Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012 ✝ Gunnar PéturSigurðsson fæddist á Akureyri 30. júní 1930. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu að Norð- urbrún 1 25. októ- ber 2012. Móðir hans var Aðalheiður Kon- ráðsdóttir hús- freyja og verka- kona í Reykjavík, f. 7. maí 1906 í Litlu-Húsey, Seyluhreppi í Skagafirði, d. 18. júlí 1987. Faðir hans var Sigurður Vigfús Guðlaugur Vigfússon, for- stöðumaður og ritstjóri, f. 1. desember 1897 í Landakoti í Staðarsveit, Snæfellsnesi, d. 4. febrúar 1986. Albróðir Gunnars er Margeir Konráð, f. 11. ágúst 1931, búsettur í Kanada. Hálf- bróðir Gunnars í móðurlegg var drengur f. og d. 1927. Hálf- systkini Gunnars í föðurlegg eru Gunnar Bergmann, f. 1922, d. 1983, Vigfús f. 1924, d. 1998, Viggó Matthías f. 1926, Áslaug Sólveig Guðrún, f. 1927 og Elsa, f. 1930, d. 2005. Þann 1. janúar 1953 kvænt- ist Gunnar Herdísi Kristínu Karlsdóttur leikskólastjóra í anum í Reykjavík 1944, Iðn- skólanum í Reykjavík 1951, sveinsprófi í rennismíði í Vél- smiðjunni Héðni hf 1952, vél- stjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1954 og rafmagns- deild 1955. Gunnar var vél- fræðingur með full vélstjórn- arréttindi. Hann var vélstjóri á bv. Sléttbaki til ársloka 1955, á ms. Lagarfossi II 1956, á ms. Kötlu og ms. Öskju 1957-60. Hann vann við Írafossstöð og Steingrímsstöð 1961-63, var vélstjóri á Jörundi II 1964-68 og vann hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli 1968-71. Hann vann við afleysingar á ýmsum skipum 1972-78. Hann var yfirvélstjóri á togaranum Ými 1979-1984 og á Rauðanúpi og fleiri togurum frá 1984-89. Síðast var hann yfirvélstjóri á bv. Bjarna Ólafssyni 1990-96. Gunnar var því alls um 37 ár til sjós og þar af var hann 28 ár og 9 mánuði á sjó. Gunnar var frá unga aldri virkur með- limur í KFUM í Reykjavík og tók virkan þátt í uppbyggingu sumarbúða KFUM og KFUK. Gunnar og Herdís byggðu heimili sitt í Njörvasundi 3 í Reykjavík árið 1953 og bjuggu þar til ársins 1989. Frá 1989 til 2011 bjó Gunnar í Frostafold 14. Frá 2011 bjó Gunnar í Norðurbrún 1. Útför Gunnars fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 7. nóv- ember 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Reykjavík, f. 30. október 1927 á Siglufirði. Þau voru í hjónabandi í rúm 53 ár eða þar til hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir í Graf- arvogi þann 11. apríl 2006. Herdís var dóttir hjónanna Herdísar Hjartardóttur hús- freyju, f. 15. ágúst 1894 í Lang- húsum í Fljótum í Skagafirði, d. 26. desember 1987 og Karls Sturlaugssonar húsasmíða- meistara á Siglufirði, f. 27. apr- íl 1886 í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dalasýslu, d. 8. febrúar 1948. Börn Gunnars og Herdísar eru: 1) Karl flugstjóri, f. 10. október 1953 í Reykjavík, búsettur erlendis. Dóttir hans er Eleanor, f. 2001 á Ítalíu. 2) Herdís hjúkrunarfræðingur og viðskiptafræðingur, f. 15. ágúst 1968 í Reykjavík. Eiginmaður hennar er Guðmundur Örn Guðjónsson aðalvarðstjóri, f. 11. mars 1965 í Lindesberg í Svíþjóð. Synir þeirra eru, Matt- hías, f. 1996, Davíð, f. 2000, Markús, f. 2006. Gunnar lauk Miðbæjarskól- Elskulegi pabbi er horfinn frá okkur. Ég sakna hans sárt og minnist hans með þakklæti og gleði. Með mömmu og pabba lærði ég að byrja sérhvern morgun á því leggja komandi dag í Drottins hendur og að kveldi þakka Guði varðveislu og náð. Morgun- og kvöldbænir urðu strax í æsku eðlilegur hluti daglegs lífs. Þau kenndu mér líka mikilvægi þess að láta ekki sólina setjast yfir reiði mína. Pabbi kenndi mér svo margt með því hver hann var og hvernig hann tókst á við lífið. Ég dáist alltaf að hugarfari pabbi þegar hann sagði mér sögur af atburðum og aðbúnaði frá þeim árum sem hann ólst upp. Hann tókst á við lífið með trúna á Guð að vopni í bardaga sínum við áföll og veikindi. Bænin, fyrirgefningin og trúin voru leiðarljós hans. Pabbi var í eðli sínu kraftmikill, ljúfur, til- finningaríkur og félagslyndur. Hann talaði umbúðalaust við alla, var afar vinnusamur og gerði kröfur um afköst og ár- angur hjá sjálfum sér og öðrum. Pabbi var fyrst og fremst vél- stjóri og sjómaður. Í æsku fékk ég að sigla með honum til Eng- lands í tvígang og það voru stórkostlegar ferðir. Þá fékk ég innsýn í líf sjómanna og nátt- úruöflin sem þeir glíma við. Pabbi kom sjaldan heim og stoppaði stutt í landi. Hann var 37 ár til sjós og þar af tæplega 29 ár á sjó. Þegar hann var heima fékk ég að aðstoða hann og var með nefið ofan í öllu sem hann var að gera. Hann naut þess að ferðast með okkur um landið, dvelja úti í sveit og fara í fjallgöngur. Pabbi las mikið og hafði áhuga á myndlist og var mikill frímerkjasafnari. Pabbi var snillingur í hugar- og lík- indareikningi og spilaði brids til sjós og lands. Hann naut þess síðustu misserin að hafa tæki- færi á ný til að spila brids. Hann varð svo óvænt bráð- kvaddur við spilaborðið á heim- ili sínu. Árið 1996 hætti pabbi til sjós til þess að annast mömmu í veikindum hennar. Sá tími sem fór í hönd var mömmu afar dýr- mætur. Samfellt í 7 ár naut mamma umönnunar, hjúkrunar og stuðnings pabba, þannig að þau gátu búið saman á heimili sínu og notið lífsins. Mamma naut einstakrar hlýju frá pabba sem annaðist hana af eljusemi og kærleika. Það er mér ógleymanlegt þegar ég kom til þeirra eitt skipti, þá sat pabbi við eldhúsborðið með nákvæmt skjal og frímerkjatöng, var með öll lyfin hennar og tók til ellefu lyfjagjafir á sólarhring fyrir næsta hálfa mánuð. Þegar mamma flutti á Eir vitjaði pabbi hennar daglega og annaðist hana áfram af einstakri ná- kvæmni. Það var pabba því mik- ill harmur þegar mamma lést árið 2006 eftir 53 ára hjóna- band. Við erum þakklát fyrir að hafa stutt hann og átt með hon- um glaðar og góðar stundir. Hann dáðist að afastrákunum og hvatti þá til dáða. Ég kveð elsku pabba með kvölbænunum sem hann kenndi mér og veit að hann og mamma eru komin saman heim. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Svæfillinn minn og sængin mín sé önnur mjúka höndin þín, en aðra breið þú ofan á mig, er mér þá værðin rósamlig. (Sig. Jónsson, frá Presthólum) Herdís Gunnarsdóttir (Systa). Jaxlinn hann tengdapabbi er fallinn frá og minningarnar hrannast upp. Gunnar var merkilegur maður og er ég þakklátur fyrir þann tíma sem ég átti með honum, það sem hann gaf af sér og það sem ég lærði af honum. Það sem einkenndi Gunnar var hversu ósérhlífinn hann var, hann gekk í öll störf. Ekkert verk var svo lítilsvert að hann gæti ekki gert það og eins var ekkert svo flókið að hann tækist ekki á við það. Þó að Gunnar væri mikill harðjaxl hafði hann sterkar tilfinningar og var óhræddur við að sýna og tala um þær. Gunnar var alltaf tilbú- inn að hjálpa og aðstoða okkur, t.d. á þeim árum sem við hjónin vorum bæði í vaktavinnu þá kom það oft fyrir að Gunnar sá um að passa Matthías. Veit ég að þessar samverustundir þeirra voru þeim báðum mikils virði. Eins þegar við Systa byrj- uðum að byggja í Vættaborgum, þá var hann mættur þar með tæki og tól til að aðstoða okkur. Ég man hvað mér fannst aðdá- unarvert hvað hann hugsaði vel um Dísu sína í veikindum henn- ar. Eins man ég hvað það kom mér á óvart hvað hann var ótrú- lega duglegur að takast á við matreiðslu, bakstur og öll eld- hússtörf, sem var ekki sjálfgefið fyrir mann af hans kynslóð. Ég á eftir að sakna tengda- pabba, það verður tómlegt í sóf- anum þar sem hann sat alltaf þegar hann kom í heimsókn til okkar. Ég kveð tengdapabba með söknuði í hjarta og við fjöl- skyldan eigum eftir að sakna samvistanna með honum. Gunn- ar var trúaður og treysti Drottni í hvívetna, hann er kominn á endastöð, kominn heim í ríki Guðs síns. Jesús mælti: „Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo hefði ég þá sagt yður að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað kem ég aftur og tek yður til mín svo að þér séuð einnig þar sem ég er. Veg- inn þangað sem ég fer þekkið þér. Ég er vegurinn, sannleik- urinn og lífið.“ (Jóh. 14:6) Guðmundur Örn Guðjónsson. Ég ætla að kveðja afa með litlu versi og þar með þakka honum fyrir allar þær stundir sem hann hefur veitt mér. Stundirnar með afa voru ynd- islegar og einstakar og sögurn- ar hans ansi góðar. Hann var al- veg einstaklega góður afi og ég mun sakna hans virkilega mikið. En nú er kominn tími til að kveðja og ég valdi þetta vers af því ég veit að hann lifði og trúði á Jesú Krist: Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?“ (Jóh. 11:25-26) Matthías Guðmundsson. Ég sakna Gunnars afa svo mikið. Í gegnum tíðina var afi alltaf góður við mig, skemmti- legur og hress. Ég þakka fyrir allar stundirnar sem ég átti með afa og bið Guð að varðveita hann. Ég vil kveðja hann með þessum orðum úr Davíðssálmi 23:4. „Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.“ Davíð Guðmundsson. Kveðja frá Éljagangsmönnum Félagi okkar, Gunnar Sig- urðsson, lést í dag. Þessi til- kynning kom inn á fund í Að- aldeild KFUM 25. október sl. Okkur, sem sátum þennan fund af Éljagangsmönnum, setti hljóða. Við vissum jú að Gunnar hafði gengist undir aðgerð við æxli í öxl og var það fyrsta sem upp í hugann kom sem orsaka- valdur. Seinna fengum við að vita að aðgerðin hafði tekist vel, en hann hafði kvatt þetta líf við spilamennsku á Hrafnistu, þar sem hann átti heimili síðustu tvö árin. Gunnar er þriðji fé- laginn úr okkar hópi sem kveð- ur á þessu ári og er skarðið orð- ið stórt í fámennan hóp. Á hugann leita minningar frá þeim árum er áhugi nokkurra ungra manna í KFUM vaknaði á að eignast skíðaskála. Gunnar var einn þessara ungu manna. Skálann eignuðumst við og nefndum hann Éljagang. Nafn skálans festist síðar við okkur eigendurna. Gunnar var traust- ur félagi og einlægur trúaður maður. Við minnumst ferða upp í skála í misjöfnum veðrum á veturna, vinnuferða yfir vor- og sumartíma, þegar unnið var við að fullgera skálann. Við minn- umst funda á heimili þeirra hjóna, Gunnars og Herdísar, að Njörvasundi 3 og síðar að Frostafold 14, þar sem við feng- um ævinlega hlýjar móttökur. Gunnar missti konu sína, Her- dísi Karlsdóttur, langt fyrir ald- ur fram og var það mikið áfall fyrir hann og börnin þegar hún féll frá. Þar sýndi Gunnar ein- staka umhyggju við umönnun Dísu í veikindum hennar. Eftir lát Dísu naut Gunnar jafnan mikillar umhyggju Herdísar dóttur þeirra. Hann hélt einn heimili eftir lát Dísu, að Frosta- fold, þar til hann flutti að Hrafnistu við Norðurbrún. Eftir að Gunnar lauk námi sem vél- fræðingur og fór að starfa sem vélstjóri á togurum, fækkaði þeim tækifærum sem hann hafði til að taka þátt í starfi í fé- lagi okkar. Það má segja að Gunnar hafi ekki látið sig vanta á okkar fundum, sem lengst af voru haldnir mánaðarlega á heimilum okkar til skiptis yfir vetrarmánuðina, væri hann í landi. Hann sat í stjórn félagsins um tíma og var einnig kosinn skálavörður, áður en hann fór að stunda sjóinn. Eftir að Gunn- ar kom í land voru það fáir fundir sem hann lét sig vanta á. Við minnumst ánægjulegrar stundar sem við áttum með Gunnari og fjölskyldu hans á heimili Herdísar, dóttur þeirra hjóna, þegar hann varð áttræð- ur árið 2010. Það var ekki síður ánægjulegt þegar Gunnar ákvað að halda fund heima hjá sér að Frostafold 14 um haustið sama ár, þar sem við rifjuðum upp upphaf félagsins og kaup skál- ans á Hellisheiði. Þar nutum við góðgerða Herdísar, dóttur þeirra hjóna. Einnig er okkur minnisstætt að Gunnar hafði beðið dótturson sinn, Matthías, að lesa fyrir okkur í upphafi fundar úr Guðs orði. Það er nú fámennur hópur sem kveður kæran vin og góðan félaga í hinsta sinn. Félaga sem hefur verið trúfastur þau 63 ár sem við höfum haldið hópinn. Við biðjum börnum Gunnars og Herdísar, þeim Karli og Her- dísi, ásamt fjölskyldum þeirra, blessunar Guðs. Megi Guð veita þeim styrk á erfiðum tíma og gefa þeim góðar og hlýjar minn- ingar um góðan föður, tengda- föður og afa. Narfi og Páll. Gunnar Pétur Sigurðsson ✝Elsku maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afiokkar, ÓSKAR ÞÓRARINSSON, Hásteinsvegi 49, Vestmannaeyjum, sem lést föstudaginn 2. nóvember, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 10. nóvember kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast Óskars er bent á Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Ingibjörg Jóhanna Andersen, Rakel Óskarsdóttir, Sindri Óskarsson, Ragnheiður Borgþórsdóttir, Sigmar Þröstur Óskarsson, Vilborg Friðriksdóttir, Knútur Kjartansson, Kristín Kjartansdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR KR. JÓNSSON frá Neðri-Hrepp, lést mánudaginn 29. október. Útförin fer fram frá Hvanneyrarkirkju laugardaginn 10. nóvember kl. 14.00. Steinunn Á. Einarsdóttir, Sigurður Einarsson, Björn H. Einarsson, Ástríður Guðmundsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN K. PÁLSSON prentari, Dísaborgum 4, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans, Kópavogi, sunnudaginn 4. nóvember. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið. Kristín Jóna Guðlaugsdóttir, Gunnar Örn Kristjánsson, Birna H. Rafnsdóttir, Hafþór Kristjánsson, Sólveig Björk Jakobsdóttir, Steinar Kristjánsson, Sigríður Rósa Víðisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA HERBJÖRNSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Boðaþingi, áður Ásgarði 63, sem lést laugardaginn 27. október, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 13.00. Ásgerður Ásgeirsdóttir, Magnús Bjarnason, Guðbjörn Ásgeirsson, Nanna Þórðardóttir, Árný Ásgeirsdóttir, Sigurþór Jóhannesson, Einar Ásgeirsson, Súsanna Sigurbjargardóttir Forberg, Kjartan Sveinsson, Anna María Elíasdóttir, Ásgeir Sveinsson, Helga Sævarsdóttir, Hanna Lára Sveinsdóttir, barnabörn og langömmubörn.  Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdasonur og bróðir, HALLDÓR NILSSON, DORIT, Keilusíðu 12, Akureyri, lést fimmtudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 14:00 Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Stofnaður hefur verið styrktarreikningur, 0121-05-407271, kt.: 010483-4849. Katrín Aðalsteinsdóttir, Guðbjörg Emilía Walker, Þóra Zophoníasdóttir, Nils Erik Gíslason, Elín Stengrimsen, Margrét Sigurðardóttir, Aðalsteinn Björnsson, systkini og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.