Morgunblaðið - 01.12.2012, Side 2

Morgunblaðið - 01.12.2012, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Reykjavíkurborg hefur hug á því að koma fyrir um 30 fermetra flotbryggju í tengslum við kaffihúsið á jarðhæð Ráðhússins og er málið sem stendur hjá skipulagsráði, sem tekur það fyrir á fundi sínum 5. desember næstkom- andi. Steve Christer, arkitekt Ráðhússins hjá Studio Granda Arkitektum ehf., segir að málið sé á hugmynda- stigi. Í maí hafi hann, fyrir hönd Reykjavíkurborgar, lagt inn fyrirspurn um málið til byggingafulltrúa en ekki hafi verið um formlega beiðni að ræða og teikning liggi ekki fyrir. Hann áréttar að hugmyndin sé ekki ný af nálinni, því rætt hafi verið um þetta af og til í um 20 ár. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavík- urborgar, segir að málið hafi farið hina lögformlegu leið. Víða hafi verið leitað umsagna, meðal annars hjá garð- yrkjustjóra Reykjavíkurborgar, sem hafi veitt jákvæða umsögn og sagt að slík flotbryggja hefði ekki skaðleg áhrif á lífríki Tjarnarinnar. Samþykki byggingafulltrúa þarf áður en ráðist verður í framkvæmdir. Bjarni bendir auk þess á að síðan sé eftir að fjármagna verkefnið og leita samþykkis borgarráðs fyrir því að fjármunum verði ráðstafað í það. steinthor@mbl.is Bryggja við Ráðhúsið  Fólk getur fengið sér kaffisopa við hljóð fuglanna Morgunblaðið/Júlíus Ráðhúsið Flotbryggjan yrði við suðurhliðina. Skattur á lífeyri stendur „Stjórnvöld lofuðu því við endur- skoðun kjarasamninga í janúar að skattur á hreina eign lífeyrissjóð- anna á árinu 2011 og 2012 yrði felldur niður. Í bandorminum eru þessir skatt- ar látnir standa 2011 en verða hins vegar felldir niður 2012,“ segir Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ. „Við endur- skoðun kjara- samninga lofuðu stjórnvöld því að í október á þessu ári yrði lagt fram frumvarp á Alþingi sem myndi fella þessa skatta niður. Þau gerðu síðan samning við lífeyrissjóðina sem fól í sér að frumvarpið yrði lagt fram ef þeir færðu fjármuni heim til lands- ins. Álagningin er á hreina eign sjóð- anna, lífeyrisréttindi almennings.“ Hrein eign sjóðanna í lok árs 2010 var 1.718.855 millj. kr. og átti skatt- urinn, 0,0814%, að skila 1,4 millj- örðum kr. 2011. Að sögn Gylfa lítur miðstjórn ASÍ svo á að skattarnir brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnar- skrár og hefur ASÍ falið lögmanni að undirbúa lögsókn gegn ríkinu. Gylfi Arnbjörnsson  ASÍ hyggst fara í mál við ríkið Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Áformað er að byggja um 12.000 fer- metra íbúðar- og atvinnuhúsnæði á Hampiðjureitnum svokallaða við Stakkholt 2-4 í Reykjavík og miðað við að framkvæmdir hefjist í byrjun komandi árs er gert ráð fyrir að þeim ljúki í árslok 2014. Í fjölbýlis- húsinu verða meðal annars 139 íbúð- ir af ýmsum stærðum. „Þetta er stærsta einstaka íbúðar- verkefni okkar til þessa og stærsta framkvæmd sem við ráðumst í frá hruni,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi systurfélaganna ÞG verktaka og Arcus ehf., en síð- arnefnda félagið er lóðarhafi og sér um framkvæmdir. Hann áætlar að um 100 manns muni starfa við verk- efnið, þegar það verður komið á fullt, fyrir utan fjölmarga aðra í afleiddum störfum, en nú vinna um 30 manns hjá honum. Á fundi skipulagsráðs Reykjavík- urborgar í vikunni var tekið fyrir er- indi frá afgreiðslufundi byggingar- fulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að byggja umrætt hús. Það skiptist í fimm mishá stigahús með 139 tveggja til fjögurra herbergja íbúð- um, verslunar- og þjónusturýmum og bílakjallara fyrir 144 bíla. Ráðið gerði ekki athugasemdir við erindið og það samræmist deiliskipulagi en því var vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa. Þorvaldur segir að stærð íbúð- anna verði 65 til 130 fermetrar. „Þetta eru mjög fjölbreyttar tegund- ir af íbúðum og metnaðarfull upp- bygging,“ segir hann og bætir við að íbúðirnar séu hannaðar og hugsaðar fyrir mjög breiðan kaupendahóp. Minnstu íbúðirnar séu jafnframt hugsaðar til útleigu fyrir til dæmis námsfólk. Vonast er til að framkvæmdir hefjist strax eftir áramót, að sögn Þorvaldar. Hann segir að byrjað hafi verið að huga að framkvæmdum 2007, en hætt hafi verið við á þeim tíma og málið tekið aftur upp í ár. 139 íbúðir á Hampiðjureitnum  Stærsta íbúðarbyggingarverkefni Arcus frá hruni  Um 100 manna vinnustaður þegar allt verður komið á fullt Stakkholt 2-4 Þrívíddarmynd af verkefninu á Hampiðjureitnum. Þrívíddarmynd/THG arkitektar Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra tilkynnti í gær framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar. Í samtali við mbl.is sagði Guð- bjartur að góð niðurstaða úr prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Norðvesturkjör- dæmi hefði verið forsenda þess að hann byði sig fram. Hann hafi verið hvattur til þess að gera það af breiðum hópi. „Það er auðvitað búið að kalla eftir því að fá framboð sem myndi leggja áherslu á sam- stöðu, reyna að skapa traust og leita lausna þar sem við reynum að ná sem allra breiðastri sátt innan Sam- fylkingarinnar og úti í samfélaginu,“ segir Guðbjartur. Aðspurður hvort hann eigi von á hörðum slag við Árna Pál Árnason sem tilkynnti framboð sitt til for- manns í október segist Guðbjartur vonast til þess að hann verði mál- efnalegur og sanngjarn. „Við leggj- um fram bæði okkar persónur og málefni og síðan er það flokksfélaga okkar að velja á þeim grunni.“ Guðbjartur í formanns- slaginn  Býður sig fram á móti Árna Páli Guðbjartur Hannesson Viðgerð á gólfi Ólafsfjarðarleggs Héðinsfjarðarganga er að ljúka. Verktaki er að malbika veginn á sjö stöðum sem brotnir voru upp á síðasta ári til að veita vatninu frá. Mikill vatnsagi kom í ljós þegar göngin voru gerð. Vatnið var leitt út um frárennslislagnir sem lagðar eru með hliðum ganganna. Eftir að göngin voru opnuð fór vatn að þrýstast upp úr gólfi og skemmdi veginn á nokkrum stöðum. Drenlögn sem lögð var í gólfið í fyrra virðist skila sínu hlutverki og nú er verið að ganga var- anlega frá veginum. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Gert við gólf Héðinsfjarðarganga Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772, ostabudin@ostabudin.is og á ostabudin.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.