Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 312. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Loftmyndir frá Íslandi vekja … 2. Linda Pé og dóttir í myndatöku 3. Cruise hefur ekki gleymt Íslandi 4. Vinkonan týndi fíkniefnunum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ljáðu okkur eyra er yfirskrift hádegistónleika sem fram fara í Fríkirkjunni við Reykjavíkurtjörn í dag kl. 12.15. Ger- rit Schuil píanó- leikari er listrænn stjórnandi, en hvorki er kynnt dagskrá né flytjendur fyrr en að tónleikum kemur. Má því segja að um tónlistarlega óvissuferð sé að ræða fyrir tónleikagesti. Tónlistarleg óvissu- ferð í Fríkirkjunni  Rútubílasöngvar verða sungnir á uppákomu Vonarstrætisleikhússins, sem Sveinn Einarsson og Vigdís Finn- bogadóttir standa fyrir, í Iðnó í kvöld kl. 20. Felix Bergs- son leiðir sönginn með aðstoð Sigurðar Jónssonar, tann- læknis og píanó- leikara. Sveinn Ein- arsson held- ur utan um dagskrána. Rútubílasöngvar í Iðnó með Felix Á fimmtudag Vaxandi SA-átt, 10-18 m/s með rigningu eða slyddu S- og V-lands síðdegis, en hægari og úrkomulítið NA-til fram á kvöld. Hiti 0 til 5 stig, en í kringum frostmark um landið NA-vert. SPÁ KL. 12.00 Í DAG N og NA 5-13 og víða él en styttir upp suð- vestan- og vestanlands. Hægari í kvöld og úrkomuminna. Hiti 0 til 4 stig SV-til, en frost 0 til 7 stig norðan- og austanlands. VEÐUR Allt bendir til þess að stjörnum prýtt lið Man- chester City komist ekki áfram úr sínum riðli í Meist- aradeild Evrópu eftir að það gerði aðeins jafntefli við Ajax á heimavelli í gær- kvöld. Real Madrid slapp fyrir horn gegn Dortmund, Arsenal missti niður tveggja marka forskot í Þýskalandi og Porto og Málaga urðu fyrstu liðin til að komast í 16 liða úrslit. »3 Stjörnur City eiga litla möguleika KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson á eftir þrjá leiki með norska liðinu Sandnes Ulf, sem berst fyrir lífi sínu í úrvalsdeildinni þar í landi. Hann er ekki sáttur við þau tækifæri sem hann hefur fengið með liðinu og ætlar ekki að leika með því áfram ef það fellur. „Ég er með einhver járn í eldinum ennþá,“ segir Ósk- ar. »1 Óskar ekki sáttur við tækifærin hjá Sandnes Þótt efnilegt lið FH gæfist aldrei upp átti það enga sigurmöguleika gegn Val í N1-deild kvenna í handknattleik í gærkvöld. Valur vann þrettán marka sigur og ljóst er að enn eitt einvígi Vals og Fram um Íslandsmeistaratit- ilinn er í uppsiglingu. Efniviðurinn er hinsvegar mikill hjá FH sem getur nálgast bestu liðin á næstu árum. »2 Enn eitt einvígi Vals og Fram í uppsiglingu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þegar ég hætti að vinna fyrir átta árum fór ég að læra að mála og hef málað síðan,“ segir Lilja Hallgríms- dóttir, 75 ára frístundamálari, sem opnar fyrstu einkasýningu sína á morgun. Gróskusalurinn á Garðatorgi í Garðabæ iðaði af lífi í gær. Lilja og Þóra Einarsdóttir sýningarstjóri hengdu upp myndir eftir að Árni Norðfjörð, eiginmaður Lilju, var bú- inn að ganga frá römmunum. „Bless- aður vertu, ég er bara sendisveinn,“ sagði hann og hélt áfram að negla en lét konurnar um skipulagninguna. Á sýningunni eru hátt í 30 myndir. Lilja málar aðallega abstrakt og landslag. „Mér finnst skemmtilegast að mála á striga og langskemmtileg- ast að mála á hör. Hann dúar svo skemmtilega,“ segir hún um leið og hún handleikur mynd sem hún mál- aði á endurunninn pappír. „Margar þessara mynda eru tilraunir og yf- irleitt vinn ég með eina í einu. Ég er mikið fyrir að skoða himingeiminn, heillast af myndum sem teknar eru úti í geimnum.“ Góðir kennarar Lilja segir að hún hafi fengið bakteríuna í Austurbæjarskólanum og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. „Ég var með svo frábæra kennara,“ rifjar hún upp. „Valgerður Briem kenndi mér teikningu í barnaskól- anum og hún fór í litina. Því gleymi ég aldrei. Þegar við vorum sjö, átta ára kenndi hún okkur hvað voru heitir litir og hvað voru kaldir litir. Hún var einstök. Skarphéðinn Har- aldsson kenndi mér í gagnfræða- skólanum en hann var einn af bestu vatnslitamálurum landsins. Hann var mjög flinkur og þau létu mann gera allt mögulegt, meðal annars dúkristu.“ Lilja var dansari í leikhúsi, skrif- aði um ballett, lét til sín taka í stjórnmálum og vann sem djákni í kirkju. „Þetta tvinnast allt saman, er allt saman nákvæmlega sami hlut- urinn, sem nýtist mér í myndlist- inni,“ segir hún og bætir við að mörg myndlistarnámskeið hafi líka gert sér gott. „Ég tek mig ekkert hátíð- lega en held að ég sé ekkert verri heldur en margur annar,“ segir hún. Vegna bakveiki segist hún ekki geta verið í golfi og myndlistin eigi vel við sig. „Maður þarf líka að gera eitt- hvað en ég hugsa myndlistina ekki sem lifibrauð,“ segir hún. Lilja í kaldri og heitri litadýrð  75 ára málari með fyrstu einka- sýninguna Morgunblaðið/RAX Sýning Þóra Einarsdóttir og Lilja Hallgrímsdóttir hengja upp myndir í Gróskusalnum í gær. Lilja Hallgrímsdóttir hefur komið víða við, er m.a. með BA-menntun í guðfræði og djáknafræði frá HÍ og er vígður djákni. Eftir að hún fór á eftirlaun 2004 hefur hún sótt mörg nám- skeið í hand- og mynd- mennt. Hún hefur m.a. sótt námskeið í myndlist hjá Félagsstofnun aldraðra í Garðabæ, hjá Sigtryggi B. Bjarnasyni í Myndlistaskól- anum í Reykjavík 2009 til 2011, hjá Bjarna Sigurbjörnssyni í Myndlist- arskóla Kópavogs 2011 til 2012 og master class námskeið hjá honum núna í haust. Hún hefur tekið þátt í fjölmörg- um samsýningum í Reykjavík og Garðabæ en heldur nú sína fyrstu einkasýningu, í Gróskusalnum, Garðatorgi 8. til 11. nóvember. Á morgun verður opið kl. 17-19 og kl. 14-18 föstudag til sunnudags. Undirbúningur í átta ár LILJA HALLGRÍMSDÓTTIR MEÐ MÖRG JÁRN Í ELDINUM Júpiter  Margrét Marteinsdóttir hefur verið ráðin dagskrárstjóri útvarps og Skarphéðinn Guðmundsson dag- skrárstjóri sjónvarps RÚV. Margrét hefur starfað við útvarp og sjónvarp í fimmtán ár og Skarphéðinn hefur undanfarin fimm ár gegnt stöðu dag- skrárstjóra Stöðvar 2. Nýir dagskrárstjórar til starfa hjá RÚV Skarphéðinn Guðmundsson Margrét Marteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.