Morgunblaðið - 01.12.2012, Síða 36

Morgunblaðið - 01.12.2012, Síða 36
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Vorið 2013 eru liðin 30 ár síðan vís- indamönnum tókst að greina hiv- veiruna, það sama ár, 1983, er fyrsti einstaklingurinn greindur með hiv á Íslandi. Eftir marga sigra og líka ósigra í glímunni við þennan alvar- lega sjúkdóm á undanförnum árum, eru teikn á lofti um betri tíma. Aldrei hefur ríkt eins mikil bjartsýni um ár- angur baráttunnar gegn útbreiðslu hiv í heiminum og nú. Eftir hörm- ungar síðustu áratuga þar sem millj- ónir manna hafa þjáðst og dáið af völdum alnæmis er að skapast þekk- ing og tækni til að koma böndum á heimsfaraldurinn. Lyfjameðferðir gegn hiv hafa tekið slíkum fram- förum að einstaklingar í vel sam- settri meðferð eru ekki smitberar í þeim mæli sem var. Það gerir tilveru hiv-jákvæðra svo sannarlega létt- bærari, að vera á lyfjum sem ná að halda veirunni svo vel í skefjum að þeir eru ekki lengur smitandi. Ímynd hiv og alnæmis verður væntanlega eðlilegri og sanngjarnari í kjölfar þess að sjúkdómurinn er viðráð- anlegri, því það eru gömul og ný sannindi að þegar þekking og skiln- ingur eykst, þá minnkar óttinn. Samskonar viðhorfsbreyting átti sér stað gegn berklum, með tilkomu berklalyfja, um miðja síðustu öld. Úrræði og árangur Aukin úrræði og samvinna al- þjóðasamfélagsins er að skila gríð- arlegum árangri í aðgerðum gegn hiv og alnæmi í heiminum. 8 milljónir jarðarbúa eru nú komnir í lyfja- meðferð og eru alþjóðleg markmið þau að 15 milljónir manna verði á lyfjum við hiv árið 2015. Alnæmis- tilfellum hefur fækkað umtalsvert í heiminum og á það við um þróun- arlöndin líka og það hefur líka bless- unarlega dregið úr úbreiðslu hiv á heims- vísu, ákveðin ríki og landsvæði hafa verið til eftirbreytni hvað varðar forvarnir og meðferð. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa til dæmis gert að stefnu sinni að hiv-smituðum verði boðið að fara á lyf, strax í fram- haldi af greiningu. Í Austur-Evrópu og arabalöndum hefur ekki enn dreg- ið úr útbreiðslu. Því miður á það einnig við um Ísland en tæplega 50 manns hafa greinst hérlendis með hiv á síðustu tveimur árum sem er mikið áhyggjuefni. Þessi mikla aukn- ing skýrist m.a. af skyndilegri og hraðri útbreiðslu hiv meðal fíkla sem deila með sér sprautubúnaði. Margt bendir þó til að toppnum eða botn- inum sé náð og að árið 2012 verði ný- smit færri og dreifingin milli þjóð- félagshópa jafnari. 17 einstaklingar hafa greinst það sem af er þessu ári og er fjöldi smitaðra frá upphafi því að ná 300, eða eða 297 talsins. Sett hefur verið á laggirnar samstarfshópur á veg- um Sóttvarnaráðs þar sem HIV-Ísland á full- trúa. Hópurinn vinnur að tillögum að úrræðum sem gætu lágmarkað þennan skaða meðal fíkla og vonandi dregið úr frekari útbreiðslu. Aðalforvörnin er að nota gamla góða smokkinn – það hefur ekkert breyst. Þrátt fyrir basl við að láta enda ná saman í rekstri HIV-Íslands í ár, sem helst skapast af lækkun styrkja til fé- lagsins, hefur tekist að halda úti eðli- legu starfi. Fræðslu- og forvarna- vinna á sér stað m.a. í grunnskólum landsins, fangelsum, meðferðarstofn- unum, fyrirtækjum og ýmsum deild- um háskólanna. Margt bendir til að hiv-jákvæðum sé hættara við ýmsum sjúkdómum en öðrum og er jafnvel talað um ótímabæra öldrun sjúklinga í því samhengi. Ekki er nægjanlega mikið vitað um orsökina, en hún er talin vera flókið samspil hiv- veirunnar og aukaverkunar lyfja. Þættir s.s. lífstíll og erfðir hafa áhrif í þessu samspili. Þessi þróun er al- gengari hjá þeim sem hafa gengið lengi með hiv. Það er því til mikils að vinna fyrir hópinn að fylgjast vel með eigin heilsufari og líðan. HIV-Ísland hefur í samstarfi við systursamtök á norðurlöndunum staðið fyrir nám- skeiðum og útgáfu fræðsluefnis um þetta sem þýtt hefur verið á íslensku. Það hefur gríðarlega mikið að segja fyrir góða heilsu hiv-jákvæðra, það góða aðgengi sem þeir hafa á göngu- deild smitsjúkdóma LSH í Fossvogi. Fögnum 1. des Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er 1. desember og er hans minnst í 25. skiptið um allan heim í ár. Á næsta ári eru líka liðin 25 ár frá stofnun fé- lagsins. Á þeim tímamótum er ekki úr vegi að líta um öxl og minnast allra þeirra með þakklæti sem hafa með einum eða öðrum hætti komið að starfi félagsins og lagt hafa hönd á plóg við forvarnir og glímuna við for- dóma. Rauða borðinn er merki fé- lagsins og er tákn um stuðning við hiv-jákvæða og alnæmissjúka og táknar jafnframt kröfu um fordóma- lausa umræðu um hiv. Merkið er til sölu og í tilefni dagsins er opið hús hjá samtökunum kl. 15-18. Glíman við HIV í 30 ár Eftir Einar Þór Jónsson » Það gerir tilveru hiv-jákvæðra svo sannarlega léttbærari, að vera á lyfjum sem ná að halda veirunni svo vel í skefjum að þeir eru ekki lengur smitandi Einar Þór Jónsson Höfundur er þroskaþjálfi, trésmiður, kennari og lýðheilsufræðingur. Hann starfar sem framkvæmdastjóri HIV Ís- land. Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið höfuborgasvæðisins Staðsetjið kerti ekki nálægt opnum glugga þar sem vindur getur sveiflað gluggatjöldum í kertalogann Ég, Reynir Björnsson löggiltur fasteignasali, með 15 ára starfsreynslu á fasteignamarkaði hef hafið störf hjá Eignamiðlun fasteignasölu og býð viðskiptavinum í kaup- og söluhugleiðingum velkomna að hafa samband. Reykjavík Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • www.eignamidlun.is Fagleg og vönduð vinnubrögð Kortið er meðal annars selt hjá Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð. Upplýsingar í síma 896 5808. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra Haustsveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur Haustsveitakeppninni er nú skipt í deildir. Sex kvöldum af átta er lokið. Staðan í fyrstu deild er þannig. 1. deild: Lögfræðistofa Íslands 330 Chile 316 Grant Thornton 214 2. deild: Sölufélag garðyrkjumanna 290 VÍS 281 Pétur og úlfurinn 265 Þessar þrjár sveitir í annarri deild flytjast næsta kvöld í 1. deild. Minningarmót í Gullsmára Spilað var á 16 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 29. nóvember, en þá hófst minningarmótið um Guð- mund Pálsson. Spilað verður í fjögur skipti og gilda þrír bestu dagarnir. Úrslit í N/S: Katarínus Jónsson – Jón Bjarnar 336 Þorbjörn Benediktss. – Halldór Jónss. 308 Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 298 Örn Einarsson – Óskar Ólason 296 A/V: Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 350 Gunnar Alexanderss. – Elís Helgason 342 Gróa Jónatansd. – Kristm. Halldórss. 313 Ragnar Haraldss. – Bernhard Linn 308 Allir spilarar eru alltaf velkomnir. BRIDS Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.