Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012 ✝ Guðrún DýrleifKristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 4. apríl 1958. Hún lést í Reykjavík 24. október 2012. Foreldrar hennar eru Unnur Jóns- dóttir ljósmóðir, f. 3.3. 1933 og Kristján Jónasson læknir, f. 1.8. 1928, d. 17.11. 1985. Systkini henn- ar eru Stefán læknir, f. 1.1. 1960, maki Ólöf H. Bjarnadóttir, Guð- ríður Anna tannlæknir og lög- maður, f. 17.6. 1966, maki Ómar B. Hansson og Kristín Jóna við- skiptafræðingur, f. 19.9. 1967, maki Hafsteinn Már Einarsson. Dýrleif giftist 26.1. 1980 Karl- Heinz Gerhard Grimm. Þau skildu. Sonur þeirra er Kristján Gerhard háskólanemi, f. 25.3. 1981, maki Hjördís Erna Sigurð- ardóttir. Börn þeirra eru Re- bekka Rut, f. 23.3. 2002, Rannveig Lára, f. 15.5. 2004 og Rúnar Máni, f. 16.3. 2009. Bernskuárum sínum varði Dýr- leif í Danmörku og Svíþjóð ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hún lauk landsprófi frá Haga- skóla 1974, varð stúdent frá MR menntunarsjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 1995-2001. Einnig vann hún að lagabreyt- ingum fyrir félagið á árunum 2006-2008. Hún var prófdómari ad hoc í umhverfisrétti við HÍ frá 2008, hún var einnig nefnd- armaður ad hoc í nefnd um dóm- arastörf 2011. Dýrleif kom einnig að kennslu en hún hafði umsjón með raunhæfum verkefnum í eignarétti við lagadeild HÍ frá 2006-2010. Dýrleif eða Dilla eins og hún var kölluð var sterkur per- sónuleiki og gædd miklum mann- kostum. Hún var afburða náms- maður og sér í lagi mikil tungumálamanneskja. Dilla gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og einkenndi það alla hennar vinnu. Hún var mikið snyrtimenni og mjög skipulögð. Hún stundaði lík- amsrækt og útivist og var líðan hennar og annarra henni hug- leikin. Það var sterkur þáttur í hennar fari að vilja hjálpa öðrum. Vinkonur Dillu skipuðu stóran sess í hennar lífi og átti hún marg- ar góðar trúnaðarvinkonur sem reyndust henni vel í hennar veik- indum sem og samstarfsfólk hennar á Lex lögmannsstofu. Son- ur hennar Kristján Gerhard og fjölskylda hans voru Dýrleifu afar mikilvæg. Hún bar velferð þeirra ávallt fyrir brjósti og barnabörnin voru hennar stolt. Útför Dýrleifar fer fram frá Neskirkju við Hagatorg í dag, 7. nóvember 2012, og hefst athöfnin kl. 15. 1978, B.Sc. í hjúkr- unarfræði frá HÍ í mars 1986, cand. juris í feb. 2004 og héraðsdóms- lögmaður í maí 2008. Hún lagði stund á LL.M. nám við HÍ í auðlinda- rétti og alþjóðlegum umhverfisrétti sam- hliða starfi og stefndi á útskrift vorið 2013. Dýrleif starfaði við hjúkrun til ársins 1998. Fyrst á Landakotsspítala, þá Heilsu- gæslustöð Seltjarnarness og und- ir lok starfsferlis síns við hjúkrun á Droplaugarstöðum sem stjórn- andi. Með námi við lagadeild HÍ var hún starfsmaður Lagastofn- unar HÍ frá 2003. Að loknu kandí- datsprófi í lögfræði var hún lög- fræðingur á sveitarstjórnarsviði félagsmálaráðuneytis til sept- ember 2005 þegar hún hóf störf á LEX lögmannsstofu þar sem hún starfaði þar til hún lést. Hún sér- hæfði sig aðallega í eignarétti og orku- og auðlindarétti sem og skipulags- og byggingarmálum. Hún gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Má þar helst nefna að hún sat í stjórn starfs- Merkilegt hvernig hversdags- legir hlutir, sem eru svo sjálf- sagðir að maður tekur varla eftir þeim, breytast á svipstundu í manns allra dýrmætustu minn- ingar. Minningar um samtöl, minningar um faðmlög, minning- ar um bros, gleði, sorg, kossa og knús. Mín yndislega og kæra vin- kona er fallin frá. Dilla sem var svo dásamleg. Svo ótrúlega gáf- uð. Svo hrein og bein og heiðar- leg. Svo skynsöm. Dilla sem vandaði sig alltaf svo mikið og gerði allt svo vel. Dilla mín sem barðist við dreka á hverjum degi með öllum þeim vopnum sem hún hafði. Hver dagur var sigur. Þar til drekinn hafði betur. Í mínu hjarta er ekki pláss fyr- ir annað en skilyrðislausa ást til hennar, endalaust þakklæti fyrir að hafa fengið að vera hennar vinkona og ótakmarkaða virðingu fyrir því hver hún var. Og minn- ingar. Sem betur fer er þar fullt af góðum minningum. Hún Dilla mín var engum lík. Það er svo óraunverulegt að horfast í augu við það að nú sé þessum kafla lokið. Hugur minn er hjá fjölskyldu og vinum Dillu. Í kveðjuskyni lýt ég höfði í auðmýkt, af þakklæti og virðingu fyrir þessari frábæru konu og vinkonu. Reisi svo höfuðið upp og geng áfram, ríkari en ég hef nokkurn tímann verið. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Edda Andradóttir. Dilla okkar er látin. Við erum svo heppnar að til- heyra hópi vinkvenna úr laga- deildinni sem nánast óslitið frá útskrift hefur hist á Jómfrúnni síðasta fimmtudag í hverjum mánuði. Þessum hópi tilheyrði Dilla. Klár, fyndin, falleg, hnyttin og hjartahlý. Svo mikið elskuð, dáð og virt. Markmið eru sett, áföngum er náð, tímamót verða. Fjallið er klifið, toppnum er náð. Þá koma í ljós nýir toppar, ný markmið, nýir áfangar. Þrátt fyrir öll tímamót og fjarlæg markmið sem oft virðast eins og lokatakmark þá heldur lífið áfram. Þrátt fyrir allt mótlæti, torfærur og brekkur, baráttu og ósigra, og jafnvel þótt ævinni ljúki, jafnvel þrátt fyrir sjálfan dauðann, sem eru sannkölluð tímamót, þá heldur lífið áfram, og ekkert fær það stöðvað. (Sigurbjörn Þorkelsson) Við sendum fjölskyldu og vin- um Dillu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Við þökkum fyrir að hafa fengið að vera henni sam- ferða í lífinu og minnumst allra góðu stundanna með gleði, hlýju og söknuði í hjarta. Sigríður Anna (Anna Sigga), Auðbjörg, Ásta, Bergþóra, Edda, Gunnhildur, Jóhanna Kristín, Marín, Ragnhildur, Theodóra, Þuríður, Þyrí. Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhj. Vilhjálmsson) Söknuður er það sem kemur upp í hugann núna þegar ég kveð þig, kæra Dilla, eins og við köll- uðum þig sem þekktum þig vel. Eins og við munum öll var sumarið óvenju sólríkt hér í borg- inni og nutum við Dilla veðurblíð- unnar í gönguferðum okkar um Öskjuhlíðina, upp á Úlfarsfell og upp í Esjuhlíðar. Síðast en ekki síst notuðum við Miklatúnið til útiæfinga. Við vorum báðar A- konur, vildum hespa hreyfinguna snemma af og eiga svo daginn fyrir okkur. Kynni okkar Dillu telja ekki mörg ár, en við náðum mjög vel saman og með okkur þróaðist góð vinátta. Það er ekki sjálfgefið þegar maður hittir einhvern og eyðir með viðkomandi dágóðum tíma eldsnemma morguns, að það þróist endilega í vináttu. Það gerðist hjá okkur Dillu og fyrir þá vináttu er ég þakklát í dag. Dillu hitti ég fyrst í göngu með Lögmannafélaginu á Eyjafjalla- jökul. Í þeirri ferð sá ég hvað hún gat verið þrautseig, konan. Þetta var engan veginn aðveld ganga fyrir hana, en upp fór hún og nið- ur aftur. Eftir ferð sína á jökulinn hafði hún samband við mig og vildi komast í betra gönguform. Hún vildi stunda fjallgöngur enda naut hún þeirra. Það varð úr að hún mætti í einkaþjálfun til mín og var nánast í henni óslitið þar til yfir lauk. Dilla var virkilega bóngóð og ætlaði hún sér stundum of mikið, miðað við að það eru einungis tuttugu og fjórar stundir í sólar- hringnum. Sést það best á að síð- ustu misseri stundaði hún krefj- andi nám með vinnu, nám sem hún sá brátt fyrir endann á. Sagði ég oft í gríni við hana að ég væri að skipuleggja útskriftarferð fyr- ir hana, ferð þar sem yrði bara stjanað við hana og hún ætti að hvílast og safna orku. Hún tók sér aðra ferð, ferð sem hún skipu- lagði sjálf. Margar dýrmætar minningar á ég, sem ég mun geyma vel og vandlega. Hnyttin tilsvör og góð- ur húmor þinn mun lifa. Þegar þú bauðst mér í fyrsta sinn í sjampó og freyðibað vissi ég hreint ekki hvað þú meintir. Hvort ég væri ekki nógu hreinleg … en brátt kom í ljós að þú bauðst í eðal- kampavín og gott viðbit. Ég hefði svo gjarnan viljað gera miklu miklu meira fyrir þig, kæra vinkona, en því miður er sumt manni ofviða. Ég er þess fullviss að þér líður vel á þeim stað þar sem þú ert nú. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. (Vilhj. Vilhjálmsson) Ég votta Kristjáni syni hennar og fjölskyldu, móður hennar og systkinum mína dýpstu samúð. Hvíl í friði kæra vinkona. Guðný Aradóttir. Leiðir okkar Dillu lágu saman í menntaskóla, í hjúkrunarfræð- inni og sem samstarfskonur í heilsugæslunni. Síðan gengum við brautina saman. Kvöldgöngur urðu að föstum lið, ár eftir ár, hressandi og mannbætandi. Dilla var einstök vinkona, alltaf svo trygg og pottþétt, ráðagóð og umhyggjusöm og bauð fram hjálparhönd af örlæti og hlýju. Það voru góðir og gefandi dagar þegar við stikuðum Vesturbæinn, rýndum í lífsins þrautir og vorum bara ánægðar með okkur. Dilla hlustaði af alúð og spurði þar til við fundum svör við eigin spurn- ingum. Hún var líka svo skemmtilega blátt áfram og hisp- urslaus og ef mér lá of mikið á gat hún sagt: „Þú þarft ekki að leysa allt, hlustaðu bara, ég er ekki bú- in.“ Þetta var svo dásamlegt og lærdómsríkt. Dilla hafði einstaka hæfileika og var flott kona. Hlý og um- hyggjusöm og um leið metnaðar- full og kröfuhörð, einkum gagn- vart sjálfri sér. Hún lék sér að raungreinum, tungumálum og texta. Dilla var óendanlega dug- leg og hörð af sér en líka við- kvæm stúlka innra með sér. Þessir ólíku eiginleikar gerðu hana svo aðlaðandi, skemmtilega og klára. Hún geislaði af greind og glöggskyggni og skynjaði vel tilfinningar, andblæ og inntak. Með þessum hæfileikum leysti hún öll verkefni afburðavel og gaf af sér rausnarlega og fallega. En fyrir viðkvæma sál var sásauka- fullt að glíma við harðan heim og þrotlausar kröfur. Kröfurnar urðu Dillu smám saman óbæri- lega þungar. Hún leitaði allra leiða og aðdáunarvert hversu þrautseig hún var og viljug að nýta fjölmargar aðferðir til að gera lífið betra. Og það tókst oft mjög vel. Við skoðum nú gamlar myndir og sjáum hvað Dilla var glöð, hún var leiðtoginn og til í hvað sem var, skoða allt og njóta náttúr- unnar. En undir niðri var djúpur þungi sem frá æsku varpaði skugga á ævisporin, þungi sem hún bar af reisn og dugnaði. Hver dagur var hetjudáð og sigur- ganga þegar birtan lýsti upp líf Dillu. Það voru dásamleg lífsgæði að feta brautina með Dillu. Síð- ustu misserin voru þung og skuggi færðist yfir göngu okkar, við fjarlægðumst hvor aðra, fundum ekki nægan styrk til að bægja í burtu þunganum en trúð- um samt að bráðum birti yfir. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Laxness) Okkar kæra vinkona og dásamlegi félagi, þessi duglega og klára kona laut í lægra haldi fyrir sjúkdómnum sem fylgdi henni svo lengi. Hún þráði hvíld frá skugga og við vitum að nú hefur hið himneska ljós tekið á móti henni. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt Dillu að vinkonu. Ég veit að hæfileikar hennar, umhyggja og ástríki lifir áfram með fólkinu hennar sem var henni kærast af öllu og hún vildi allt fyrir gera. Ég veit að Krist- ján er stolt Dillu, fjölskylda hans og litlu börnin voru henni allt og hjá þeim lifir minningin um fal- lega og einstaka konu. Megi góð- ur Guð styrkja og blessa Kristján og fjölskyldu hans og líkna Unni, Stefáni, Guðríði, Kristínu og fjöl- skyldum þeirra. Sigrún Gunnarsdóttir og fjölskylda. Hæ elskan. Mætt í vinnuna. Þú lætur heyra í þér þegar þú vilt, Dilla. Þetta sms er í símanum mínum frá tuttugasta og fyrsta október og er það síðasta sem ég fékk frá Dillu. Við hittumst seinna um daginn. Það var þungt yfir Dillu þennan dag og hafði reyndar verið um tíma. Í lok fundar okkar var hún þó orðin léttari og við farnar að tala um hitt og þetta eins og okkar var vani. Ég fékk Dillu til að heita mér því að hún myndi reyna að heimsækja mig til Svíþjóðar sem fyrst. Hún stóð svo og vinkaði til mín út um gluggann þegar ég fór. Við Dilla kynntumst í fyrsta bekk Menntaskólans í Reykjavík þegar við áttum samleið í sænskutíma. Innan skamms fór- um við að koma við á Kaffi Mokka, sem síðan varð einn af okkar uppáhaldsstöðum. Ég hreifst strax af Dillu. Hún var gáfaðri en flestir, margbrotin, hugmyndarík, fordómalaus og skemmtilegur húmoristi. Við urð- um nánar vinkonur þó við værum ólíkar á margan hátt. Gagnkvæm virðing, þolinmæði, hreinskilni og einlægni var grunnur þessarar vináttu. Svo má segja að við höf- um bætt hvor aðra upp; ég tók Dillu með mér út á lífið og hún kenndi mér að lesa undir próf. Dilla var snillingur í að koma orðum að hlutum og góður penni. Í umræðum fann hún umsvifa- laust kjarna málsins og voru svör hennar snjöll og beinskeytt. Dilla var ætíð ósérhlífin við vinnu, hvort sem það var í námi eða starfi. Hún var skyldurækin og samviskusöm, en þar á ofan lét hún ekkert frá sér fara án þess að það væri þaulunnið og krufið til mergjar. Hún var líka hjálpsöm og góð og fljót til stuðnings við þá sem þurftu á því að halda. Dilla var því ekki einungis góður vinur, hún var einnig góður starfskraft- ur og naut hún þess þegar vel gekk. Sömu eiginleikar urðu þó að böli þegar verkefnin urðu of mörg og streitan of mikil. Við ræddum hugtakið Good enough, en það var ekki nógu gott að mati Dillu. Henni veittist því oft erfitt að finna jafnvægi og leiðir til end- urnæringar í lífinu. Í þau þrjátíu ár sem ég hef bú- ið erlendis höfum við hist reglu- lega en samskipti okkar hafa þó aðallega farið fram símleiðis. Samræður okkar, hvort sem þær voru um ástina, námið, vinnuna, streituna, börnin, barnabörnin eða bara daginn og veginn, voru ætíð gefandi og fjölbreyttar þar sem stutt var á milli kímni og al- vöru. Við reyndum hugmyndir og viðhorf til fólks og atburða hvor á annarri og gátum verið miskunn- arlausar í hreinskilnum svörum hvor til annarrar en á þessu byggðist einnig gagnkvæmur kærleikur og traust. Það voru ekki margar stórar ákvarðanir teknar án þess að þær væru ræddar okkar á milli. Þannig fylgdum við hvor annarri gegn- um lífið í þrjátíu og átta ár og það var fátt ef nokkuð sem við ekki vissum hvor um aðra þangað til Dilla tók sína síðustu ákvörðun ein, án þess að spyrja mig ráða. Dilla var orðin þreytt á að kljást við sjálfa sig og lífið og lái henni það enginn. Ég vildi þó margt til gefa til að fá nýtt sms í símann sem byrjar á: „Hæ elsk- an“, og endar á, „Dilla“. Guðbjörg Erlingsdóttir (Guggý). Kynslóð eftir kynslóð hefur sett orð á blað til þess að afbera sorgina og læra að lifa með henni og er mér nú svo farið. Leiðir okkar Dýrleifar lágu saman fyrir 30 árum þegar við hófum nám í hjúkrunarfræði við HÍ og á fyrsta ári varð hún strax mín besta vinkona. Við háskólann lærði Dýrleif fyrst hjúkrunarfræði. Í starfi hjúkrunarfræðings varð hún af- burðamanneskja, átti ómælda virðingu bæði sinna skjólstæð- inga og samstarfsfólks. Fagleg vinnubrögð, byggð á viðamikilli fræðilegri þekkingu, voru hennar aðal og innsæi í mannlegar til- finningar nýttist henni vel. Tæp- lega fertug ákvað hún að skipta alfarið um starfsvettvang og lauk kandidatsprófi í lögfræði rúm- lega fertug. Þar var brautin einn- ig bein hvað varðar virðingu og frama. Hún varð á fáum árum meðeigandi í virtri lögfræðistofu enda afburðagreind, rökviss, málefnaleg og mjög metnaðar- full. Ótal sinnum naut ég góðs af skarpskyggni hennar og ráðlegg- ingum enda var Dýrleif einstakur vinur vina sinna. Hún fylgdist með sonum mínum af áhuga, gladdist með okkur þegar sigrar unnust og stóð við bakið á okkur þegar erfiðleikar og áföll dundu yfir. Hún var í raun eins og ein af fjölskyldunni og þegar að því kom að standa með þeim sem henni stóðu nærri var aldrei gef- inn neinn afsláttur, það var allt eða ekkert. En ekki er allt sem sýnist. Allt frá unga aldri fylgdi Dýr- leifu þrúgandi skuggi þunglynd- is. Sá förunautur tók mismikið pláss en óhætt er að segja að með árunum varð þessi óvel- komni og þaulsætni gestur sí- fellt heimtufrekari og glíman við hann erfiðari. Þunglyndið tók engum rökum, þar voru engar málamiðlanir frekar en annars staðar í hennar lífi þó svo hún reyndi að nýta sér alla þá með- ferð, hefðbundna sem óhefð- bundna, sem í boði er við slíkum sjúkdómi. Það þarf hins vegar ekki mikla skarpskyggni, bara þá sem okkur ósköp venjulegu fólki er gefin, til þess að átta sig á að stundum verður að gera mála- miðlun. Það er ekki hægt að flytja öll fjöll, sum þarf að fara í kringum og önnur þarf maður að klifra yfir. En hún gat það ekki. Hún stóð algjörlega vanmáttug frammi fyrir þeirri staðreynd að stundum þarf maður að hörfa, sættast við að sigra ekki. Hún sjálf varð að standast allar kröf- ur hins harða húsbónda sem var hún sjálf eða öllu heldur hennar sjúkdómur, þunglyndið. Og hún var orðin svo þreytt, svo uppgef- in á þessu þrátefli þar sem greindin kom henni ekki að gagni heldur var hún henni frek- ar fótakefli. Elsku Kristján, Unnur og fjölskyldur, stöndum saman í sorginni, þakklát fyrir að hafa átt Dillu. Megi hún hvíla í friði þar sem fegurðin ein ríkir, en minningin um frábæra konu lifa með okkur. Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg þar ríkir feg- urðin ein ofar hverri kröfu. (Halldór Laxness) Ragnheiður Gunnarsdóttir. Mig langar að minnast Dillu vinkonu minnar í fáeinum orð- um. Ég heyrði Dillu oft getið áður en ég kynntist henni, og þá fyrst og fremst vegna afburða greind- ar hennar og námshæfileika. Við Dilla kynntumst svo almenni- lega árið 1991 þegar við bjugg- um um tíma í saman húsi við Vesturvallagötuna og varð þá vel til vina. Sögusagnir af gáfum hennar voru engar ýkjur en Dilla reyndist líka afar skemmti- leg kona með einstaka kímni- gáfu. Vinátta okkar styrktist næstu árin þótt við flyttum hvor í sína áttina. Á erfiðum tímum var Dilla minn mesti styrkur og huggun. Ég verð henni og móð- ur hennar, Unni Jónsdóttur, ævarandi þakklát fyrir ómetan- legan stuðning. Dilla var hreinskilin og sagði sérhverja sögu eins og hún var. Hún reyndi ekki að fela, fegra eða breiða yfir neitt. Það var gott að geta treyst því að hjá henni fengi maður heiðarlegt svar og að hún segði hvorki meira né minna en það sem hún meinti. Dilla var traust og trygg vinkona. Dilla var afar reglusöm og lagði sig fram um að búa sér og syni sínum gott líf með reglu- festu og heilbrigðu lífi. Hún var þó heldur ósátt við hvað henni leiddist matseld en þegar hún eldaði eða bakaði var það alltaf óaðfinnanlegt. Vandvirkni henn- ar og samviskusemi var við brugðið en fullkomnunarárátta gerði að hún þoldi illa að gera hluti sem ekki stóðust kröfur hennar. Dilla gerði aldrei nokk- urn hlut með hangandi hendi en þegar hún slakaði á gat hún ver- ið mjög fyndin og hlátur hennar var smitandi og skemmtilegur. Mér eru minnisstæðar langar kvöldgöngur okkar Dillu þar sem við glímdum við lífsgátuna, ræddum drauma okkar og Guðrún Dýrleif Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.