Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 FASTEIGNASALA FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN .... Hafðu samband Skuldavandi heimila er mikill en það er mikilvægt að koma fram með hugmyndir til að leysa þann vanda. Ég legg hér fram fimm hugmyndir. 1. Sparnaðarleiðin 2. Sparnaðarleiðin fyrir fyrstu íbúðakaup 3. Vísitöluleiðin 4. Hættum að nota 3,5% uppgjörsreglu hjá lífeyrissjóðunum 5. Leiðrétting í gegnum skatt- kerfið Sparnaðarleiðin Það má ekki gleymast að fjárfest- ing í húsnæði er hluti af sparnaði heimila. Sá sparnaður ásamt lífeyr- isréttindum og frjálsri séreign er án nokkurs vafa algengasti sparnaður Íslendinga. Það er rökrétt að leyfa fólki að nýta séreignarsparnaðinn til að greiða niður húsnæðisskuldir sín- ar. Það er ólíklegt að ávöxtun á líf- eyrissparnaðinum nái að vera jöfn vaxtakostnaði húsnæðislána til lengri tíma. Íslendingar hafa líka lært það af biturri reynslu að sama hvert árferðið er hverfa skuldirnar ekki. Eignir geta bólgnað út eða horfið en skuldirnar eru alltaf til staðar. Ég legg því til að fólki verði gert heimilt að nýta séreignarsparn- aðinn sinn til að lækka húsnæð- isskuldir. Bæði með því að nýta þá inneign sem það á og einnig með því að greiða inn á höfuðstól lánanna næstu fimm árin í gegnum séreign- arsparnaðar-fyrirkomulagið, þ.e. nýta bæði eigin framlag og framlag launagreiðanda, ásamt skattspörun til þess að lækka höfuðstól lána og þannig vaxtakostnað á komandi ár- um. Þessi leið myndi því líka nýtast þeim sem eiga ekki inneign. Einnig myndi hún nýtast þeim sem eru að kaupa sér fyrstu íbúð. Hverjir eru kostirnir? 1. Þetta léttir líf þeirra fjöl- skyldna sem skulda og eiga inneign í séreign eða eru að borga í séreign. 2. Fjárfestingaþörf lífeyrissjóð- anna minnkar þar sem „eignir“ þeirra eru nýttar til að greiða niður skuldir viðkomandi sjóðfélaga. Fjár- festingaþörf lífeyrissjóðanna er mik- ið vandamál þegar þeir geta ekki fjárfest í útlöndum og það býður heim hættunni á eignabólumyndun. 3. Þetta minnkar bankakerfið. Út- lánasafnið minnkar sem og eignir þeirra. Að sama skapi fækkar við- skiptavinum í fjárhagsvanda. 4. Hér er leið ráðdeildar og sparn- aðar nýtt til að greiða úr skulda- vandanum. 5. Leiðin felur ekki í sér mis- munun á milli einstaklinga, nema í henni sé skattahvati það er að segja að tekjuskattsprósentan sem tekin væri af „útgreiðslunni“ væri lægri en almennu skattprósenturnar. Ég tel það vera réttlætanlegt að hafa lága prósentu til að hjálpa fólki að greiða niður skuldir sínar. 6. Þessi leið myndi styrkja lífeyr- issjóðakerfið þar sem fleiri myndu nýta sér viðbótarlífeyrissparn- aðarkerfið. Árið 2008 var þátttakan í viðbótarlífeyrissjóðakerfinu 81,3% en er núna 58,2%. 7. Enginn kostnaður lendir á skattgreið- endum. Sparnaðarleiðin fyrir fyrstu íbúða- kaup Nákvæmlega sama hugmynd. Það er að segja: fólki verði gert mögulegt að nota við- bótarlífeyrissparn- aðarkerfið til að borga inn á fyrstu íbúðar- kaup. Vísitöluleiðin Verðtrygging er ekki séríslenskt fyrirbæri en það er afar sjaldgæft að verðtrygging sé á húsnæð- islánum. Reyndar þarf að fara til Suður-Ameríku til að finna slík dæmi ef marka má nýútkomna skýrslu samtaka fjármálafyrirtækja um efnið. Verðtryggingin gerir það að verk- um að við getum ekki nýtt hóflega verðbólgu til að lækka skuldir eins og gert er í nágrannalöndunum. Þvert á móti mun verðbólga hækka lánin og tel ég að það gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lántakendur verðtryggðra lána. Því fylgir áhætta að ríkisvaldið fari inn í samninga, eins og t.d. með því að banna verðtryggingu á gerð- um samningum, en ekkert mælir gegn því að eigendur skulda og greiðendur geri með sér sam- komulag. Þannig getum við t.d. skipt um vísitölu ef aðilar eru sam- mála um það. T.d. var fólki gert kleift að skipta yfir í greiðslujöfn- unarvísitölu árið 2009 og sumar lánastofnanir heimila það ennþá. Flest bendir til þess að vísitala neysluverðs muni verða sú vísitala sem hækkar mest á næstu miss- erum. Sú vísitala er mjög háð geng- issveiflum. Þrýstingurinn á krónuna er mikill og flestir telja að hann muni aukast. Ef það gengur eftir þá munu lánin hækka verulega. Mik- ilvægt er að gefa fólki tækifæri til að velja aðrar vísitölur á lánin sín sem eru ekki jafn háðar gengissveiflum. Það gæti verið áhugavert að skoða fasteignavísitölu í því sambandi. Koma þarf í veg fyrir að bygginga- reglugerðir og önnur stjórnmála- mannaverk hækki fasteignaverð að óþörfu. Einnig er skynsamlegt að ræða við lífeyrissjóðina um mögu- leika á að skipta lánum Íbúðalána- sjóðs yfir í óverðtryggð lán fyrir þá sem það kjósa. Aðrar leiðir sem miða að því að setja þak á verð- tryggingu húsnæðislána á að skoða með eigendum lánanna sem eru að stærstum hluta lífeyrissjóðirnir. Hugmyndir um lengingu lána og lækkun vaxta eru sömuleiðis nokkuð sem vert er að skoða. Þá sérstaklega fyrir þá sem eru í mestu skuldaerf- iðleikunum. Ég trúi því að það sé hagur allra, ekki síst lífeyrissjóðanna, að við sjáum ekki aðra stökkbreytingu á verðtryggðum lánum. Hættum að nota 3,5% uppgjörs- reglu hjá lífeyrissjóðunum Uppgjörsregla lífeyrissjóðanna, 3,5% raunávöxtun, er óraunhæf til langs tíma. Hún gerir það að verk- um að vaxtagólf myndast fyrir hús- næðislán og býr til óraunhæfar væntingar til lífeyrisréttinda. Málið er einfalt, hættum að miða við hana. Hún er barn síns tíma og á ekki við í nútíð eða framtíð og skapar vand- ræði. Leiðrétting í gegnum skattkerfið Vandamálið er þekkt. Þau heimili sem keyptu húsnæði á árunum 2006 til 2008 hafa orðið fyrir mestum skakkaföllum. Til að auðvelda þess- um heimilum og öðrum lífið þá hafa stjórnvöld farið þá leið að hækka vaxtabætur. Vaxtabætur eru nið- urgreiðslur á vöxtum og nýtast heimilunum að sjálfsögðu en það er áhrifaríkara að nýta þessa fjármuni til að greiða niður höfuðstól húsnæð- islána. Þannig má nýta skattkerfið til að leiðrétta lán þeirra sem urðu fyrir mestu höggi vegna gengisfalls krónunnar. Þessi leið mun kosta en kemur að hluta til í stað vaxtabóta í nútíð og framtíð. Margir kannast við þessa hug- mynd en Pétur Blöndal alþing- ismaður hefur reifað hana á lands- fundi sjálfstæðismanna. Aðalatriðið er að við verðum að gera fólki mögulegt að lækka skuld- ir sínar. Við gerum það með breytt- um áherslum í efnahagsstjórninni þar sem við hvetjum til verðmæta- sköpunar og þar af leiðandi til auk- ins kaupmáttar. Það er grundvall- aratriði en við verðum líka að snúa af braut skuldahvetjandi húsnæð- isstefnu og leggja áherslu á að fólk geti eignast sitt húsnæði. Ekki ein- ungis vegna núverandi stöðu heldur ekki síst vegna þeirra sem eru að fara að kaupa sér húsnæði. Við verðum að hugsa í lausnum. Þetta er mitt framlag. Ég tek öðrum hugmyndum fagnandi og vonast til að hugmyndir að lausnum muni fá málefnalega umræðu. Ég tel að þessar hugmyndir séu í anda sjálf- stæðisstefnunnar og þá sérstaklega í anda ályktana síðasta landsfundar. Lausnir á skulda- vanda heimilanna Eftir Guðlaug Þór Þórðarson » Það má ekki gleym- ast að fjárfesting í húsnæði er hluti af sparnaði heimila. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er alþingismaður. Ein af aðaláherslu- málum ríkisstjórn- arinnar eru jafnrétt- ismál. Svo mikil áhersla var lögð á þau að ástæða þótti að færa þau undir forsæt- isráðuneytið svo vel skyldi nú gera. Rík- isstjórnin sem telur sig krossbera jafnréttis hefur keppst við að út- tala sig um afrek sín. Staðreyndin er sú að það er algjör uppskerubrestur. Norræna velferðarstjórnin hefur haft neikvæð áhrif á laun kvenna Kynbundinn launamunur hefur vaxið í tíð ríkisstjórnarinnar. Hann hafði áður minnkað frá árinu 2000 en hefur nú aukist á ný og mest innan stjórnsýslunnar. Fram hefur komið að opinberir starfsmenn eru lang- þreyttir á aðgerðarleysi stjórnvalda og vilja aðgerðir en ekki fleiri fundi. Ríkisstjórnin hefur ekki getað framfylgt sínum eigin jafnrétt- islögum Samþykkt voru jafn- réttislög. Því miður hafa tveir ráðherrar nú- verandi ríkisstjórnar gerst sekir um að hafa brotið þessi lög. Í álykt- un Femínistafélags Ís- lands sagði meðal ann- ars „Úrskurðurinn hlýtur að teljast áfall fyrir ríkisstjórn sem hefur talað djarflega og af metnaði í jafnréttismálum“. Jafnrétti í fæðingarorlofi í stórhættu Sjálfstæðisflokkurinn leiddi í gegn gífurlega miklar jafnrétt- isumbætur, og jafnvel þær mestu sem orðið hafa hérlendis á síðustu áratugum með fæðingarorlofslög- unum sem samþykkt voru 2000. Lögin voru sett á til að koma til móts við breytt viðhorf til hlutverka og verkaskiptingar kvenna og karla. Markmið var að konur geti tekið jafnan þátt í launavinnu sem og öðr- um störfum utan heimilis til jafns við karla og forsenda þess er að for- eldrar skipti með sér umönnun barna sinna. Megintilgangur var einnig að færa feðrum rétt á meiri samvistum við börn sín. Í tíð núver- andi ríkisstjórnar hefur fæðing- arorlofið verið skert fjórum sinnum. Körlum sem taka fæðingarorlof fækkar. Forgangsröðun þessa verk- efnis er ekki meiri en svo. Sjálfstæðisflokkurinn mun sinna jafnréttismálum komist hann að til þess. Hins vegar mun hann ekki nota þau sem skrautfjaðrir eins og núverandi ríkisstjórn hefur gert. Uppskerubrestur í jafnréttismálum Áslaug María Friðriksdóttir Áslaug María Friðriksdóttir » Í tíð núverandi rík- isstjórnar hefur fæðingarorlofið verið skert fjórum sinnum. Höfundur er borgarfulltrúi og býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík 24. nóv- ember. Skip sem siglir um ólgusjó þarf sam- henta áhöfn og traustan mann við stýrið sem lætur ekki hrekjast af leið. Sama gildir um þjóðarskút- una. Stjórnmála- mönnum okkar hefur verið trúað fyrir að stýra henni. Þeir eru valdir til þess í lýð- ræðislegum kosn- ingum sem fulltrúar stjórn- málaafla og þeir bjóða fram krafta sína í þágu þjóðarinnar allrar. Í samræmi við lýðræðishefð okkar takast menn á við þetta verkefni ýmist sem stjórnarsinnar eða stjórnarandstæðingar og er ábyrgðin síst minni í stjórnarand- stöðu. Á vettvangi stjórnmálanna skiptir miklu að þeir sem valdir eru til forustu hafi sem víðtæk- asta reynslu. Leiðtogar verða að vera hertir í eldi þeirra vanda- sömu verkefna sem þeir hafa þurft að takast á við og verið trú- að fyrir hvort sem það hefur verið í atvinnulífinu eða á opinberum vettvangi. Þar gildir vissulega að enginn verður óbarinn biskup. Forystumenn í stjórnmálum, sem nokkur dugur er í, sæta óvæginni gagnrýni vegna verka sinna, orða og gerða eins og þekkt er. Því mæta sannir leiðtogar og takast á við viðfangsefni stjórnmálanna án þess að láta deilur smækka sig eða buga. Þeir sem hafa unnið með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og kynnst hafa honum í leik og í starfi vita hversu mikill mannkostamaður hann er. Undirritaður átti þess kost, fyrst sem ráðherra og síðan sem forseti Alþingis, að vinna með Bjarna Benediktssyni á Alþingi. Það sem einkenndi öll störf Bjarna Benediktssonar í þinginu var heiðarleiki, vandvirkni og yf- irveguð fumlaus framganga í hví- vetna. Þegar mest gekk á haustið 2008 sá ég best kosti hans og leið- togahæfileika. Hvað sem á gekk haggaðist hann ekki. Hann tók afstöðu að vel athuguðu máli og lét þar ekki hrekja sig af leið vegna ut- anaðkomandi þrýst- ings sem var nóg af þegar mest gekk á í þinginu. Hann var öfl- ugur þátttakandi í öll- um þeim vandasömu verkefnum sem þingið stóð frammi fyrir og vann innan þing- flokksins að flóknum lausnum svo sem setningu neyðarlaganna og ákvörðun um að leita til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins vegna hruns ís- lensku bankanna. Sem betur fer gaf Bjarni Benediktsson kost á sér til þess að gegna formennsku í Sjálfstæðisflokknum þegar til hans var leitað á ögurstundu árið 2009. Að honum hefur verið sótt sem formanni flokksins bæði inn- an flokks og utan. Þann atgang allan hefur hann staðið af sér og styrkst við hverja raun. Þjóðin þarf á slíkum leiðtoga að halda til þess að takast á við upp- byggingu sem verður að hefja strax á vettvangi nýrrar rík- isstjórnar sem lætur jákvæðni og trú á landið ráða för í stað þess að efnt sé til ófriðar. Því skora ég á sjálfstæðismenn í Suðvest- urkjördæmi að fylkja sér að baki formanni Sjálfstæðisflokksins og tryggja honum glæsilega kosningu í prófkjöri og skapa honum þannig öfluga stöðu sem leiðtoga. Við þurfum á því að halda að fá mann til æðstu verka sem kann að leiða saman gott fólk úr öllum lands- hlutum óháð stétt og stöðu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, er slíkur maður. Bjarni Benedikts- son er leiðtoginn sem við þurfum Eftir Sturlu Böðvarsson » Þegar mest gekk á haustið 2008 sá ég best kosti hans og leið- togahæfileika. Hvað sem á gekk haggaðist hann ekki. Sturla Böðvarsson Höfundur er fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.