Morgunblaðið - 01.12.2012, Qupperneq 29
rískri borg afar óvenjuleg. Þannig
hafa 462 verið myrtir í Chicago þar
sem um 2,7 milljónir manna búa.
Sumir rekja ástæðu þess að lög-
reglan í New York hafi náð svo góð-
um árangri til þess að hún reki mjög
harða stefnu í því að leita á þeim sem
hún grunar um græsku.
Aðrir benda á að sú aðferð hafi
leitt til þess að hundruð þúsunda
ungra blökkumanna og fólks af róm-
önsk-amerískum uppruna séu stöðv-
uð af lögreglu að ástæðulausu.
AFP
Friður Lögreglan í New York átti
óvenjunáðugan dag á mánudag.
FRÉTTIR 29Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012
Jólaréttirnir er ný bók matreiðslumeistarans Sigga Hall.
Bók um helstu jólarétti sem hafa verið á borðum Íslendinga
síðustu áratugina.
Hefðbundnir réttir, nýir réttir, uppskriftir og fróðleikur, handa matgæðing-
um á öllum aldri. Jólahlaðborðið, síldin, reykti laxinn, rjúpan, hangikjötið,
hátíðarmaturinn og humarsúpan.
Íslensk matreiðsla í hátíðarbúning eins og hún gerist best.
Uppskriftirnar eru allar aðgengilegar „að hætti Sigga Hall“
í hæstu gæðum eins og hátíðarmatreiðslan er í kringum jólin.
Bókin fæst hjá bóksölum og helstu matvöruverslunum
um land allt. Pöntunarsími 563 6000
Stjórnvöld í Ísr-
ael hafa veitt
leyfi fyrir því að
byggð verði þrjú
þúsund ný íbúð-
arhús á her-
numdum svæð-
um Palestínu-
manna. Frá
þessu var sagt í
ísraelskum fjöl-
miðlum í gær og
koma fréttirnar beint í kjölfar þess
að Palestína fékk stöðu áheyrn-
arríkis hjá Sameinuðu þjóðunum.
Talið er að húsin verði byggð í
Austur-Jerúsalem og á Vest-
urbakkanum. Palestínsk stjórnvöld
hafa lýst því yfir að friðarviðræður
geti ekki haldið áfram fyrr en út-
breiðsla landtökubyggða verði
stöðvuð.
ÍSRAEL
Byggja meira á landi
Palestínumanna
Ísraelskur
landtökumaður.
Síma- og netsam-
bandslaust var í
stærstum hluta
Sýrlands í gær,
annan daginn í
röð að sögn
mannréttinda-
samtaka. Banda-
rísk stjórnvöld
hafa sakað stjórn
Bashar al-Assads
um að skera á
sambandið. Google og Twitter til-
kynntu í gær að fyrirtækin hefðu
opnað raddstýrt forrit sem geri
Sýrlendingum kleift að semja
færslur með því að tala í síma. Það
er sama kerfi og notað var í
Egyptalandi í fyrra þegar stjórn-
völd lokuðu á netið.
SÝRLAND
Sýrlendingar geti
tíst með símanum
Eyðilegging í
Sýrlandi.
Yfirgnæfandi meirihluti þýskra
þingmanna samþykkti í gær neyð-
arlán upp á 44 milljarða evra til
Grikkja. Alls kusu 473 þingmenn á
sambandsþinginu með frumvarpinu
en hundrað kusu gegn því.
Fyrir atkvæðagreiðsluna hafði
fjármálaráðherrann Wolfgang
Schäuble varað þingmenn við því að
örlög evrusvæðisins væru undir í
Grikklandi. „Gjaldþrot Grikklands
leiddi til þess að evrusvæðið liðaðist í
sundur,“ sagði hann.
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, hafði áður hvatt þingmenn
allra flokka til þess að styðja frum-
varpið.
Fjármálaráðherrar evruríkjanna
sautján samþykktu á mánudag að
greiða Grikkjum út lán hinn 13. des-
ember.
Þýski fjölmiðillinn ARD segir að
kostnaður þýska ríkisins vegna
neyðarlánanna til Grikklands nemi
730 milljónum evra á næsta ári og
660 milljónum árið 2014.
Samþykktu neyðarlánin
Framtíð evrusvæðisins sögð undir
AFP
Atkvæðagreiðsla Merkel bíður
niðurstöðunnar í þinginu í gær.
Listi sem embætti ríkissaksóknara í
Mexíkó hefur tekið saman sýnir að um
25.000 manns hafa horfið í landinu í
fíkniefnastríðinu sem þar hefur geisað
á undanförnum sex árum. Þetta eru
mun fleiri mannshvörf en áður hefur
verið talið en listinn var aldrei birtur
opinberlega. Embættismenn sem
voru óánægðir með aðgerðaleysi
stjórnvalda láku honum til fjölmiðla
nýlega.
Um 100.000 manns hafa verið myrt-
ir í forsetatíð Felipe Calderón sem
lætur brátt af völdum og vita fjöl-
skyldur margra þeirra sem hafa horfið
ekki hvort ástvinir þeirra eru á meðal
hinna föllnu eða ekki. Hvorki talsmað-
ur forsetans né skrifstofa ríkissak-
sóknara hefur viljað tjá sig um hvers
vegna tölurnar um þá sem er saknað
hafa ekki verið birtar opinberlega.
Ekki er talið að listinn sé nákvæm-
ur né tæmandi. Hann var tekinn sam-
an í excel-skjal þar sem finna má
færslur við nöfn fólks á borð við: „Fað-
irinn var handtekinn af einkennis-
klæddum mönnum og sást aldrei aft-
ur.“
Tugir þúsunda hafa
horfið á síðustu árum