Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012 ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! KULDAGALLA R Á ALLA FJÖLSKYLDU NA Dynjandi hefur úrval af vönduðum kuldafatnaði fyrir alla, börn og fullorðna. Komdu og skoðaðu úrvalið. Dynjandi örugglega fyrir þig! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is Nei, ég á nú ekki von á því. Ég hef alltaf lag á að koma mér íeinhver verkefni og ég þarf að sækja eina tvo, þrjá fundi.Meðal annars að drekka kaffi með skólasystkinum mínum úr MR um 1959. Við hittumst einu sinni í mánuði og drekkum saman kaffi og það hittist þannig á að það er á þessum degi en þetta er í hundraðasta skipti sem við hittumst, þannig að þetta er miklu merkilegri dagur að því leytinu til heldur en afmælið mitt,“ segir Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra, ráðherra, alþingismaður og sjónvarpsfréttamaður, en hann fagnar 73 ára afmæli sínu í dag. Aðspurður hvort hann ætli að halda fjölskylduboð eða eitthvað þvíumlíkt í tilefni dagsins segir Eiður slíkt ekki vera á dagskránni. „Ég læt það ráðast. Það eru reyndar fleiri afmæli í fjölskyldunni þennan dag en tengdadóttir mín á afmæli,“ segir hann. Eiður á langan og færsælan starfsferil að baki en hann hefur m.a. starfað sem blaðamaður, sjónvarpsfréttamaður, varafréttastjóri, al- þingismaður, ráðherra og sendiherra. „Minn starfsferill skiptist nokkurn veginn í þrjá jafna hluta í árum. Ég starfaði við blaða- mennsku, fyrst á Alþýðublaðinu, og svo fréttamennsku og þáttagerð í sjónvarpi í 15 til 16 ár. Svo var ég á þingi, sem þingmaður og ráð- herra síðustu tvö árin, í álíka langan tíma og loks var ég sendiherra í utanríkisþjónustunni álíka lengi,“ segir Eiður. skulih@mbl.is Eiður Guðnason er 73 ára í dag Morgunblaðið/Jakob Fannar Molaskrifari Eiður Guðnason hefur lengi skrifað mola um málfar og miðla en þeir eru núna orðnir rúmlega eitt þúsund talsins. Fær sér kaffi með skólasystkinum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Drangsnes Friðgeir Logi fæddist 17. febrúar kl. 23.56. Hann vó 4.140 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Aðalbjörg Óskarsdóttir og Halldór Logi Friðgeirsson. Nýr borgari Aþena Sól Gautadóttir og Sunneva Kjartansdóttir héldu tombólu við verslun Samkaupa við Byggðaveg á Akureyri og söfnuðu með því 3.500 krónum sem þær styrktu Rauða kross Íslands með. Hlutavelta Ó ðinn fæddist á Fá- skrúðsfirði og ólst þar upp til þrettán ára ald- urs. Þá flutti hann með fjölskyldu sinni á Akra- nes. Hann var í Barnaskóla Fá- skrúðsfjarðar og Gagnfræðaskól- anum á Akranesi, stundaði hann nám við Tónlistarskóla Akraness 1955-57 og síðar við Tónlistarskóla Reykjavíkur 1978-79. Óðinn var á síldveiðum sumrin 1947, 1948, 1949 og síðan 1957, 1960, 1964 og 1965, og á nótaskipi 1969- 70. Þá vann hann við múrverk á Fáskrúðsfirði 1963-68. Óðinn var búsettur á Akranesi til 1958, hefur síðan verið búsettur á Fáskrúðsfirði og í Reykjavík og býr nú á Akranesi. Lék fyrir dansi aðeins 12 ára Óðinn byrjaði að spila á harm- onikku ellefu ára og ári síðar lék Óðinn G. Þórarinsson, tónskáld og tónlistarkennari – 80 ára Hjónin Óðinn með eiginkonu sinni, Jónínu. Hún er af Skaganum en hann er frá Fáskrúðsfirði. Nýtur allrar tónlistar Stór hópur Fjölskyldan öll saman komin. Óðinn og Jónína með börnunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.