Morgunblaðið - 24.12.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.12.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég bað frænku mína aðkippa með sér tré fyrirmig þegar hún fór í Skóg-ræktina að höggva eitt slíkt fyrir sjálfa sig. Þau mættu svo hér stórfjölskyldan með fjögurra metra hátt tré á pallbíl og höfðu með sér sög og klippur. Öðruvísi var ekki hægt að koma trénu inn. Við þurftum að saga af því toppinn svo það gæti staðið í stofunni. Að öllu þessu loknu héldum við hátíð hér og glöddumst yfir trénu, drukkum heitt kakó og gæddum okkur á smákökum,“ segir Ólöf Kristjánsdóttir sem búið hefur í New York undanfarin tíu ár ásamt manni sínum en fyrir þremur árum fæddist þeim sonurinn og gleðigjaf- inn Gabríel. Hefð fyrir heitum rjómasoðn- um grjónagraut í eftirmat Ólöf á tvöfalt af öllu jólaskrauti, því hún skreytir auðvitað líka heimili sitt úti í New York. „En ég skreytti minna þar, mest með greni og stórum jólastjörnum. Við höfum haldið jól úti í Bandaríkjunum en mér finnst hátíð- legra hér á Íslandi yfir hátíðirnar. Fólk sem við þekkjum úti gerir ekki svo mikið úr jólunum, en aftur á móti er þakkargjörðarhátíðin miklu meiri hátíð þar.“ Ólöf býr sjálf til sitt jóla- konfekt og ekkert lítið af því. „Ég geri fjórfaldar og fimmfaldar upp- skriftir og maðurinn minn hefur kvartað mikið yfir konfektgerðinni í gegnum tíðina, af því að ég býð allt of mörgum að taka þátt og þá er súkku- laði út um allt,“ segir Ólöf sem á von á gestum um hátíðirnar. „Við erum með opið hús á Þorláksmessu, svo verður fimmtán manna matarboð hjá Íslensk jól hátíðlegri en þau bandarísku Hún er tveggja heima kona sem býr mestan part ársins í New York en á líka fal- legt heimili á Íslandi. Ólöf Kristjánsdóttir er mikil jólakona sem býr til sitt eigið jólakonfekt og lætur sig ekki muna um að taka á móti þrjátíu gestum í mat. Morgunblaðið/Styrmir Kári Jóladrengur Einkasonurinn Gabríel er kominn í jólaskap, hér við jólatréð stóra og fagra sem skreytt er bæði með íslensku og bandarísku jólaskrauti. Bloggsíðan www.blog.katr- inbjork.com er full af fallegum hugmyndum og þá sérstaklega jólahugmyndum þessa dagana. Lík- legast hafa flestir nóg að gera í dag en ef þig myndi langa til að búa til fíkju- eða chili-sultu svona korteri fyrir jól þá finnur þú upp- skriftir að slíku hér. Katrín Björk sem heldur vefsíðunni úti er mikill fagurkeri og eins eru myndirnar hjá henni mjög fallegar. Enda starf- ar hún sem frílans ljósmyndari. Á síðunni segir að Katrín Björk hafi mikinn áhuga á hönnun, listum, ferðalögum og heilbrigðum lífsstíl. Hún hefur gott auga fyrir fallegum smáatriðum og hlutum sem krist- allast í óskalistum hennar fyrir jól- in. Falleg síða og skemmtileg sem vert er að smella í möppuna og skoða reglulega til að gleðja augað í skammdeginu. Vefsíðan www.blog.katrinbjork.com Morgunblaðið/Arnaldur Krukka Góða sultu er nauðsyn að eiga í ísskápnum, ofan á brauð eða í sósuna. Gott auga fyrir fallegum hlutum Þá líður að því að klukkur landsins hringi inn heilög jól. Eftir anna- sama daga á aðventu gefst nú ljúf- ur og góður tími til að eyða með vinum og fjölskyldu. Einbeitum okkur að því að stilla hugann en það getur jú tekið dálítinn tíma að ná sér niður eftir stress sem oft vill fylgja fyrir hátíðar. Kannski væri ráð að skella sér í langt og gott bað eða bara í heita pottinn og tæma algjörlega hugann. Þetta hjálpar manni að finna jólafriðinn og jólabarnið innra með sér. Með ósk um gleðileg jól og ljúfar stund- ir yfir hátíðardagana. Endilega… …finnið jólafriðinn Morgunblaðið/Ernir Jólakyrrð Gott er að tæma hugann með heitu baði eða göngutúr. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Blessuð jólin koma í dag og þá kætast börnin stór og smá. Enda eigum við flest lítið jólabarn innra með okkur og hugurinn vill reika til bernskujólanna á þessum tíma. Mikilvægt er að hafa þakklæti í huga á þessum árstíma. Enda geta því miður ekki allir haldið gleðileg jól í þessum heimi og vert er að muna eftir söngtexta Magnúsar Ei- ríkssonar þar sem segir svo: Víða’ er hart í heimi, horfin friðar sól. Margir láta gott af sér leiða yfir jólin og hjálpa þeim sem minna eiga. Í flestum löndum er þó jólaund- irbúningurinn gleðilegur og hátíð- legur og nóg að gera hjá fólki. Hér má sjá myndir sem sýna jóla- stemninguna í nokkrum löndum. Jólaljós lýsa upp umhverfið og brosin ljóma af spenntum andlitum barnanna sem geta ekki beðið eftir jólunum. Jólum fagnað um heiminn Króatía Óskalugtum sleppt í loftið. Víetnam Jólalegur blöðrusali á ferð. AFP Belgía Þessir grallaralegu snjókarlar í búðarglugga eru búnir til úr súkkulaði. Jólaundirbúningur LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 Gleðileg jól Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum. Þökkum viðskiptin á liðnum árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.