Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 11
Endurnýting Afgreiðsluborðið er úr vörubrettum og kaffisekkjum og húsgögnin mörg notuð og hlýleg.
um sem eru komnir á bragðið og líta
við daglega.“
Pálmar lagði sig eftir því að
skapa notalega stemningu inni á
kaffihúsinu og segir gamla hornsóf-
ann vera vinsælan hjá gestum.
„Þessi sófi fylgdi húsnæðinu en ég
vil endurnýta hluti og þess vegna er
afgreiðsluborðið gert úr vörubrett-
um og kaffisekkjum. Nafnið á kaffi-
húsinu kemur einnig þaðan, en
vörubretti er pallett á ensku. Við
tölum líka um bragðpallettu í kaffi-
heiminum. Sá sem er með „góða
pallettu“ er næmur á bragð og
áferð. Ég vildi hafa hús-
næðið svolítið iðn-
aðarlegt, gólfið er
lakkað, loftið
hrátt og bárujárn-
ið hér inni minnir á
gamla bæinn.“
Indversk temjólk
Pálmar segir að innan
nokkurra ára ætli hann að
flytja sjálfur inn kaffibaunir og rista
þær sjálfur. „Núna legg ég áherslu
á að kaupa kaffi af þremur íslensk-
um kaffibrennslum, Te & kaffi,
Kaffitári og Kaffismiðju Íslands.
Þetta geri ég markvisst til að geta
boðið upp á fjölbreytni í kaffinu.“
En hann býður ekki aðeins upp á
kaffi lagað af ástríðu heldur er hann
líka með afar gómsætt heitt súkku-
laði, annars vegar 64% bragðmikið
súkkulaði frá Madagaskar og hins
vegar ljóst 36% súkkulaði frá Srí
Lanka, sem er sætara og rjóma-
kenndara. Indverska temjólkin hans
hefur einnig vakið mikla lukku, en í
hana notar hann bragðmikinn te-
grunn sem í er m.a kanill, negull,
engifer og hunang.
Að finna Guð í bollanum
Pálmar segir að hráefnið skipti
höfuðmáli þegar kemur að gæðum í
kaffibolla. „Hráefnið þarf að vera
vel unnið hjá bóndanum sem ræktar
kaffið og það þarf að vera ferskt.
Vélbúnaður verður að vera tand-
urhreinn og baunirnar verða að
vera malaðar skömmu áður en
kaffið er lagað. Alúðin sem lögð er í
lögun kaffisins skiptir líka miklu
máli. Það er áríðandi að bera boll-
ann fram með bros á vör og láta
fólki líða vel á meðan það drekkur
sitt kaffi. Hér eru allir kaffibollar
sérlagaðir fyrir hvern og einn við-
skiptavin,“ segir Pálmar og bætir
við að bæði sé það bölvunin og
blessunin að kaffiheimurinn sé
botnlaus brunnur af þekkingu og
nýjum uppgötvunum. „Við erum
alltaf að leita að hinum fullkoman
kaffibolla, að reyna að finna Guð í
bollanum. Vissulega tekst einstaka
sinnum að búa til kaffi sem er létt,
tært, bragðflókið, í fullkomnu jafn-
vægi, en samt með bjarta sýrni og
mjúka fyllingu. Þá er eins og stjörn-
urnar hafi verið í réttri röð á réttu
augnabliki, því það tekst sjaldnast
að endurtaka algjörlega sama boll-
ann, þó að það sé alltaf markmiðið.
Þetta er einmitt ástæðan fyrir því
að ég vil lifa og hrærast í þessu, að
einstaka sinnum býr maður til guð-
dómlegt kaffi, og reglulega gott
kaffi þess á milli. Maður þreytist
aldrei á að reyna að gera betur.“
Facebook: Pallett Kaffikompaní.
Sýrni (acidity): Þægilega skarpt bragð í munni, misgreinilegt
eftir tegundum, brennslustigi og aldri hrábauna. Ætti ekki
að rugla við súrleika og ofgerjun sem eru gallamerki.
Beiskja (bitter): Allar kaffibaunir eru beiskar frá náttúrunnar
hendi og er beiskja ákjósanleg upp að vissu marki. Ristun
og lögun hefur áhrif á beiskju í bollanum.
Jafnvægi (balance): Kaffi sem er hvorki of hvasst
(sýrnishátt), of sætt né of beiskt er sagt í góðu jafnvægi.
Kósíhorn Gamli sófinn sem fylgdi húsinu er vinsæll meðal gesta.
Falleg er
hún mjólk-
urlistin sem
hann Pálmar
stundar.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012
gleraugu á verði fyrir ALLA
ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS
Þar sem gæðagleraugu kosta minna
SJÓNARHÓLL
Gleraugnaverslunin Sjónarhóll býður þér
...frábæra þjónustu
...hágæða vöru
...hlýlegt viðmót og
...lágt vöruverð
4.900
9.900
14.900
19.900
24.900
Verð umgjarða
Margverðlaunuð
frönsk gæðagler
líttu við!