Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012 ✝ Ingibjörg Jón-asdóttir fædd- ist á Siglufirði 3. febrúar 1926. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hrafnistu í Hafnarfirði 2. nóv- ember 2012. Foreldrar Ingi- bjargar voru Jón- as Sigurðsson, sjó- maður, frá Ísafirði, f. 1903, d. 1962 og Ragnheiður Friðrika Guðmundsdóttir, húsfreyja, frá Flateyri, f. 1891, d. 1953. Hálfsystkin Ingibjargar sam- mæðra voru Dorothea, Krist- ján, Gerald, Ilse og Birgitta. Þau eru öll látin nema Birg- itta. Hálfbræður Ingibjargar samfeðra voru Leifur og Kristján Tryggvi, þeir eru báðir látnir. Bræður Ingi- bjargar voru Jón Snorri Jón- asson, f. 1924, d. 1979 og Ragnar Guðmundur Jónasson, f. 1927. Hinn 26. desember 1949 giftist Ingibjörg Guðmundi Al- bert Elíassyni frá Skáladal í Aðalvík, f. 6. mars 1923, d. 8. september 2011. Foreldrar töluvert við akstur, sá meðal annars um akstur skólabarna í sundkennslu árum saman. Hún tók mikinn þátt í öllu fé- lagsstarfi á Suðureyri hvort sem um var að ræða leik- félagið, kvenfélagið Ársól eða störf með Alþýðuflokknum en þar sat hún í flokksstjórn. Inga samdi fjöldann allan af leikþáttum, lögum og textum fyrir þorrablót og aðra mann- fagnaði á Suðureyri. Tónlistin átti alltaf hug og hjarta Ingu og fór hún ekki langt án þess að gítarinn væri með í för. Á Suðureyri lék hún undir í sunnudagaskólanum auk þess sem hún starfrækti söngskóla fyrir börn. Í gegnum árin skemmti Inga víða með söng sínum og gítarleik og má þar nefna Útsýnarkvöld, Íslands- kynningu Flugleiða í Fær- eyjum, Heilsuhælið í Hvera- gerði, Litla-Hraun og Þjóðhátíð í Eyjum. Eftir að þau hjón fluttu til Reykjavíkur fór Inga oft ásamt eiginmanni sínum og bróður í heimsókn á stofnanir fyrir eldri borgara þar sem þau skemmtu með söng og gítarleik. Inga og eig- inmaður hennar bjuggu síð- ustu árin á Hrafnistu í Hafnarfirði. Inga verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 7. nóvember 2012, og hefst at- höfnin kl. 15. hans voru Elías Albertsson, bóndi, f. 1897, d. 1972 og Halldóra Elín Árnadóttir, hús- freyja, f. 1889, d. 1962. Ingibjörg og Guðmundur eign- uðust tvö börn. Þau eru: Ragn- heiður Björk, f. 1958, gift Ágústi Ágústssyni og Ell- ert, f. 1965. Stjúpdóttir Ragn- heiðar og dóttir Ágústs er Kolka Hvönn, f. 1998, móðir hennar er Fanney Ósk Gísla- dóttir. Dóttir Ellerts er Ingi- björg Aþena, f. 2004, móðir hennar er Pálína Sigrún Hall- dórsdóttir. Inga fluttist fimm ára með foreldrum sínum og bræðrum til Suðureyrar við Súg- andafjörð þar sem hún bjó mestan hluta ævi sinnar eða þar til þau hjónin fluttust til Reykjavíkur árið 1997. Inga byrjaði ung að vinna. Hún vann í fyrstu við fiskvinnslu en hóf svo störf í verslun sem þau hjónin áttu. Hún var með meiraprófsréttindi og vann Elsku amma. Það er erfitt að hugsa um að þú sért dáin en ég er heppin að eiga margar og skemmtilegar minningar um stundirnar með þér. Ég veit ekki hvar ég á að byrja að rifja upp allar góðu og skemmtilegu minningarnar. En fljótlega kemur upp í hugann minning þegar við sátum úti á svölum á fjórðu hæðinni á Hrafn- istu og létum rigna ávaxtakara- mellum yfir fólkið sem var að pútta þarna í sakleysi sínu. Mikið hlógum við þegar við fylgdumst með einum taka karamellu og reyna að tyggja hana með fölsku tönnunum sínum. Svo man ég líka eftir yndisleg- um matarboðum þar sem við vor- um að fíflast og þú hótaðir að lemja einhvern með hækjunni og þá sátum við og hlógum þar til einhver hótaði að setja okkur inn í bílskúr þar til við myndum haga okkur betur. Takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar, fallega sönginn þinn og hlýjuna. Ég mun eiga góðar minningar um ykkur afa alla tíð. Þín Kolka Hvönn. Minningar um æsku okkar systkinanna verða ljóslifandi þegar ég sest niður til að skrifa nokkur kveðjuorð til systur minnar Ingu. Þegar móðir okkar veikist þá ert þú fjórtán ára og ég er tólf ára gamall, þér er falið að sjá um öll heimilisverk á okkar 5 manna heimili sem ég get ímynd- að mér að hafi ekki verið þér auð- velt þar sem ég var ekki alltaf sá þægasti á þessum tíma, því auð- vitað fannst mér ég ekki þurfa að hlýða þér eins og ég hlýddi móð- ur minni. Þú lyftir andrúmsloftinu með söng og tónlist og síðar áttaði ég mig á því hversu mikil áhrif það hafði á heimilislíf okkar, sem er sælt í minningunni. Á þessum tíma kom til tals að móðir okkar færi á sjúkrahús en hún aftók það með öllu og vildi frekar njóta umönnunar þinnar. Ég veit að þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þig svo unga að aldri því einnig hugsaðir þú um okkur feðga sem vorum á þessum tíma að róa á trillunni og afla tekna til heimilisins. Bróðir okkar Tryggvi Jónasson kom oft til okkar á Suðureyri og voru það gleðistundir þegar við systkinin sameinuðumst öll. Árin liðu og lífið hélt áfram, þú kynntist sómamanninum Guð- mundi Elíassyni og þið hélduð heimili í Jónshúsi sem kallað var, ásamt okkar fjölskyldu meðan móðir okkar lifði. Allar þær sam- verustundir sem við áttum sam- an eru mér minnisstæðar. Þegar fram liðu stundir og við höfðum stofnað okkar fjölskyldur þá var farið í ferðalög um landið og einnig var dvalið í sumarbústað í Húsafelli og komu þá Tryggvi og fjölskylda gjarnan og þá var oft glatt á hjalla. Leiðir okkar lágu saman á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem við áttum saman margar gleði- stundir sem ég er þakklátur fyr- ir. Elsku Inga mín, ég kveð þig með virðingu og þökk fyrir allar okkar góðu samverustundir. Elsku Ragga, Elli og fjöl- skyldur, ég votta ykkur samúð mína. Þinn bróðir, Ragnar. Ég bið fyrir þér, litli vin að blessist þér allt, litli vin. Þegar ég fer þér frá, þegar fölnar mín brá viltu minnast mín þá, litli vin. (Freysteinn Gunnarsson) Inga frænka söng mig oft í svefn þegar ég var lítil stúlka. Þetta var síðasta erindið í síðasta laginu á kassettunni hennar, Vinnukonugripin, sem ég hlust- aði á aftur og aftur. Oftar en ekki snertu lögin, textarnir og röddin hennar Ingu frænku svo mikið við mér að ég brast í grát. Þau eru einlæg, falleg, auðmjúk og sum hver skemmtileg, rétt eins og Inga frænka var. Inga Sú, afasystir mín, mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mér. Ég man ekki eftir að hafa komið oft vestur í heimsókn til Ingu og Mumma eins og eldri frændsystkini mín, en ég man hins vegar eftir því þegar þau fluttu á mölina. Ég var að æfa ballett þegar þau bjuggu í Há- túninu og oft hljóp ég yfir til þeirra eftir æfingu, horfði á Leið- arljós með Ingu, fékk að borða hjá þeim og beið eftir pabba. Inga tók alltaf á móti manni með bros á vör og brandara. Hún var alltaf tilbúin að taka upp gítarinn og spila og syngja. „Púdda púdda púdda,“ sagði hún svo og kitlaði mann í hálsakot. Ef allir væru jafn jákvæðir, glaðir og æðrulausir eins og þú varst, Inga mín, þrátt fyrir mót- læti í lífinu, þá væri heimurinn betri staður. Þú varst sannkall- aður gleðigjafi, gerðir alltaf gott úr öllu og þín verður sárt saknað. Elsku Ragga, Elli og fjöl- skyldur, missir ykkar er mikill síðasta árið. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar og einnig til afa Ragga míns sem nú kveður systur sína svo stuttu á eftir ömmu. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Arna Björg Jónasdóttir. Þegar ég sest niður við að skrifa þessi minningarorð um þig, elsku frænka, þá fyllist ég trega og söknuði, en efst er þó þakklæti fyrir allar góðu minn- ingarnar sem ég á um þig, því þú varst mér og okkur bræðrum sem önnur móðir alla tíð. Ég minnist þess sem barn að þegar þú hringdir í bróður þinn um jól þá biðum við synir hans eftir að fá að tala við þig í símann og einnig var mikil eftirvænting að fá að taka upp jólapakkana sem bárust að vestan, því það voru alltaf harðir pakkar. Öll þau sumur sem ég átti hjá þér og Mumma á Suðureyri voru stór- kostleg og full af ævintýrum. Þú varst alltaf glöð, sagðir sögur eða varst með gítarinn að spila og syngja. Þú leyfðir mér flest það sem mér datt í hug því þér fannst öll uppátæki hjá litlum dreng svo saklaus. Þegar ég fór t.d. að þvo Skodann ellefu/ tólf ára og stalst til að keyra, þá þóttist þú ekki vita af því. Þegar maður náði sér í harðfisk eða rabbabara, þá var það ekkert til- tökumál, einnig ef maður stalst til að fara út á skektu og róa um fjörðinn, ekki var mikið sagt við því. Þú kenndir mér að bera virð- ingu fyrir þeim sem urðu undir í lífinu og minna máttu sín með fordómaleysi þínu og yndislegu viðmóti við alla. Móttökurnar voru alltaf jafn yndislegar þegar maður kom vestur, hvort heldur sem barn eða kominn með fjölskyldu. Börnin mín fengu einnig að kynnast ykkur Mumma því þau dvöldu líka hjá ykkur á Súganda og völdu frekar að koma til ykk- ar en að fara í sumarbúðir. Eitt sinn kom ég vestur ásamt Guðmundi og Unnari bræðrum mínum og tókum við til að breyta búðinni og gera hana fína, þá var nú kátt á hjalla, það var eins og við værum kraftaverkamenn og enginn gæti gert þessi ósköp á einni helgi. Rétt áður en þið fluttuð til Reykjavíkur þá hafðir þú samband við mig og fór ég vestur og dvaldi hjá ykkur síð- ustu dagana ykkar þar. Fyrir þetta varst þú alltaf að þakka og sendir mér tvisvar þakkarbréf fyrir það lítilræði. En svona varst þú, alltaf að þakka fyrir það sem fyrir þig var gert og þegar þú t.d. ortir kvæði um fjörðinn þinn góða fylltir þú það af þakklæti fyrir allt það góða sem þú upplifðir fyrir vest- an. Suðureyri við Súgandafjörð var þér svo mikils virði alla tíð og var það djúp lotning sem þið Mummi báruð fyrir þeim yndis- lega stað. Ég veit að ég tala fyrir alla okkur bræður að þú og Mummi ásamt Eyrinni góðu eig- ið stóran hlut í hjarta okkar allra. Á þessu ári dró mikið úr þinni heilsu og gerðum við okkur grein fyrir því hvert stefndi og var þinn elskulegi bróðir duglegur við að sinna þér og láta okkur vita af heilsufari þínu. Þið voruð alltaf svo góð hvort við annað og ég veit að hann saknar þín mjög mikið og ég bið góðan Guð að styrkja hann í þessum söknuði, Elsku frænka, nú skilur leiðir um sinn, þú ert leyst frá þeim þrautum sem á þig voru lagðar og munum við hittast síðar. Ég votta mínum góðu frænd- systkinum dýpstu samúð og bið ykkur Guðs blessunar. Jónas Ragnarsson. Elsku Inga Sú, frænka mín. Nú færðu, Inga mín, að hitta þinn heittelskaða aftur og þó það sé alltaf sárt að missa svona góða manneskju þá held ég að þú sért hvíldinni fegin. Þú varst eigin- lega önnur mamma mín því ég var hjá þér á Súganda öll sumur frá fimm ára aldri til fimmtán ára eða í heil tíu sumur og vorum við Ragga dóttir þín eins og systkin enda við á svipuðum aldri. Ég hef aldrei verið mikið fyrir heimilisstörf en þú hafðir tök á því að fá mig til að taka til hend- inni, t.d. skúraði ég stigann og ryksugaði þegar hann var teppa- lagður og fékk greitt fyrir með einni sítrónu með sykurmola í. Ég lærði að borða súrmat hjá þér og alltaf var gaman þegar þú varst með kjötbollurnar í brúnni lauksósu, það var í uppáhaldi hjá mér eins og reyndar allur matur sem þú gerðir. Ég kveð þig með söknuði og mun minningin um þig alltaf vera góð og sérstaklega þegar þú tókst svo oft upp gítarinn þegar maður kom í heimsókn bæði í Hátúnið og svo á Hrafn- istu. Ég votta öllum mína dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykk- ur í sorginni. Þinn frændi, Hermann Ragnarsson, Súgfirðingur. Nú er fallin frá mín kæra frænka. Hún var alltaf hress og kát, mátti ekkert aumt sjá. Sem krakki var ég öllum stundum hjá Ingu og Mumma og voru þau mér eiginlega eins og amma og afi. Á sumrin var ég alltaf í sundi hjá henni en hún sá um að aka okkur krökkunum í sundlaugina, sem var innarlega í firðinum, og svo var hún líka sundlaugarvörð- ur. Sundlaugaraksturinn var al- laf skemmtilegur og oft tróð hún mörgum í bílinn svo okkur yrði ekki kalt að bíða eftir næstu ferð. Ef við mættum löggunni þá sagði hún okkur að beygja okkur því við vorum kannski 7-9 í bílnum og allir beygðu sig nema 2 þann- ig að það leit út fyrir að hún væri með hálftóman bíl og fékk hún kvörtun út af því að hún yrði að fylla bílinn betur. Jólin voru skemmtilegur tími hjá okkur og heimsóttu fjöl- skyldurnar hvor aðra alla jóla- dagana. Á jóladag fórum við yfir til Ingu og Mumma og þá komu fleiri vinir þeirra einnig í heim- sókn. Það var glatt á hjalla, Inga spilaði á gítarinn og Mummi á orgelið það var sungið dátt. Á annan í jólum komu þau svo í heimsókn til okkar og áfram var sungið og glaðst. Áramótin voru líka skemmti- leg, við fórum yfir til þeirra og horfðum á skaupið saman, svo voru sprengdir upp flugeldarnir. Mamma skaut einni rakettunni óvart í þakskeggið á kaupfélag- inu, þá sagði Inga, gott hjá þér að sprengja upp samkeppnisað- ilann okkar, og skellihló. Þegar við Unna Sigga vinkona mín vorum litlar þá komum við oft í heimsókn til Ingu og þá tók hún upp gítarinn og við sungum mikið og man ég sérstaklega eft- ir að við sungum oft lagið „Í bljúgri bæn“. Hún frænka mín heklaði all- mörg teppi stór og smá og eiga mörg frændsystkinin falleg teppi eftir hana. Hún kunni margar skemmtilegar sögur og brandara og var alltaf mikið hlegið þegar hún fór að segja frá, já hún var skemmtileg kona. Inga samdi fjölmörg lög og texta sem lifa í hugum Súgfirðinga og margra annarra og eru mörg þeirra sungin þegar Súgfirðingar safn- ast saman, sérstaklega lagið hennar „Litli fjörðurinn minn“. Þegar ég var búin að eiga strákana mína þá var hún allaf svo góð við þá og sífellt að gleðja þá. Þegar við bjuggum öll í Há- túni vorum við mikið hjá henni og þá tók hún oft upp gítarinn og við sungum mikið saman eða fór- um á rúntinn niður á höfn að skoða bátana. Nú kveð ég þig, elsku frænka Inga Sú, og veit að Mummi þinn tekur vel á móti þér. Þín frænka, Heiða Björg. Elsku Inga frænka, þegar ég sest hérna niður og rifja upp streyma margar minningarnar fram. Ég var svo heppin sem lítil stelpa að fá að fara nokkur sum- ur vestur til Súganda. Þetta voru yndislegir tímar, þú varst alltaf búin að láta alla krakkana í þorp- inu vita að ég væri að koma og þegar vélin lenti á Suðureyri beið hópur af krökkum fyrir utan Aðalgötuna, svaka spennt að hitta stelpuna frá Keflavík. Það var margt brallað þegar ég var hjá ykkur Mumma, þið voruð mér bæði svo yndislega góð. Þú sást alltaf til þess að ég fengi ein- hverja vinnu svo alltaf átti ég ein- hverja aura þegar ég fór svo aft- ur heim, búin að kaupa gjafir handa allri fjölskyldunni. Ég sinnti líka hinum ýmsum hús- verkum, ryksugaði gjarnan húsið og stigann upp og þú varst svo dugleg að hrósa mér að mér þótti orðið gaman að vinna þessi verk. Svo var náttúrulega toppurinn að fá að aðstoða í Suðurveri. Það var alltaf líf og fjör í kringum þig og þú tókst mér alltaf eins og full- orðinni manneskju, talaðir við mig um allt milli himins og jarð- ar. Við fórum oft á rúntinn um þorpið og þá stálumst við stund- um í rabbabara í hinum og þess- um görðum. Okkur þótti rabbab- ari svaka góður, svo sátum við, spjölluðum og dýfðum í sykur. Það er reyndar fátt sem jafnast á við rabbabaragrautinn þinn eða steikta steinbítinn í brúnu sós- unni. Þegar Alli kom svo vestur á trillunni tókst þú honum svo vel og tókst hann inn á heimilið alveg eins og bræður hans pabba. Mik- ið þótti okkur vænt um það. Þú ert ein gjafmildasta og gestrisnasta manneska sem ég hef á ævinni kynnst. Þegar strák- arnir voru litlir kom alltaf jóla- pakki frá ykkur Mumma. Þú sagðir alltaf að þetta væri „Þor- láksmessupakki“, og viti menn þetta var oftast pakkinn sem sló í gegn. Lítill bíll sem gaf frá sér hljóð eða ljós, eða lítill jólasveinn. Þú varst snillingur í að finna eitt- hvað sem gat glatt litla krakka. Ég veit að á milli okkar hefur alltaf verið sterkur strengur og þú hefur alltaf átt sérstakan stað í hjarta mínu. Ég kveð þig með söknuði, elsku Inga Sú. Ragnheiður Guðný. Það eru ótal minningar sem koma upp í hugann þegar ég sest niður til að skrifa minningar- grein um þig, elsku frænka mín, og það duga ekki örfáar línur til að þakka þér allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu okk- ar Guðrúnar. Fyrsta minning mín er þegar ég kom vestur til að fylgja ömmu Ragnheiði til grafar og þá hef ég verið fimm ára gamall. Næsta sumar byrjar mín sumardvöl hjá ykkur sem var árviss til ferming- araldurs og voru það mikil for- réttindi að fá tækifæri til að dvelja hjá ykkur á Suðureyri þar sem ykkar heimili var mitt annað heimili og þið tókuð mér eins og ykkar eigin barni. Þegar ég trúlofaði mig varð ég auðvitað að koma með kær- ustuna til ykkar og sýna henni Suðureyri og ennfremur kynna hana fyrir ykkur. Sá vinskapur sem myndaðist þá varði alla tíð og síðar þegar við eignuðumst okkar börn þá þótti ykkur Mumma það sjálfsagt að þau fengju einnig að upplifa sumar- dvöl að Suðureyri. Tónlistin var þér í blóð borin og ekki var amalegt að sitja inní stofu þar sem þú spilaðir á gít- arinn og Mummi á skemmtarann og allir sungu með, já það var svo sannarlega ævintýri líkast að koma í heimsókn til ykkar. Tón- listin þín lifir og við minnumst þín í hvert skipti sem við hlustum á lögin þín. Við erum þakklát fyrir alla þá væntumþykju sem þú sýndir okkur og þegar við eignuðumst Árna okkar voruð þið Mummi á leiðinni til Spánar. Þið fenguð þær fréttir að ekki væri allt með felldu og þú sendir bréf til að hughreysta okkur og sagðir með- al annars þetta „Guð hefur valið ykkur til að hugsa um þennan dreng“. Þetta bréf styrkti okkur mikið og við varðveitum það ennþá og minnumst þín um leið. Elsku Ragga, Elli og fjöl- skyldur, okkar dýpstu samúð til ykkar en minningin um góða móður lifir. Guðrún og Ragnar. Ingibjörg Jónasdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HELGA PÁLSDÓTTIR frá Hnífsdal, Hlíf 2, Ísafirði, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði mánudaginn 29. október, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 10. nóvem- ber kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði eða Krabbameinsfélagið Sigurvon. Guðrún Skúladóttir, Páll Skúlason, Jóhanna Einarsdóttir, Guðfinna Skúladóttir, Kristján Guðmundsson, Helga Skúladóttir, Hilmar Sigursteinsson, Sólveig Gísladóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.