Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.11.2012, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2012 V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð SÉRPRENTAÐAR MÖPPUR hannaðar að utan sem innan eftir þínum þörfum HRINGDU OG FÁÐU UPPLÝSINGAR  562 8500 Fyrir fundi, ráðstefnur, markaðssetningar eða kynningar Viðhaldsfríar hurðir Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 28 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Til að efla atvinnu- lífið á Íslandi er það brýnna en nokkru sinni fyrr að hlúa að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, fyr- irtækjum hinna sjálf- stætt starfandi at- vinnurekenda sem hafa í gegnum tíðina veitt þúsundum manna atvinnu. Það þarf að senda skýr skilaboð um að við, sjálfstæðismenn fáum við til þess umboð, munum lækka skatta á fyrirtæki til þess að þau sjái sér hag í að fjárfesta og ráða til sín fólk. Atvinnulausir fá þá vinnu, þeir endurheimta sjálfstraust og sjálfsvirðingu, ráðstöfunartekjur fólks aukast og hagur ríkissjóðs vænkast samhliða því. En til þess að svo megi verða, þarf að endurskoða þá reglu sem nú virð- ist ríkjandi að afskrifa eigi einungis skuldir stórra fyrirtækja sem mörg hver fóru óvarlega í aðdraganda hruns en láta fyrirtæki, lítil og með- alstór, sem ekki söfnuðu skuldum, sigla sinn sjó. Æði mörg smærri fyr- irtæki sem leituðu til bankanna, fengu ekki þá aðstoð sem til þurfti og voru sett í þrot á meðan stóru fyr- irtækin fengu að lifa. Slíkt vinnulag er ekki boðlegt og kallar á gagngera endurskoðun á vinnureglum bæði banka og lífeyrissjóða. Það geta ekki þótt eðlilegir við- skiptahættir að lífeyrissjóðir lands- manna gangi inn í ógagnsætt sölu- ferli banka og eignist hér stærstan hlut í fyrirtækjum í landinu og taki með því þátt í áhætturekstri með líf- eyri okkar landsmanna. Tímabært er að breyta lögum um lífeyrissjóði, jafnt um ávöxtun, hert- ar reglur um fjárfest- ingar og síðast en ekki síst aðkomu eigenda að stjórnum lífeyrissjóð- anna. En hvernig breytum við? Við þurfum ein- faldar og gegnsæjar vinnureglur fjár- málastofnana sem standa öllum fyr- irtækjum til boða. Það þarf að auka umsvifin í þjóðfélaginu og við gerum það með því að lækka skatta og búa til stöðugt efnahagsumhverfi. Við gefum fólkinu í landinu tækifæri til þess að sýna í verki viljann og kraft- inn og ryðjum burt hindrunum sem birtast m.a. í flóknu regluveldi og rándýru eftirlitskerfi. Við sköpum svigrúm fyrir ein- staklinga og fyrirtæki til þess að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem felast í auðlindum, hugviti og fram- taksemi þjóðarinnar – til handa bjartri framtíð með fjölbreyttu og öflugu atvinnulífi á Íslandi. Hagur hverra ræður för? Eftir Ragnheiði Ríkharðsdóttur Ragnheiður Ríkharðsdóttir » Við þurfum einfaldar og gegnsæjar vinnu- reglur fjármálastofnana sem standa öllum fyrir- tækjum til boða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og óskar eftir stuðningi í 2. sæti í prófkjöri 10. nóvember nk. Ég er oft spurð að því hvernig ég geti unnið á slysa- og bráðamóttöku. Hvernig ég geti verið allan daginn innan um fólk sem líður illa og upplifir sína verstu stund, jafnvel sína síðustu stund. Sonur minn spurði mig einu sinni hvort það væri ekki skrýtið að vera bara að sinna óheppnu fólki. En það skrýtna er að ég hef aldrei spurt sjálfa mig þessarar spurningar. Í vinnunni minni hef ég verið föðm- uð, kysst, störf mín verið vegsöm- uð, blessuð, mér hefur verið hótað, það hefur verið migið á mig, hrækt á mig, ráðist á mig ófríska, sendur fingurinn í kveðjuskyni, verið kölluð öllum illum nöfnum og ég hef haldið í hönd fólks sem er að taka sinn síðasta andardrátt. Ég hef verið svo óheppin að stinga mig á nál sem hafði mínútu áður verið á kafi í handlegg sprautufík- ils. Er þetta svona á öðrum vinnu- stöðum? Ég spyr mig stundum hvort það sé eðlilegt að sofa í hálfan sólar- hring eftir erfiða vakt í vinnunni? Hvort það sé eðlilegt að geta ekki sofnað fyrir verkjum í fótunum? Hvort það sé eðlilegt að nokkrum sinnum í mánuði komi ég heim aftur með allt nestið mitt því ég hafði ekki tíma til að borða í vinnunni? Hvort það sé eðlilegt að komast ekki á klósettið á átta tíma vakt? Hvort það sé eðlilegt að loksins þegar ég næ að setjast niður þá pompa ég niður því stólarnir eru brotnir? Er eðlilegt að vera kvíðinn fyrir næstu vakt? Er eðlilegt að þurfa lögregluvernd í vinnunni? Ég elska vinnuna mína. Ég á besta sam- starfsfólk í heimi. Á slysadeildinni vinnur samheldinn, sterkur hópur sem vinnur sem eitt að sama markmiði. Því mark- miði að sinna skjólstæðingum okk- ar sem allra best. Láta fólki líða betur, koma því í rétt úrræði, halda því á lífi þar til það kemst á skurðstofu eða gjörgæslu. En það er ekki auðvelt. Róðurinn er þung- ur og húsnæðið er ekki nógu stórt. Flæðið inn á deildina er oft mun meira en flæðið út af deildinni. Spítalinn er fullur flesta daga og deildir eiga erfitt með að taka við sjúklingum af bráðamóttökunni. Það sjá allir að dæmið gengur ekki upp. Hvernig leysir vaktstjóri það að eiga bara eitt rúm eftir þegar 3 sjúkrabílar eru á leiðinni með fár- veika sjúklinga og biðstofan er full? Það koma vaktir þar sem ekkert okkar kemst að borða. Þegar þannig er statt eru hjúkr- unarfræðingarnir oft með margt á sinni könnu. Þeirra bíða mörg krefjandi verkefni þegar þau ljúka því sem þau eru að gera þá stund- ina. Og þá kemur hræðslan og samviskubitið. Er ég að sinna sjúklingunum nógu vel? Er í lagi með sjúklinginn á stofu 10? Ég hef ekki náð að heilsa öllum sjúk- lingunum mínum og það eru liðnar 2 klukkustundir frá vaktaskiptum. Hvað ef ég geri mistök? Mistök á þessum vinnustað geta verið dýr- keypt og sum þeirra verða ekki tekin til baka. Það getur verið erfitt að halda andlitinu gagnvart hinum sjúk- lingum deildarinnar vitandi af því að verið er að endurlífga unga manneskju í næsta herbergi. Brosa til næsta skjólstæðings eftir að hafa nokkrum mínútum áður tilkynnt aðstandendum andlát ást- vinar. Það er erfitt að vinna á slysa- og bráðamóttöku. Nú er eitt og hálft ár síðan kjarasamningar hjúkrunarfræð- inga voru undirritaðir. Samkvæmt þeim á sjúkrahúsið að gera við okkur stofnanasamning. Sá samn- ingur er ekki ennþá í smíðum og verður ekki í bráð. Það eru 18 flokkar í launatöflu hjúkr- unarfræðinga. Mér er sagt að Landspítalinn nýti aðeins 12 þeirra. Flestar deildir geta ekki raðað starfsfólki sínu hærra en í flokk 8. Eftir 13 ár í starfi er ég í flokki 5. Er það eðlilegt? Okkur er sagt að það verði ekki samið því ekki séu til peningar. Getum við sætt okkur við það? Þessi hugleiðing er ekki skrifuð sem áfellisdómur yfir heilbrigð- iskerfinu, stjórnendum sjúkra- hússins eða deildarstjórum. Við skiljum að það er erfitt að reka stórt heimili þegar þröngt er í búi. En það hlýtur að vera sanngjörn krafa að öll stig launatöflunnar okkar séu nýtt. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að geta séð fyrir fjölskyldu sinni eftir fjögurra ára háskólanám. Það er nefnilega líka þröngt í búi heima hjá okkur. Vinnan mín Eftir Elínu Tryggvadóttur Elín Tryggvadóttir »Ég elska vinnuna mína. Ég á besta samstarfsfólk í heimi. Á slysadeildinni vinnur samheldinn, sterkur hópur sem vinnur sem eitt að sama markmiði. Höfundur er hjúkrunarfræðingur slysa- og bráðamóttöku í Fossvogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.