Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012
Bernd haft í nógu að snúast síðustu mánuði. Hann hefur
m.a. frumsýnt í Kanada brúðusýninguna sína Pétur og
úlfinn á ensku og nýverið sýndi hann sömu sýningu í sam-
vinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal
Hörpu fyrir fullu húsi.
„Bernd hefur einnig hafið samstarf við Óperuna í Van-
couver í Kanada, en þar er unnið að uppsetningu Töfra-
flautunnar eftir Mozart á vormánuðum og mun Bernd
vinna brúður fyrir óperuuppfærsluna,“ segir m.a. í til-
kynningu, en þess má geta að Bernd smíðaði einnig brúð-
urnar sem voru notaðar í uppfærslu Íslensku óperunnar
á Töfraflautunni sem sýnd var í Hörpu á síðasta ári.
Sýningar hefjast á ný á Gamla manninum og hafinu í Kúl-
unni í Þjóðleikhúsinu í dag. Sýninguna vann Bernd
Ogrodnik brúðulistamaður upp úr sögu Ernest Hem-
ingway og var hún frumsýnd á Listahátíð í vor sem leið
við góðar viðtökur, en sýningum var hætt fyrir fullu húsi í
sumarbyrjun.
Samhliða sýningunni verður ljósmyndasýningin Gamli
maðurinn, frá upphafi til enda sett upp í forsal Kúlunnar.
Myndirnar tók Þorkell Þorkelsson ljósmyndari, allt frá
því að hugmyndin kviknaði hjá Bernd um að setja upp
þessa sýningu og þar til hún var frumsýnd.
Samkvæmt upplýsingum frá Brúðuheimum hefur
Gamli maðurinn fer aftur á svið
Samhliða sýningunni verður ljósmyndasýning eftir
Þorkel Þorkelsson ljósmyndara sýnd í forsal Kúlunnar
Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson
Bátur Bernd Ogrodnik smíðar og stýrir öllum brúðum sýningarinnar.
Ótrúleg saga um risastóra peru
bbbbn
Jakob Martin Strid
Íslensk þýðing: Jón St. Kristjánsson
JPV útgáfa
Sagan hefst þeg-
ar kettinum Mítsó
og fílnum Bastían
berst flöskuskeyti
frá Jerónímusi Berg-
manni Sigurvini Ól-
sen, ástsælum borg-
arstjóra Sólbæjar,
sem verið hefur
týndur í ár. Á meðan
hefur Kvistur vara-
borgarstjóri tekið
við stjórn borg-
arinnar með miður
góðum árangri. Je-
rónímus upplýsir að hann dvelji á dularfullri eyju
og fljótlega leggja Mítsó og Bastían ásamt pró-
fessor Glúkósa upp í heilmikinn leiðangur til að
finna sinn ástsæla borgarstjóra, en sem farartæki
nota þeir risastóra peru. Ferðin er ekki hættulaus
því þremenningarnir þurfa að komast framhjá sjó-
ræningjunum voðalegu, sædrekanum ægilega og
yfir Svartamyrkurshafið.
Þetta er safarík saga, með skemmtilegum per-
sónum, sem höfðar vel til lesenda allt frá tveggja
ára aldri og upp úr. Höfundur leikur sér að því að
sýna lesendum fram á að ýmislegt sem við fyrstu
sýn gæti virst ógnvænlegt þarf í reynd ekki að
óttast. Litagleðin í myndunum sem uppfullar eru
af yndislegum smáatriðum skapar óneitanlega
ákveðin hugrenningartengsl við ekki ómerkari
höfund en Ole Lund Kirkegaard. Líkt og samlandi
hans beitir Strid þeirri þakklátu aðferð að ávarpa
lesendur beint til að draga þá inn í söguna.
Bókin hefði hiklaust fengið fullt hús stiga ef
ekki væri á henni einn stór galli og það er hinn
óskiljanlegi kynjahalli. Þannig eru allar fjórar aðal-
persónur bókarinnar karlkyns sem og átta af
nafngreindum aukapersónum. Aðeins eru tvær
konur nafngreindar í bókinni, en þær eiga enga
hlutdeild í framvindunni því það eina sem þær
gera er að vökva blóm og hengja út þvott. Ekki
batnar ástandið þegar hópmyndir úr Sólbæ eru
skoðaðar því 80% íbúanna eru karlar. Hvergi fæst
þó nein skýring í bókinni á þessum karlaheimi.
Lesendur eru af báðum kynjum og eiga því heimt-
ingu á sterkum fyrirmyndir af báðum kynjum. Því
er hins vegar ekki að skipta hér og er það miður.
Nanna norn
bbbbn
Texti eftir Valerie Thomas og myndir
eftir Korky Paul
Íslensk þýðing: Hallgrímur Helgi Helgason
Mál og menning
Nanna norn er
fyrsta bókin í seríu
sem hóf göngu
sína fyrir ald-
arfjórðungi eða ár-
ið 1987 og spannar
nú hátt í tuttugu
bækur. Í þessari
fyrstu bók er
Nanna norn kynnt
til sögunnar sem
og kötturinn henn-
ar, Njörður, en þau
búa saman í svörtu húsi. Þar sem kötturinn er líka
svartur getur Nanna ekki aðgreint hann frá um-
hverfinu og er endalaust ýmist að setjast á eða
hrasa um hann. Nanna fær þá snilldarhugmynd
að breyta litnum á Nirði, en það skapar hins veg-
ar önnur ófyrirséð vandamál. Þetta er falleg saga
um vinskapinn sem minnir okkur á að það boðar
yfirleitt ekki gott að reyna að umbreyta öðrum.
Flæðið í textanum er gott og myndirnar æv-
intýralega skemmtilegar.
Nanna norn og miðnæturdrekinn
bbbnn
Texti eftir Valerie Thomas og myndir
eftir Korky Paul
Íslensk þýðing: Hallgrímur Helgi Helgason
Mál og menning
Þær umfangsmiklu breytingar sem urðu á húsi
Nönnu í fyrstu bókinni eru horfnar nú þegar kem-
ur að næstu bók án nokkurrar útskýringar. Þar
sem bækurnar virðast ekki gefnar út í réttri röð á
íslensku má vera að
breytingarnar séu
útskýrðar í annarri
bók seríunnar.
Í þessari bók
truflar lítið dreka-
barn nætursvefninn
hjá Nönnu og Nirði.
Drekabarnið langar
aðeins að leika sér
og gerir það með
miklum bægsla-
gangi. Nanna og
Njörður átta sig á
því að eina leiðin til
að endurheimta næturfriðinn er að finna mömmu
drekabarnsins. Sem fyrr standa myndirnar fyrir
sínu, en sagan sjálf er ekki jafn grípandi og heil-
steypt og í fyrstu bókinni. Engu að síður af-
bragðslesning og vonandi eiga fleiri bækur úr
seríunni eftir að koma út á íslensku.
Félagar Kötturinn Mítsó og fíllinn Bastían eru heillandi persónur og skemmtilegar.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Barnabækur
Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar
og þýddar barnabækur
T.V. - KVIKMYNDIR.ISJ. A. Ó. - MBL
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
PITCH PERFECT KL. 8 - 10.10 12
SKYFALL KL. 5.20 - 8 - 10.40 12
DJÚPIÐ KL. 6 10
PITCH PERFECT KL. 5.30 - 8 - 10.30 12
HOTEL TRANSYLVANIA ÍSL. TEXTI KL. 3.40 - 5.50 - 8 7
SKYFALL KL. 5 - 8 - 10.10 12
SKYFALL LÚXUS KL. 5 - 8 12
TEDDI LANDKÖNNUÐUR KL. 3.40 L
FUGLABORGIN 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 L
TAKEN 2 KL. 10.10 16
DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 10
PITCH PERFECT KL. 8 - 10.30 12
HOTEL TRANSYLVANIA ÍSL. TEXTI KL. 5.50 7
SKYFALL KL. 6 - 9 12 / TAKEN 2 KL. 10.30 16
LOVE IS ALL YOU NEED KL. 8 L
THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10
FLYING SWORDS KL. 5.40 14/ LOVE IS NOT BLIND KL. 8 10
MY MONGOLIAN MOTHER KL. 10 12
SKYFALL Sýnd kl. 7 - 9 - 10 (Power)
PITCH PERFECT Sýnd kl. 8 - 10:15
HOTEL TRANSILVANIA 2D Sýnd kl. 6
TEDDI 2D Sýnd kl. 6
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! SÝNINGAR Í 4K - KL: 7 OG 10
POWE
RSÝN
ING
KL. 10
Í 4K
Þriðjudagstilboð
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG ÍSL TEXTI
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
7
12
12
L
,,Sú besta í allri seríunni”
T.V - Kvikmyndir.is
,,Fyrsta flokks 007”
J.A.Ó - MBL
,,Þrælspennandi og skemmtileg
frá upphafi til enda”
H.V.A - FBL
Þ.Þ - FBL