Morgunblaðið - 06.11.2012, Side 40

Morgunblaðið - 06.11.2012, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hin mörgu andlit kristninnar nefnist ný bók séra Þórhalls Heimissonar. Þetta er hans sjö- unda bók og sjálfstætt framhald Hinna mörgu andlita trúarbragðanna, sem kom út árið 2005. Í nýju bókinni tekur Þórhallur fyrir kristina trú og rekur á persónulegan hátt sögu hennar, þróun, táknfræði, kenningar og styrjaldir, allt frá Egyptalandi hinu forna til dagsins í dag. Þetta er meðal annars saga um blóðug átök gyðingastríðanna og krossferðanna, must- erisriddara og frímúrara, kristna talnaspeki og táknfræði, biblíurannsóknir og daga kirkjuárs- ins. Einnig fjallar hann um samfélagsmál í ljósi kristinnar trúar, svo sem kirkjuna og jafnrétti kynjanna, samkynhneigð og umhverfismál. Auk þess að starfa sem prestur hefur Þór- hallur haldið fjölda námskeiða og skrifað bæk- ur. Eru skriftirnar einhverskonar köllun? „Köllun er kannski mikið sagt en ég hef alla vega afskaplega gaman af að skrifa,“ segir Þór- hallur. „Ég hef í gegnum árin notað frístundir til skrifta. Skrifin tengjast auðvitað oft vinnunni, námskeiðshaldi, og allrahanda sam- skiptum, en mikilvægasti drifkrafturinn er hvað mér þykir þetta skemmtilegt.“ Vitnar í önnur trúarbrögð Hann segist í skrifunum iðulega vera að velta fyrir sér og grúska í hinu og þessu sem hann hafi áhuga á; hann sé að gera þetta fyrir sjálfan sig en afraksturinn verði stundum bók eins og nú, bók sem lesendur hafa vonandi gaman af. „Oft er ég að sökkva mér í eitthvað sem fáir hafa fjallað um hér á landi. Eins og trúar- bragðastyrjaldir og talnaspeki. Síðan tek ég iðulega þátt í samræðum um málefnið, enda hef ég notað grúskið á námskeiðum sem ég kenni.“ Áður en Þórhallur hóf nám í guðfræði lagði hann um skeið stund á sagnfræði og segir að sagnfræðin hafi lengi togað í sig – þann áhuga má sjá birtast í flestum bókum hans. „Sagan er mikið áhugamál mitt. Margt í sög- unni fer fram hjá mönnum í dag en mér finnst áhugavert að draga fram fortíðina til að hjálpa okkur að skilja samtímann,“ segir hann. „Ég dreg í þessari bók fram ýmsa ein- staklinga sem hafa ekki endilega bein tengsl við kristni en snerta sögu hennar. Ég segi til dæmis hina dramatísku sögu Kleópötru, hvernig hún vélaði til sín þá Sesar og Antóníus, reyndi hið sama við Oktavíanus, og hvernig hún dó. Allt tengist þetta upphafi kristninnar í gegnum Ágústus keisara sem kemur fyrir í Jóla- guðspjallinu. En þar er einmitt kominn áð- urnefndur Oktavianus. Oft þegar maður byrjar að velta einni persónu fyrir sér þá stígur önnur áhugaverð fram og tekur völdin af sögumanni.“ Dulræn reynsla „Þessi bók er ekki kirkjusaga frá a til ö held- ur fjallar hún um ýmis andlit sem birtast í sög- unni. Ég fjalla líka um Ísland í dag og segi frá fólki sem ég hef kynnst, eins og séra Sigurði Hauki sem ég vann með í Langholtskirkju á sín- um tíma. Svo er kafli um dulræna reynslu sem ég hef sjálfur orðið fyrir í starfi við ýmsar að- stæður. Góður kunningi minn sem deilir slíkri reynslu með mér var til dæmis svo elskulegur að staðfesta það skriflega að allt hafi verið þar eins og ég greini frá því,“ segir hann. Þórhallur segist brosandi ekki getað svarað því sjálfur hvort skrifin geri hann að betri presti en hinsvegar njóti hann þess að hafa verið að velta öllum þessum hlutum fyrir sér þegar kem- ur að því að skrifa prédikanir. „Til dæmis er gaman að prédika um ákveðna daga ef bak við þá eru sögur sem fáir þekkja en hægt er að fræða um. Þetta grúsk er áhugamál sem hefur ekki látið mig í friði. Mér finnst gaman að skrifa og hef notið þess að eiga góða fjölskyldu sem styður mig í því.“ Þórhallur tók i haust árs launalaust leyfi frá störfum í Hafnarfirði og vinnur sem stendur hjá sænsku þjóðkirkjunni, í Falun. „Það er fallegt þarna úti, skógur og mikil útivistarparadís. Ég vildi breyta aðeins til – og skrifa,“ segir hann. „Sagan er mikið áhugamál mitt“  Þórhallur Heimisson skrifar í nýrri bók um mörg andlit kristninnar  Rekur sögu hennar á persónu- legan hátt  „Finnst áhugavert að draga fram fortíðina til að hjálpa okkur að skilja samtímann“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundurinn „Þetta grúsk er áhugamál sem hefur ekki látið mig í friði,“ segir Þórhallur. Himneskur gluggi nefnist sýning sem Konstantinos Zaponidis opnar í í kaffihúsi Gerðubergs í dag kl. 18. „Á sýningunni eru hefðbundnir býsanskir íkonar sem unnir eru í egg tempera sem og akrýl. Mynd- irnar á sýningunni eru samkvæmt hefðinni og fylgir hann býsantínskri listsköpun,“ segir í tilkynningu. Þar kemur einnig fram að Zaponidis er fæddur í Kastoria í Norður-Grikklandi. Hann nam býsanska list í Kastoria og í munkríkinu Athos en þar var lögð áhersla á gerð íkona, mósaíkmynda og veggmynda. Síðar fór hann til Parísar og lagði þar stund á list- nám. Í Þessaloníku lærði Zaponidis forvörslu og hvernig varðveita á listaverk og listmuni og starfaði við það m.a. í munkríkinu Athos. Annað kvöld kl. 20 fer fram handverkskaffi og þar ræðir Zaponidis um sögu íkona og gildi þeirra í rétt- trúnaðarkirkjunni sem og muninn á grískum og rússneskum íkonum. Farið verður í tákn og merkingu lita og íkonar á ýms- um vinnslustigum sýndir. Sýningin stendur til 13. janúar og er opin virka daga kl.10-16 og um helgar kl. 13-16. Himneskur gluggi í Gerðubergi Íkon Eitt þeirra íkona sem sést á sýningunni. TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is SKYFALL Sýnd kl. 7 - 9 - 10 (Power) PITCH PERFECT Sýnd kl. 8 - 10:15 HOTEL TRANSILVANIA 2D Sýnd kl. 6 TEDDI 2D Sýnd kl. 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! SÝNINGAR Í 4K - KL: 7 OG 10 POWE RSÝN ING KL. 10 Í 4K Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG ÍSL TEXTI Þriðjudagstilboð -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þriðjudagstilboð ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR 7 12 12 L ,,Sú besta í allri seríunni” T.V - Kvikmyndir.is ,,Fyrsta flokks 007” J.A.Ó - MBL ,,Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda” H.V.A - FBL Þ.Þ - FBL ÞRIÐJUDAGSTIL BOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ T.V. - KVIKMYNDIR.ISJ. A. Ó. - MBL SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ PITCH PERFECT KL. 8 - 10.10 12 SKYFALL KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 DJÚPIÐ KL. 6 10 PITCH PERFECT KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 HOTEL TRANSYLVANIA ÍSL. TEXTI KL. 3.40 - 5.50 - 8 7 SKYFALL KL. 5 - 8 - 10.10 12 SKYFALL LÚXUS KL. 5 - 8 12 TEDDI LANDKÖNNUÐUR KL. 3.40 L FUGLABORGIN 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 L TAKEN 2 KL. 10.10 16 DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 10 PITCH PERFECT KL. 8 - 10.30 12 HOTEL TRANSYLVANIA ÍSL. TEXTI KL. 5.50 7 SKYFALL KL. 6 - 9 12 / TAKEN 2 KL. 10.30 16 LOVE IS ALL YOU NEED KL. 8 L THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10 KORA KL. 10 L / I DO KL. 8 10 THE FLOWERS OF WAR KL. 5.30 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.