Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012 Í dag, miðvikudag, og næstu daga mun fimmta píanókeppni Íslands- deildar EPTA, Evrópusambands pí- anókennara, fara fram í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs. Miðvikudag og fimmtudag stendur keppnin yfir milli klukkan 9 og 18, á laugardag- inn kemur eru úrslit kl. 10 til 16 og daginn eftir, sunnudag kl. 14, er verðlaunaafhending og verðlauna- hafar koma fram. EPTA-keppnin er ein mikilvæg- asta og best kynnta keppnin hér á landi í flutningi klassískrar tónlist- ar. Víkingur Heiðar Ólafsson bar sigur úr býtum í fyrstu keppninni árið 2000 en síðan hefur hún verið haldin á þriggja ára fresti. Keppnin er íslenskum píanónemum hvatning og ögrandi tækifæri til að reyna sig við krefjandi kringumstæður, en hún er ætluð 25 ára nemendum og yngri og er þeim skipt í þrjá ald- ursflokka. Virtur og reyndur bandarísk- ur píanóleikari, Nelita True, leiðir dómnefnd en hún er ís- lensk í móðurættina. Aðrir dómarar eru Halldór Haralds- son, Selma Guðmundsdóttir, Edda Erlendsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson. „Þetta er hátíð hjá okkur, nemendurnir æfa sig í marga mán- uði fyrir þátttökuna,“ segir Anna Rún Atladóttir formaður Íslands- deildar EPTA. „Þeir fá líka tæki- færi til að heyra mikið af tónlist og sjá aðra spila, allt á jákvæðum nót- um. Þetta er hluti af þjálfun þeirra, að koma fram og spila fyrir aðra, en það er mjög mikilvæg reynsla.“ Í Íslandsdeild EPTA eru nú 117 félagar. „Flestir píanókennarar landsins eru í félaginu og við stönd- um fyrir ýmiskonar masterklössum, fyrirlestrum og gefum út fréttabréf, þar sem greint er frá ráðstefnum, keppnum og slíku,“ segir Anna Rún. Aðgangur að píanókeppninni er öllum opinn og ókeypis fyrir nem- endur, en 500 kr. aðgangseyrir fyrir aðra. efi@mbl.is Ögrun fyrir píanónema  Píanókeppni EPTA fer fram í Salnum í Kópa- vogi næstu daga Morgunblaðið/Jim Smart Sigurvegari Víkingur Heiðar Ólafsson bar sigur úr býtum árið 2000. Trommuleikarinn Scott McLemore kemur fram ásamt hljómsveit sinni á næstu tónleikum Jazzklúbbsins Múl- ans sem fram fara í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Kvintett kvöldsins skipa auk Scotts þau Óskar Guð- jónsson á saxófón, Sunna Gunnlaugsdóttir á píanó, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Róbert Þórhalls- son á bassa. Kvintettinn sendi nýverið frá sér breiðskífuna Remote Location sem hlotið hefur góðar viðtökur gagnrýnenda erlendis. Efnisskrá kvöldsins verður helguð efni af nýju plötunni. „Tónleikadagskráin er að vanda bæði metnaðarfull og fjölbreytt og er gott dæmi um þá miklu grósku sem einkennir íslenskt djasslíf þar sem allir straumar og stefnur eiga heima,“ segir m.a. í tilkynningu frá Múlanum. Scott kemur næst fram með kvartett á KEX Hosteli þriðjudaginn 13. nóvember og fimmtudaginn 15. nóv- ember kemur Scott fram ásamt Óskari og Hilmari Jenssyni gítarleikara á Stofunni í Aðalstræti 7 með standarda og bland í poka. Nýtt efni á Múlanum  Scott McLemore fylgir nýrri plötu sinni eftir á þrennum tónleikum Trommarinn Scott McLemore sendi nýverið frá sér plötuna Remote Location og leikur efni af henni. Tónskáldið og hljómsveitar- stjórinn Daníel Bjarnason hefur samið nýtt verk fyrir píanó- keppni EPTA í ár en valinkunn íslensk tónskáld hafa verið fengin til að semja ný tón- verk fyrir hverja keppni. Með þeim hætti skapar keppnin aukinn starfsvettvang fyrir tónskáld hér og íslenskir pí- anóleikarar hafa úr fleiri innlendum verk- um að velja. Daníel semur ALLTAF NÝ TÓNVERK Daníel Bjarnason tónskáld Íslenska vita- félagið, félag um íslenska strand- menningu, fagn- ar vetri með dag- skrá í Víkinni sjóminjasafninu við Grandagarð í kvöld kl. 20. Þar segir Rósa Þor- steinsdóttir þjóð- fræðingur frá rímum, sigl- ingavísum, rímnakveðskap og kvæðalögum. Inn í umfjöllunina verður fléttað hljóðdæmum, lifandi tónlist og upptökum með kveðskap úr þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar. Hljómsveitin Ein- breið brú flytur nokkur lög, en hún sækir efnivið sinn í þjóðlaga- og kveðskapararfinn og flytur í eigin útsetningum. Hljómsveitin er ein- göngu skipuð þjóðfræðingum. Siglingavísur og Einbreið brú Rósa Þorsteinsdóttir Sýning Konstantinos Zaponidis er ber heitið Himneskur gluggi verður opnuð í kaffihúsi Gerðubergs í dag kl. 18. Rangt var farið með opn- unardagsetninguna í blaðinu í gær og er beðist velvirðingar á þeim leiðu mistökum. Handverkskaffi þar sem Zaponidis ræðir um sýn- inguna fer fram í kvöld kl. 20. Íkon Eitt verka Zaponidis. Himneskur gluggi opnaður í dag Nýjasta mynd leikstjórans Tim Burton San Francisco chronicle Boston.com Entertainment Weekly BoxOffice.com Frábær mynd sem enginn aðdáendi Tim Burtons ætti að láta fram hjá sér fara 16 Ein besta mynd ársins! - Boxoffice Magazine JOSEPH GORDON-LEVITT BRUCE WILLIS EMILY BLUNT HAUNAST 16 16 UPPLIFÐU NÝJA SAMBÍÓIÐ Í KRINGLUNNI -FBL -FRÉTTATÍMINN Entertainment Weekly New York Observer Empire Boxoffice.com L MEÐ JENNIFER LAWRENCE ÚR HUNGER GAMES. HÖRKU SPENNUTRYLLIR 7 14 12 ÁLFABAKKA 16 7 L L 12 12 VIP 16 16 EGILSHÖLL 12 L 16 16 KRINGLUNNI UPPLIFÐU NÝJA SAMBÍÓIÐ KRINGLUNNI L 12 HOUSE AT THE END OF THE STREET KL. 11 SKYFALL KL. 5 - 6 - 7 - 8 - 9 - 10 HOPE SPRINGS KL. 5 HOUSE AT THE END.. KL. 5:40 - 8 - 10:20 SKYFALL KL. 5 - 8 - 10:20 END OF WATCH KL. 5:40 - 8 HOPE SPRINGS KL. 5:40 - 8 LOOPER KL. 10:20 16 L 14 AKUREYRI HOUSE AT THE END OF THE STREET KL. 8 - 10:20 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:20 L 14 12 16 KEFLAVÍK HOUSE AT THE END OF THE STREET KL. 11 SKYFALL KL. 8 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:10 14 14 14 ARGO FORSÝNING KL. 8 HOUSE AT THE END...KL. 5:50 - 8 - 10:20 HOUSE AT THE END... VIP KL. 5:50 - 8 - 10:20 FRANKENWEENIE ÍSL. TEXT Í3D KL. 6 HOPE SPRINGS KL. 5:50 - 8 - 10:20 END OF WATCH KL. 8 - 10:20 LOOPER KL. 8 - 10:30 THE CAMPAIGN KL. 6 LAWLESS KL. 10:20 BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:50 FORSÝND Í KVÖLD KL. 8 Í ÁLFABAKKA TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á MYNDIN SEM MARGIR VILJA MEINA AÐ MUNI VINNA ÓSKARSVERÐLAUNIN Í ÁR  -B.O. MAGAZINE  - NEW YORK DAILY NEWS Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Sérsmíðaðar innréttingar Hjá GKS færð þú faglega ráðgjöf er varðar sérsmíði á innréttingum. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.