Morgunblaðið - 06.11.2012, Side 44

Morgunblaðið - 06.11.2012, Side 44
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 311. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Birgitta liggur á spítalagangi 2. Tveggja ára barn lést í dýragarði 3. Segir morð á dóttur „vilja guðs“ 4. Húsið selt á 700 þúsund »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónleikum Bjarna Thors Krist- inssonar bassa, sem áttu að vera í Bergi á Dalvík í mánuðinum, hefur verið frestað fram í febrúar. Bjarni hefur verið ráðinn að Scala-óperunni, þar sem hann er nú við æfingar nýrr- ar uppfærslu á óperunni Lohengrin. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarss. Frestar Dalvíkurtón- leikum vegna Scala  Kvartett raf- og kontrabassaleik- arans Sigmars Þórs Matthías- sonar kemur fram á KEX Hostel í kvöld. Á dag- skránni verða djasslög úr ýms- um áttum m.a. eftir John Scofield og Miles Davis, í bland við nýtt og eldra frumsamið efni hljómsveitarstjórans. Sem fyrr er aðgangur ókeypis. Kvartett Sigmars Þórs á KEX Hosteli  Prinsessur og gyðjur er yfirskrift hádegistónleika sem haldnir verða í Hafnarborg í dag kl. 12. Á tónleik- unum flytur Elsa Waage messósópran aríur úr ýmsum óperum, m.a. „Mon coeur“ úr Samson og Dalíla eftir Saint- Saëns og „Stride la vampa“ úr Il Trovatore eftir Verdi. Antonía Hevesi leikur undir á píanó. Elsa Waage syngur á hádegistónleikum Á miðvikudag Austlæg eða breytileg átt 5-10 m/s. Dálítil él, en þurrt að kalla suðvestan- og vestanlands. Hiti um frostmark með S- og V-ströndinni, annars frost víða 1 til 6 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt 5-10 m/s en 8-18 síðdegis, hvassast við S- og NV-ströndina. Rigning SV-til, en slydda eða snjókoma SA-til. Hiti 0 til 6 stig á SV-landi. VEÐUR Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðskona í knatt- spyrnu, telur ósennilegt að hún leiki áfram með sænska liðinu Djurgården eftir að það féll úr sænsku úrvals- deildinni um helgina. Guð- björg segir í samtali við Morgunblaðið að hún hafi orðið vör við talsverðan áhuga frá félögum. Hún sé hinsvegar ekki í tímaþröng og ætli að gefa sér tíma til að skoða hvað er í boði. »1 Guðbjörg fer frá Djurgården „Þegar svona vel gengur er ekki hægt að kvarta yfir miklu. Auðvitað vill maður alltaf spila alla leiki frá upp- hafi til enda en ég er þokkalega sátt- ur við minn hlut, enda getur staðan varla verið betri hjá okkur,“ sagði Ólafur Ingi Skúla- son, miðjumaður belgíska liðsins Zulte-Waregem sem er efst í deildinni. Ólaf- ur Ingi var í gær valinn í íslenska landsliðið í knatt- spyrnu sem mætir Andorra í næstu viku. »4 Ekki hægt að kvarta þegar vel gengur Útilokað er að bjóða mönnum upp á fimm tíma rútuferðir innanlands frá flugvelli á leikstað eins og Rúmenar gerðu fyrir helgina þegar íslenska landsliðið í handknattleik karla sótti þá heim. Einhvers staðar verður að draga mörkin í þessum efnum og þar verður EHF að setja mönnum stólinn fyrir dyrnar, segir m.a. í viðhorfsgrein Ívars Benediktssonar. »2 Einhvers staðar verður að draga mörkin ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Bobby Fischer er uppáhalds- skákmeistarinn minn, hann var svo góður, en Hjörvar Steinn Grétarsson er líka góður, hann hefur kennt mér rosa mikið,“ segir Vignir Vatnar Stefánsson, níu ára skákmaður í Taflfélagi Reykjavíkur og nemandi í 4. bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi. Þó að Vignir Vatnar sé ekki gamall hefur hann öðlast töluverða reynslu heima og erlendis. Hann hefur líka staðið sig vel og varð til dæmis í efsta sæti ásamt aldursforsetanum Gunn- ari Gunnarssyni, fyrrverandi Ís- landsmeistara, á kappskákmóti í Gallerý Skák í liðinni viku. Hann seg- ir samt engu máli skipta í hvaða sæti hann lendi. „Mér finnst allt í lagi þó að ég tapi og lendi kannski í 5. sæti.“ Helgi Ólafsson, stórmeistari og kennari hans í Skákskóla Íslands, leggur einmitt áherslu á þetta. Margir krakkar stundi skákina af miklum krafti og standi sig vel, en varast beri að gera miklar kröfur til þeirra og ætlast til mikils af þeim á unga aldri. Á ferð og flugi Á morgun fer Vignir Vatnar til Slóveníu til þess að taka þátt í heims- meistaramóti 10 ára og yngri barna, fjórða mótið hans erlendis í ár. „Þetta er erfitt,“ segir Vignir Vatnar um erlendu skákmótin. „Þetta er erfitt því ég er alltaf svo kvíðinn þegar ég er kominn inn á hótelið.“ En keppnin sem slík er ekki aðalatriðið heldur bara það að tefla. „Það er skemmtilegast að leika svörtu mönnunum,“ segir hann og bætir við að stærðfræði sé skemmti- legasta fagið í skólanum. Það sé líka gaman að ferðast. „Ég var á Norð- urlandamóti og eftir tvo mánuði fór ég á mót á Ítalíu. Svo fór ég á Evr- ópumótið eftir tvo mánuði og núna, tveimur mánuðum seinna, er ég að fara á heimsmeistaramótið. Svo stoppa ég líka í löndum því mótin eru svo langt í burtu, stoppa kannski í Frakklandi eða eitthvað svoleiðis. Þá bíðum við á flugvellinum og spilum kannski ólsen-ólsen eða eitthvert annað spil.“ Stefán Már Pétursson, faðir Vign- is Vatnars, segir að sonurinn hafi fljótlega fengið áhuga á skák, fylgst með sér tefla og byrjað í kjölfarið. „Ég sat alltaf við borðið og horfði á þá og svo fór ég bara sjálfur að tefla,“ segir Vignir Vatnar. Og hvað skyldi drengurinn ætla að verða þeg- ar hann verður stór? „Bara skák- meistari,“ segir hann. Í takt við trausta taflmennina  Níu ára skákar sér eldri mönnum og ætlar sér langt Morgunblaðið/RAX Níu ára meistari Vigni Vatnari Stefánssyni í Taflfélagi Reykjavíkur finnst svörtu mennirnir skemmtilegastir. Vignir Vatnar er sonur Stefáns Más Péturssonar og Sigurlínu Guðbjörnsdóttur. Stefán Már hefur fylgt syni sínum á æfingar og í keppni og fer meðal annars með til Slóveníu. Hann segist lengi hafa teflt heima en ekki á mótum. „En það er mikill skákáhugi í ættinni,“ segir hann og vísar til þess að Pét- ur Zóphóníasson, frumkvöðull að stofnun Taflfélags Reykjavíkur 1901, hafi verið langafi sinn og langalangafi Vignis Vatnars. Synir Péturs, Sturla, Áki og Gunngeir, voru kunnir skákmenn og Jakobína, systir þeirra, var gift Hafsteini Gíslasyni, kunnum skák- unnanda. Áhuginn gengur í ættir LANGALANGAFINN FRUMKVÖÐULL Í TR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.