Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012 Við úfinn sjó Grátt hefur verið í Reykjavík undanfarna daga og var grýtt Sundahöfnin sérstaklega köld og drungaleg í öllum sínum dimmu litum. RAX Þegar eldra fólk flytur inn á hjúkrunar- eða dvalarheim- ili er því gert að taka þátt í kostnaði við dvölina hafi það tekjur yfir vissum mörkum sem ákveðin eru af stjórn- völdum. Þeir sem hafa yfir 65.005 krónur á mánuði sam- tals í tekjur af lífeyrissjóði og fjármagnstekjum þurfa að greiða það sem umfram er til heimilisins og lækkar þá greiðsla Tryggingastofnunar um sömu upphæð. Ein- staklingur sem er með 100 þúsund króna tekjur á mán- uði þarf því að greiða 34.995 krónur, einstaklingur með 200 þúsund króna tekjur 134.995 krónur o.s.frv. Í raun kemur það því fólki ekki til góða að hafa byggt upp góð lífeyrisréttindi eða sparnað til ellinnar, enginn má hafa meira til umráða en 65.005 krónur á mánuði. Fyrir nokkrum árum var eingöngu miðað við tekjur frá lífeyrissjóðum en ekki fjármagnstekjur. Síðan var farið að taka 50% þeirra með í dæmið og undanfarin ár eru fjármagnstekjur teknar með að fullu (vextir, húsaleiga o.fl.) Það sem er óskiljanlegast við þessa skattheimtu er að viðmiðunin, 65.005 krónur á mánuði, hefur verið óbreytt frá 1. jan- úar 2009, eða í tæp 4 ár. Á sama tíma hafa allar nauð- synjar hækkað verulega í verði og laun þokast upp, svo og bætur almannatrygginga sem hafa hækkað um 11,88% á þessu tímabili. Þessi eini hópur situr eftir. Fólkið sem býr á hjúkr- unar- og dvalarheimilum verður að gera sér að góðu að hafa óbreytt ráðstöfunarfé ár eftir ár þrátt fyrir verð- bólgu, alveg jafnt þó að það hafi komið sér upp góðum lífeyrisréttindum og einhverju sparifé til að hafa vexti af. Þetta eru kaldar kveðjur til þessa fólks. Ég skora á stjórnvöld að bæta úr þessu. Lágmarkskrafa hlýtur að vera að 65.005 krónurnar hækki til jafns við bætur al- mannatrygginga og verði þá 72.728 krónur. Eftir Guðjón Guðmundsson » Fólkið sem býr á hjúkr- unar- og dval- arheimilum verður að gera sér að góðu að hafa óbreytt ráðstöfunarfé ár eftir ár þrátt fyrir verð- bólgu. Guðjón Guðmundsson Höfundur er framkvæmdastjóri Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis á Akranesi. Þetta þarf að laga Orðið skattalækkun finnst ekki í orðabók Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuveg- aráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, ekki frek- ar en í bókum annarra ráð- herra ríkisstjórnar vinstri flokkanna. Hófsemd í skatta- heimtu er framandi í huga þeirra. Vegna þessa er meg- instefið í stjórnarstefnunni að skattleggja allt sem hreyfist. „Þessi atvinnugrein verður að sæta því að þeirra skattalega umhverfi sé endur- skoðað af og til,“ sagði Steingrímur J. Sig- fússon á Alþingi síðastliðinn mánudag þegar hann svaraði fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um margfalda hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjón- ustuna – úr 7% í 25,5%. Vinstri menn líta á endurskoðun á skattalegu umhverfi fyr- irtækja og einstaklinga sem tækifæri til að hækka skatta og álögur. Fátt er skemmti- legra í hugum þeirra en að endurskoða skatta „af og til“ í þeim tilgangi að herða skrúfurnar enn meira – draga úr hreyf- ingum efnahagslífsins. Hótanir Þegar forráðamenn fyrirtækja eða ein- staklingar heyra vinstri menna lýsa því yf- ir að skattalegt umhverfi sé til endurskoð- unar eiga þeir að hafa áhyggjur, ekki síst þegar í hlut á ráðherra sem skirrist ekki við að hafa í hótunum við þá sem kvarta. Í janúar 2010 var Steingrímur J. Sigfússon kokhraustur sem fjármálaráðherra á fundi um skattamál. Þá þegar hafði hann beitt sér fyrir verulegum skattahækkunum. Skilaboðin ráðherrans um að haldið yrði áfram á sömu braut voru öllum skiljanleg: „You ain’t seen nothing yet.“ Við þessi orð hefur Steingrímur J. Sig- fússon staðið af trúmennsku. Það vita at- vinnurekendur vel. Eldra fólk, sem berst við að halda eignum sínum, finnur á eigin skinni að hótanir um hækkun skatta ber að taka alvarlega. Heimilin í landinu vita að hótanir eru ekki orðin tóm. Hækkun Ef til vill er það ósanngjarnt að gera kröfu til þeirra sem hafa lifað í vernduðu umhverfi í áratugi, um að þeir geri sér grein fyrir hvað það þýðir að leggja allt sitt undir við að byggja upp fyrirtæki og hafa áhyggjur af því að eiga fyrir launum starfsmanna og virðisaukaskatti á næsta gjalddaga. Líklega er það einnig óbilgirni að ætlast til þess að stjórnmálamenn, sem hafa allt sitt á þurru og njóta ríkistryggðra lífeyrisréttinda, geti sett sig í fótspor eldri borgara sem verða að ganga á eignir sínar eða skuldsetja sig til að greiða eignaupp- tökuskatt. En það getur aldrei talist ófyr- irleitni að almenningur fari fram á það við stjórnmálamenn að þeir hætti að hafa í stöðugum hótunum. Skýrir kostir Eftir tæplega sex mánuði ganga kjós- endur að kjörborði. Kostirnir eru óvenju skýrir. Annars vegar er það braut vinstri flokkanna og hins vegar hugmyndafræði frjálsræðis og atvinnufrelsis með upp- byggingu atvinnulífsins, hófsemd í skatt- heimtu og bættum lífskjörum. Valið stend- ur um það hvort ríkisstjórnarflokkunum tekst að halda völdum með því að skjóta einu eða fleiri varadekkjum undir stjórn- arvagninn eða hvort Sjálfstæðisflokkurinn öðlast styrk til að koma í veg fyrir fjögur mögur ár til viðbótar. Þó kjósendur hafi ekki getað treyst lof- orðum stjórnarflokkanna frá síðustu kosn- ingum um skjaldborg um heimilin, and- stöðu við aðild að Evrópusambandinu, aukið gegnsæi í stjórnsýslu og beint lýð- ræði, segir reynslan að einu geti þeir treyst: Hótunum um frekari skattahækk- anir. skatta og opinberra gjalda er að sliga heimilin sem þurfa síðan að „sætta“ sig við að hækkunum er velt út í verð- lagið og íbúðalánin hækka. Þetta kalla stjórnarþingmenn „skjaldborg“ um heimilin. Varasamt að ná árangri Vinstri stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna heldur sínu striki og óskar eftir að fá fjög- ur ár til viðbótar í kosningum í apríl næstkomandi. Jóhanna Sigurðardóttir og Stein- grímur telja það óviðunandi að fyrirtæki og einstaklingar nái árangri, án þess að skattakrumla ríkisins grípi inn í. Þess vegna eru þau sannfærð um nauðsyn þess að leggja þyngri byrðar á ferðaþjón- ustuna, sem hefur náð umtalsverðum ár- angri á síðustu árum. Nú er svo komið að það er beinlínis orðið hættulegt fyrir atvinnugreinar að ná ár- angri og jafnvel þokkalegri afkomu. Með því verða þær skotskífa skattmanns sem fylgist með öllu sem hreyfist. Það getur varla komið nokkrum manni á óvart að at- vinnulífið haldi að sér höndum. Ekki getur það komið neinum í opna skjöldu að upp- bygging til framtíðar hafi verið sett til hlið- ar vegna ótta við stjórnvöld. Skilja ekki samhengið Vinstri menn hafa því miður átt í erf- iðleikum með að skilja samhengið á milli hagsældar og hófsemdar í skattheimtu. Þeir líta á fyrirtæki og heimili sem skatt- stofna í óseðjandi og endalausri viðleitni við að fjármagna rándýrt stjórnkerfi hins op- inbera, flóknar millifærslur og stöðugt stækkandi eftirlitskerfi hins opinbera. Ráðherrum ríkisstjórnar, sem eitt sinn kenndi sig við „norræna velferð“, er ofviða að átta sig á einföldum sannindum sem John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, benti á í ræðu árið 1962: „Efnahagskerfi sem er þrúgað af háum sköttum mun aldrei skila nægilegum tekjum til að jafnvægi náist í ríkisfjár- málum, alveg eins og það mun aldrei búa til nægilegan hagvöxt eða nægilega mörg störf.“ Eftir Óla Björn Kárason »Nú er svo komið að það er beinlínis orðið hættu- legt fyrir atvinnugreinar að ná árangri og jafnvel þokkalegri afkomu. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Staðið við hótanir af trúmennsku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.