Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ný stuðningsmiðstöð fyrir börn með alvarlega sjald-
gæfa sjúkdóma og fjölskyldur þeirra var opnuð á Aust-
urströnd á Seltjarnarnesi í gær.
Miðstöðinni var komið á fót með söfnunarfé úr söfn-
uninni Á allra vörum sem fór fram í lok ágúst. Um
hundrað milljónir króna söfnuðust í henni.
Stuðningsmiðstöð fyrir börnin
Morgunblaðið/Golli
Afrakstur söfnunarinnar Á allra vörum
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Alls voru 26.868 einstaklingar í al-
varlegum vanskilum 1. nóvember og
hefur þeim fjölgað um 772 síðan í
janúar. Af þeim eru 3.315 hjón með
börn eða barnafólk í sambúð á listan-
um og 2.494 einstæðar mæður.
Þetta má m.a. lesa úr nýrri úttekt
Creditinfo en hún leiðir jafnframt í
ljós að 2.815 einstaklingar á aldrin-
um frá 60-80 ára eru í alvarlegum
vanskilum og 111 einstaklingar sem
eru komnir yfir áttrætt. Ríflega
5.000 eru á sextugsaldri og tæplega
6.700 á fimmtugsaldri. Þá eru rúm-
lega 7.000 á fertugsaldri og ríflega
5.000 á þrítugsaldri.
Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðs-
maður skuldara, kallar eftir frekari
greiningu á vanskilaskránni.
Spyr hvaðan skuldirnar komi
„Að sjálfsögðu er þetta mikið
áhyggjuefni. Ég hef líka mikinn
áhuga á að kanna hvernig við getum
náð til þeirra einstaklinga sem eru
kannski lítið sem ekkert að gera í
sínum málum. Hvaða skuldir eru
þetta? Eru þetta símaskuldir? Eru
þetta fasteignalán? Hvaða þjóð-
félagshópar eru þetta? Það væri
mjög fróðlegt að fá þær upplýsingar
frá Creditinfo … Þó svo að við séum
komin langt í bunkanum erum við
enn að vinna úr umsóknum um ráð-
gjöf og greiðsluaðlögun. Síðan berst
vikulega alveg heilmikið af umsókn-
um,“ segir Ásta Sigrún.
Alvarleg vanskil aukast enn
26.868 einstaklingar eru nú í alvarlegum vanskilum Hefur fjölgað um 772 í ár
Yfir 3.300 hjón og pör með börn á vanskilaskrá og um 2.500 einstæðar mæður
Þróun á fjölda einstaklinga á vanskilaskrá
Heimild: CREDIT INFO
28.000
27.000
26.000
25.000
24.000
23.000
22.000
21.000
20.000
1.
ja
n.
10
1.
m
ar
s
10
1.
m
aí
10
1.
jú
lí
10
1.
se
pt
.1
0
1.
nó
v.
10
1.
ja
n.
11
1.
m
ar
s
11
1.
m
aí
11
1.
jú
lí
11
1.
se
pt
.1
1
1.
nó
v.
11
1.
ja
n.
12
1.
m
ar
s
12
1.
m
aí
12
1.
jú
lí
12
1.
se
pt
.1
2
1.
nó
v.
12
26.868
20.413
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ég held að nánast allir ESB-and-
stæðingar, sem studdu VG við kosn-
ingarnar vorið 2009, hafi gefið flokk-
inn upp á bátinn. Þeir vita fyrir víst
að flokkurinn undir núverandi for-
ystu er ekki vettvangur fyrir ESB-
andstöðu. Forystan sýnir í verki
bæði stuðning við ESB-umsókn og
aðild. Það eru svik við kjósendur VG
í alþingiskosningunum vorið 2009,“
segir Atli Gíslason, fv. þingmaður
VG, sem telur að andstaða Guðfríðar
Lilju Grétarsdóttur við ESB-aðild
eigi þátt í brotthvarfi hennar.
kettir hafi verið settir til hliðar innan
VG segir Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra hópinn stóran.
„Það er deginum ljósara að þeir
sem fengu þessa einkunnagjöf á sín-
um tíma – sem mér finnst ekkert
slæm að því leyti að okkur var sagt
að villikettir væru ekki auðsveipir
gagnvart yfirvaldi – eru sumir hverj-
ir horfnir á braut úr flokknum …
Vilji menn halda flokknum saman
horfa menn að sjálfsögðu til þess að
við erum ekki að tala um örfáa ein-
staklinga heldur mjög almennt sjón-
armið innan okkar hreyfingar,“ segir
Ögmundur.
Nánar er rætt við þau á mbl.is.
við Icesave 1 var eins og hún hefði
hellt olíu á eld og henni var varla
vært lengur í embætti þingflokksfor-
manns,“ segir Lilja.
Spurður hvort svonefndir villi-
Lilja Mósesdóttir, sem gekk úr
VG á sama tíma og Atli, tekur undir
þetta og segir aðdragandann langan.
Neitaði að samþykkja umsókn
„Árásir stuðningsfólks forystu VG
á störf Guðfríðar Lilju hófust þegar
hún neitaði að samþykkja ESB-
umsóknina. Guðfríður var á þessum
tíma þingflokksformaður og and-
staða hennar við ESB-umsóknina,
sem endaði með hjásetu, var túlkuð
sem reiðarslag fyrir forystu VG.
Þingflokksformaður VG hafði ógnað
tilveru „fyrstu tæru vinstristjórnar-
innar“. Þegar Guðfríður Lilja lýsti
síðan mánuði seinna yfir andstöðu
Telja forystu VG hafa líkað illa
andstaða Guðfríðar Lilju við ESB
Atli
Gíslason
Lilja
Mósesdóttir
Mat fyrrverandi þingmanna VG Ögmundur segir villikettina fjölmennan hóp
Tillaga Vinstri grænna um að
Reykjavíkurborg hefji viðræður við
ríkið um að brúa bilið á milli fæðing-
arorlofs og leikskóla var samþykkt í
borgarstjórn í gær.
Í tilkynningu frá Sóleyju Tóm-
asdóttur, borgarfulltrúa VG, segir
að nú sé opinber þjónusta fyrir öll
börn tryggð frá fæðingu til 18 ára
aldurs fyrir utan 15 mánaða tímabil
á öðru aldursári barnanna.
Fæðingarorlofssjóður geri for-
eldrum kleift að vera með barni sínu
til níu mánaða aldurs og leikskólar
Reykjavíkur mennti börn frá
tveggja ára aldri. Nauðsynlegt sé að
hið opinbera móti áætlun um að
lengja fæðingarorlof og leik-
skólagöngu í áföngum þar til bilinu
sé eytt. Það verði aðeins gert í sam-
starfi ríkis og sveitarfélaga.
Birti gögn á netinu
Þá samþykkti borgarstjórn að
vísa tillögu Kjartans Magnússonar,
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, um
aukið gagnsæi í stjórnsýslu borg-
arinnar til skrifstofu borgarstjórnar
til frekari vinnslu.
Tillagan gengur út á að gögn sem
lögð eru formlega fram á fundum
nefnda og ráða borgarinnar verði
birt á netinu ásamt fundargerðum
þannig að þau verði aðgengileg al-
menningi.
Skrifstofu borgarstjórnar var fal-
ið að semja tillögu að reglum sem
tryggi að birting slíkra gagna bygg-
ist á málefnalegum forsendum í
samræmi við stjórnsýslulög, upplýs-
ingalög og lög um persónuvernd að
því er segir í bókun á fundi borgar-
stjórnar.
Kjartan sagði í ræðu sinni á fund-
inum að yrði tillagan að veruleika
mundi Reykjavíkurborg skipa sér í
röð þeirra sveitarfélaga á heimsvísu
sem lengst væru komin í rafrænni
stjórnsýslu og lýðræði.
kjartan@mbl.is
Bilið verði
brúað hjá
börnunum
Sóley
Tómasdóttir
Borgin hefji
viðræður við ríkið
Kjartan
Magnússon
Leyft verður
að veiða 300
tonn af rækju í
utanverðu Ísa-
fjarðardjúpi í
vetur, ef farið
verður að endur-
skoðuðum tillögum
Hafrannsóknastofnunar. Áður hafði
stofnunin lagt til veiðibann á rækju,
en breytingin var gerð í kjölfar við-
bótarrannsókna á þessum slóðum
fyrir um tíu dögum.
Að sögn Ingibjargar G. Jóns-
dóttur, fiskifræðings hjá Hafrann-
sóknastofnun, verður ástand rækju-
stofnsins í innanverðu Djúpinu
jafnframt rannsakað áfram í vetur.
Farið verður í leiðangra með heima-
bátum í desember og febrúar, en
ástandið hefur ekki áður verið
kannað á þennan hátt í desem-
bermánuði.
Í fyrravetur voru í fyrsta skipti í
um tíu ár leyfðar rækjuveiðar í Ísa-
fjarðardjúpi og mátti þá veiða þús-
und tonn. Í leiðangri í haust mæld-
ist stofnvísitala rækju þar langt
undir meðallagi og hlutfall hrogna-
rækju hafði lækkað verulega frá því
haustið 2011.
aij@mbl.is
Mega veiða
300 tonn af
rækju í vetur
Nýjar tillögur
um veiðar í Djúpinu
Nú er farið yfir
brotalamir sem
kunna að hafa
verið í við-
brögðum við fár-
viðrinu sem
gekk yfir Norð-
urland í sept-
ember. Þetta
sagði Ögmundur
Jónasson innan-
ríkisráðherra á
Alþingi í gær.
Hann hafði verið spurður að því
hvort unnin yrði heildarskýrsla um
atburðarásina í óveðrinu sem varð
til þess að fjöldi kinda drapst og
heimili og fyrirtæki voru án raf-
magns um tíma.
„Strax og ljóst varð hvaða hætta
var á ferð brugðust menn við. Ég
vek athygli á frumkvæði sýslu-
mannsembættisins á Húsavík í því
efni. Um leið og almannavörnum
barst kallið var brugðist við.“
Brugðust við um
leið og kallið kom
Ögmundur
Jónasson