Morgunblaðið - 01.12.2012, Page 46

Morgunblaðið - 01.12.2012, Page 46
46 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Norðlendingurinn Helga Kvam er 40 ára í dag, fædd á full-veldisdaginn árið 1972. Hún býr á Svalbarðsströnd þar semhún er fædd og uppalin. Helga ætlar að halda upp á daginn enda heppilegt að slíkt stórafmæli lendi á laugardegi. „Ég komst ekki hjá því að halda upp á afmælið. Ef þetta hefði verið virkur dag- ur þá hefði ég bara þagað um þetta. Ég býð fjölskyldunni í hrís- grjónagraut og slátur í hádeginu og um kvöldið verð ég með opið hús fyrir fólk.“ Helgu hefur alltaf fundist frábært að eiga afmæli 1. desember. „Mér fannst rosalega leiðinlegt þegar hætt var að gefa frí í skólum og dagurinn hætti að vera sami hátíðisdagurinn. Þó ég eigi afmæli á deginum þá finnst mér hann vera hátíðlegri en 17. júní fyrir þjóð- ina.“ Hún segist ekki hafa haldið mikið upp á afmælin sín í gegnum tíðina. „Þegar ég varð þrítug gerði ég ekki neitt. Mamma bauð mér í kaffi og var þá búin að bjóða allri fjölskyldunni. Afþví að ég er nú tónlistarmaður hefur þetta alltaf hitt á vinnutarnatíma.“ Helga er skólastjóri í tónlistarskóla Svalbarðsstrandar þar sem 32 nemendur stunda nú nám. Hún starfar líka sem ljósmyndari og kennir ljósmyndun við Myndlistaskólann á Akureyri. Helgu er margt til lista lagt því hún heldur úti uppskriftasíðunni Allskonar.is og kennir á matreiðslunámskeiðum. Hún er líka í sveitarstjórnar- málunum og gegnir stöðu varaoddvita í Svalbarðsstrandarhreppi. Helga Kvam er fertug í dag Afmælisbarn Helga Kvam er skólastjóri tónlistarskóla Svalbarðs- strandarhrepps, ljósmyndari, matarbloggari og varaoddviti. Mikill hátíðisdagur fyrir þjóðina Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hafnarfjörður Alexandra Tinna fædd- ist 15. febrúar kl. 17.04. Hún vó 2.665 g og var 46,5 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Hrefna Nilsen Tómasdóttir og Ómar Þór Nilsen Andrésson. Nýir borgarar Hafnarfjörður Sóley Anna fæddist 6. september kl. 0.35. Hún vó 3.110 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Borghildur Sverrisdóttir og Jóhann Bjarni Kjartansson H afsteinn fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann flutti til Reykjavíkur í gosinu 1973 þar sem hann hefur búið síðan. Eftir að skyldunámi lauk nam Hafsteinn húsasmíði í Iðnskólanum í Vest- mannaeyjum, kláraði það uppi á landi og starfaði við smíðar til árs- ins 1987. Þá hóf hann störf hjá Samvinnutryggingum og síðar hjá Vátryggingafélagi Íslands hf. þar sem hann gegnir í dag stöðu tryggingafulltrúa í söludeild. „Þetta er mjög skemmtilegt og gefandi starf og ég er með frá- bæra vinnufélaga.“ Byrjaði tíu ára að beita Hafsteinn telur það vera forrétt- indi að hafa alist upp í Eyjum. „Að byrja snemma að vinna í beitningaskúrnum, frystihúsunum og útskipunum og kynnast öllu í kringum sjóinn er ómetanlegt. Ég fór 10 ára gamall að stokka og beita með gömlu körlunum.“ Hafsteinn byrjaði einnig ungur að veiða með pabba sínum, fór 8 ára að fiska á trillu með honum og stýrði bátnum meðan pabbi hans skaut svartfugl. „Pabbi var rosalegur veiðimaður Hafsteinn Ragnarsson tryggingaráðgjafi - 60 ára Í faðmi fjölskyldunnar „Ég er mikill fjölskyldumaður og lifi og hrærist í því að sinna henni.“ Er fæddur veiðimaður Í Minneapolis „Við konan ferðumst mikið saman og spilum golf.“ „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.