki um að linna látum tóku ör- yggisverðir hana höndum og færðu burt emjandi í fjötrum. Vakti þetta nokkurn óhug við- staddra og heyrðist meðal annars hrópað á pöllum: „Borgarstjóri, vilt þú láta minnast þín fyrir þetta?“ Eftir uppákomuna kvaðst borg- arstjórinn ekki bera ábyrgð á gjörn- ingnum en búið er að skerpa á reglum á þann veg að ekki má leng- ur handtaka fólk á fundum téðs borgarráðs nema að fengnum fyr- irmælum frá borgarstjóra. Land frelsisins! víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn birtist honum úr fjarlægð: Með ævarandi elsku hef ég elskað þig, fyrir því hef ég látið náð mína haldast við þig. (Jeremía 31:3)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.