Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012
✝ Auður Sveins-dóttir Laxness
fæddist á Eyr-
arbakka 30. júlí
1918. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Grund 28. október
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Sveinn
Guðmundsson, f.
14.11. 1885, d.
17.12. 1956, járn-
smiður í Reykjavík, og k.h.,
Halldóra K. Jónsdóttir, f.
27.8. 1892, d. 25.2. 1971,
kenndi ensku og á orgel.
Hálfsystkini Auðar, samfeðra,
eru Guðrún Hrefna Pedersen,
húsmóðir í Reykjavík; Baldur
Sveinsson, nú látinn, rafvirki í
Reykjavík.
Auður giftist 24.12. 1945
Halldóri Kiljan Laxness, f.
23.4. 1902, d. 8.2.1998, rithöf-
dóttir, f. 23.1. 1954, kvik-
myndagerðarmaður í Mos-
fellsdal, gift Halldóri
Þorgeirssyni kvikmyndagerð-
armanni og eiga þau einn son.
Systur Auðar eru Ásdís Thor-
oddsen, f. 18.3. 1920, nú látin,
gullsmiður; Fríða Sveins-
dóttir, f. 25.1.1922, húsmóðir í
Reykjavík.
Auður ólst upp í Vesturbæ
Reykjavíkur. Hún stundaði
nám við Handíða- og mynd-
listarskólann og lauk þaðan
prófum 1946. Hún fékk
snemma áhuga á félagsmálum
og kvenréttindabaráttu, var
meðal stofnenda kvennablaðs-
ins Melkorku árið 1944, sat
lengi í ritnefnd tímaritsins
Hugur og hönd og skrifaði
greinar um vefnað, prjón og
fornar íslenskar listir í þessi
rit. Auður starfaði við rönt-
gendeild Landspítalans í tólf
ár, var tvö ár við kennslu í
Varmárskóla og starfaði við
Þjóðminjasafnið í einn vetur.
Jarðarför Auðar verður
gerð frá Dómkirkjunni í dag,
7. nóvember 2012, og hefst at-
höfnin kl. 13.
undi. Hann var
sonur Guðjóns
Helga Helgasonar,
f. 23.10. 1870, d.
19.6. 1919, bónda
og vegaverkstjóra
í Laxnesi í Mos-
fellssveit, og k.h.,
Sigríðar Halldórs-
dóttur, f. 27.10.
1872, d. 17.9.
1951, húsfreyju í
Laxnesi. Lengst af
aðstoðaði Auður eiginmann
sinn, heima og á ferðalögum
og stundaði húsmóðurstörf á
hinu gestkvæma heimili á
Gljúfrasteini og hélt einnig
annað heimili þeirra hjóna í
mörg ár á Fálkagötu í Rvík.
Dætur Auðar og Halldórs
eru Sigríður Halldórsdóttir, f.
26.5. 1951, kennari og hús-
móðir í Reykjavík og á hún
fjögur börn; Guðný Halldórs-
Á mánudaginn lést hún amma
mín, Auður Laxness. Hún var
orðin lúin, og við vissum öll í hvað
stefndi. Það er samt alltaf erfitt
að kveðja fólk, sama í hvaða
ástandi það kveður. Sérstaklega
fyrir eilífðar ömmustráka sem
muna ennþá eftir sólskininu í
garðinum á Gljúfrasteini og
hvernig bjössakökurnar molnuðu
uppi í manni.
Ég ólst upp við hlið ömmu
minnar, á spildunni okkar í daln-
um, þar sem við bjuggum, stór-
fjölskyldan. Tvö timburhús, sitt í
hvorum endanum og í miðjunni
stóð hvíti kastalinn, með sund-
lauginni. Virkið sem kjarnaði til-
veru okkar allra, heimilið þar sem
hversdagsleikinn varð að ævin-
týri. Amma var 67 árum eldri en
ég og við áttum í frábæru sam-
bandi. Minningar um ömmu mína
eru því rauður þráður í gegnum
fyrstu 20 ár ævi minnar. Allt frá
því að ég uppgötvaði vélabrögðin
á bakvið jólasveininn, þegar
amma kom gjöfinni haganlega
fyrir í skónum í glugganum, en
áttaði sig ekkert á því að ég var
glaðvakandi í rúminu, stjarfur
eftir uppgötvunina. Eða þegar
víðar buxur og hettupeysur rapp-
menningarinnar tóku mig heljar-
greipum og foreldrar mínir and-
mæltu hástöfum, þá stóð amma
með mér. Þetta er smart, sagði
hún, og engum datt í hug að mót-
mæla konu sem hafði verið áskrif-
andi að Vogue frá upphafi.
Okkar eftirminnilegustu
stundir áttum við iðulega á búð-
argólfinu í Jónas á milli eða Ex-
odus, þegar við ræddum um
hvort Wu-Wear-buxurnar væru
vandaðri en þær frá Southpole.
Hún var algjört æði. Hún kenndi
mér að dansa, hún lánaði mér Sa-
abinn sinn þegar ég fékk bílpróf,
hún sagði mér að ég ætti að
grenna mig, hún gaf mér beikon
og kakómalt í eftirmiðdaginn.
Hún var höfðingi, húsfreyjan á
Gljúfrasteini, eins og allir sem
henni kynntust geta borið vitni
um.
Nú er hún amma mín farin frá
okkur og ég vil nota tækifærið og
þakka henni fyrir að hafa innrætt
mig á þann hátt sem hún gerði.
Fyrir að hafa sýnt mér úr hverju
góðir menn eru gerðir og hvernig
lífið verður að leik í höndunum á
þeim sem hugsa um aðra og
vanda orð sín og athafnir.
Halldór Laxness
Halldórsson.
Farðu varlega en þó djarflega!
hrópaði amma þegar ég öslaði
snjóinn niður afleggjarann á
Gljúfrasteini með bakpoka á leið-
inni til London. Það var myrkur
og hún stóð þarna í upplýstri
dyragættinni og veifaði ákaft, bú-
in að strauja af mér nærbuxurnar
og kaupa nýjan tannbursta til far-
arinnar. Við vorum búnar að búa
saman í tvö ár, hún áttræð og ég
tuttugu og fimm ára. Nú var
þessu tímabili að ljúka. Ég átti
eftir að koma aftur með fullan
bakpoka af skítugum fötum og
gista meðan hún þvoði þau en
sambýli okkar fjaraði smám sam-
an út árið 1999. Maður fór í sam-
búð og síðan til útlanda en alltaf
fylgdist hún með öllu, hamingju-
söm að ég skyldi hafa fundið mér
góðan mann.
Hún stormaði inn á nýbökuð
hjón með gamla Arne Jacobsen-
stóla sem liðuðust strax í sundur
og enduðu veðraðir úti á svölum.
Hengdi upp gardínur, pússaði
pottana mína og spurði hvort ég
ætlaði ekki bráðum að skrifa aðra
skáldsögu, hrædd um að mér yrði
lítið úr verki þegar hún gæti ekki
lengur vakið mig á morgnana í
hafragraut og nýpressaðan app-
elsínusafa, enda var henni mein-
illa við mellufrúkostinn svokall-
aða: kaffi og sígarettu.
Þegar mér tókst að skrifa aðra
skáldsögu varð hún miður sín yfir
því hvað hún væri vond. Hún lá
ekki á því þegar ég dröslaði
sænsku ungskáldi í kaffi til henn-
ar heldur sagði á reiprennandi
sænsku að það væri mikil synd að
ég hefði skrifað svona vonda bók
miðað við hvað sú fyrsta hefði
verið ágæt. Amma mín var hrein-
skiptin kona, óhrædd við að gagn-
rýna en um leið óspör á að hvetja
fólk áfram og styðja það þegar á
reyndi. Hún var líka glögg á
texta, eins og mamma segir, eftir
alla þessa vinnu með afa.
Amma gladdist þegar við hjón-
in fluttum til Kaupmannahafnar.
Það fannst henni góður staður og
beið alltaf spennt eftir bréfi, ekki
síst því þá gat hún sjálf skrifað
bréf. Það var hátíðarstund að
skrifa henni fréttir af sér því hún
lifði sig inn í hvert orð hinum
megin hafsins. Bréfin til ömmu
spönnuðu oft tuttugu síður, þær
síðustu svo óskiljanlegar að mað-
ur hreinskrifaði þær. Bréfin frá
henni voru líka löng, í dagbókar-
stíl svo ég heyrði röddina í henni
við lesturinn.
Ég man eftir að hafa sent
henni Pétursborgarsögur eftir
Gogol þegar hún var flutt í öldr-
unaríbúð í Mosfellsbæ. Henni
varð tíðrætt um þessa bók, talaði
aftur og aftur um skemmtilega
Rússann sem ég hefði gefið sér.
Nú var hún að nálgast nírætt og
mundi betur þjóðerni en nöfn.
Hún hafði raffíneraðan smekk
á bókum en las samt allt sem hún
komst í. Alltaf þegar hún hafði
reddað mér vinnu á bókamarkaði
eða í uppgripum í Máli og menn-
ingu burðaðist ég heim með bóka-
kassa eftir törnina og það brást
ekki að hún var búin að lesa allar
bækurnar á undan mér, ýmist
ástarsögur gefnar út af KR eða
ræðurnar hans John F. Kennedy,
því á þessum árum var sport að
safna sérkennilegum bókum. Nú
er ég komin fram yfir leyfilegan
orðafjölda og læt þessi orð nægja:
Þegar ég var lítil grét ég af
hræðslu við að einn daginn myndi
amma Auja deyja. Nú er hún dáin
en ég stend eftir styrk og ham-
ingjusöm, þökk sé henni
Auður Jónsdóttir.
Amma mín. Nýtískuleg vestur-
bæjardama sem flutti ung kona
lengst upp í Mosfellssveit. Hús-
móðir af guðs náð en líka töffari
sem hafði gaman af áskorunum.
Hún var listakona sem allt lék í
höndunum á.
Amma tók á móti gestum og
gangandi alla tíð og á þann máta
sem í dag þarf helst að tjalda til
BA-prófi í viðburða- og menning-
arstjórnun, ásamt því að ráða til
verksins veisluþjónustur og verk-
efnisstjóra. Það voru líka allir vel-
komnir til ömmu, á nóttu sem
degi. Hún var höfuð fjölskyldunn-
ar og sama hvernig viðraði, í allri
merkingu þeirra orða, þá skyldi
borinn á borð saffrankjúklingur
eða læri, á slaginu tvö. Henni var
mikið í mun að stórfjölskyldan
væri sameinuð og samheldin. Og
amma var lífið og sálin.
Minningarnar streyma fram.
Jól og páskar. Amma skapaði
stemningu sem var engri lík.
Laufabrauðsbakstur í blindbyl og
dúkkuhúsið tekið fram á aðvent-
unni, rjúpur reyttar í kjallaran-
um á Þorláksmessu. Sunnudagar
og mánudagar. Amma í eldhúsinu
búin að búa til Juttuborð fyrir
okkur Ara til að borða grjóna-
grautinn því að það var búið að
leggja á borð inni í borðstofu fyrir
gestina. Amma að þeytast á Sa-
abinum útí skýli að ná í blöðin fyr-
ir afa. Amma búin að binda snæri
utan um framtönnina mína sem
aldrei ætlaði að detta úr og
mamma gat ekki horft þegar hún
togaði en ég treysti ömmu full-
komlega. Amma að þvo sundlaug-
ina. Amma með kíkinn uppi í her-
berginu hans afa – „Gagga mín,
varstu nokkuð að reykja á meðan
þú beiðst eftir rútunni niðrí
skýli?“
Ég hætti að reykja fyrir
nokkrum árum. Amma sveif mér
fyrir hugskotssjónum í annarri
hverri sígarettu. Hún var þol-
inmóðasta kona sem ég þekkti.
Hún gafst aldrei upp.
Þó að orðin yrðu færri síðustu
ár þá var amma alltaf alltumlykj-
andi. Það var gott að sitja hjá
ömmu inni á Hlaðhömrum og
seinna á Grund því stundum eru
orð óþörf.
Elsku amma mín. Lífsviðhorf
þín einkenndust af bjartsýni og
eldmóði. Þú barst þitt mótlæti í
hljóði en valið var alltaf fram veg-
inn. Ég kveð þig full þakklætis
fyrir að hafa átt þig að alla tíð. Þú
varst klettur í mínu lífi, alltaf til
staðar og án þín og þinnar visku
hefði öll mín tilvera verið svo
miklu grýttari. Í blíðu og stríðu
var alltaf hægt að leita til þín og
þó að orðin væru ekki endilega
mörg þá var nærvera þín og ör-
yggið sem þú veittir nóg til að
sefa sorgina. Ég kveð þig, amma,
í fullu trausti. Þú veist hvað ég
meina.
Þín,
Rannveig (Gagga).
Amma mín, amma Auja. Ævi-
saga hennar er skáldsaga ann-
arra. Gestgjafi konunga og kve-
rúlanta, viðmælandi drottninga
og dullara. Ég stend í þakkar-
skuld við ömmu en hún gaf mér
margt; öryggi, skjól og visku.
Fastan punkt í róstugum heimi
ungs drengs og síðar manns. Hún
kenndi mér að lesa og elda hassí,
borða söl og harðfisk. Hún kenndi
mér að meta einveru og kyrrð.
Það gefur mér hugarró að vita til
þess að amma fékk sína lífsfyll-
ingu, fór á staði sem ég get aðeins
lesið um og hitti fólk sem aðra
dreymir um. Hún var greind, ljúf
en ákveðin. Hún var dugnaðar-
forkur, hún var best. Hún var
amma mín.
Hvíldu í friði, elsku amma og
skilaðu kveðju til afa.
Ari Klængur Jónsson.
Þær eru margar góðar minn-
ingarnar með henni ömmu minni.
Hún og afi voru bæði orðin full-
orðin þegar ég kom í heiminn, en
ég er heppin að þau náðu bæði
háum aldri og því man ég eftir
þeim. En aðallega henni ömmu
vegna þess að hún var yngri. Það
eru svo margar minningarnar að
það er í raun ekki hægt að segja
bara frá einni. Ég man þegar ég
gisti hjá ömmu og fannst alltaf
jafn ótrúlegt, sama hversu
snemma ég vaknaði, að amma var
alltaf löngu vöknuð. Stundum
hélt ég að amma svæfi bara ekk-
ert. Þegar ég loks kom niður stig-
ann beið mín Cheerios-pakki og
mjólk við skál á borðinu á meðan
amma gerði morgunæfingarnar
sem hljómuðu um allt hús úr út-
varpinu. Ég man líka eftir öllum
sundferðunum í lauginni á
Gljúfró, þá oftast með kút sem
líktist dreka. Oft biðu mín líka
ferskar pönnukökur þegar ég
kom loksins upp úr. Eða þegar ég
fótbrotnaði og við fórum með
Dunu í Smáralindina og amma
keypti sér hatt. En það sem ég
mun hugsa mest um eru jólin og
sunnudagarnir á Gljúfrasteini.
Öll fjölskyldan var við borðið og
sammála um að ömmumatur var
alltaf bestur. Auðvitað minnist ég
líka allra rólegu stundanna sem
við áttum á Hlaðhömrum og að
lokum á Grund. Það var ekkert
jafn gott og róandi og að halda
bara í höndina á henni ömmu og
núna veit ég að hún heldur í
höndina á honum afa eftir 15 ára
bið. Amma kenndi mér svo
margt sem ég er þakklát fyrir og
aðallega að hafa verið svona mik-
il amma.
Nú horfi ég á gondólinn frá
Feneyjum sem ég gaf þér og sé
það sama og þú sást, þig og afa
saman, hlið við hlið, í siglingu.
Ég elska þig, amma mín.
Halldóra (Dóra) Lena.
Auður móðursystir mín er lát-
in í hárri elli. Hún er mér í
fersku minni allt frá blautu
barnsbeini.
Fyrstu minningarbrotin
tengjast Bárugötu 14, merkis-
heimili ömmu Halldóru og afa
Sveins, hún hannyrðakona, hann
járnsmiður, tónlist og bækur
alltumlykjandi. Þar ólust þær
systur Auður, Ásdís og Fríða
upp og sterk systrabönd voru
hnýtt.
Fagnaðarfundir á sjötta ára-
tug síðustu aldar þegar Auður
og Halldór og Sigga og Duna
komu frá útlöndum eru eftir-
minnilegir. Veifandi á hafnar-
bakkanum biðum við þess að
Gullfoss legðist að bryggju og
héldum á Bárugötuna, áður en
farið var að Gljúfrasteini. Fund-
unum fylgdu ferskir vindar utan
úr heimi og í farangri leyndust
gjafir, munir sem ekki þekktust í
þá daga í Reykjavík og glöddu
systrabörn Auju frænku.
Á Gljúfrasteini átti ég ótal
stundir, enda jafnaldra og leik-
systir heimasætnanna og mikill
samgangur milli fjölskyldnanna.
Því fylgdi ætíð tilhlökkun að
sitja í Fólksvagni eða Willysj-
eppa Auju, hún við stýrið með
svínsleðurhanskana og stefndi
ákveðin inn Mosfellsdalinn að
Gljúfrasteini. Aldrei var ljóst
hvað dvölin bæri í skauti sér þar
sem úti var íslensk náttúra og
sveit en inni andblær og um-
hverfi heimsmenningar. Heim
komin flautaði hún á hlaði og
Halldór birtist. Auja vatt sér út,
léttfætt, glöð og smart og hélt
fús til fjölbreyttra verka á stór-
heimilinu sem hún rak af mynd-
arskap. Við frænkur lékum okk-
ur úti sem inni um allt, nema í
Halldórs herbergjum, en Auja
gætti þess ætíð að hann nyti
vinnufriðar, því ritstörf Halldórs
voru vitanlega stór hluti heim-
ilishaldsins.
Heimilið á Gljúfrasteini var
glæsilegt, enda Auður listrænn
fagurkeri með ákveðinn smekk
og næmt auga. Ósjaldan bar að
gesti, oft án fyrirvara, heims-
borgara og alþýðufólk, heilu rút-
urnar eða puttalinga. Auður var
alltaf tilbúin og þetta urðu au-
fúsugestir. Þrátt fyrir annir og
ósérhlífni kunni hún þá list að
halda loga í eigin neista og sinna
fjölbreyttum hugðarefnum sín-
um.
Auður og Halldór komu oft
við á heimili foreldra minna í
bæjarferðum sínum. Þessum
heimsóknum fylgdi sérstakur
ljómi, þau á leið í eða frá merki-
legum viðburðum, sem við feng-
um hlutdeild í, óaðfinnanlega bú-
in og ánægð. Auja var
áhugamanneskja um alla hönn-
un, strauma og stefnur í tísku-
fatnaði. Hún var „móðins“ og gat
veitt sér að vild í þessum efnum,
en alltaf praktísk eins og þurfti í
uppvextinum. Það vafðist ekki
fyrir henni, þá á níræðisaldri, að
endurbæta heklaða peysu eftir
ömmu Halldóru, sem var aftur
komin í tísku, með því að snúa
ermum við og færa slitinn oln-
boga í olnbogabót. Flöskugræna
peysan fékk nýtt líf og þriðja
kynslóðin fékk af henni not.
Auður var mannblendin og
vinsæl og kom í bæinn á manna-
mót fram yfir nírætt. Gisti hún
þá gjarnan á heimili foreldra
minna, Fríðu og Braga. Síðustu
árin bjuggu þau í nábýli á Dval-
arheimilinu Grund, systrabönd-
in voru enn sterk og stórfjöl-
skyldan naut góðs af. Hún var
alla tíð ræktarsöm fjölskyldu
sinni og okkur öllum ljúf, klár og
skemmtileg frænka.
Ég bið merkri konu blessunar
á nýjum vegum. Minning Auðar
mun lifa um ókomna tíð.
Helga Bragadóttir.
Ég sendi frænkum mínum Sig-
ríði og Guðnýju Halldórsdætrum
og börnum þeirra, barnabörnum
og fjölskyldum mínar innilegustu
samúðaróskir vegna fráfalls
hinnar merku móður þeirra,
ömmu, tengdamóður og frænku
minnar – frú Auðar Sveinsdóttur
Laxness – sem skein alltaf eins og
sól í huga bæði þjóðarinnar og
hinnar skapandi fjölskyldu Nób-
elsskáldsins sem hún stóð alltaf
hjá eins og klettur.
Og þótt nálægð mín við Auði
hafi verið mest í gegnum kæra
frænku mína Sigríði Halldórs-
dóttur – þá átti ég þess samt kost
eins og svo margir aðrir að njóta
gestrisni hennar og Nóbels-
skáldsins í Laxnesi þegar ég var
barn.
Og þar rís hæst busl í alís-
lenskri fjölskyldusundlaug eins
merkasta Íslendings sem þjóðin
hefur eignast, að Gljúfrasteini.
Því hana var mér leyft að rann-
saka – og upplifa hluta af þeim
leyndardómi milli himins og jarð-
ar sem eitt stærsta skáld sem Ís-
lendingar hafa eignast frá land-
námi – átti svo greiðan aðgang að.
Slíkar minningar geta rist
djúpt í hrifnæmum barnshjört-
um, ásamt minningum um gleði
og glettni Auðar frænku sem
veitti birtu á tilveru bæði snill-
inga sem og allra annarra.
Guð blessi minningu hinnar
merku og skínandi þjóðarfreyju –
frú Auðar Sveinsdóttur Laxness.
Ragnar Halldórsson.
„Þetta var afskaplega yndis-
legt líf sem lifað var hérna og í
rauninni engu við það að bæta,“
sagði Auður Sveinsdóttir Lax-
ness í viðtali sem ég tók við hana
er hún flutti af Gljúfrasteini árið
2002, “„nema ef vera skyldi að ég
var afskaplega frjáls í mínu lífi og
gat gert hvað sem ég vildi“. Mér
þóttu þetta merkileg orð – ekki
síst þar sem konur af hennar kyn-
slóð áttu margar hverjar lítið val
um það hvernig þær vörðu lífi
sínu.
Auður var þó engin venjuleg
kona, um það ber lífshlaup henn-
ar vitni. Hún vann utan heimilis,
stundaði nám, skrifaði greinar og
sinnti handavinnu og hönnun, auk
þess að búa manni sínum og fjöl-
skyldu einstakt heimili. Einnig
var hún ritari Halldórs, mannsins
síns, og hélt utan um það mikla
fyrirtæki sem ritstörf hans fólu í
sér.
Það frelsi sem Auður vísar til
varð vitaskuld til í samlífi þeirra
hjóna. Hún sagði mér að Halldór
hefði einatt verið „afskaplega
góður með það að hann skipti sér
aldrei af því sem ég var að gera,
heldur hvatti mig frekar til þess
að gera það sem mig langaði til“.
Það gefur þó auga leið að með-
fram annasömu lífi sínu á Gljúfra-
steini hefur Auður þurft á sjálf-
stæði og útsjónarsemi að halda til
að vera frjáls. En frelsi er ekki
einungis markað af utanaðkom-
andi aðstæðum heldur því sem
býr innifyrir og í lundarfari fólks.
Þá hæfileika sem hver og einn
þarfnast til að geta verið frjáls
átti Auður og ræktaði í ríkum
mæli.
Auður er með eftirminnileg-
ustu konum sem ég hef kynnst.
Leiðir okkar lágu fyrst saman er
hún kom í heimsókn á heimili mitt
í Lúxemborg. Hún var þá á ferða-
lagi með Guðnýju dóttur sinni og
Halldóri tengdasyni. Það leyndist
mér ekki við þessi fyrstu kynni
hvað hún hafði sterka og fallega
viðveru þar sem tvinnuðust sam-
an í sjaldgæfum og djúpum
streng, heimskonan og stillileg
hógværðin.
Í Lúxemborg fórum við saman
í klaustrið í Clervaux, þar sem
Auður Sveinsdóttir
Laxness
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BENEDIKT BJARNI SIGURÐSSON
verkfræðingur,
Safamýri 85,
sem lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk laugar-
daginn 27. október, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju föstudaginn 9. nóvember
kl. 15.00.
Ása Benediktsdóttir,
Jóhannes Benediktsson, Björg B. Pálmadóttir,
Anna María Benediktsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.